Morgunblaðið - 08.03.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.03.1963, Blaðsíða 15
Föstudagur 8. marz 1963 MORCVISBLAÐIÐ 15 r- Samkvæmis- hárgreiðslur ÞAÐ fer mjög í vöxt, að is- 1 e n z k a r hárgreiðslukonur skreppi yfir hafið og kynni sér nýjustu tízkutilbrigðin í hárgreiðslu, eins og þau ger- ast á hverjum tíma. Islenzkar konur vilja nú einu sinni tolla í tízkunni, hvort sem um kjóla, kápur, skó, sokka eða hárgreiðslur er að ræða. Blaðamaður Morgunblaðs- ins átti tal við eina hár- greiðslukonu, Árdisi Páls- Hót.tur. sem dvaldi rúman Chou mánuð i Kaupmannahöfn á síðasta hausti og kynnti sér samkvæmishárgreiðslur vetr- arins og fleira. Árdís er for- maður Hárgreiðslumeistara- félagsins og eigandi hár- greiðslustofunnar Feminu. — Hún fór ásamt Sigríði Bjarna- dóttur á hárgreiðslustofunni Lilju. — Samkvæmisgreiðslur vetrarins heita CHOU og Lótusgreiðslan, sagði Árdís, báðar afar fallegar og kven- legar hárgreiðslur. Aðalein- kenni Chou-hárgreiðslunnar er hár og mjór hnakki og stuttur toppur, en Lótushár- greiðslan er fyrir siðara hár. (Sjá meðfylgjandi mýndir). Báðar þessar hárgreiðslur eru breytilegar í smáatriðum, eins og allar aðrar hárgeiðsl- ur. — Hvaða hárlitur er í tízku á þessum tíma? — Þeir voru mikið með ljósa liti úti og ijósir lokkar virðast aftur komnir í tízku. Einnig ýmsir rauðir litir. Eins og kunnugt er hafa orðið stórbreytingar á sviði hárlit- unar síðustu árin; hárlitun getur að vísu farið hálf illa með hárið, sérstaklega ef þarf að afbleyja hárið þegar breytt er um lit, en hárskolun er alveg meinlaus. Þess ber að geta, að litað hár — og raunar allt hár — þarf að fá svonefnda næringarkúra við og við, ef hárið á að haldast fallegt. Konur þurfa að hugsa vel um hár sitt, engu síður en andlit og hendur. — En hvað vilduð þér segja um túberingarnar? — Margir misnota túber- inguna. Það er fallegt að túbera dálítið — og það er gert í nýju hárgreiðslunum — en yfirdrifin túbering fer illa með hárið og hárgreiðslan verður oftast frekar einhliða. — Hvaða fréttir eru helzt- ar úr Félagi hárgreiðslumeist- ara um þessar mundir? — Að við ætlum að reyna að stofna fagskóla. Hár- greiðslunámið tekur þrjú ár, bæði verkleg og bókleg kennsla, en svonefndur fag- skóli er ekki starfræktur hér -eins og á Norðurlöndunum, og fá íslenzkar hárgreiðslu- konur ekki meistararéttindi eða leyfi til að hafa nemend- ur þar af þeim sökum. En nú er ætlunin að bæta úr þessu. Kennslubækurnar Lótusgreiðslan eru þegar komnar í þýðingu og búizt er við að þeir hár- greiðslunemar, sem ekki ljúka sveinsprófi í vor, fái fagskólamenntun. Allt e'r þetta á byrjunarstigi enn sem komið er, en við vonumst fastlega að ekki verði langt að bíða þar til islenzkar hár- greiðslukonur njóti sömu rétt- inda hér heimá sem erlendis. Hg Frú Árdís við vinnu á stofu sinni Andlitssnyrting göldrum líkust EKKI alls fyrir löngu efndi Húsmæðrafélag Reykjavikur til húsmæðrafundar í Breið- firðingabúð. Á annað hundrað húsmæður gerðu sér dagamun og mættu á fundinum, drukku kaffi í góðra vina hóp og hlýddu á skemmtiatriðin, er þar voru flutt, ein konan flutti leikþátt, önnur las upp bréf frá íslenzkri konu í Norð ur-Noregi o.s.frv. En það sem konurnar höfðu mestan áhuga á var sýni- kennsla í snyrtingu, sem fegr unarsérfræðingar frá snyrti- stofunni Valhöll sáu um, þær Ingibjörg Andrésdóttir. Gerð- ur Gunnarsdóttir, og Hólm- fríður Egilsdóttir. Formaður Húsmæðrafélags- ins, frú Jónina Guðmunds- dóttir, trúði okkur fyrir því, áður en fundurinn hófst, að það væri göldrum líkast hvað hægt væri að fegra sig með nútíma aðferðum, eða svo væri sér sagt. Konurnar í fé- laginu væru afskaplega spennt ar fyrir þessari fræðslu. Því skrifuðum við niður töfraorð fegrunarsérfræðinganna og fylgja þau hér á eftir. 1) Fyrst á að hreinsa húð- ina vel og fjarlægja öll óhrein indi. Styrkja húðina á eftir með andlitsvatni. 2) Bera þessu næst næring- arkrem á húðina eða púður- undirlag. 3) Það er misskilningur að nota ekki kinnalit, en það á skilyrðislaust að nota hann í hófi. 4) Púðra andlitið með lausu púðri. Gott er að hafa í tösk- unni dós með föstu púðri, þeg- ar farið er út, ef andlitið skyldi taka á sig of mikinn gljáa. 5) Augnmálningin á ekki að vera sýnileg. hún á fyrst og frepist að töfra fram lit augnanna og gera þu skærari. Litir augnaskugganna eru persónubundnir. Broddarnir á augnahárunum eru dekktir með augnaháralit, fljótandi augnalitur er penslaður í mjóa línu fremst á augna- lokunum. 6) Bezt er að bera varalit- inn á með pensli og teikna útlínurnar með blýanti. Litur- inn á blýantum er hafður að- eins dekkri en sjálfur vara- liturinn. Fegrunarsérfræðingarnir snyrtu eina konu, sem komið hafði á fundinn, máli sínu til skýringar. Tóku þær fram, að þær gætu að þessu sinni ein- ungis sýnt andlitsföðrun og einfaldasta form andlitshreins unar, því þær hefðu ekki að- stöðu til að koma við ljósa- útbúnaði og öðrum tækjum, sem notuð eru við fullkomna andlitssnyrtingu. Síðan hélt Gerður Gunnarsdóttir smá fyrirlestur um snyrtivörur þær, er snyrtistofan Valhöll notar og_ selur. Eru það frönsku snyrtivörurnar Coresy Salome, sem flestar eru bún- ar til úr jurtum. Þess má geta að síðustu. að snyrti- og hárgreiðslustofan Valhöll tók til starfa fyrir tæpum mánuði, í nýjum húsa- kynnum að Laugavegi 27. Eigandi hennar er Einar Elí- asson. Frá sýnikennslunni: inguna. — Ingibjörg leggur síðustu hönd á snyrt- Viðskiptavinum vorum er bent á að notfæra sér þekkingu fegrunarfræðingsins MADEMOISELLE LEROY frá hinu heimsfræga franska snyrtivöru- fyrirtæki ORLANÍ »- er verður til viðtals og leiðbeiningar hjá okkur í dag og á morgun. Öll fyrirg^iðsla hennar er yður að kostnaðarlausu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.