Morgunblaðið - 15.03.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.1963, Blaðsíða 8
8 WORCVTSBLAfíiB r FSstudagur 15. marz 196* Lífeyrissjóðir verða viðbdtar- sjdðir við aimannatryggingar Ekkjulífeyrir stóraukinn, fjöl- skyldubætur með öllum börnum A FUNDI efri deildar Alþinffis I gær gcrði félagsmálaráðherra, Emil Jonsson, grein fyrir frum- rarpi ríkisstjórnarinnar um al- mannatryg^ingar. Helztu breytingarnar, sem í frumvarpinu felast, eru þessar: Lífeyrisgreiðslur al-mannatrygg inganna ná til allra, hvort sem þeir eru aðilar að sérstökum líf- eyrissjóðum eða ekki. Sérsjóð- irnir verða viðbótarsjóðir og munu þurfa að endurskoða regl- ur sínar í samræmi við það. Greiddar verða fjölskyldubæt- ur með öllum börnum, sem nem- nr 5.000 kr. Faeðingarstyrkir hækka um 56% í 4 000 kr. Mæðralaun, sem greidd eru ekkjum, ógiftum mæfrum og fráskildum konura með tvö börn eða fleiri, hækka um 7%. Ekkjulífeyrir stórhækkar. 50 ára ekkja fær 25% af örorkulíf- eyri í stað 10%; 60 ára ekkja fær 75% í stað 58%; 65 ára ekkja 100% í stað 88%. Dagpeningar eftir slys verða greiddir í allt að 52 vikur í stað 26 og hækka um 7%. Dánarbætur eftir þá, sem far- *st af slysförum, hækka mjög; í stað einnar greiðslu, 106.516 kr., koma 192.000 kr., greiddar mán- aðarlega á 8 árum. Hækkun verð nr einnig á skyldum og sam- bærilegum bótum. Sjúkradagpeningar v e r 5 a greiddir í allt að 52 vikur í stað 26 og ákvæði rýmkuð, ekki sízt U! bóta fyrir húsmæður. Fjölskyldubætur verða greidd mr án tillits til annarra bóta. Greiðsla sjúkrasamlaga fyrir röntgenmyndir hækkar úr 50% í 75% kostnaðar. BREYTINGAR UNDANFARINNA ÁRA Emil Jónsson (A) félagsmála- ráðherra hóf mál sitt með því að rekja þær veigamiklu breyting- ár, sem orðið hafa a almanna- tryggingarlögunum undanfarin þrjú ár og hófust með hreiyting- unum árið 1960, sem gerðar voru vegna efnahagsraðstafana ríkisstjórnarinnar, og m. a. fól- ust í því, að þeim fjölgaði, er bótanna nutu, auk þess ^ sem bæturnar voru hækkaðar. f*á var árið 1960 einnig gerð sú breyting, mð skerðingarákvæðið var af- numið, en það hafði verið illa þokkað af öldruðu fólki. í þvi felst, að lífeyris- greiðslu til aldr- aðs fólks skert- ust, ef lífeyris- þegi hafði til- teknar tekjur, unz þær féllu niður, ef á- kveðnu hámarki var náð. Var breytingin á þessu ákvaéði í því fólgin, að gömlu fólki var heimilað að vinna eftir því sem það mátti, án þess að ellilífeyrisgreiðslurn- ar yrðu skertar, sem var mikil bót og vel séð. Þriðja stórbreytingin var gerð á þessu þingi, er skipting lands- ins í verðlagssvæði var afnumin. En hún var á sínum tíma stutt þeim rökum, að framfærslukostn aður væri mismunandi í dreif- býli Og kaupstöðum. Hafi svo einhvern tíma verið, er sá mis- munur að mestu eða öllu leyti niður fallinn, og þess vegna ekki réttlátt að gera bótaþegum mis- bátt undir höfði. Frumvarpið er samið af stjórn skipaðri nefnd, er skipuð var hinn 12. september 1960, bil þess að endurskoða í heild lögin um almannatryggingar. í henni áttu sæti Hjálmar Vilhjálmsson ráðu- neytisstjóri, sem jafnframt var form. nefndafinnar, Gunnar J. Möller, forstj. Sjúkrasamlags Reykjavikur, frú Jóhanna Egils- dóttir, frú Sigríður J. Magnús- son og Sverrir Þorbjörnsson, for- stjóri Tryggingarstofnunar ríkis- ins, en auk þess starfaði Björg- vin Sigurðsson framkvæmdar- stjóri Vinnuveitendasambands- ins með nefndinni, er rætt var um slysatryggingar. Með nefnd- inni starfaði og Guðjón Hansen tryggingarfræðingur. LÍFEYRISSJÓÐIR VERÐI VIÐBÓTARSJÓDIR Meginbreytingin, sem í