Morgunblaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 13
f Laugardagur 2. niarz 1963 MORCUN BL AÐ1Ð 13 EFT \ I' f vikunni, sem leið, stóð í Genf ráðlherrafundur landanna í Fríverzlunarsvæðinu, EIFTA. Hljótt hefur verið um BFTA að undanfórnu, enda hefur athygli flestra að mestu beinzt. að við- ræðum Breta við fulltrúa Efna- hagsbandalags Evrópu, EBE, um hálfs annars árs skeið. | i I>egar, er ljóst varð, að ekki yrði af aðild Breta, var tekið að ræða, hvaða leiðir væru hentug- ostar til að auka efna-hagssam- Btarf þeirra landa, sem standa fyrir utan EBE. !) f>ví heyrðist fleygit, að rétt væri að stofna nýtt efnalhags- bandalag, er næði til Bretlands, 1 Norðurlandanna og Bandarikj- anna. Sú hugmynd hefur þó ekki hlotið neitt teljandi fylgi. Hins vegar virðist endurvakning EFTA standa fyrir dyxum, ef svo má að orðl komast, því að aldrei hefur verið horfið frá hugmyndinni jlim Fríverzlunarsvæðið. Aðildarríki þess eru sjö, Bret- Iand, Danmörk, Noregur, Svíþjóð Sviss, Austurríki og Portúgal. IÞótt talsvert hafi áunnizt í sam- starfi þessara ríkja, þá hefur engum dulizt, að ráðamenn margra þeirra hafa talið fram- tíðarstöðuna í Evrópumarkaði mótast, öðru fremur, af sam- starfi við EBE, yrði af aðild Breta. • Á þetta einkum við um Dani. f>á hafa Norðmenn og talið rétt að fylgjast vel með öllu, sem gerzt hefur innan EBE, enda ósk- að eftár f ullri aðild ein-s og ' Bretar. Sviss, Svíþjóð og Austur ríki hafa rætt við fulltrúa EBE, i með tilliti til aðildar, Fimrn af } löndum EFTA hafa þanniig haft 1 í huga mjög náið samstarf við ! EBE, ef til vill fulla aðild, og sjötta landið, Svlþjóð, talið auka aðild æskilega. Gerbreyting hef- ur þó orðið á þessu ástandi, með afstöðu Frakka til aðildar Breta. '* Á ráðlherrafundi EFTA í síð- ustu viiku, var ákveðið að reyna að hraða tollalækkunum á iðn- aðarvörum. Bretar sýndu mestan á-huga, og töldu æskiilegt, að hraða lækkunum svo, að tollar á þessum vörum yrðu að fullu af numdir 1967. li Ákveðið var þó að miða við l 1966. Er grundvöllurinn vár laigð | ur að E-FTA, var ekki gert ráð ; íyrir, að tollar þessir yrðu af- | numdir svo snemma. Rétt er að geta þess, að sömu tollar innan EBE verða ekki úr sögunni, fyrr en 1967. i| Endanleg ákvörðun í þessu máli verður tekin á ráðherra- J fundi EFTA, sem haldinh verð- | ur 9. og 10. maí n.k., í Lissabon. ' Fram til þess tíma verður unnið að frekari athugunum í fasta- nefnd EFTA. Annað höfuðvið- fangsefni nefndarinnar næstu 9 vikur verða landbúnaðarmálin. Er rætt var um aðild Breta að EBE voru landbúnaðarmálin erf iðasta viðfangsefnið. Virðist nú, sem sú saga ætli að endurtaka sig innad EFTA Afstaða Dana þar nú er svipuð og afstaða Frakka var, er rætt var um framtíðarskipan landbúnaðarmála innan EBE, á sínum tíma. Það hefur komið í ljós undan- farna daga, eftir að áhugi fór að beinast að EFTA, að framtíð þess kann að miklu leyti að vera komin undir kröfum Dana. Þeir selja landbúnaðarvörur sínar bæði til landanna í EBE og Bret- lands. r Aðild Breta að EBE hefði þvi leyst mikinn vanda fyrir Dani, þar eð þeir hefðu þá engum tolli þurft að sæta í útflutningi til tveggja höfuðviðskiptavina sinna. Eins og nú er komið, verða þeir að sæta