Morgunblaðið - 15.03.1963, Blaðsíða 22
22
Fösiudagur 15. marz 1963
MORGVNBLAÐIÐ
Svona gerum v/d er v/ð
leiðréttum okkar mál
Athugasemd frá FRÍ og svar v/ð henni
Íþóttasíðunni hefur borizt eft-
irfarandi bréf sem á að vera til
leiðréttingar á fréttum fluttum
hér á síðunni. Bréfið er svo-
hljóðandi:
„Td ritstjoi a
íþróttafrétta Morgunhlaðsins
Varðandi frétt þá, er þér birtuð
í blaði yðar, 12- þ.m., af innan-
hússmeistaramóti íslands 1963,
er hallað réttu máli varðandi
„framkvaemd FRÍ“ á mótinu, sem
við viljum biðja yður að leið-
rétta á íþróttasíðu blaðs yðar.
1. Mótskrá FRÍ fyrir 1963 birtist
í öllum blöðum borgarinnar í
janúarmánuði og þar var stillt
upp mótum ársins eins og áætlað
er að þau fari fram. Fram-
kvæmdaaðili Innanhússmeistara
móts sveina 1963 var fþrótta-
bandalag Akraness. Þeir óskuðu
eftir að breyta keppnisdegi vegna
ýmissa ástæðna og var hann
færður um 1 dag fram. IBA aug-
lýsti síðan mótið með löglegum
fyrirvara á þeim degi, sem þeir
ákváðu að halda mótið.
2. FRÍ var framkvæmdaaðili
Innanhússmeistaramóts íslands
1963, fyrir fullorðna, og þar sem
ekki var hægt að láta mótið fara
fram á upphaflega áætluðum
tveim dögum, var horfið að því
að halda mótið 10. marz og var
það auglýst með fyrirvara í dag-
blöðum borgarinnar og birtist í
blaði yðar 1- marz. Jafníramt var
þar óskað að venju eftir þátttöku
tilkynningum- Mótareglur FRÍ
geta þess ekki að mótið skuli
fara fram á tveim dögum, þar
af leiðandi er framkvæmd móts-
ins á allan \ tt lögleg.
3. Það er rangt, að Jón Þ. Ólafs,
son hafi verið „í 2—3 greinum í
senn“, einfaldlega vegna þeirra
staðreynda að í upphafi fóru
fram einungis tvær greinar, þ.e.
a.s. stangarstökk og kúluvarp Jón
tók ekki þátt í nema kúluvarpi.
Því næst fór fram 1 grein í senn.
4. Varðandi ummælin um stökk
dýnuna viljum við láta þess get-
ið, að þessi dýna hefur áður verið
notuð í slíkum keppnum, er með
útbúnaði, sem gerir mældan ár-
angur keppenda tvímælalaust
löglegan, vegna þess að dýnan
rennur ekki til í niðurkomu
stökks keppandans.“
ATHUGASEMD
Það gerist nú æ algengara að
sambönd og ráð telji sér allt
heimilt. Þannig er það með FRÍ
í þessu tilfelli- Meistaramót ís-
lands innanhúss hefur farið fram
á tveim dögum síðan 1952 (að
undanskildu árinu 1959 að Laug-
arvatni). Og reyndar átti það
svo að vera nú, því Mbl. (og
kannski öllum dagblöðum) hafði
borizt tilkynning og beiðni um
að birta mótsdagana tvo. Sú til-
kynning var afturkölluð hjá Mbl.
á síðustu stundu, og önnur —
með einum mótsdegi — sett í
staðinn. Samkvæmt 1. lið ofan-
skráðs bréfs, hefur það komið
ákaflega flatt upp á FRÍ, að FRÍ
skyldi biðja um breytingu frá
því formi mótsins sem ríkt hefur
nær ósli'tið síðan 1942.
Það er afskaplega gott að birta
„áætlaða“ mótskrá, þar sem til-
greindar eru keppnisgreinar og
keppnisdagar, og meira að segja
keppnishús — og geta svo fallið
frá öllu og segja síðan að ekki
hafi verð hægt að láta mótið
vera þá daga. Betur væri slik
tafla óbirt.
