Morgunblaðið - 08.03.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.03.1963, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIQ Föstmíaeur R. marz 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD SILVER KEMUR í HEIMSÓKN Við vituim, samkvæmt fram- r möguleiká á að hitta hana eina ■. "X . A 1 — f • . . Af 1 X T XX ■>"* í 4 ■ 1T i il>l* n « 4 • . n burði Alans Grover, að hann stóð þarna ekki við nema tutt- ugu mínútur. Hún hafði þegar drukkið kaffið og hefur líklega þegar verið farinn að síga á hana höfgi. Vafalaust hefur hann verið hinn vingjarnlegasti, og lofað henni hverju því sem hún bað hann um. En svo var ekki eftir neinu að bíða. Hann yfir- gaf hana og ók heim til sín. — Já, Hkilega hefur það geng- ið svona til. Hann stóð upp. En það eru ennþá eftir fjölmörg smáatriði, sem verður að fá reðiur á. Þar verður Drake í ess- inu sínu. Hann tók hönd hennar og hélt henni stundarkorn. — Ég ætia að fara til Riettu. Segðu engum neitt enn, en ég ætla að fara að verða hamingju- samasti maður í heimi. XLIII. En það var nú samt ekki fyrr en góðri stundu síðar, að Randal MarOh hringdi dyrabjöllunni í Hvítakofa. Þegar hann leit á úr- ið sitt, úti fyrir dyrum frú Voycéy, og sá, að klukkan var orðin yfir hálftóif, ákvað hann að skjótast yfir til Lenton og eta þar hádegisverð áður en hann íæri að finna Riettu, sem nú mundi vera önnum kafin að búa til hádegisverðinn hjá sér. Hon- um fannst hann mundu bara vera fyrir og ekki nafa neina fyrr en eftir klukkan tvö. Klukkan kortéri fyrir tvö, var hann með fingurinn á bjöllu- hnappnum. Rietta Cray kom til dyra og stóð andartak kyrr og horfði á hann. Þau litu hvort á annað. Þá lagði hann arminn um hana og leiddi hana inn í setustofuna og lokaði dyrunum. Þau höfðu svo margt að segja, og tíminn ieið óðfluga meðan þau voru að segja það. Þau töl- uðu lágt, rólega og alvarlega, en bak við allt tal þeirra leyndist sívaxandi meðvitund um að nú væri hann kominn heim. Eftir nokkra þögn sagði Rietta: — Ég held ekki, að við ættum að trúlofa okkur. Randal hló. — Nei, ég vildi nú líka held- ur gifta mig. — Ég átti ekki við það. — Hvað áttirðu þá við? — Ég átti við, að við ættum ekki að trúlofa okkur fyrr en þetta viðbjóðslega mál er á enda. Hann greip hönd hennar Og — Æ, eiskan min, það verður hélt henni fastri. ALLTAF FJÖLGAR V0LK5WAGEN Akið mót hækkandi sól og sumri í nýjum VOLKSWAGEN VORIÐ ER I NAMD Vinsældir VOLKSWAGEN hér á landi sanna ótvírætt kosti hans við okkar staðhætti — VOLKSWAGEN er ekkert tízkufyrirbæri, það sannar bezt hið háa endursöluverð hans. Verð aðeins kr. 121.525,00. V O L K S W A G E N er vandaður sígildur bíll. ' Volkswagen er einmitt framleiddur fyrir yður. — PANTIÐ TÍMANLECA — VOLKSWAGEN ER 5 MANNA BÍLL jm HEILDYERZLUNIN HEKLA HF Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. bara réttarpróf, og svo líklega | þrjár jarðarfarir, og þá er ekki neitt meira, sem okkur varðar um. Ég er á sama máli, að við ættum að bíða þangað til allt þetta er af taðið, ef það er úað, nem þú átt við. En ef þú hins vegar átt við, að við ættum að fresta giftingunni okkar þangað til Mellingbúar eru hættir að tala um þetta, þá er ég ekki þar á sama máli. — Fólk talar um þetta. — Já, auðvitað gerir það það og hefur alltaf gert. Það hefur þetta sér til skemmtiunar, en okkur skaðar það ekki neitt. Ég ætla að skrifa henni mömmu í kvöld og þú getur sagt Carr frá því. Annars hef ég þegar sagt ungfrú Silver frá því, en hún er þögul eins og gröfin. Nú, en vit- anlega vissi hún það fyrir löngu því að ég hljóp á mig, hvað eftir annað. — Það gerði ég líka, svaraði hún, og svo þögnuðu þau bæði og héldust í hendur. Honum varð hugsað til þess, er hann sá hana um kvöldið úti við veginn, með föla andlitið eins og sorgargrímu. En. nú í dagsbirtunni — hvílík breyting! Augu hennar voru aftur róleg og fögur, og kinnarn- ar voru rjóðar og mjúkar. Loks sagði hún: — En svo voru það Mayhew- hjónin.... Hann rak upp hlátur. — Hvernig fór þér að detta þau í hug? Hún varð hissa. — Ég var að hugsa um þau. Ég fór að finna frú Mayhew í morgun. — Til hvers? — Frú Fallow sagði, að hana langaði til að tala við mig. — Og til hvers vildi hún tala við þig? ■— Ja, þú veizt, Randal, hvern- ig allt berst út í svona þorpi. Hún vildi tala við mig til þess að vita, hvort þú gætir ef til vill hjálpað Cyril eitthvað. — Viltu ekki segja þetta aft- ur, elskan? Hún brosti og varirnar skulfu. — Ég veit, að þetta lætur skrítilega í eyrum, en þetta sagði hún. Hún vildi fá að tala við þig, ef þú skyldir geta gert eitt- hvað fyrir Cyril. Það lítur ekki út fyrir, að okkur þýði mikið að reyna