Alþýðublaðið - 24.12.1929, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 24.12.1929, Qupperneq 8
s ALÞÝÐUBLAÐIÐ t skerjagarðinum. Eftir n. h. n. Bræðr alag. Eftir Maxim Gorki. Heimdallur lætur frá landi. Á flaggstönginni blaktir sænskj fáninn. Þegar komið er út fyrir hafnarmynni Helsingfors fyllist ■veitingasalurinn af fólki. Finnar, Svíar, Norðmenn, Danir, Þjóð- verjar, Ameríkumenn og einn !s- lendingur. Borðbjöllunum er hringt. Whisky, Cognak! — Jaha —- segir sænska þjónustustúlkan. Sænskt skip er á ferð. Það lýtur ekki áfengislögum Finna, ekkj ,einu sinni innan finskrar land- helgi. Dauðþyrstir Danir svala nú .þorsta sínum eftir nokkurra jdaga dvöl í bannlandinu. í veitingasalnum verður bjart og hlýtt. „Hin gulltenta gler- íaugnaþjóð" brosir. — Dear dol- lars. — Yfir borðum fljúga setn- iúgar á ótal tungumálum. Hver hefir sína sögu að segja: Ágóði •jaf þvi að dýrar var selt en keypt, ágóði af pví að aðrir vinna. Oti í horni sitúr ung stúlka. Glas af „pomak" prýðir borð 'Jhennar. Hún brosir. i RauðfaTðaðar varir teygja sig yfir borðið til eiginmannsins. Hann lítur með velþóknun á konuna sína, lyftir whiskyglasinu með gullkrýndri, feitri og mjúkrj hendi. Hann hefir tekið sér sum- arleyfi. Konan fékk að fara með. Á meðan gættu verksmiðjunnar aðrir, litu eftir þvi að verka- mennimir héldu áfram við vinnu sína og fengju ekld hærra kaup. Þessir auðmjúku vesalings þræl- er vestur í Ameríku. Þeir vökn- ,uðú til að vinna, til að auka auð húsbónda síns, þessa dýrlega ídánumanns, sem var svo ágætur að veita þeim vinnu, svo þeir gætu dregið frami lífið. Mikið áttu þeir honum að þakka. Og það hefði verið argasta ósvífnj að fara þess á leit að fá nokk- Ttrra daga sumarleyfi með fullu kaupi. Þó að húsbóndinn hefðj yiljað,- væri það ómögulégt. At- vinnureksturinn hefði farið j kalda kol, alt orðið að engú. Það var skylda verkamannanna að vinna — að vinna látlaust. Ann- ars var alt í óefni komið. Hús- bóndinn hefði ekki getað tekið sér sumarleyfi. Hann hefði þurft að standa í ströngu, að sefa rcsta hins vinnandi lýðs, koma honum í skilning um bað, að hans væri að vinna, að vinna lát- laust, að piggja það kaup, er etvinnureksturinn gæti borið að dómi húsbóndans. Eí hærra kaups væri kTafist, ef fari'værj fram á sumarleyfi, yrði aö stöðva vinnuna. En það væri húsbóndan- um mjög á móti skapi. HanD vildi. svo gjarnan veita vinnu, svo verkalýðuTÍnn gæti lifað. Og verkalýðurinn beygði sig í þögn og auðmýkt. En húsbóndinn brosti. Þannig átti verkalýður að vera: þögull, nægjusamur, auð- mjúkur, eftirgefanlegur. Þá fékk hann vinnu. Einn af öðrum yfirgefur borð- ið sitt. Á efri þiljunum safnast menn saman. Hægindastólarnir era dregnir fram. Menn setjast og hvíla sig. Voðirnar vefjast um fætur frúnna. Þær varpa öndinnj. mæðulega. Þokan er skollin yfir. Eimpíp- an hvæsir á fárra mínútna fresti. Skipið mjakast áfram, hægt og ólundarlega. Ot úr þokuþykkn- inu skríður svartur kumbaldi. Skip lætur að landi. Þokunni léttir. Það léttir yfir