Morgunblaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 2
2 MORGFNTILAÐIÐ Laugardagur 2. marz 1963 ■m Rússamir koma til flugstöövarinnar á ReykjavrkurvellL Kissilev er lengst til vinstri. Njdsnarar Rússa hurfu heim í gær Fjöldi blaðamanna tók á móti þeim á Kastrup flugvelli RÚSSNESKU sendiráðsstarfs mennirnir Kissilev og Dimi- triev fóru í gærmorgun með Gullfaxa flugleiðis til Kaup- mannahafnar ásamt fjöl- skyldum sínum. — íslenzka ríkisstjómin vísaði þeim úr landi, eftir að sannazt hafði, að þeir stunduðu njósnir hér á Iandi. Brottför Gullfaxa hafði verið ákveðin klukkan 8.10 um morg- uninn og var förinni heitið til Glasgow og Kaupmannahafnar. Rússneska sendiráðið hafði pantað far fyrir 5 farþega til Kaupmannahafnar, Kissilev og frú, ásamt dóttur þeirra, og Dimitriev og frú. Blaðafulltrúi sendiráðsins, Kommisaroff, og tveir aðrir sendiráðsmenn komu á undan þeim Kissilev og Dimitriev og gengu frá farmiðum þeirra og farangri. Skömmu áður en vélin átti að leggja af stað komu, tveir bílar frá rússneska sendiráðinu með njósnarana og fjölskyldur þeirra. IVlgdi þeim hópur Rússa. Voru allir hressir í bragði, hlógu og var engu líkara en verið væri að fylgja vinafólki, sem væri að skreppa í sumarleyfi. Sá munur var þó á, að Rúss- arnir vildu ekki tala við blaða- menn, en ekki ömuðust þeir þó við myndatöku, nema Dimitriev, #em forðaðist myndavélina eins og heitan eldinn. Sneri hann sér undan eða bcu: hendur fyrir and- lit sér. Rússnesku njósnaramir fóru í gegn um vegabréfaskoðunina og svo beint um borð í flugvélina ásamt öðrum farþegum. Á land- göngustiganum veifuðu þeir til fylgdarmahna sinna, hinztu kveðju. Gullfaxi hóf sig til lofts klukk- an 8.17. Njósnararnir voru lagðir af stað til Rússlands. Hvatarfundur HVÖT, Sjálfstæðiskvennafélagið, heldur fund í Sjálfstæðishúsinu á mánudagskvöld kl. 8.30. Þar tala alþingismennirnir Auður Auðuns og Ragnhildur Helga- dóttir. Einnig verða skemmti- atriði. í gærkvöldi barst Morgunblað- inu eftirfarandi frétt frá Kaup- mannahöfn um komu rússnesku njósnaranna þangað: Rússnesku njósnararnir Lev Kissilev og Lev Dimitriev komu síðdegis til Kaupmannahafnar með flugvél Flugfélags íslands. Á flugstöðinni beið fjölmennur hópur rússneskra sendiráðs- starfsmanna til að taka á móti þeim. Kissilev og Dimitriev komu ekki saman út úr flugvélinni og sáu til þess að erfitt var að þekkja þá í mannþrönginni. í flugstöðinni var mættur fjöldi danskra blaðamanna og Ijósmyndara og ennfremur sjón- varpsmenn. Rússarnir höfðu ekk- ert á móti því, að myndir væru teknar af þeim, en þeir vildu hins vegar alls ekki tala við blaðamennina og svöruðu ekki spumingum þeirra. Kissilev, sem hélt í hönd dótt- ur sinnar, sá til þess að ljós- myndararnir gætu tekið góðar myndir af dóttur hans og dúkku, sem hún hélt á. Rússneska sendiráðið í Kaup- mannahöfn sendi tvo Zim-bíla til flugvallarins og í þeim fóru njósnararnir beina leið tii sendi- ráðsbústaðarins. Gert er ráð fyrir, að Rússnesku njósnararnir fari til Moskvu flugleiðis á laugardag með rúss- neska flugfélaginu Aeroflot. MI l\l M I S B LAÐ um baráttu núverandi Iðjustjárnar fyrir hags- munum iðnverkafólks 1957 ' 1. Þá var samið um 6% grunnkaupshækkun á sama tíma sem önnur verkalýðsfélög héldu að sér höndum og fengu ekkert. 