frum- varpinu felst, er sú, að allir líf- eyrissjóðir verða viðbótarsjóðir við almannatryggingarnar, þann- ig að iðgjöld manna til lifeyris- trygginga og réttindi þar verði hin sömu, hvort sem þeir eru tryggðir hjá sérsjóðum" eða ekki. En í almannatryggingalög- unum hefur hingað til 'verið gert ráð fyrir, að lífeyrissjóðir gætu tekið að sér verkefni al- mannatrygginga, þannig að fé- lagar þeirra ættu ekki rétt á elli-, örorku-, ekkju- né barna- lífeyri almannatrygginga, en í stað þess skuldbyndu sjóðirnir sig til að veita aldrei lægri bæt- ur én þær, sem almannatrygg- ingar myndu ella veita, en í stað- inn hefur komið 70% lækkun ið- gjalds til almannatrygginga. 1 frumvarpinu er skýrt ákvæði um, að allir þessir sjóðir greiði lífeyristryggingunum með vöxt- um iðgjöld þau, er sjóðfélagar hafa fengið undanþágu frá að greiða, að frádregnum þeim líf- eyri, sem sjóðirnir hafa sparað tryggingunum að greiða. Náttúr- lega verða erfiðleikar á því fyrir sjóðina, að greiða mismuninn upp, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að dreifa megi greiðsl- unum með jöfnum ársgreiðslum á 10 ára bil. FJÖLSKYLDUBÆTUR MED ÖLLUM BÖRNUM Önnur meginbreytingin felst í því, að lagt er til, að fjölskyldu- bætur skuli greiddar með öllum börnum án tillits til annarra bóta, en nú hefur ekk-i ver- ið greitt með þeim börnum, sem barnalífeyrir er greidd- ur með eða hafa átt með- lagsskyldan föður. Er lagt tií, að 3000 kr. skuli greiddar með hverju bami. Ekki var talið rétt að lækka barnalífeyrinn um f jöl- skyldubótaupphæðina, en í þess stað lagt til að barnalifeyrir og fjölskyldubætur haldist því sem næst óbreytt, en mæðralaun með einu barni falli niður. Nauð synlegt þótti og að leiðrétta það misræmi, að nú fá börn, sem njóta meðlags, fjölskyldubætur eins og hin, sem ekki hafa notið þess. Kvað ráðherrann þessar breyt ingar tvær aðalefnisbreytingar, en til viðbótar væru nokkur atriði, að vísu þýð'’" ""T-rnikil en þó ekki eins. HÆKKUN EKKJULÍFEYRIS, FÆÐINGARSTYRKS O. FL. Lagt er til, að fæðingarstyrk- ur hækki úr 2500 kr. í 4000 kr., sem á að nokkru rætur sínar að rekja til þess, að daggjöld á sjúkrahúsum og fæðingarstofn- unum hafa hækkað, en einnig hefur þessi styrkur verið talinn tiltölulega lár. Þá hefur ekkjulífeyrir verið hækkaður verulega, enda hefur hann verið með því lægsta, sem almannatryggingar hafa greitt. Greiðslu dánarbúa er breytt svo, að hingað til hefur greiðslan far- ið fram í einu lagi, en í stað þess er lagt til, að hann verði greidd- ur mánaðarlega í 8 ár, auk þess sem bæturnar hækka verulega. Sjúkradagpeningar h æ k k a mjög verulega og eru ákvæðin rýmkuð. Fram að þessu hafa ein- hleypir menn fengið 28,40 kr., en 7,10 kr. til viðbótar með eigin konu og hverju barni allt að þrem börnum. Greiðslurnar hækka í 68 kr. fyrir kvænta menn en 60 kr. fyrir. aðra, en það er um tvöföld hækkun. Verksvið héraðssjúkrasamlag- anna er aukið, en einn megin- erfiðleikinn hefur verið sá, að fámennustu félögunum hefur verið um megn að taka á sig háar bótagreiðslur. En með því að jafna byrðarnar milli systra- félaga og láta þau bera sameigin- legan kostnað þess, ef til hárra bótagreiðslna þarf að koma, mun það verða hinum fátækustu til hjálpar. Þá er það nýmæli, að slysa- bætur greiðist atvinnurekendum, ef hlutaðeigandi er á launum hjá honum, en tíðkast hefur að semja um, að laun greiðist, ef starfsmaður hefur veikzt eða orðið fyrir slysi, og hafa þá bæt- urnar fallið niður á meðan. Hafa atvinnurekendur borið fram þá ósk, að þeir njóti dagpeninganna, sem sýnist