farþegunum. Aftur full ferð, ekk- eTt eimpípuvæl. Eyjar á allar hliðar, eyjar framundan, eyjar afturundan, eyjar á bæði borð. Skógivaxin sker. Skipið beygir og sveigir, framhjá einni eyjunni til þess að forðast aðra. Þetta er finski skerjagarðurinn. Á sumum eyjunum sjást hús og hallir. Hrörlegir fiskimanna- kofar, reisuleg efnamannahús. í anddyrunum standa konur og börn. Þau veifa og brosa. Vér veifum og brosurn. Bátarnir fara frá eyjunum. Snotrir skemtibátar með mjall- hvítum, útþöndum seglum. Það sýður á byrðingi. Þeir sigla framhjá. Við hún blaktir finski fáninn, hvítur feldur með bláum krossi. Stóri hvíti feldurinn minn- ir á Mannerheim, hvíta böðulinn. Þegar nafn hans er nefnt í Finn- landi þá kreppa verkamennirnir hnefana. En borgararnir brosa. Hann er dáður af auðborgurun- um, hataður af verkalýðnum. Hann sigraði hina kúguðu stétt. er offraði sonum sínum og von- um á altari auðvaldsins. Þess vegna er fáni Finnlands svo hvít- ur. — — Eilífur skerjagarður. Skógi- vaxnar eyjar, berar og hrjóstr- ugar kiappir. Eyjar framundan, eyjar afturundan, eyjar á bæðj borð. Framhjá einni eyjunni til þess að forðast aðra, til vesturs og austurs, suðurs og norðurs. Alt af að víkja fyrir skerjunum. En á morgun erum við í Stokk- hólmi. 31. júlí 1929. Mikill fjöldi fólks hefir safn- ast saman á litlu brautaTstöðinni í Genúa. — Mest ber þar á verka- mönnum, en þar eru og einnig betur klæddir, sællegir menn. í fremstu röö fólksfjöldans standa nokkrir meðlimir úr bæjarstjórn- inni. Hátt uppi blaktir borgar- fáninn, faguT og tilkomumikill, úr silki. Víða sjást aðrir fánar, fánar verklýðsfélaganna, sem glitra í sólskininu; fánastengurn- ar loga, eins og þær væru úr skínandi gulli. Fjöldinn er grip- inn af augnablikshrifningu, og gleðin titrar í loftinu eins og daufir tónar syngjandi flokka. Hátt uppi á stöpli sínum gnæfir Kolumbus i allri sinni dýrð. Þessi mikli hugsjónamaður, sem varð að líða svo mikið vegna þess, að hann átti óbilandi trú, og sem vann glæsilegan sigur, af því að hann trúði. — Enn þann dag í dag lýtur hann niður til mann- anna, elns og hann vilji segja með marmaravörum sínum: „Að eins sá getur sigur unnið, sem byggjr trú sína á bjargi.“ í krjng um stöpulinn safnast hljómsveitin; hljóðfærin úr „mess- ing“ glitra eins og skíra gull. Hin svarta mannarabygging stöðvarinnar liggur í hálfboga um torgið, og álmur hennar teygja sig um mannhafið, eins og þær vilji faðma það. Ot um dymar berst ómur frá hvæsandi eimreiðum, hlekkjahringli og há- um hrópum brautarþjóna. En á torginu, sem er baðað í geislum sólarinnar, er alt kyrt og heitt. Uppi á svölunum og í gluggun- um standa hvítklæddar konur með fangið fult af blómum; hjá þeirn standa bömin, sem sjálf eru eins og saklaus blóm; þau em í isúnnudagafötunum. Aít í einu tifrar loftið af eim- pípuópi. Lestin er að koma, og mannhafið kemst á hreyfingu. Nokkrum húfum er hent upp í löftið; ’þær líkjast svörtum fugl- um. Hljómleikamennimir' grípa hljóðfæri sín. Nokkrir alvarlegir, eldri menn ganga fram. Þeir snúa sér gegn mannfjöldanum og tala, um leið og þeir benda áikaft. . . . Hægt og sígandi víkur fjöldinn til hliðar. Við það opnast breitt sund út á götuna. „Eftir hverju er beðið hér?