2. Margir laimaflokkar voru lagðir niður og þeir sem í þeim voru færðir upp, þannig að margir fengu við það verulega kauphækkun. 3. Orlof fékkst greitt á eftirvinnu og var það nýmæli í samningum verkalýðsfélaga. 4. Mörg önnur atriði samninganna voru lag- færð til betri vegar. 1958 1. Samið var um 6% almenna grunnkaups- hækkun. 2. Samið var um stofnun lífeyrissjóðs fyrir iðnverkafólk og skuldbundu iðnrekendur sig til að greiða 6% ofan á kaup hvers og eins einasta Iðjufélaga. (Það var þessi sjóður sem kommúnistar reyndu að eyðileggja og tókst að stórskemma og hafa nú 1963 haft af sjóðn- um ca. 17 milljónir króna). 3. Samið var um nýjan taxta fyrir konur, sem unnið hafa 4 ár á sama stað og jafngildir það eitt 3.500 kr. árlegri kauphækkun. 4. Einnig í þetta skipti náðust margar aðrar lagfæringar og breytingar. 1961 1. Samið var um 16,2% grunnkaupsíhækkun á almennt kvennakaup. 2. Samið var um 2 nýja kauptaxta, þannig að kauphækkun eftir 24 mánaðá starf verður 19,4% og eftir 36 mánuði 22,6%. 3. Samið var um stofnun sjúkrasjóðs, sem iðn- rekendur greiða í. 4. Samið var um lengra orlof fyrir þá, sem unnið hafa 10 ár eða lengur. 5. Samið var um ýmsar aðrar lagfæringar. 1962 1. Samið var um 10% hækkun á allt fast mán- aðarkaup. 2. Enn einn áfangi fékkst i jöfnun karla- og kvennakaups og kom nú 414% hækkun á kvennakaup, skv. lögum, sem samþykkt vor» af þingmönnum Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. 3. Úthlutun hófst úr sjúkrasjóði, en með hom- um fá meðal annars konur sem eru frá vinnu vegna bameigna 4000 kr. styrk. 1963 Og á árinu sem byrjað er — 1963 hefur veriS samið um 5% hækkun á allt kaup — ákvæðis- vinnutaxta einnig. Auk þess hækkaði kvenna- kaup um 414% samkvæmt lögum um launa- jöfnun karla og kvenna. 4LLT ÞETTA FÉKKST AIM VERKFALLA Sitt hvor listinii — sama stefnan í STJÓRNARKJÖRINU, sem fram fer í Iðju, félagi verk- smiðjufóiks um helgina verða þrír listar í kjöri. A-listi komm- únista, B-listi núverandi stjórn- ar og C-Iisti Framsóknarmanna. Er þetta í fyrsta sinn, sem þrír listar eru í kjöri. En hver er nú munurinn á þeim tveimur listum, sem sækja nú báðir gegn B-listanum? Er hér ekki um að ræða tvö höfuð á þeim sama skapnaði, sem hafði öll völd í Iðju á sínum tíma og var næstum búinn að sigla fólaginu í algjört strand. í „Þjóðviljanum'* í gær birtist viðtal Mörtu Þorleifsdóttur, sem er á framboðslista kommúnista í Iðýu. Blaðamaðurinn spyr: Finnst þér ekki sorglegt, að stjórnarandstaðan í Iðju skuli ganga klofin til þessara stjórnar- kosninga?“ Og Marta svarar: „Mér finnst það meira en sorglegt, mér finnst það svívirðilegt. Samstarf hefur verið gott við þessa menn að undanförnu og ekki um mál- efnalegan ágreining að ræða.