Morgunblaðið - 15.03.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.03.1963, Blaðsíða 3
k Töstudagur 15. marz 1963 MORCVTSBL 4 ÐIÐ 3 Þegar við gengum fram bryggjuna í Keflavík í fyrra- dag mætti okkur óvenjuleg sjón. Tveir bátar voru að loðnuveiðum rétt við bryggju hausinn. Lundi KE 78 var búinn að draga nótina og lagði frá hausnum rétt í þessu til þess að færa sig að bryggju innar í höfninni, þar sem afl- inn var háfaður á bíla beint úr nótinni. Biðröð var við hafnargarð inn og var Freyja GK 48 næst. Var annar endi nætur- innar festur við enda garðs- ins oig síðan siglt í hring út frá honum, nótin gefin út og komið að sama stað aftur, báturinn bundinn og byrjað Menn fylgjast með því af áhuga, er báturinn e r kominn hringinn að hafnargarðinum aftur og farinn að draga inn nótina. Loöna veidd af hafnar- garöinum í Keflavík að draga með kraftblökkinni. Fjöldi fólks stendur á bryggjunni og fylgist með veiðunum. Lítill drengur togar í ermi föður síns og segir: — Hvenær kemur fisk urinn? pabbi, hann er svo lengi. Kemur hann síðast? En nú tekur að bóla á fisk- inum. Mestöll nótin er kom- in upp í bátinn, en drátturinn er farinn að þyngjast, enda sýður loðnan og bullar við borðstokkinn innan við flotin. Vélbáturinn Ver KE 45 kemur nú siglandi út með hafnar- garðinum auðsjáanlega óþolin móður að' komast að endan- um. Til þess að tefja ekki Ver, leggur Freyja frá, dregur nót- ina með loðnufengnum með síðunni og siglir hægt innst inn í höfnina og leggst þar. í sama mund kemur að stór vörubíll,. sem bakikar að bátnum, þannig að pallurinn stendur út af uppfyllingunni. Um borð í Freyju fara talíur Og spil í gang, háfurinn er festur í bómuvírinn og síðan dýft í nótina, dreginn upp full ur af loðnu og losaður á bíl- inn- Uppi á bílnum stendur Þórð ur Þorvaldsson, skipverji á Freyju. — Hafið þið farið margar ferðir, Þórður? — Þetta er sú þriðja. — Hvað eruð þið búnir að fá mikið af loðnu? — í fyrri ferðunum feng- um við 60 tunnur og 200 tunn- ur. Ætli við séum ekki með eitthvað á annað hundrað núna. Þegar allri loðnunni hefur verið komið á bíla, tökum við skipstjórann, Óskar Árnason, talL — Hefur þú lengi fengizt við loðnuveiðar? — Já, í allmörg ár á^ hafi úti, en það var ekki fyrr en 1959, sem við, fórum að £á hana hér í höfninni. Annars er þetta mesta loðnumagn, sem ég hef orðið var við, þessar veiðar. Loðnan kemur alltaf öðru hverju hingað í höfnina, en í ár er hún óvenju snemma á ferðinni. Núna er miklu betra að koma aflan- um í verð en áður. Þá var loðna aðeins notuð í beitu, en nú eftir síldarverksmiðjurnar risu af grunni, seljum við mest í bræðslu. Úr loðnunni, sem við veiðum núna, fæst um 4% lýsi, en það er svipað og úr smásíld. — Hvaða verð fáið þið fyrir loðnuna? — Það er nú ekki fullvíst ennþá, en ég veit, að í Noregi fæst fyrir hana sama verð og smásíld. — Þið eruð með kraftblökk. — Já, við erum með litla kraftblökk í tilraunaskyni- Freyja er ekki nema 28 tonn, svo að venjuleg síldarkraft- blökk er alltof stór. Hins veg- ar má nota þessa blökk fyrir þorskanót. — Heldur þú, að loðnuveið- in haldist lengi? — Það er ekki gott að segja. Kannske eitthvað fram eftir mánuðinum, — annars velt- ur það að mestu á veðrinu. Háfurinn dreginn upp úr nótinni. Óskar skipstjóri snýr fram eftir bátnum og