Þó FRÍ vilji reyna að gera
afrek Jóns Þ. Ólafssonar minna
með því að lýsa yfir að hann
hafi ekki keppt í tveim greinum
í senn, þá er það næsta tilgangs-
laust. Allir sem frjálsíþróttir
þekkja vita, að sá sem sigrar í 4
greinum og keppir einnig í þeirri
fimmtu af sex greinum mótsins,
er upptekinn margfaldlega. Sig-
urvegari hverrar greinar er
lengst í keppni. Hann þarf líka
undirbúning undir þá næstu og
það vita gerla þeir, sem sitja í
stjórn FRÍ og viðurkenna vænt-
anlega þessa afsökun FRÍ fyrir
mið'ur góðu mótshaldi, að það er
erfitt að keppa — og sigra — í
einni grein á meistaramóti, hvað
þá heldur að keppa í 5 af 6 og
vinna fjórar- Aðstaða manns er
slíkt afrek vinnur, verður ekki
bætt með því að breyta mótinu
á síðustu stundu úr 2ja daga
móti í 1 dags mót, heldur verður
slíkur meistari sem Jón Þ. Ólafs-
son varð á þessu móti, meiri mað
ur eftir yfirlýsingu FRÍ.
Þetta er mergurinn. Við ættum
svo ekki að minnast á það að
dýnan, sem notuð var, var bein-
línis hættuleg, og það var ekki
sýnt, er móti lauk, hvort kepp-
endur væru heilir eftir. En í regl
um stendur að stokkið skuli í
lausa jörð (eða á mottu) og þá
væntanlega gert ráð fyrir að
mottan sé sem líkust lausri jörð.
Stjórn FRÍ dæmi um það, hvort
svo var á Meistaramóti íslands
innanhúss 1963. Keppendur
reyndu að svo var ekki. — A. St.
Nefndin sem undirbjó förina og fararstjórar. Frá liægri: Lárus
Karlsson, Guðjón Valgeirsson, Ellen Sighvatsson, formaður
SKRR og aðalfararstjóri, og Sigurjón Þórðarson.
13 reykvískir skíöamenn 2
fðrum til keppni í Noregi
MILLI 30 og 40 fslendingar fara
til Noregs um helgina og dvelja
þar vikutíma á góðu skíðahóteli
við skíðaiðkanir og keppni. Að-
dragandinn er að Reykvíking-
um gafst kostur á að taka þátt
i bæjakeppni í skíðaíþróttum
sem fram hefur farið milli Berg-
en og Glasgow. Boðinu var tek-
ið og förin um helgina er árang-
urinn.
Alls keppa 13 Reykvíkingar
á mótinu. Áður höfum við birt
nöfn 11 þeirra en þeir Helgi
Axelsson og Þórður Sigurjóns-
son hafa bætzt við en þeir eru
báðir á hraðri leið í fremstu röð
ísl. skíðamanna.
í bæjákeppninni er keppt I
alpagreinum og fer keppnin fram
um aðra helgi.
Auk kependanna fara um 20
farþegar út, sem gjarnan viilja
njöta hluta sumarleyfis síns við
beztu aðstæður við skíðaiðkun
erlendis en slíkt mun vera að
finna í Soifönn í Noregi þar sena
mótið fer fram.
Skíðamcnnirnir sem utan fara og verja heiður Reykjavíkur í keppni við Bergen og Glasgow. Á
myndina vantar þrjá keppendur.
. . DAGAR Haraldar Nielsen
danska knattspyrnumannsins
dáða, eru nú senn taldir hjá
Bologna á Ítalíu. Honum hef-
ur tekizt illa upp og leita nú
Bolognamenn ákaft að manni
í miðherjastöðu hans. Er Þjóð-
verji í sviðsljósinu sem stend-
ur og talinn líklekur.
