Morgunblaðið - 15.03.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1963, Blaðsíða 20
20 MORCVNBL4ÐIÐ ^ðstudagur 13. marz 1963 DUNKERLEYS — Hafið þér nokkurntíma séð t>etta, sem er flutt inn frá Jap- an? sagði hún. — Litlar glerræm ur, sem hanga á þræði. Maður hengir þær upp í glugga og svo þegar einhver svolítil gola er, dingla þær til og gefa frá sér svo skemmtilegan giym. Já, þetta var indæl lítil búð. Hún var af- skapiega litil og allsstaðar héngu svona ýmsir hlutir, sem hringlaði í, þegar eitthvað hreyfði vind. Jé hún var indæl! Við seldum póstkort og strigaskó, málaðar blikkfötur og skóflur og blikk- báta.... allt mögulegt þesshátt- ar dót. Og svo hringlaði í þessu öllu í vindinum. Og það var sand ur á stígnum og sandur í búðinni Hann kom inn á tánum á krökk unum. Já, ég fullvissa yður um, að þette var viðkunnanleg búð. Hún brosti við endurminninguna — Liklega hefur það verið hann Gladstone, sem gerði það að verkum, að við komumst af. >ér skiljið, hann var vanur að vera í sumarleyfinu sínu í Penmaen mawr, rétt alveg þarna hjá, og þannig upjpgötvuðu líberarnir í Manchester Norður-Wales. Þetta var þá sagan, sem hún var að segja börnunum í „Óra- belgjunum", sagan af sjálfri henni sem skuggahverfisbúa í Manchester, sem var snögglega fluttur til þessa ævintýralands. f>ar var hólmi, sem var kallaður Lundahólminn og þangað fóru þau stundum í báti, sem greið- vikinn drengur lánaði þeim. Já, pabbi hennar fór líka. — Við lok uðum bara búðinni hreinlega. Þér megið trúa því að við fórum öllu okkar fram, þrátt fyrir þessa búð. Við urðum aldrei þrælar ALLTAF FiÖLGAR YOLKSWAGEN V O R I Ð N Á L G A S T Eruð þér farin að hugsa| til sumarferða? Er það þá ekki einmitt VOLKSWAGEN sem leysir vandann? PANTIfc TÍMANLEGAl VOLKSWAGEN er 5 manna bíll VOLKSWAGEN kostar aðeins kr. 121.525,00. VOLKSWAGEN er fjölskyldubíU VOLKSWAGEN er vandaður og sígildur. VOLKSWAGEN er örugg fjárfesting. V O L K S W A G E N- hentar vel islenzkum vegum og veðráttu. VOLKSWAGEN er með nýju hitunar- kerfi. VOLKSWAGEN er því eftirsóttasti billinn. VOLKSWAGEN ER EINMITT FRAMLLIDDUR FYRIR YÐUR HEILDVERZLUNIN HEKLA HF Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. kaupmennskunnar. Nei, svei mér þá! í>að var fallegí í hólmanum Þar var ekki rxokkur lifandi mannskepna og hann var allur útgrafinn. af kanínum. Þarna kveiktu þau eld og hituðu sér te og átu hádegismatinn sinn og horfðu yfir á meginlandið, sem reis svo skrítilega úr sænum. Litlu grjótbátarnir skriðu í átt- ina til Panmaenmawr. Hafði ekki sjálfur Gladstone sagt, að Norð- ur-Wales lifði á útflutningi á sjálfu sér? 10. Hún var þögul um stund, hélt hendinni í vatnið og lét hana dragast á eftir bátnum. ÞaS var eins og hún væri annars hugar og honum fannst eins og hún snerist algjörlega frá honum. Allt í einu sagði hún. — Þekkið þér mann, sem heitir Baudel- aire? Laurie hugsaði sig um, en sagði svo eins og satt var: — Nei, ég hef aldrei þekkt neinn með því nafni. — Það er ekki von, sagði hún hlæjandi. Eg ætlaðist nú ekki til þess. því að hann var dáinn löngu áður en þér fæddust. Eg átti við, hvort þér hafið lesið nokkuð eft ir hann? Hann var skáld. Laurie fór aftur hjá sér. Aftur hafði hann gert sig að athlægi frammi fyrir þessari „upprenn- andi konu“. — Eitt kvæðið