Morgunblaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 2. marr 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD SILVER KEMUR í HEIMSÓKN vandræðum með þetua — þér skiljið. Ég hafði þekkt hana frá því bún var barn. Eg vildi fá næði til að hugsa málið. Svo fór hún loksins burt. • Drake fulltrúi ræskti sig. — Þér komuð til Melling um klukkan hálftíu eða hvað? — Já, það hefur verið eitt- hvað um það bil. Eg leit nú ekki á úrið mitt. — Og hvernig var frú Welby þegar þér komuð til hennar? — Hún var miklu rólegri. Hún hafði kaffibakka hjá sér. Hún bauð mér bolla, en ég afþakk- aði'það. Sagði, að það gæti hald- ið vöku fyrir mér. Hún brosti Og sagði, að þannig áhrif hefði það ekki á hana. — Hve margir bollar voru á bakkanum? — Aðeins einn. Hún ætlaði að fara að ná í annan, en ég afþakk aði það. — Hr. Holderness: Hversvegna var þarna aðeins einn bolli, ef hún var að búast við yður? Ég hafði aldrei sagt, á hvaða tíma ég myndi koma. — Var kaffið tilbúið þegar þér komuð þarna? — Já, bollinn hennar var háilf tómur. Hr. Holderness lagðl saman fingurgómana og horfði á þá. Svo svaraði hann rólega, rétt eins og hann væri að tala við ein- hvern skjólstæðing sinn: — Nei, það finnst mér ekki. Hún vissi, að ég drekk ekki kaffi. Hún bauð mér það alltaf, en það var bara formleg kurteisi —■ hún vissi, að ég drekk ekki kaffi. Og ég stóð þarna ekki lengi við, skiljið þér. Framkoma hennar gerði mig rólegri, og svo sagðist hún' ætla að taka svefnmeðal og sofa vel. — Var hún vön að taka svefn meðöl? Hr. Holderness svaraði þess- ALLTAF FJÖLGAR YOLKSWAGEN % PANTIÐ TÍMANLEGA VORIÐ ER í NÁMD VOLKSWACEN ER ÆTÍÐ UNCUR „BREYTINGAR*’ til þess eins „AÐ BREYTA TIL“ hefir aldrei verið stefna VOLKSWAGEN og þessvegna getur Volkswagen elzt að árum en þó haldist í háu endursöluverði. — Engu að siður er Volkswagen í fremstu röð taekni- lega, því síðan 1948 hafa ekki færri en 900 gagnlegar endurbætur farið fram á honum og nú síðast nýtt hitunarkerfi. ýk Gjörið svo vel að líta inn og okkur er ánægja að sýna yður Volkswagen og afgreiða hann fyrir vorið. Volkswagen er einmitt framleiddur fyrir yður HEILDVERZLUNIN HEKLA HF Laugavegi 170—172 — Reykjavík —. Sími 11275. ari beinu spurningu með ofurlít ið raunalegu brosi. — Það hef ég enga hugmynd um. Ef mér hefði dottið í hug þá, að hún ætti við annað en einn eða tvo skammta af aspír- íni, hefði ég aldrei yfirgefið hana. — >ér hafið ekki séð neina öskju eða þessháttar, með svefn skömmtum? — Alls ekki. Nú varð þögn, en þá sagði Randal March: — Hr. Holderness. í>að var hlustað á viðtal yðar við frú Welby á laugardagsmorguninn. Þegar hann sagðr þessi orð, sem hann hafði komið hingað til að segja, greip hann einhver ó- þæginda-tilfinning. í»au höfðu ekki þá sannfæringu að baki sér, sem nauðsynleg hefði verið eins og á stóð. Hann hafði það óþægilega á tilfinningunni, að hann hefði jafnvel hlaupið á sig. I>að sem í gærkvöldi virtist ekki einungis trúlegt, heldur svo að segja öruggt, var það ekki lengur. f þessari skrifstofu, sem hafði verið í laganna þjónustu í hálfa aðra öld undir valdsmann legu augnaráði síðasta manns í langri röð af heiðvirðum mál- færslumönnum, var honum erf- itt að hrekja frá sér hina kvíða vænlegu hugsun, að Alan Crov- er hefði í afbrýðissemikasti búið alla söguna til. Að drengurinn hafði verið ástfanginn af Matr- ínu Welby og afbrýðissamur gagnvart húsbónda sínum, og væri nú frá sér af sOrg.. þetta lá í augum uþpi. >að var í raun inni grundvöllurinn undir allri sögunni. Meðan þögnin varði, sem kom á eftir orðum hans virtist öll sagan mjög hæpin. En á meðan á þessari þögn stóð virtist hr. Holderness roðna í- skyggilega mikið. Svo sagði — Drykkjupeningar eru innifaldir í reikningsupphæðinni. hann og röddin lýsti vantrú hans: — Svo að það var hlustað á samtal mitt við frú Welby? — Já. — Má ég spyrja, hver það gerði og hvernig? Þegar ekkert svar kom við þessu, laut hann fram og röddin titraði af reiði: — Það er sjálfsagt sá sami, sem hjálpaði yður um númerið á bílnum mínum! Skrifari hjá mér, sem er með eyrað við skrá argatið — ungur maður, sem á- sótti frú Welby svo ákaft, að hún varð að biðja hann að hætta að heimsækja sig. Hún talfærði þetta við mig, en var svo mein- laus að leggja ekkert upp úr því Hún hafði sýnt unga manninum vinsemd, lánað honum bækur og hjálpað honum til að mennt- ast, en svo er hún ekki fyrr dáin en hann fer að þakka henni fyrir þetta — með því að bakbíta hana og mannorð hennar. Randal Maroh svaraði: — í skýrslu sinni um það, sem ykk ur fór á milli, ber ha;.n það, að frú Welby hafi sagt yður, að hún hafi farið til Mellinghússins um klukkan tíu á miðvikudags- kvöld. Hún hafi þó ekki farið inn af því að þér voruð þar fyrir. Samkvæmt framburði Alans Cro ver áttuð þér í hörkurifrildi við James Lessiter, sem ásakaði yð- ur um að hafa farið óráðvand- lega með fé, sem móðir hans hafði trúað yður fyrir, og hótað að kæra yður. Grover ber það, að samkvæmt því, sem hann heyrði frú Welby segja. hafi hún þá hætt við að hitta Lessiter og snúið við heim í Hliðhúsið. hérlendis SIMI11400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF KALLI KUREKI - * -X - Teiknaii: Fred Harman IM SOIM& TO SLEE(?i BROMCO' IF VOU SEE f A ©HOST, JUST TALK NICETO HIM.-W 6PANISH/ — Ég ætla að fara að sofa. Ef þú ■kyldir sjá draug, skaltu bara tala vingjarnlega við hann.... en það verður að vera á spönsku. — En skjóttu ekki, því það þarf silfurkúlu til að drepa draug. í fyrra- málið skulum við bræða silfurdal og búa til kúlu fyrir þig. — Prófessor, ef þú hættir ekki, LÆT ÉG VAÐA í ÞIG. — Nei, það mundir þú ekki gera, því þá værir þú einn á móti draugun- um úr leiðangri Corandos, og mínum draug líka, og það væri ekki.... — Gerðu það fyrir mig, prófessor, að þegja. Hr. Holderness horfði á hann með hátignarsvip. — Þetta er framburður ást- sjúks strák hvolps um samtal milli húsbónda hans og skjól- stæðings, og hreinn hugarburð- ur: Kæri hr. March, þér hljótið að gera yður ljóst, að slikt og þvílíkt veður ekki tekið gilt sem vitnisburður. Enginn dómstóll myndi líta við því. ' March svaraði rólega: — Eg er aðeins að hafa eftir það, sem hann sagði. Og vitnisburður hans um bílnúmerið yðar yrði tekinn gildur. — Það hef ég sjálfur viður- kennt, og gert fullkomlega grein fyrir því. —Alan Gróver er fús að leggja eið út á, að hann sá yður koma eftir brautinni þetta kvöld — og ekki frá Hliðhúsinu. — Eg efast ekki um, að hann vilji standa við þessar afbrýðis- semi-hugdettur sínar, Og ég yrði ekki lengi að afgreiða þær. Hann horfði ögrandi á March og síðan á Drake og bætti við: — Og svo ætlið þið náttúrlega að taka mig fastan eða hvað? SHRtvarpiö Laugrardagfur 2. marz. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 16.30 Danskennsla (Hreiðar Ást- valdsson). 17.00 Fréttir. — Æskulýðstónleikar, kynntir af dr. Hallgr. Helga- synL 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Vista skipti" eftir Einar H. Kvaran; III. (Helgi HjörVar). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 „Karnaval", forleikur op. 92 eftir Dvorák. 20.10 Leikrit: „Glataði sonurinn" eftir Aleksej Arbuzov, í þýð- ingu Halldórs Stefánssonar, — Leikstj.: Gísli Halldórsson, 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (18). 22.20 Danslög. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 10Q0 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.