Morgunblaðið - 15.03.1963, Blaðsíða 23
f Fðstudagur 15. marz 1963
MORGUNBLAÐ1Ð
23 ,
Soraya í
kvikmynd
Róm, 14. marz (AP)
Soraya prinsessa, fyrrum
drottning í íran, undirritaði í
kvöld samning um að leika í
kvikmynd, sem ítalski kvik-
myndaframleiðandinn Dino de
Laurentiis hefur í hyggju að
láta gera. Var samningurinn
undirritaður eftir að prins-
essan hafði leikið í reynslu-
myndum. Ekki er ákveðið
hvaða kvikmynd Soraya leikur
í, en getgátur eru uppi um að
það verði í myndinni „Biblí-
an“, sem Laurentiis er að láta
gera.
Aðalfundur Félags
Lifreiðasmiða
AÐALFUNDUR Félags bifreiða-
smiða var haldinn 3. marz sl. —
Fráfarandi formaður, Haraldur
Þórðarson, baðst undan endur-
kjöri og var Hrafnkell Gíslason
kjörinn formaður. Aðrir í stjórn
eru Hrafnkell Þórðarson, Magn-
ús Gíslason, Sigurður ísaksson
og Eysteinn Jónsson.
8. marz sl. átti Félag bifreiða-
emiða 25 ára afmæli og var þess
minnzt með hófi í Þjóðleikhús-
kjallaranum. f tilefni af afmæl-
inu var Gunnar Björnsson kjör-
inn heiðursfélagi félagsins fyrir
yel unnin störf fyrir félagið.
ítölsk vika í Nausti
— A/þingi
8.
TIL A3D fá tilbreytni í mat-
seðil sinn, ætlar veitingahúsið
Naust á næstu vikum að gefa
gestum sínum kost á ýmsum er-
lendum réttum. Verður hafður
sá háttur á að kenna hverja viku
við ákveðna þjóð oig framleiða
þá til viðbótar venjulegum
matarréttum sérstaklega rétti
viðkomandi þjóðar.
Fyrstu vikuna, sem hefst nú á
Framhald af bls
einstakar breytingar væru tdl
bóta, sem hann tilgreindi, en hér
væri um svo umfangsmikinn
lagabálk að tefla, að sjálfsagt
væri að hann yrði athugaður
gumgæfilega í nefnd.
AÐ HEILDARSTEFNU RÉTT
Emil Jónsson félagsmálaráð-
herra kvað ekki mörgu að svara,
þar sem höfuðefni ræðu AG og
ÓJ hefði verið að fara viður-
kenningarorðum um frumvarpið
í heild. Og þótt um einstök
atriði megi deila, 9é frumvarpið
rétt að heildarstefnu. Ekki
kvaðst ráðherrann sammála AG
um, að óheppilegra hefði verið
að skipa stjómskipaða nefnd til
að endurskoða lögin. Mest ylti á
því, að þeir, sem endurskoðun-
ina annast, hafi haldgóða þekk-
ingu á málunum og vilja til að
leysa þau. En í þessu tilfelli hafi
samsetning nefndarinnar verið
ein hin sterkasta, sem völ var á.
Varðandi verðtryggingu bóta-
greiðslanna benti ráðherrann á,
að komið hefði sú hefð á, að al-
xnannatryggingarnar hækkuðu
sem næmi hækkun verðlags al-
mennt í landinu. Lækkunin á
barnalífeyrinum kvað ráðherr-
ann svo litla, að hann teldi hana
ekki skipta málL Það væri
spurning um 10 kr. og 11 aura,
úr 710,11 kr. í 700 og væri sjálf
sagt að taka það til athugunar í
nefndinni. Að formi til værf rétt,
að mæðralaun með einu barai
væru felld niður, en aðrar bætur
hækkuðu í staðinn um sem næmi
100 kr. á mánuði eða um 12%
svo að það væri síður en svo
að hlutur mæðranna væri skert-
ur. Rétt værá, að lögin ríkis-
framfærslu sjúkra og örkumla
væri á eftir tímanum, en nefnd
in hefði ekki treyst sér til þess
að svo stöddu að breyta þeim,
en hins vegar kvaðst ráðherrann
vænta þess, að ixman skamms
fyndist viðunandi lausn á þeim
málum.
ÓJ fór einnig viðurkenningar-
orðum um frumvarpið, en fór
síðan út í að ræða flokkslega af-
stöðu fyrr og síðar til almanna-
trygginganna. „Sem betur fer er
nú svo komið,“ sagði ráðherr-
ann, „að allir vilja Lilju kveðið
hafa, en það hefur ekki alltaf
verið tilfeliið“.
6 þús. hafa séð
myndir Osvalds
FJÓRAR litkvikimyndir Osvalds
Knudsen 'hafa nú verið sýndar
í Gamla bíói í eina viku ,við
góða aðsókn og hafa þegar um
6 þús. tnanns séð mynirnar. Kvik
myndirnar verða enn sýndar í
dag, föstudag, á öllum sýningum
og fer nú að verða hver síðastur
að sjá þær. Kvikmyndirnar eru
þessar: Halldór Kiljan Laxness,
Eldar í Öskju, Barnið ex horfið
og Fj al'laslóðir.
— Brautir
Framhald af bls. 24
legt getur þó komið til, svo sem
möl og sandur eða snjór og vatn
á brautunum. Er því mjög æski-
legt að brautir séu lengri og flug-
vélar þurfi aldrei að vera með
fullan leyfilegan þunga, þannig
að þurfi að nota þær í það ýtr-
asta.
Þorsteinn Jónsson, flugstjóri hjá
Loftleiðum
kvaðst vera félögum símun
sammála um það að brautirnar
væru of stuttar. En það væri ekk
ert hættulegt, þar eð lög takmarki
hve flugvél má vera þung og hún
er ekki hlaðin yfir það mark.
