Morgunblaðið - 08.03.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. marz 1963 MORCVNBLAÐ1Ð 3 ; OM HINGAÐ til Reykjavíkur kom í fyrradag fljúgandi frá Gand- er Bandaríkjamaður, George W. Grossoehme. Hann er sölu- maður hjá bandarísku fyrir- tæki, Air Carrier Service Corp., sem selur flugvélar og flest annað sem til flugs þarf. Farkostur hans á leiðinni hing að, var tveggja hreyfla hrað- fleyg flugvél, Aero Command- er, gerð fyrir 6—7 farþega. Grossoehme er á sölu- og kynningarferðalagi til margra landa, söluvarningurinn er flugvélar áf sömu tegund og hann ferðast á, og hingað kemur hann vegna þess að Flugfélag íslands hefur gert fyrirspurnir um flugvélar af þessari gerð og ef aðrir kynnu að hafa áhuga á þeim. Fréttamaður og ljósmynd- ari voru að skoða flugvélina og fylgjast með hverjir kæmu að líta á hana seínnipartinn í gær. Þetta er tveggja hreyfla vél, vængirnir efst á bolnum og öll hin rennilegasta á að líta, þar sem hún stóð fyrir framan afgreiðslu Flug- félags fslands. Flugmenn Flugfélagsins voru á stjái kringum vélina, Útsýni er nóg úr vélinni til allra hliða, og hér erum við yfir höfninni að leggja til lendingar, I reynsluflugi Björn Pálsson virðir vélina fyrir sér. og fljótlega kom þarna aðvíf- andi Björn Pálsson. — Hefur þú áhuga á þessum vélum, Björn? — Ég hef lengi haft áhuga á þeim, og það er langt síðan ég fór að kynna mér þær. f>etta er mjög skemmtileg vél, en eini gallinn á henni er hvað hún er dýr. Hún mundi kosta 4Vz milljón með þeim tækjum, sem ég teldi mig þurfa í hana. Stuttu eftir að Björn er farinn koma þarna að banda- ríski flugmaðurinn, Sigurður Jónsson yfirmaður loftferða- eftirlitsins og Guðmundur Snorrason, flugumsjónarmað- ur hjá Flugfélagi íslands. Grossoehme fer að útlista fyrir Flugfélagsmönnum eigin leika vélarinnar, sem við ber- um lítið skynbragð á, og þeg- ar þeir ætla að fara í reynslu- flug á henni er okkur boðið að vera með. Við setjumst upp í vélina og brátt rennur hún út á braut- arendann á Grímstaðaholtinu, og skömmu síðar erum við komnir á loft. Þegar við erum yfir Kópavogi erum við komn ir i 2000 feta hæð, en finnst jafnvel maginn vera eitthvað neðar. Þegar upp ér komið tekur Sigurður Jónsson við stjórn og við fljúgum upp yfir Kol- viðarhól, meðfram Esju og upp undir Akranes, og vélin hækk- ar sig smám saman upp í 2500 fet og hraðinn er orðinn 330 km á klst., sem er svipaður hraði og á Skymastervélunum. • Við fljúgum síðan yfir Bessastaði, tökum hring fyrir utan höfnina og þar tekur Grossoehme við stjórn og lend ir. Á eftir spjöilum við stund- arkorn við Grossoehme og spyrjum hann hvað hann telji aðalkosti vélarinnar. — í fyrsta lagi öryggi, í öðru lagi þægindi og í þriðja lagi hraði. Annars hefur Aero' Commander þrjú skráð met hjá alþjóða flugmálafélaginu, Federation Aeronautique Int- ernational, fyrir flughæð, hraða og flugþol. — Hvernig eru þessa vélar aðallega notaðar? — Þær hafa mest verið not aðar sem einkaflugvélar fyrir tækja, en við erum byrjaðir að selja þær til farþegaflugs líka, t. d. erum við að selja 6 til Brazilíu, þar sem þær verða notaðar til að flytja far- þegana, sem koma til landsins með stórum þotum, áfram inn í landið. — Hún hefur mikið flugþol, segið þér? — Já, hún er mjög sparneyt in, eyðir 30 gallonum á klst. og hefur mikið burðarmagn. Kennedy, forseti, hefur eina slíka vél sem einkaflugvél, og þegar hún var afhent, var tækifærið notað til að sýna hæfni hennar. Vélin var full- hlaðin af farþegum og far- angri og síðan var önnur skrúf an tekin af vélinni og sett inn í hana. Þannig var henni flogið á