tolli hjá báðum. Tollalækkanir á iðnaðarvörum innan EFTA eru þegar orðnar það miklar, 50%, að þeirra er farið að gæta verulega. Frekari læfckanir yrðu því mikil lyfti- stöng iðnaðinum í aðildarlönd- unum, þar sem íbúar landanna sjö eru um 90 milljónir talsins. Danir hafa hins vegar lýst því yfir nú, að þeir geti ekki tekið höndum saman við önnur aðildar ríki EFTA um fyrirhugaðar tollalækkanir á iðnaðarvörum, nema gengið verði til móts við þá um lausn landbúnaðarvanda- málanna. Er upphaflega var samið um þau innan EFTA, var ákveðið, að tollar á syínafleski, annarri höfuðútflutningsafurð Dana til Bretlands, yrðu afnumdir í tveim ur skrefum. Þannig voru Dönum boðin sömu kjör í Bretlandi og samveldislöndunum. Nú vilja Danir, að samið verði um hina a ð-alú trf 1 u t n in ga vö-run a, smjör, á sama hiátt, og setja það að skil- yrði. Viðhorf til þessarar kröfu Dana eru misjöfn. Á það hefur verið ben-t í Bretlandi, að hugmyndin sé ekki svo fráleit, þótt hún kunni að reynast erfið í fram- kvæmd. Helzti keppinautur Dana, á sviði smjörsölu til Bretlands, eru Hollendingar. Það yrði því á þeirra kostnað, fengju Danir sér samninga. Þykir mörgum ráða mönnum í Bretlandi óráðlegt að ráðast þannig gegn samkeppni- aðstöðu Hollendinga, sem eru helztu stuðningsmenn Breta í EBE. Afstaða Dana er skýr, og hef- ur engin dul verið á hana dreg- in. Því hefur verið lýst yfir í Danmörku, að afstaða Dana muni markast af því, hver kjör þeir fái við sölu smjörs til Bretlands. Því aðeins, að Bretar fallizt á kröfur í þessum efnum, geti Danir gengið til samstarfs um frekari lækkun tolla á iðnaðar- vörum. Mikill áhugi ríkir, ekk-i sízt í Bretlandi, fyrir auknu samstarfi EFTA-ríkjanna, því að það gæti síðar leitt til samninga um tolla- lækkan-iT milli EFTA og EBE. Þeirri spurningu hefur þó verið varpað fram; hvort ekki megi vera, að samstarf innan EFTA verði of dýru verði keypt, eigi að semja á þeim grundvelli, sem Danir telja óhjákvæmilegt. IMATO Merohant, sérstakur fulltcúi Kennedys, Bandaríkjaforseta, hjár Atlantshafsbandalaginu, NATO, er nú staddur í París. Ræðir hann þar við fulltrúa bandalagsrikj- anna um væntanlegan kjarnorku her NATO og yfirstjórn hans. Allt frá því Macmillan, fot- sætisráðherra Breta, og Kenne- d-y h-ittust á Bahamaeyjum í des- ember sl. m.a. til að ræða af- hendingu Polaris-kafbáta til Breta, hefur kjarnorkuher Evrópu verið ofarlega á baúgi. Margir stjórnmálafréttaritarar eru þeirrar skoðunar, að sam- komulag þjóðarleiðtoganna þá, sé meginorsök stefnubreytingar De Gaulle, Frakklandsforse’ta, varð- andi aðild Breta að EBE. Það er ríkjandi skoðun stjórn málamanna, bæði vestan hafs og austan, að ákvörðun Fra-kka um að koma sér upp kjarnorkuher, sem verði algerlega óháður NATO, sé fleygur rekinn í vest- rænt varnarsamsta-rf, og ,van- traust á skuldbindinigar Banda- ríkjanna. Er Kennedy og Macmillan sömdu um það með sér, að hætt yrði við afhendingu Skybolt- flauganna, sem brezki flugherinn átti að fá, var því tekið mjög fálega af mörgum í Bretlandi. í staðinn áttu Bretar að fá Polar- iskafbáta, og s'kyldu þeir einnig verða til reiðu fyrir önnur ríki í NATO.. „Hvíta bókin", sem brezka stjórnin lét birta um varnar- mál fyrir