eðlilegt, þar sem hinn sjúki nýtur þeirra ekki hvort eð er. 54,1 MILLJ. KR. ÚTGJALDAAUKNING Allar þessar breytingar hafa eðlilega í för með sér allveru- legan kostnað, sem alls nemur 54,1 Tnillj. kr., sem skiptist svo, GYLFI Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, gerði á fundi neðri deildar i gær grein fyrir frum- vörpum um nýja heildarlöggjöf um höfundarétt og um heimild til handa ríkisstjórninni til að staðfesta mitliríkjasáttmála um vernd listflytjenda, hljóðritara- framleiðenda og útvarpsstofn- ana. Á EFTIR TÍMANUM Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, gat þess í upphafi máls síns, að ákvæði gildandi laga um réttindi rithöfunda og tónskálda væri á eftir tímanum og væri óhætt að fullyrða, að í engu Bernarsambandsríki sé höfundalöggjöfin svo áfátt sem hér á landi. Hinn 2. júlí 1959 hefði hann falið dr. Þórði Eyjólfssyni, hæstaréttardóm- ara, að semja nýtt frumvarp til höfundalaga, en hann er sá íslendingur, sem hefur dýpsta fræðiþekkingu á höfundarrétti. Hin Norðurlöndin hafa haft með sér samvinnu um endur- skoðun höfundalöggjafar og hef- ur hún verið lögð til grundvallar frumvarpinu, en einnig höfð hliðsjón af nýjum, frönskum höfundalögum og frumvarpi til höfundalaga Vestur-Þýzkalands frá 23. marz 1962. að ríkissjóður greiðir 31,4 millj., hinir tryggðu 10,7 millj. kr., sveitarsjóðir 5,8 millj. og at- vinnurekendur 6,2 millj. Þess ber þó að gæta, að á móti hin- um aukna kostnaði úr ríkissjóði, sem gæti sparast á 18. gr. fjár- laga, vegna þess, að þess má vænta, að ekki verði jafn mikil þörf á viðbótargreiðslum úr ríkissjóði, er lífeyrisgreiðslur al- mannatrygginga koma til við- bótar greiðslum úr lífeyrissjóð- um. í frumvarpinu eru þær breyt- ingar teknar með, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum auk þeirra breytinga, sem af þeim hefur leitt. Gildistaka lag- anna er 1. janúar 1964 og koma þau þar af leiðandi ekki fyrr til fulls til framkvæmda, sem er fyrst og fremst vegna þess, að í fjárlögum þessa árs er ekki ætl- að fé til að mæta hinum auknu útgjöldum frumvarpsins. Á BORÐ VIÐ ÞAÐ, SEM BEZT ÞEKKIST ERLENDIS Loks kvað ráðherrann óþarft að fjölyrða um það, hve geysi- þýðingarmikil almannatrygginga löggjöfin væri, ekki aðeins fyrir þá, sem njóta bótagreiðslnanna, heldur og fyrir alla efnahagsaf- komu þjóðarinnar. Bótagreiðsl- urnar nema í dag um 830 millj. kr., sem er mesta tilfæring á fjármunum, sem þekkist hér á landi, til sjúkra, aldraðra og annarra, sem aðstoðar þurfa Við, Og má segja, að lögin um al- mannatryggingar, eins og þau verða með frumvarpinu, verði á borð við það bezta, sem þekkist hjá öðrum þjóðum. GAGNMERKAR OG VERULEGAR UMBÆTUR Alfreð Gíslason (K) kvað sér RÉTTURHÖFUNDA 1 1. kafla frumvarpsins eru á- kvæði um þau réttindi, sem höf- undar hafa á verkiim sínum, ef þau verða talin til bókmennta eða lista, og er þar ekki um efnis- breytingar að ræða. í 2. kafla eru gerðar ýmsar takmarkanir á réttindum höfunda samkv. 1. kafla, sem flestar eru hinar sömu, beint eða óbeint, en ýtar- legri. Veigamesta takmörkunin er sú, að mönnum er heimilað að gera eintök af vernduðum vetjc- um höfunda án samþykkis þeirra, ef eintökin eru höfð til einka- nota eingöngu. Engin ákvæði eru um, að hindra frjálsa upptöku á segulbandstæki til einkanota og fylgt þar fordæmi norrænu laganna. Að vísu er talið, að slíkar upptökur dragi úr sölu á hljómplötum og skerði þannig að einhverju leyti réttindi höf- unda, en ekki kemur til greina að banna upptöku af þeim sök- um. Ekki virðist heldur fram- kvæmanlegt