Morgunblaðið - 08.03.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1963, Blaðsíða 1
24 ^íftur Hittast Kennedy og Krúsjeff í Róm? Jóhannes páfi ræddi við tengdason Krúsjeffs VatTkaninu, 7. mars — (AP) TENGDASONUB Krús- jeffs, Alezei Adzubei, rit- stjóri Moskvublaðsins Iz- vestía, ræddi í dag við Jó- hannes XXIII páfa í Vatí- kaninu. Er þetta í fyrsta skipti, sem háttsettur rúss- neskur kommúnisti ræðir við yfirmann^ rómversk- kaþólsku kirkjunnar. Adzhubei og kona hans Rada, dóttir Krúsjeffs, komu til páfagarðs í hópi frétta- manna, sem boðið hafði ver- ið að vera viðstaddir þegar Giovanni Gronchi, fyrrv. for- seti Ítalíu, skýrði Jóhannesi páfa opinberlega frá því að ■* % Jóhannes páfi XXIII Peron bobar byltingu Bonn 7. marz. (AP). I DAG birtist í Vestur-Þýzka- landi viðtal við Juan Peron, fyrr- verandi forseta Argentínu. f við talinu sagði Peron meðal annars, að næði flokkur sinn ekki völd- um í Argentinu á löglegan hátt myndi hann gera byltingu. Sagði Peron að unnt væri að gera bylt- inguna nú þegar þvi að flokkur inn nyti stuðnings 70% þjóðar- honum hefðu verið veitt frið- arverðlaun Balzan-sjóðsins fyrir 1063. Gronchi er forseti sjóðsins. Páfinn flutti ræðu þar sem hann þakkaði verðlaunin. — Skoraði hann á alla menn að vinna að friði í heiminum og sagði, að kaþólska kirkjan væri hlutlaus í alþjóðlegum deilumálum. Eftir að Jóhannes páfi hafði flutt ræðuna og blessað við- staddá, ræddi hann einslega við Gronchi. Fréttamenn biðu á meðan og einn félagi Adzhu- beis spurði hann hvernig hon- um hefði þótt ræða páfans. — „Hún var dásamleg", svaraði rússneski ritstjórinn. Viðstöddum kom mjög á ó- vart, að páfinn kallaði Adzhu- bei og konu hans inn í bóka- herbergi sitt eftir að hann hafði rætt við Gronchi. Ekk- ert hafði verið tilkynnt um það fyrirfram að páfinn myndi veita hjónunum einka- viðtal. Þau ræddu við hann í 20 mínútur, en ekkert hefur verið skýrt frá efni viðræðn- anna opinberlega, en orðróm- ur er uppi um það, að þeir hafi rætt væntanlega heim- sókn Krúsjeffs forsætisráð- herra Sovétríkjanna til Róm- ar, en hann hefur enn ekki endurgoldið heimsókn Gronch is til Moskvu fyrir nokkrum árum. Adzhubei Hægri sinnaða Rómarblað- ið II Tempo hafði það í dag eftir mönnum, sem blaðið seg- ir að hafl góð sambönd við páfagarð, að Giovanni Urbani, kardínáli, vinni nú að undir- búningi fundar Krúsjeffs og Kennedys Bandaríkjaforseta í Róm. En skýrt hefur verið frá því að Kennedy muni heim- sækja ítalíu fyrir næstu ára- mót. II Tempo sagði ennfrem- ur, að Adzhubei og páfinn hefðu rætt væntanlega heim- sókn Krúsjeffs til Rómar og möguleika á því að hann ræddi einslega við Jóhannes páfa. OAS hótar brezkum þingmönnum lífláti London 7. marz (NTB-AP) TVEIMUR Þingmönnum brezka Verkamannaflokks- ins hefur verið tilkynnt að þeir séu á lista frönsku leyni- hreyfingarinnar OAS yfir menn, sem hreyfingin hyggst ryðja úr ve’gi. Annar þing- mannanna er ungfrú Alice Bacon, en hún réðst harðlega á brezku stjórnina á þing- fundi fyrir skömmu fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða til þess að varna því að Bid- ault, sem er æðsti maður and- spyrnuráðs OAS, færi frjáls ferða_ sinna í Bretlandi. Hinn þingmaðurinn, sem ógnað var, er Fenner Brockway. Segist OAS ætla að ryðja honum úr vegi vegna þess hve hann sé hlynntur blökkumönnum. Báðum þinigmönnum var hótað lífláti af óþekktum mönnum, sem hringdu til'þeirra. Ungfrú Bacon segir, að á miðvikudagskvöldið, er hún ætlaði að fara að sofa, hafi síminn í ibúð hennar hringt. Þegar hún anzaði, heyrði hún rödid karlmann, em talaði með frönskum hreim. Sagði maður- inn, að hún væri meðal þeirra efstu á lista OAS yfir tilvonandi fórnardýr ög hún ætti ekki eftir að vera lengi í tölu lifenda. Ung frú Bacon skellti strax á og hringdi til lögreglunnar. Skömmu síðar var hringt aftur til ung- frúarinnar, en þegar hún anzaði var enginn í símanum. Lögreglu- vörður hefur verið settur um heimili ungfrú Baeon og lög- reglumenn