“ „Við bíðum barnanna frá Par- ma. 1 Parma höfðu verkamenn lagt niður vinnu. Verksmiðjuhöldamir vildu ekki láta undan kröfum verkamanna. Og nú versnaði að- staða vinhulýðsins dag frá degi. Sökum þessa höfðu þeir nú sent bömin sín, sem þeir gátu ekki alið önn fyrir, til félaga sinna í Genúa. Gegnum súlnagöng stöðvarinn- ar sést nú einkennileg barnafyik- ing koma. Börnin eru næstum nakin. í tötrum sínum líta þau út eins og sjaldséð, lítil og lang- hærð dýr. Þau ganga í röðum, fimm og fimm saman, og háld- ast í hendur . . . einkennilega smá, rykug af ferðalaginu óg augsýnilega dauðuppgefin. Andlit þeirra eru alvarleg, en augun eru ljómandi og úr þeim gneistai: lífsfjör og kraftur, og þegar Garibaldi-söngurinn er sunginn þeim til heiðuTs leikur um varir þeirra ánægjulegt bros. Andlit þeirra mögur og föl verða ótrú- lega hýr og fjörmikil. Mannfjöldinn heilsar nú fram- tíðarkynslóðinni með háværum gleðiópum. Silkifánum er veifað til þeirra og lúðramir eru þeyttir, — Börnin verða ögn forviða yfir þessum glæsilegu viðtökum. Þau stöðvast eitt augnablik, en alt j einu er fylkingin skipulögð að nýju. Hundruð manna hrópa ein- um rómi: „Velkomin! Velkom- in!“ „Lifi æskan frá Parma!“ — Hrópin stíga til himins eins og niður frá æstum útsæ. „Lifi Gáribaldi!“ hrópa börnin og hlaupa inn í mannþröngina, þar sem þau hverfa. Frá glugg- um gistihúsanna og af húsaþök- unum er veifað þúsundum klúta og blómum rignir yfir mann- fjöldann. Gyðja gleðinnar raéður lögum og lofum. — Alt er svo dásamlega hátíðlegt. Alt lifnar. Jafnvel hinn grái marmari glóir í fögmm litum. Fánarnir blakta, blóm og hattar svífa í loftinu; yfir axlir full- Orðna fólksins gægjast brosandi barnsandlit; litlar, brúnar barns- hendur gripa eftir fallandi blóm- unum, sumar veifa til fjöldans. Eins og stormþrungið óp yfir- stigur í einni svipan öll önnur hljóð hið volduga: „Ewiva! Evviva! Lifi jafnaðar- stefnan!“ „Evviva il Socialismo!“ Hvert barn er gripið af styrk- um höndum. Þeim er lyft upp á herðar hinna fullorðnu. Óslípaðir vinnúþrælar þrýsta þeim að brjóstum sínum. Lög hljómsveit- arinnar heyrast naumast vegna hávaðans, hlátranna og hrópanna. Konur brjóta sér braut í gegn um mannhafið til þess að ná í eitt af bömunum, sem enn eru eftir. Þær kalla hver til annarar: „Þú tekur tvö, Ánita?“ „Já, þú einnig!“ „Og eitt verðum við að láta hina máttlausu Morgheritu hafa.“ Alls staðar mætir maður vin- gjarnlegum augum hinna gleói- hrærðu nióttakenda. Hér og þar sér maður nokkur af börnuro verkfallsmannanna með brauð- bita í munninum. Þao er einmitt híð fagra, tw hreyfing vor er ekki lengur rótfest í einstakri stétt, heldur sprettur hún upp af almennum, mpnhlegum grundvelli. Þróunin héfir gert hana aó raðandi heimsskoðun. Martin Andersen Nexö.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.