hans byrjar svona: „Pascal avait son gouffre, avec lui se mouvant. Vitið þér, hvað það þýðir. Það vissi Laurie ekki. Bevk- with og Mertan höfðu ekká get að kennt honum frönskuna eins og Hesba talaði hana. — Nei, svaraði hann, heldur undirleít- ur. — Þér verðið að þýða það fyrir mig. En ég býst við, að ég gæti fundið út úr því, ef ég sæá það fyrir mér á prenti, bætti hann við í vonartón. — Það þýðir, að Pascal hafi alltaf verið kvalinn af meðvit- undinni um eitthvert undirdjúp og þessi tilfinning hafi fylgt hon um, hvert sem hann fór. Honum skildist, að hugur henn ar væri enn við þessa gömlu daga í Llanfairfechan. Hún fór aftur að tala og hann varð var þessa fagnaðar hjá barninu og föður þess við að sjá haustið koma bg gestina fara, og finna vindinn hvessa, svo að blikkföturnar og skóflurnar glömruðu enn fjörleg ar en áður, og rykgusurnar komu fjúkandi inn í búðina. Og svo kom blái grindavagninn með eldi viðinn. Ár eftir ár var þetta sami vagninn, fallega blámálaður og hlaðinn viðarbútum, sem voru mátulega stórir til þess að brenna þeim í lítilli eldstó. — Ó, ég elska bláa vagninn og viðar- kubbana með grófa berkinum á, og gráum mosa á berkinum. Það var aðal-fagnaðarefni okkar að sjá þá losaða við dyrnar. Eg var vön að brjóta heilann um, hvernig þeir hefðu komið brak- andi niður fjallið, þar sem þeir höfðu verið fimmtíu ár að vaxa, bara til þess að hlýia okkur um veturinn. Hún sagði: — Á veturna vor- um við í loftsherberginu, — og það lá mikil merking bak við orðin'. Loftsherbergið! Þau hlutu þá að hafa verið eitthvað ofur- lítið yfir jörðina hafin, hugsaði Laurie þegar dregið var fyrir gluggann og kubbarnir brunnu á arninum og kveikt var á kert unum og þessi gamli maður, sem —• Já, en þú ferð oft út með vinkonum þinum, af hver.tn má ‘ Jj ég þá ekki fara út með vinkonum mínum? I var meinað allrar annarra tján- ingar, var að kenna barninu þetta gamla mál með þess gamla anda. — Þér megið ekki halda, að við læsum ekkert annað en he- bresku, sagði Hesba. Pabbi var Þjóðverji, skiljið þér. Hann var fæddur í Hannóver. — Hann og bróðir hans. Eg veit ekkert hversvegna þeir komu til Eng- lands, nema það hafi verið af því, hvað þeir voru fátækir, og þeir sem eru fátækir, eru oft á flækingi að leita sér lífsupp eldis. Bróðir hans hélt kyrru fyr ir og gat aflað sér einhverra peninga, og gerðist síðan okr- ari — hann var víst talsvert mik ill fjármálamaður, ‘enda varð hann ríkur. Pabbi skrifaði hon- um aldred. Eg held, að það hafi ekki verið néitt gott á milli þeirra. — Svo að þér hafið þá líka lært Þýzku? sagði Laurie. Jú, hún sagðist hafa lært þýzku og að þau hafi lesið skáldsögur Bickens, og alltaf klukkan niu fór hún niður í eldhúsið bak við búðina og bjó til kvöldverðinn. Þau átu hann alltaf, sitjandi við eldinn, og svo leyfði gamli mað úrinn sér eina pípu, enda sagði læknirinn, að hann hefði ekki gott af meiru, og svo töluðu þau saman.... Já, ég held nú það. Stundum til klukkan ellefu eða tólf. Þá sagði hann mér frá ævi sinni í Þýzkalandi, og stundum söng hann gömul kvæði á þýzku eða jiddisku, en ég sagði hon- um sögurnar, sem ég bjó til. Einkennilegt uppeldi, hugsaði Laurie. — En hvað þá um Banda laire? spurði hann. Hvað um þessa undirdjúpskennd? — Það bjó gamall prestur rétt hjá okkur, sagði