að leggja árleg af- notagjöld á segulbandstæki. — Annað mál er hins vegar, hvort innflutningur á segulbandstækj- um yrði skattlagður til hags- muna fyrir höfunda, en þá yrði fé það að ganga í sérstakan sjóð, sem úthlutað væri úr eftir til- teknum reglum. Ættu slík á- kvæði heima í sérlögum en ekki almennum höfundalögum. Sömu sögu er að segja um bækur til útlána úr bókasöfnum, en á vegum menntamálaráðu- neytisins starfar nú nefnd að at- hugun á þeim málum. ljúft að viðurkenna, að í frum- varpinu fælust gagnmerkar og verulegar umbætur, enda hefði það verið undirbúið af mikilli vandvirkni. Hins vegar taldi hann, að heppilegra hefði verið, að þingkjörin nefnd hefði unnið að samningu þess. Sérstaklega kvaðst hann fagna því, að það nýmæli fælist í frumvarpinu, að heimilishjálp handa gömlu fólki væri greidd sem uppbót við líf- eyrinn. Hækk- un sjúkradag- peninga og það, að greiðsla með öllum börnum skuli vera hin sama, væri mik- ið réttlætismál. Hins vegar þætti sér miður, að fjölskyldu- bætur og barnalifeyrir skuli lækka að krónutölu, en öllu al- varlegra væri þó, að mæðralaun með einu barni skuli falla niður. Hins vegar væri aðalgallinn sá, að ekki er gert ráð fyrir verð- tryggingu bótanna, sem væri mikið réttlætismál vegna minnk- andi verðgiildis peninga. Loks taldi hann, að einnig væri þörf á að endurskoða lögin um sjúka menn og örkumla. GEGNA MIKILVÆGU HLUTVERKI Ólafur Jóhannesson (F) lét i ljós ánægju sína með frumvarp- ið, þar sem í því fælust ýmsar breytingar til bóta. Ekki þyrfti orðum að því að eyða, hve þýð- ingarmikil löggjöfin um almanna tryggingar væri. Hún hefði veitt og veitti öldruðu fólki og ör- yrkjum ómetanlegan stuðning og gegndi mjög mikilvægu þjóð- félagslegu hlutverki. Engum blandaðist hugur uih, að setning laganna um almanna- tryggingar hefði verið mjög merkilegt spor, en sú löggjöf hefði verið sett fyrir atbeina Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins, enda væri Framsókn- arflokkurinn fylgjandi þeina breytingum á lögum um almanna tryggingar, sem til bóta horfðu, þótt að sjálfsögðu séu stundum skoðanir um, hvort nógu langt sé gengið, en þar á móti komi spurningin um það, hvað getan leyfi. Tók hann undir það, að Framh. á bls. 23 f III. kafla eru ákvæði um það, hvernig höfundaréttur getur flutzt úr hendi höfundar og í IV. kafla ákvæði um gildistíma höf- undarréttar, en núgildandi regla, sem miðuð er við 50 ár, er látin haldast. En væntanlega mundi ísland fylgja reglu um 80 ár, ef um hana kæmi alþjóðleg sam- þykkt. í V. kafla eru þau ákvæði, sem mestu máli skipta fjárhagslega, bæði fyrir Ríkisútvarpið og at- vinnu- eða skemmtistaði, sem láta flytja tónlist á hljómplötum eða eftir útvarpi til viðskipta- manna eða starfsmanna. Sam- kvæmt núgildandi lögum er bæði Ríkisútvarpi og atvinnu- eða skemmtistöðum skylt að greiða höfundi þóknun fyrir flutning tónlistar af hljómplötum. Verði frumvarpið að lögum bætast við greiðslur til listflytjenda og hljóðritaframleiðenda og skal þá greiða þóknun til þeirra í einu lagi. Á síðustu áratugum hefur hvert landið af öðru sett í höf- undalög sín ákvæði um rétt list- flytjenda og hljóðritaframleið- enda til þóknunar. Er auðsætt, að slíkt er að verða að alþjóð- legri reglu. Kvað ráðherrann tvímælalaust um hinn merkasta frumvarps- bálk að ræða, og mætti hiklaust fullyrða, að ísland kæmi í tölu þeirra menningarríkja, sem hafa fullkomnasta og vandaðasta höf- undalöggjöf, ef það yrði að lög- um. — Frumvarp til höfundalaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.