rúmri viku, ber þess merki, að reynt hefur" verið að nokkru að koína til móts við þarfir brezka flughersins, og bæta upp það, sem hann fór á mis við. Þar er skýrt frá nýju leynivopni, sem flughernum muni fengið í hendur innan þriggja ára.. Er því ætlað að styrkja árásarmátt kjarnorku- hers Breta, þar til Polariskafbát- arnir verða tilbúnir, sefh vart verður fyrr en eftir 5 ár. Breta hefur skort eldflaugar, þ.e. tæki til að flytja kjarnorku- sprengjur á áfangastað, ekki sprengijurnar sjálfar. í fyrstu var talið, að leynivopnið nýja væri eldflaug. Síðar héfur komið í Ijós, að hér er um kjarnorku- sprengju að ræða, búna sérstöku tæki, er stjórnar því, að hún springur ekki fyrr en eftir ákveð inn tíma. Hins vegar er tekið fram, að 2—3 ár muni líða, þar til sprengjur af þessari gerð verða fullgerðar. Tækni sú, sem hér er byggt á, felur í sér, að sprengj uþotur þær, sem brezki flugherinn hefur nú, beri þessar sprengjur á áfanga- stað. Eiga þoturnar að fljúga mjög lágt, nær alveg með jörðu, varpa sprengjunni, en útbúnaður hennar á síðan að gera þotun- kleift að komast nægilega langt í burt, áður en sprengjan spring- ur. Það, sem gera á þotunum kleift að komast á áfangastað, er lágflugið, þ.e., þær eiga að fljúga svo lágt, að þær sjáist >4/jb/ngi Framh. af bls. 8. f Frumvarpinu verði visau frá. r Björn Fr. Bjömsson (F), fram- Bögumaður 2. minnihluta, kvað hina nýju gjaldskrá um þókn- un fyrir verkfræðistörf verðlag.n - ingarreglur verkfræðinganna ej-álfra uim greiðslur fyrir út- ; eelda vinnu af verk- og rann- eóknarstofum þeirra og myndi 1 því ekki snerta þá, er ynnu hjá rikisstofnunum. Frumvarpið mið eiði að því að hefta frjálsræði ▼erkfræðinga um eigin verðlagn ingu á útseldri þjónustu. En með ekirskotun til þess, að aðrar etéttir hliðstæðar verkfræðing- uui, svo sem arkitektar, endur- skoðendur o.fl., verðleggja sjálf- ar þjónustu, sem þær selja frá skrifstofum eða verkstofum, þykir deildinni ekki ástæða til staðfestingar á bráðabirgðalög- um þeim, sem frumvarpið fjall ar um, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá. Ingólfur Jónsson raforkumála- ráðherra kvaðst hafa furðað sig á þeiri fullyrðingu BFRB að frumvarpið snerti ekki þá venk fræðinga, er ynnu hjá ríkinu. Spurði hann, hvort nofckrum dytti í hug, að hin nýja gjald- sikrá, ef hún hefði tekið gildi, hefði ekki haft áhrif á kaupkröf- ur þeirra verkfræðinga, er .ynnu hjá rílkisstofnunum, þar Sem í henni er gert ráð fyrir hækkun- um allt upp í 320%. Hitt væri ann að mál, að obk- ur er nauðsyn- legt að gera verk fræðingum kleift að starfa í land- inu, þótt við get um ekki gefið þeim það frjáls- ræði, er BFrB taldi svo æski- legt, þegar freLs- ekki í radartækjum, ðvinarins, og því sé ekki hsegt að beita gagnflaugum. Þá er ætlunin að láta nýja tegund hraðfleygrar orustuþotu bera sprengjurnar. Orustuþoturn ar, sem um ræðir, verða af gerð- inni TSR 2, en eru enn á til- raunastigi, og fljúga ekki fyrr en að ári, í fyrsta lagi. • Lágflug krefst sérstaks styrk- .leika í þotum. Sprengjuþotur þær, sem nú eru fyrir hendi í Bretlandi, mun þurfa að styrkja sérstaklega til slíks flugs. TSR 2 þoturnar eru hins vegar smíð- aðar með lágflug fyrir augum. Talsverðar