Þegar eftir þessum reglum er far-
ið, nær flugvélin því að komast
upp af brautinni, jafnvel þó einn
mótorinn stöðvist eða þá hún
geti stöðvað sig áður. Og hvað
hættu utan við flugvöllinn snerti
slíku tilfelli þá séu engin hús
það nálægt Reykjavíkurflugvelli
að Cloudmasterflugvélarnar eigi
ekki að geta ráðið við það.
Hitt væri annað mál að þessi
takmörkun gæti verið óþægileg,
þar eð efcki fengist fullt notagildi
af flugvélunum nema fara til
Keflavíkur. Þess vegna væru
brautirnar of stuttar.
Hörður Sigurjónsson, flugstjóri
hjá Flugfélagi fslands
sagði að ekki væri hægt að
hefja flug með fullhlaðnar Cloud
masterflugvélar af Reykjavíkur-
flugvelli, þó færi þetta nokkuð
eftir hitastigi og vindi. Mesta
hleðsla þeirra í logni væri kring
um 101 þús. pund miðað við að
hitinn sé 8—10 stig. Og flugmenn
hefja ekki flug á flugvélunum
með meiri þunga en það að alltaf
sé hægt að halda áfram eða
stöðva, jafnvel þó eitthvað komi
fyrir eins og að mótor bili. Ef far
ið er til Evrópu gerir þessi tak-
mörkun á þunga ekki til, því það
er svo stutt vegalengd. En ef
farið er vestur til Ameríku og
kannski léleg skilyrði þar, þá
er betra að hafa vélina fulihlaðna
eldsneyti.
Kristján Guðlangsson, stjómarfor
maður Loftleiða sagði:
Við höfum notað Reykjavíkur-
flugvöll þessi ár síðan við feng-
um Cloudmasterflugvélarnar og
engin vandkvæði verið á þvL Við
tökum oft aukaskammt af benzíni
ef við förum vestur og með því
móti gengur þetta.
Og spurningu um hvort hann
teldi hættu geta stafað af því
hve flugbrautirnar eru stuttar,
svaraði hann. Það er auðvitað
alltaf viss hætta, hvort sem braut
irnar eru langar eða stuttar. En
mér vitanlega hefur aldrei neitt
borið út af hvað þetta snertir.
laugardag, verður sérstakur í-
talskur matseðill, sem býður upp
á ítalska rétti; sérstakan spag-
hettirétt í foriétt, þá ítalska spín
atsúpu með rifnum osti og margs
konar kryddi, síðan olíusteikta
kjúklinga, sem útbúnir eru að
hætti. ítalskra veiðimanna, og á
eftir er ábætir, sem er mjög
þekktur á Ítalíu og nefnist oft
Boncerelle, en það eru ljúffeng-
ar litlar bollur, steiktar í olíu,
líkt og kleinur. Kostar matseðill-
inn kr. 175,00 fyrir manninn.
Auk þessa matseðils geta gestir
fengið fjóra aðra fræga ítalska
róttL
ítalska vikan hefst á laugardag
og er henni lýkur, hættir vei-t
ingahúsið að framreiða ítalska
léttL en býður í staðinn upp á
rétt frá einhverri annarri þjóð.
Kvenstúdentor
sýna tízkuföt
ÞESSAR 5 stúlkur voru að
máta tízkuföt í verzluninni
„Hjá Báiru“, er ljósmyndari
Mbl. tók þessa mynd ai þeim.
Þær eru stúdentar, og ætla að
sýna tízkufatnaði frá Báru á
hinni árlegu kaffisölu Kven-
stúdentafélags fslands á sunnu
daginn í Lídó. Fremsta stúlk-
an er Brynja Benediktsdóttir,
þá Geirlaug Þorvaldsdóttir,
Ragna Ragnars, Bryndís
Sohram og Guðrún Dóra Er-
lendisdóttir.
Kaffisalan í Lídó er að
að venju til ágóða fyrir náms-
styrfcjasjóð félagsins, en Kven
stúdentafélagið veitir árlega
um 20 þús. kr. í námsstyrk,
auk þess sem nú er verið að
■NSBsc' -*«
veita einni stúlku 20 þús. kr.
styrk til að læra handritavið-
gerðir og fer hún til náms í
maL
Kaffisalan hefst kl. 3 &
sunnudag, en forsala aðgöngu
miða verður í Lídó á laugar-
daginn kl. 3—6 e.h.
biireiðin með vökvafjöðruninni
1100
nu fyrirliggjandi
Einstök aksturshæfnL
Fjaðrar á vökva — engir gormar, demparar eða fjaðrir. Er alltaf lárétt jafnt
á beinum vegi sem í beygjum.
Framhjóladrifin — sérlega stöðug á malarvegum. — Drif — gírkassi — vél,
allt í sömu olíupönnu. — Benzíneyðsla aðeins 6.8 ltr. pr. 100 km. — Rýð-
varin. — Rúmgóð farangursgeymsla.---4ra dyra — rúmgóð 5 manna bifreið.
Varahlutabirgðir. — Verkstæðisþjónusta.
Verð kr. 144.000,00. DE LEXE. Með miðstöð og rúðusprautum.
Reynslu og sýningarbifreið verður í verzlun vorri í dag og á laugardag til kl. 6.
Nokkrar bifreiðar fyrirliggjandL
KOMIÐ OG SKOÐIÐ „UNDRABARNI Г í BIFREIÐAHEIMINUM.
SJÓN E R SÖGU RÍKARI.
-UMBOÐIÐ
Þ. Þorgrímsson & Co.
Suðurlandsbraut 6.
Sími 2-22-35.