heldur í strenginn, sem opnar og lokar háfnum. Nú er búið að draga eins og unnt er og báturinn leggur frá, til þess að færa sig innar og leyfa þeim næsta að komast að. STAKSTIINAR Vilja þeir binda 12 mflhqrT í tilefni af því, að Tíminn hef- ur nú lýst því yfir, að Fram- sóknarflokkurinn telji það eitt meginbaráttumál sitt að rifta sam komulaginu við Breta og stofna til nýrra átaka og óvissu í þeim efnum, hefur það verið rifjað upp, að á tveimur Genfarráð- stefnum vildum við íslendingar standa að samþykkt um það, að 12 mílur yrði alþjóðaregla, en með Iandhelgissamkomulaginu náðum við 12 mílna fiskveiðilög- sögu, jafnframt því sem við lýst- um yfir, að við myndum halda áfram útfærslu, en ekki binda okkur við 12 mílur, eins og við vorum fúsir til í Genf. Ástæða er til að krefja Framsóknarflokk- inn skýrs svars um það, hvort hann mundi nú vilja standa að alþjóðasamþykkt um 12 mílur, ef hann gæti þá fengið landhelg- issamkomulagið við Breta numið úr gildi. Ekki er ólíklegt, að nú væri hægt að fá slíka alþjóða- reglu lögfesta, en hins vegar er alveg ljóst, að það væri íslend- ingum ekki í hag, því að þeir hafa þegar náð 12 mílunum og hyggjast halda áfram friðunar- ráðstöfunum sínum. Þannig ligg- ur það fyrir, að við höfum náð miklu meiri árangri en við börð- umst fyrir á Genfarráðstefnun- um. Þess vegna er skorað á Fram sóknarmenn að lýsa því yfir, hvort þe’r væru reiðubúnir að standa að því að binda hendur okkar, eins og við vildum í Genf. Á svari við þeirri spurningu velt- ur það, hvort landhelgissam- komulagið var hagkvæmara en það, sem við áður börðumst fyr- ir, eða ekki. HJítnm logum Kommúnistar eru að sjálf- sögðu andvígir því að lög og rétt- ur ríki í samskiptum þjóðanna. Þess vegna geta þeir með góðri samvizku fjargviðrazt yfir því að við íslendingar höfum lýst því yfir, að við ætlum að fara að alþjóðalögum í landhelgismálum eins og öðrum málum. En hitt er furðulegt, að lýðræðissinnaður flokkur skuli taka undir þessar kenningar kommúnista. Tíminn er á ný tekinn að skamma Við- reisnarstjórnina fyrir það að lýsa yfir því, sem allir vissu þó fyrir, að við íslendingar hygðumst ekki reyna að koma málum okk- ar fram með ofbeldi, heldur með lögum, og mundum þar af leið- andi hvenær sem væri fúsir til að hlíta lögmætum dómum og úrskurðum. Stórþjóðirnar þurfa ekki nauðsynlega að beygja sig undir alþjóðalög, því þær hafa vald til að koma áformum sín- um fram. Fyrir smáþjóðirnar gildir það meira en nokkuð ann- að, að lög og réttur ríki. Þess vegna hlýtur smæsta þjóðin að vera reiðubúin til að fara að lög- um og einskis annars æskja. Þess vegna er líka fordæmanleg sú af- staða Framsóknarflokksins að hef ja árásir á stjómarvöldin fyr- ir það að lýsa því yfir, að við íslendingar séum þjóð, sem fara muni að lögum. Kommúnismi Jóhiumtw Krúsjeff hefur nú lýst því yfir, að listirnar og bókmenntirnar eigi að vera í þágu kommúnism- ans og þær megi ekki undir nein- um kringumstæðum vera frjáls- ar. í gær birtist grein í komm- únistamálgagninu eftir Jóhannes úr Kötlum, sem fjallar um sama mál. Þar segir hann m.a.: „Hin eina pólitík, sem hæfir lesandi og hugsandi nútíma fólki, er sá kommúnismi sem breytir rikisvaldinu í skapandi menning- artæki almennings.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.