að halda trúlofuninni okkar leyndri. Nú hlógu þau bæði Og Rietta sagði: — Já, þetta berst út. — Já, það er óhætt um það. En hvað skyldi ég eiga að gera fyrir Cyril? Hún var aftur orðin alvarleg á svipinn. — Jú, það er þannig vaxið. Hann kom raunverulega hing- að á miðvikudaginn og hann — Farðu að hypja þig á veiðar letinginn þinn. Þú heldur hó ekki að maturinn komi fljúgandi ofan í pottinn. kom vegna þess, að hann sár- vantaði peninga. Og svo tók hún eitthvað af sparipeningunum mannsins síns og gaf Cyril — hún nefndi ekki hve mikið. En vandamálið er þetta, að drenggarmurinn komst í vandræði í fyrra og fékk bið- dóm. Hann komst í vondan fé- lagsskap og er einn félagi hans að kúga út úr honum fé, út af einhverju, sem ekki varð upp- víst í fyrra skiptið. — Það ætti að vera hægt að stöðva það. — Hvað getur þú gert? — Ég get snúið mér til eftir- litsmannsins og hann getur tal- að við drenginn. Og þú ættir að segja frú Mayhew að skrifa drengnum og segja honum að leysa alveg frá skjóðunni. Ef hann gerir það, getur allt verið í lagi. Eftir nokkra þögn, sagði hún: — Heyrðu, Randal, það voru þessar eignir hans James. . égvil, að þú vitir, hvað hann sagði um þær. — Og hvað sagði hann? — Hann sýndi mér erfða- skrána, eins og ég sagði í fram- burði mínum. Ég sagði, að þetta væri eins og hver önnur vit- leysa og fleygði erfðaskránni í eldinn, en hann náði henni það- an aftur. Hann sagði, að ef hann færi að gera aðra erfðaskrá, mundi hann líklega hafa hana eins og hina fyrri, og að hann vildi heldur, að ég fengi eign- irnar en nokkur annar. Og svo spurði hann mig, hvað ég mundi gera við þær og ég sagði, að við skyldum tala betur um það, og hann sagði, að við skyldum bara hugsa okkur þetta, og þá sagði ég honum það. — Og hvað sagðirðu honum? — O, það var bara gamall draumur rninn. Nei, draumur var það nú ekki, heldur hugmynd, sem ég hafði bara ekki haft efni á að framkvæma, og Vitanlega átti ég ekki húsið. • — Hann horfði á hana með gleðisvip. — Elskan mín..veit ég hvað þú ert að hugsa um? — Já, Mellinghúsið. Mér fannst það svo skammarlegt, að það skyldi standa aut, með öll KALLI KUREKI Teiknari; Fred Harman — Mér líkar þetta ekki, prófessor. Ég hef ekkert heyrt, en hestar vita ýmislegt, sem við mennirnir vitum ekkL —• — Þú ert enn að hugsa um drauga. Hlustaðu, asninn þinn, það er ekkert að ske. Prófessorinn leggst aftur til hvíld- ar. — Hvað er þetta? — Prófessor, vaknaðu. Ég sé draug með hjálm og lásboga. þessi herbergi og svo er fólk um allt landið, sem á sér ekkert húsnæði — einkum gamalt fólk, sem hefur áður verið húsbændur og átt sitt eigið heimili... ,þá er það óþolandi að þurfa að lifa undir þolinmæði einhverrar tengdadóttur. Og leiðinlegt fyrir tengdadótturina líka. Með öðrum orðum meingallað á allar hliðar. ailltvarpiö Föstudagur 8. marz. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum“: Þriðji lestur sögunnar „Gest- ir“ eftir Kristínu Sigfúsdóttir. 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla I esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan": Guðmundur M. Þorláksson talar um Jónas Hallgrímsson. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: Erfiðleikar kvik- myndaeftirlitsins (Aðalbjörg Sigurðardóttir. 20.25 íslenzk tónlist: Tvö verk eftir Hallgrím Helgason. 20.45 í ljóði, — Þáttur í umsjá Baldurs Pálmasonar. 21.10 Tónleikar: Gítarleikarinn Laurindo Almeida o.fl. flytja suðræn lög. 21.30 Útvarpssagan: „fslenzkur að- all“ eftir Þórberg Þórðarson; XI. (Höfundur flytur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. | 22.10 Passíusálmar (23). 22.20 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson) 22.50 Á síðkvöldi: Frá „viku léttr- ar tónlistar" í Stuttgart í okt. s.l. 23.35 Dagskrárlok. Laugardagur 9. marz. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvald* son). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Stefán Þengill Jónsson kenn- ari velur sér hljómplötur. 18.00 Útvarpssaga barnanna. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur bama og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir, 20.00 „Tjáningaástir" (Teenager Love), söngleikur eítir Ernst Bruun Olsen og Finn Savery, fluttur í útdrætti af dönsku listafólki. 20.50 Leikrit: „Stúlkan á svölun- um“ eftir Eduardo Anton, i þýðingu Árna Guðnasonar. —• Leikstjóri: Lárus Pálsson i 22.00 Fréttir og veðurfregnir. J 22.10 Passíusálmar (24). 22.20 Danslög, þ.á.m. leikur hljóm- sveit Svavars Gests ný lög eftir íslenzka dægurlagahöf- unda. Söngvarar: Ellý Víl* hjálms og Ragnar Bjarnason, 24.00 Dagskrái'lok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.