Hesba, rétt eins og hún hefði ekki heyrt spurn- inguna. — Hann hafði nú samt enga kirkju, heldur var hann uppgjafaprestur. Hann hafði lengi haft kirkju í Manchester. En hann var lærðari en prestar gerast, og með sérstakan áhuga á hebreskum ritum. í Man- chester hafði hann þekkt rabbí- inn, vin pabba. Þeir höfðu rætt ýms fræðileg atriði sín í milli, og eftir að hann var kominn til Norður-Wales var hann vanur að skrifa rabbínum um atriði, sem hann var í vandræðum með. „En til hvers að vera að skrifa mér, þegar þú hefur hann ísrael Lewison, þarna rétt við hliðina á þér. Hann kann eins mikið 1 hebresku og ég“. Eitthvað á þessa leið skrifaði ra.bbíinn hon- um. En hvað sem hann nú kynnl að hafa sagt, varð afleiðingin af því þetta merkilega viðtal — að því er Laurie fannst, þó að Hesba vildi ekki gera neitt úr því. Þetta var einn stormdaginn, þegar vörubirgðiirnar þeirra glömruðu hvað allra mest, að presturinn kom inn í búðina, hár og magur og grár fyrir hærum, og stóð þarna allt í einu innan um glamrandi glingrið. Hann sagðist heita Verecker, en svo virtist hann gleyma nafninu sínu KALLI KUREKI Teiknari; Fred Harman. - ■— "Þetta er bara aðvörun, hentu frá þér byssunni eða þú færð kúlu í hausinn. — Hann hreyfði sig, og þetta er ekki „indíáni“. — Hann slepDti sér og tæmdi oyss- una. Föstudagur II. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu vlku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 ,.Við, sem heima sitjum": Sig- urlaug Bjarnadóttir les skáld- söguna „Gesti" eftir Kristínu Sigfúsdóttir (6). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla I esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan"; Guðmundur M. Þorlákssoa talar um Grim Thomsen. 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing« fréttir. — 18.50 Tilkynningar, 19.30 Fréttir. 20.00 Úr sögu siðabötarinnar; I. er« indi: Erlend áhrií berast til fslands (Séra Jónas Gíslason) 20.25 „Líf fyrir keisarann", ballett- músik eftir Glinka. 20.45 í ljóði: íslenzkar söguhetjur, — þáttur í umsjá Baldurg Pálmasonar. 21.10 Tónleikar: Trió í E-dúr (K542) eftir Mozart. 21.30 Útvarpssagan: „íslenzkur að« all" eftir Þórberg Þórðarson; XIII. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir, í 22.10 Passíusálmar (29). 22.20 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundssona), 22.50 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón» list. 23.25 Dagskrárlok . 1 Laugardagur 16. uia.z 1 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Ragnheið« ur Ásta Pétursdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 16.30 Danskennsla (Heiðar Ást« valdsson). 17.00 Fréttir. — Æskulýðstónleik- ar, kynntir af dr. Hallgrími Helgasyni. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Bond ola kasa" eftir Þorstein Er« lingsson; III. (Helgi Hjörvar), 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar í útvarpssal: Karel Snebergr prófessor frá Prag og Árni Kristjánsson leika saman á fiðlu og píanó. 20.20 Lejkrit: „Franziska" eftir Alix du Frénes, í þýðingu Giss« urar Erlingssonar. — Leikstj, Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. S 22.10 Passíusálmar. (30). 22.0 Danslög, þ.á.m. syngur norskl dægurlagasöngvarinn Barry Lee með TT-tríóinu. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.