umræður hafa far- ið fram um „Hvítu bókina“, en vhún er venjulega talin táikna stefnu stjórnarinnar í varnar- málum næsta árið. Gagnrýnend- ur segja, að ekki sé hægt að sjá að brezki herinn fái á næstu 2—3 árum neitt það í hendur, sem komið geti í stað Skybolt flauganna. Þá er og bent á, að hætt hafi verið frekari endur- bótum á Blue Steel flaugunum, sem brezfci flugherinn hefur nú yfir að ráða. Þeirri fregn var tekið með mikilli athygli, er tilkynnt var í Wasihington í fyrri viku, að Bandaríkjastjórn hefði til athug- unar að leggja til við bandalags- ríki sín í Evrópu, að þau notuðu skip, ebki kafbáta, til að bera Polariseldflaugar. Því hefur ver- ið opinberlega lýst yfir, að ódýr ara sé að byggja skip fyrir flaug arnar, en kafbáta. Auk þess sé stöðugt hægt að hafa samiband við skip. Er Macmillan og Kennedy ræddust við í des., um væntan- legan kjarnorkuher Evrópu, und ir stjórn NATO, var ákveðið að hann byggðist á Polariskafbátum. Bandarísk blöð skýra frá því, að sá, sem komið hefur fram með þessar breytingartillögur við stefnu Bandaríkjaforseta, eins og hún var í desember, sé Hy- man G. Rickover, varaaðmíráll. Hann er sagður hafa lagzt mjög gegn því, er hann ræddi við for- setann nýlega, að Bandarílkin af hentu bandalagsríkjunum Polaris káfbéta. Þá mun bandaríski flotinn ■hafa lýst skoðun sinni á þessu máli, er hann skilaði nýlega á- liti um þjálfun erlendra áhafna á Polariskafbátum. Þar sagir m.a. að flotinn sé því andvígur, að Polariskafbátar verði aflhentir Evrópuríkjum, jafnvel þótt þeir verði undir stjórn NATO. Þriðja ástæðan fyrir því, að Bandaríkjastjórn vill nú leggja til, að Evrópuríkin noti skip í stað kafbáta, er talin sú, að af- hending Polariseldflauga, án kaf báta, kunni að mæta minni mót spyrnu á þingi, sérstaklega hjá kjarnonkumálanefndinni. Hún hefur lengi verið því andvíg, að kj arnorkuvopn verði fengin í hendur öðrum þjóðum. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að því var fyrst lýst yfir í Bretlandi fyrir viku, er „Hvíta bókin“ var lögð fram, að miðhluti Polariskafbáta þeirra, sem samið hefur verið um að Bretar fái, verði smíðaðir í Bandaríkj unum. Stefni og skútur hins vegar í Bretlandi. Miðhlut- inn geymir siglingatæki og eldflaugastæði. Þannig smíðaður myndi hver bátur kosta um 6.200 milljónir ísl. króna. Kostnaður og erfiðleikar yrðu enn meiri, ef Bretar eða aðrar Evrópuþjóðir inu er misbeitt. Hann hefði tal- að um, að til séu mangir flokk- ar manna, sem vinna eftir gjald skrá, og þó hafi ekki verið gefin út bráðabirgðalög til að hefta gildi þeirra fyrr en nú. Og hvers vegna? Vegna þess, að aðrir hafa ekki spennt bogann eins hátt og verkfraeðingarnir gerðu í þessu tilifelli, enda hvorki leyfilegt né er gripið til þess ráðs að gefa út bráðabirgðalög nema brýna nauðsyn beri til. Það leiddi af sjálfu sér, að ef hin nýja gjaldskrá hefði verið látin afskiptalaus, hefðu aðrar sbéttir þjóðfiélagisins komið á ættu einar að standa að smiði slikra kafbáta. Brezik blöð skýra frá því, að fréttinni um að skip verði tek- in upp í stað kafbáta, hafi verið fálega tekið af ráðamönnum. Frá því er skýrt, að einn af nánustu samstarfsmönnum Peters Thor- neycrofts, landvarnarráðherrans