fylgja henni hvert sem hún fer. Málstaður verkfallsmanna i Frakklandi nýtur aukinnar samúöar París, 7. marz — (NTB-AP) EKKERT virtist henda til þess í dag, að deiluaðilar í námumannaverkfallinu í Frakklandi (verkfallsmenn og ríkisstjórnin) myndu láta undan síga. Ríkisstjórnin hef- ur, sem kunnugt er, neitað að hefja samningaviðræður við verkfallsmenn nema þeir hverfi aftur til vinnu, en verk Hugmynd V-Þjóðverja að skip beri eldflaug- ar herafla NATO Bonn 7. marz. (NTB). ,V ARN ARMÁL ARÁÐHERRA Vestur-Þýzklands, Kai-Uwe Von Hassel sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að Vestur-Þjóðverjar hefðu átt hugmyndina að því að sam- Eramh. á bls. 23 fallsmenn ætla ekki að hefja vinnu fyrr en gengið hefur verið að kröfum þeirra um kauphækkun og styttan vinnutíma. Afleiðingar verkfallsins, sem staðið hefur í sjö daga, komu greinilega í ljós í dag. Innan stáliðnaðarins og efnaiðnaðarins er skortur á brennsluefni farinn að gera vart við sig. Nokkur fyr- irtæki hafa flutt inn koks frá Vestur-Þýzkalandi og Belgiu, en frá þessum löndum geta þau að- eins keypt takmarkað magn. — Margar verksmiðjur munu neyð- ast til þess að draga úr fram- leiðslunni, ef verkfallinu lýkur ekki ínnan viku. Allt útlit er fyrir að námu- mennirnir búi sig undir langt verkfall. Leiðtogi verkalýðsfé- lags þeirra í bænum Merlebac í Lothringen sendi blöðum í Frakk landi tilkynningu í dag. í henni gagnrýnir hann harðlega þá af- stöðu stjórnarinnar að neita að hefja samningaviðræður fyrr en eftir að námumenn hafa snúið aftur til vinnu sinnar. > í Lens í Norður-Frakklandi voru verzlanir og veitingastofur lokaðar í tvær klukkustundir í dag til samúðar við verkfalls- menn. Prestar og biskupar í námuhéruðunum hafa lýst sam- úð sinni með verkfallsmönnum og málstað þeirra og í dag fóru verkfallsmenn þess á leit við bæj arstjóra, borgarstjóra og önnur yfirvöld í námubæjunum og námuhéruðunum, að þau lýstu opinberlega stuðningi við verk- fallsmenn. Samúðin með málstað verk- fallsmanna hefur aukizt mjög, ekki sízt vegna þess, að stjórnin hótar að grípa til róttækra refsi- aðgerða snúi þeir ekki aftur til vinnu. Næstk. föstudagskvöld mun Georges Pompidou, forsætisráð- herra Frakklands, halda ræðu í sjónvarpi og útvarpi og skora á verkfallsmenn að mæta til vinnu á ný. Beri áskorun hans engan árangur er talið líklegt að de Gaulle forseti muni sjálfur á- varpa verkfallsmenn til þess að hvetja þá til að hefja vinnu áð- ur en stjórnin neyðist til þess að grípa til refsiaðgerða • Hinn þingmaðurinn Fenner Brockway fékk, eins og áður segir, einnig upplýsingar um það í síma, að hann vœri meðal þeirra efstu á lista OAS yfir fórnarlömib. Maður, sem talaði mieð erlendum hreiim hringdi tii hans og sagði: „Eruð þér Fenner Brookway? Þér eruð á lista OAS. Þér elsikið blökkumenn. Þér eig- ið ekki langt eftir ólifað. Armstrong hættir hljóð- færnleik Aukland 7. marz. (NTB> HINN frægi jassleikari, Louis Armstrong, sagði í Aukland í dag, að hanx. ætlaði að draga sig í hlé innan tveggja ára. „Eftir að ég hef dregið mig í hlé, sagði Armstrong, mun ég eyða tímanum í veiðiferðir og e.t.v. mun ég fást við ritstörf.“ Einnig sagði Arm- strong, að til greina gæti kom- ið, að hann keypti lítið veit- ingahús og spilaði þar af og til. Armstrong er nú í hljóm- leikaferð um Nýja Sjáland. I I r-. Jósep Stalín. Á ÞRETTÁNDU síðu hlaðs ins birtist í dag athyglis- verð grein eftir Edward Crankshaw, en hann dvaldi nýlega um skeið í Sovétríkjunum. Nefnist greinin „Tíu- árum eftir dauða Stalíns,“ og fjallar um ýmsar þær hreytingar, sem orðið hafa í stjórnar- tíð Krúsjeffs. • Mona Lisa á heimleið MONA Lisa, hið fræga mál- verk Leonardos da Vinci, var í dag flutt á skipsfjöl í New York. Verður málverkið flutt til Frakklands og komið fyrir í Louvre safninu í París á ný. Málverkið hefur verið til sýn- is í Bandarikjunum s.l. tvo mánuði og ein og hálf milljón Bandarikjamanna hefur séð það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.