“ í Tímanum í gær brtist ræða eftir Hannes nokkurn Jónsson, sem mun vera í framboði í stjórnarkjörinu fyrir Framsókn- armenn. Hann ræðir m. a. um efsta manninn á C-listanum og segir svo: „Einar Eysteinsson hefur verið í varaformannssæti á undanförnum árum á sameig- inlegum lista íhaldsandstæðinga í Iðju og þá hafa kommúnistar virzt vera mjög ánægðir með hann í því sæti“. Þessi urnmæli forystumanna A — og C listans sanna svo að ekki verður um villzt, að enginn málefnalegur ágreiningur er á milli þessara tveggja framboðs- lista. Kommúnistar segja, að satóstarfið við Framsóknarmenn- ina hafi alltaf verið gott og Framsóknarmenn segja, að þeir Tónlistarkynning í Háskólanum Á MORGUN, sunnudag 3. marz, kl. 5 síðdegis stundvíslega, hefj- ast á ný tónlistarkynningar í há- tíðasal háskólans. Að þessu sinni verður flutt af hljómplötutækjum skólans sin- fónía nr. 1 (c-moll, op. 68) eftir Johannes Brahms, leikin af sin- fóníuhljómsveitinni Philharmina í London, undir stjórn Ottos Klemperers. Dr. Páll ísólfsson flytur inngangsorð og skýrir verk ið með tóndæmum. Aðrar sinfóníur Brahms verða síðan kynntar með sama hætti á næstunni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimilL (Frétt frá Háskóla fslands). hafi alltaf notið hylli kommún- ista. Það er þvi alveg Ijóst, að sama öngþveitið myndi koma upp 1 félaginu, hvor þessara tveggja lista sem fengi gtjómaraðstöðu. A og C listinn eru tvö höfuð á sama skapnaðinum, sem Iðju- fólkið hefir fengið nóg af. » Pressu- ballið i kvöld PRESSUBALL blaðamanna er j í kvöld í hinum nýja sal í Hót! el Sögu. Það hefst kl. 7 e.h., og j eru menn beðnir um að komaj stundvíslega. Vínstúka er op- in frá kl. 6. Sú skemmtilega nýjung ] verður á ballinu, að mönnum * verður gefinn kostur á 9 falleg | um orkideum af mismunandi j tegundum á barm eða i hárið i á dömum sínum. Þessi blóm J hefur próf. Niels Dungal rækt! að í vermihúsi við heimili sitt | í Suðurgötu. Verða blómin boð l in upp á miðju, baUi, ágóðan- j um safnað í sjóð, sem dregiðj verður um, en aðeins blóma- I kaupendur fá númer eftir viss | um reglum. Gefst þar tækifæri j til að prýða dömu sína fallegu . blómi og jafnframt eignastj von í drjúgum sjóðL Annað á dagskránni verðurl eins og áður er sagt: Ræðaj Gunnar Gunnarson, skáld; ein . söngur: Svala Nielsen; Krist-‘ inn Hallsson syngur frum- sarr.da skopkviðlinga, og { Gunnar Eyjólfsson og Bessii Bjarnason flytja nýjan J skemmtiþátt eftir Harald J. Hamar, blaðamann. . j /J NA /5 hniiar [ 5 V SOhnútar X Sn/Homa t úi/mmn 7 Sltírir S Þrumur WA KMatkii HiiatkH HiHmi | L$L.a I 1 í GffiH V air vindur fremiur Ihiwlsi'ginii við a/ustur- og suíK Kissilev ræðir við Kommisaroff, blaðafulltrúa, skömmu áður J en hann fer um borð 1 flugvélina. hægiur á sunnan og suðaustan um aillt land. Veður var bjairt Og nmai’þý tt, hiti víðast 5 tU 7 stiig. Á Bretlandiseyj um var Mka hláika, en frost, jaXnvei um urströnd Norðursjávar. Mjög djúp lægð er á kortinu uim 1400 km SV aí Reykja- nesL Hún mun verða komin nær landinu í dag og vaLdm þá Á og SA roki hér við suð Uirströndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.