Brenden hressti upp á geö
norskra áhorfenda
- Enska knattspyrnan -
ÚRSLIT leikja I Englandi í þess-
ari viku:
Middlesbrough — Blackburn 3—1
Manchester U. — Aston Villa 1—0
N. Forest — W.B.A. 2—1
Arsenal — Sheffield W. 2—0
Manchester City Bury 1—0
Norwich — Newcastle 5—0
Portsmouth — Coventry 1—1
Port Vale — Sheffield U. 1—2
Leeds — Walsall 3—1
5. umferð ensku bikarkeppninn-
ar fer fram n.k. laugardag og leika
þá eftirtalin lið saman:
Arsenal — Liverpool
Leyton O. •— Leicester
Manchester City — Norwich
Manchester U. — Chelcsea
Southampton — Sheffield U.
N. Forest — Middlesbrough
West Ham — Everton
Leiknum milli Portsmouth og
Coventry úr 4. umferð er ekki
lokið, en sigurvegarinn mætir Sund
erland í 5. umferð.
En Jbe/7 sjá eftir gullinu í norrænni
tvíkeppni
NORÐMAÐURINN Hallgeir
Brendcn kom öllum Norðmönn-
um á óvart í gær er hann sigr-
aði í 15 km göngu Holm.snkollen-
mótsins. Hallgeir sem á árum
óður var bezti göngugarpur
heims á skíðum, hefur að undan-
förnu ekki verið í fremstu röð,
en þessi norski búgarðsmaður
reyndist sterkari en flestir af
beztu skíðamönnum heims í gær.
Hann tók snemma forystu, hafði
sekúndu forskot eftir 5 km. Sama
forskot hélzt eftir 10 km en eng-
inn þorði að vonast eftir sigri
hans. En á síðustu 5 km drap
hann alla keppinauta af sér og
vann með yfirburðum — og varð
hetja norsku þjóðarinnar í gær.
í stórsvigi var ekki minnst á
íslenzka þátttöku en 22 fyrstu
voru tilgreindir. Sigurvegari
varð Hindl, Austurríki 2.36,1 min
2. Holm, Noregi 2.41,1, 3. Ovex-
land, Noregi 2.41,4, 4. Rohlen,
Svíþjóð 2.41,8, 5. Manninen,
Finnlaindi 2.44,6.
í stökkikeppni tvxkeppninnar
vann Thoma, Noregi frægan sig-
ur. Hann vann með alLmiklum
yfirburðum stökkið sem fram
fór í gær. Thoma sem varð
Olympiumeistari síðast sýndi
lengstu stökk í báðum stökkum
sem gild voru tekin og hafði auk
þess bezta stíleinkunn. Finninn
Luiro varð annar bezti í stökk-
inu og Norðmaðurinn Tormod
Knutsen þriðji. Þó Norðmaður
sé bezti göngumaðurinn af þess-
um þremur hefur hann tæplega
möguleika til sigurs, því svo
langt liggur hann að baki eftir
stökkið.
Thoma hlaut 259,65 stig, Luior
253,2 og Knutsen 233,8, 4. Kotsj-
kin, Rússlandi 232,8.
Það ríkti gleð og fjör á á-
’horfend-apöllunum við Holmen-
kollen en þar voru um 3000
manns. Það varð þó aldrei
spenningur — gæti verið orsök-
in að Knutsen ógnaði ekki
Thoma. Brenden ihitaði þó fólk-
inu um hjartarætur og var áikaft
fagnað að vonuim.
I /* NA 15 hnúhr ¥: Snjókoma 9 0S/ ***■■ S7 Skúrir £ Þrumur wz, KuUoski/ ZS* HihtkH H Hmi I
1 i. K 1020 -"tCS ^iozo .
DJÚPA og stóra lægðin vest-
ur af Bretlandséyjuim ræður
nú ein vindum á Norður-Atl-
antshafi, allt frá Azoreyjum
norður fyrir ísland og frá
Labrador að vestan austur um
Norðursjó. Meðan hún er við
völd á svipuðum slóðum má
búast við ihlýxri veðráttu á«
fram. En, ef vindur snerist
til norðurs, mundi fljótt kódna
í veðri, þvd að víða á Austur-
Grænlandi er írostið um og
yfir 30 sfig.