brezka, hafi lýst því yfir, að Bret ar vildu ekki fallast á slíkt, og myndu halda fast við fyrri stefnu. Gagnrýni hefur gætt í banda- riskum. blöðum varðandi þá stefnu Bandaríkjastjórnar að fjarlægja eldflaugar á landi, bæði við Miðjarðarhaf og í Karabiska hafinu, en stefna í þess stað að því að koma upp flota Polar- isikafbáta á þessum stöðum. Sú ákvörðun var tekin, er til- tölulega skammur tími var lið- inn frá því að Kúbumálið var á hástigL Hefur því verið haldið fram, að þessi ákvörðun hafi ver- ið ótímabær, því að hún hafi fengið marga stjórnmálamenn, þ.á.m. DeGaulle, til að trúa því, að Bandaríkjamenn hafi gert leynisamninga við Sovétríkin. Hefur í því sambandi verið vís- að til þess orðróms, er uppi var, er Kúbumólið var að leysast, að samið hefði verið um að fjar- lægja eldflaugar frá Tyrklandi, gegn því að eldflugar yrðu fjar- lægðar frá Kúbu. Flestir stjórn- málafréttaritarar telja, að þessi orðrómur eigi ekki við rök að styðjast. Hins vegar sé erfiðara að kveða hann niður, eftir þá stefnubreytingu, sem orðið hafi í varnarmálum vestan hafs. Bandríkjamenn eru nú að semja um framlengingu varnar- samnings við Spán. Þeir eiga flota stöð í Rota, á Atlantsíhafsströnd Spánar, og vilja nú fá þar stöð fyrir Polariskafbáta. Virðast Spán verjar leggja mikla áherzlu á það nú, að þeir hafi aldrei orðið Marshall-aðstoðar aðnjótandó. Skorti þá nú lánsfé til ■ langs tíma, og telja þeir rétt, að Banda ríkin hlaupi undir bagga. Sé það ætlun Spánverja, að krefjast styrks fyrir Polariskafbátasböð, kann það að reynast Bandaríkja- mönnum ný býrðL Þá er víst, að engin ákvörðun verður tekin um kafbátastöðvar á Ítalíu, fyrr en að loknum kosn- ingum þar í vor. L.T. Merchant ræðir nú við fulltrúa NATO-ríkjanna í París. Fáar fregnir, aðrar en þær, sem óstaðfestar eru, hafa borizt um viðræðurnar. Þær herma þó, að Breta og Bandaríkjamenn greini nokkuð á um ýmis atriði, önnur en þau, sem að ofan er getið. Sagt er, að Bretar óski eftir því, að 10 af NATO-ríkjunum hafi méð höndum yfirstjóm kjarnorkuhersins, en Bandaríkja menn telji ráðlegra, að þau ríki verði færri, efcki fleiri en sex, í mesta lagi. Margt er óljóst um væntan- legan kjarnorkuher NATO, og víst er, að margir mánuðir munu líða, þar til endanlega verður samið um framtíðarsfcipan hans. Erfitt ex. því að skýrgreina nú, tii nokfcurrar fullnustu, hvaða skilning bandalagsþjóðirnar legigja í huigtakið „kjarnorkuher undir stjórn margra ríkja“. Bezta skilgreiningin, sem fram hefur komið, er sennilega sú, er brezkur þingmaður lét hafa eftir sér fyrir nokkrum dögum. Hann sagði: „framlagið (til slíka hers) er ekki hægt að draga tál baka, eins og t.d. hermenn frá V-Þýzkalandi.“ eftir með svipaða kröfugerð og hefði það verið látið afskipta- laust, hefði atvinnulífinu og efna hagsástandinu verið stefnt í voða. Gildi til 1. júlí. Einar Olgeirsson (K) lýsti því yfir í upphafi ræðu sinnar, að hann væri samþykkur því að fella frumvarpið. Hins vegar mundi hann flýtja skriifuega breytingartillögu við frumvarp- ið, um að bráðabirgðalögin gildi til 1. júlí n.k., en þá skal kjara- dómur hafa lokið störfum, ef það mætti verða til samkomulags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.