einum hreyfli alla leið frá Oklohoma til Washington, þar sem hún var afhent. — Hvaða áhrif hefur ísland haft á yður? Sigurður Jónsson liefur tekið við stjórn Aero Commander. George W Grossoehme skýrir tæki vélarinnar. — Eg hef haft mjög gaman af að koma hingað. Flug er greinilega mjög mikill þáttur í lífinu hér á Islandi, meiri en víðast hvar annars staðar. Þið eruð mjög vel sett, að hafa tvö ágæt flugfélög, þar af þekki ég reyndar sérstaklega Lofleiðir, sem er í mjög miklu áliti vestan hafs. Svo finnst mér ég aldrei hafa séð eins mikið af fallegum konum, bæt ir hann við um leið og hann sér farþegana úr Gullfaxa ganga gegnum afgreiðsiu Flug félagsins. 8TAKSTEIIVIAR m „Moggalygi“ ■ orffin Fravda! Enn kveður Jóhannes skáld úr Kötlum i Moskvumálgagmi sinu í gær. Er hann sárreiður yfir, að kemizt hefur upp um njósnir Rússa hér á landi og kemst að þeirri niðurstöðu að þær séu eðlileg afleiðing af því, að Island hefur gerzt þátttak- andi í varnarsamvinnu vest- rænna þjóða. Fyrst hér. sé amer- ískt varnarlið sé í raun og veru ekkert eðlilegra en að Rússamir séu á hnotskóg í kringum það. Eina ráðið til að koma í veg fyrir rússnesk- ar njósnir á fs- landi sé „hem- aðarlegt hlut- leysi“ landsins. I upphafi greinar sinnar i gær k cir.it skáldið úr Kötlum að orði á þessa leið: „Enn þá em það blessaðir Rússarnir. Þeir eru þó alla daga til taks, ef vestrænu hugsjónirn- ar klikka. Þeir hafa löngum skaffað Kanverjum gamla Fróns dáindis vænar kosningahombur, þegar í nauðirnar hefur rekið. Ég held maður muni þá tíð, þeg- ar félagi Nikita gerði Stalínper- sónuna miklu að einni allsherj- ar sorptunnu og 40 ára Mogga- lygi var þar með orðin pravda“. (pravda þýðir sannleikur, inn- skot Mbl.). Mikil ósköp er að heyra þetta. Ótætis Rússarnir leggja Viðreisn- arstjórninni til hverja kosninga- bombuna á fætur annarri. Og jafnvel sjálfur Nikita Krúsjeff er svo óartarlegur að gera „Stal- inpersónuna miklu að einni alls- herjar sorptunnu og 40 ára Moggalygi var þar með orðin pravda“. Ljóít er að hejra Minna má nú gagn gera. Það er von að Jóhannes úr Kötlum sé sár og reiður. Hann verður nauðugur viljugur, eftir upplýs- ingar „félaga Nikita“, að trúa Morgunblaðinu eins og Pravda! Þetta hlýtur að vera skáldinu þungbært böl. En þennan kross verður það sair.t að bera. Verst af öllu er þó það, að Jóhannes úr Kötlum virðist gera ráð fyrir fleiri kosningabombum frá Rúss um til handa Viðreisnarstjórn- inni. Hann kallar grein sína í gær „bomba nr 1“. Hvað skyldi verða „bomba nr. 2?“ Skáldið og kommahjörðin hans er þegar far- in að skjálfa að ótta við hana. i'jálsljnd itmbólastjorn Alþýðublaðið birtir í gær for- ystugrein, þar sem það ræðir margvíslegar umbætur, sem Við- reisnarstjórnin hefur gert á sviði félagsmála. Ken-.st blaðið m.a. að orði á þá leið, að Við- reisnarstjómin sé „frjálslynd umbótastjórn, sem hefur gert varanlegar breytingar á þjóðfél- agi okkar til aukins jafnréttis og bættrar aðstöðu lítilmagnans í lífsbaráttunni“. Alþýðublaðið heldur forystu- grein sinni áfram: „Allar stjórnir á fslandi hafa átt við erfiðleika að etja í efna- hagsmálum. Vinstri stjórnin gaf út bráðabirgðalög um kaupbind- ingu og núverandi stjórn hefur leyst vinnudeilur á sama hátt. Vinstri stjórnin setti yfirfærslu- gjald og núverandi stjórn lækk- aði gengið, en á þessu er lítill eðlismunur. En slík dægurmál skrifta ekki sögu neinnar stjórn- ar. Það gera hins vegar stór- breytingar almannatrygginga og aðrar varanlegar umbætur, sem hafa grundvallaráhrif á l’fsa/- stöðu þegnanna“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.