Alþýðublaðið - 24.12.1929, Síða 11

Alþýðublaðið - 24.12.1929, Síða 11
ALÞÝÐUBLÁBI* II' og sagði honum að nú 'þyrftu þeir aö sleikja innan laggimar á áttungnum, og stóð ekki á hon- um, enda urðu þau hausavíxl þegar að miðnætti leið, að útf- ungurinn, sem í upphafi var barmafullur, var orðinn galtóm- öt, en séra Porsteinn var orðinn svo útúr drukkinn, að Gunnai varð að bera hann til kirkju. ÞáÖ var mannmargt á staðn- um petta kvöid, pví mikil var hélgi að morgni, og var því þess végna veitt lítil eftirtekt að mað- ur eftir miðnættið læddist undan kirkjuvegg með pinkil í hendi. Herra Gottskálk hafði gengið illa að festa svefninn. Hann hafði stagast og prástagast á orðunum „Ekki bugast", pví að hann þótt- ist vita að nú myndi reka að úr- slitum þessa nótt. Hann vissi hver myndi koma. Um síðir festj hann pó léttan blund. Biskupinn hrökk upp, hann hafði heyrt snarpan smell. Á gólfinu stóð Guðmundur biskup i fullum skrúða. Gottskálk leit á bann kviðafullur, og beið þess hvað hann myndi nú segja. „Bróðir minn!“ sagði veran, „nú líður að burðartíð drottins vors, og minst þú nú þess er fjárhirðar sungu forðum, er eng- illinn birtist þeim: „Dýrð sé guði á hæðum og friður með þeim mönnum, sem hafa góðan ásetn- ing,“ og fylg nú ráðum mfn- rnn.“ Biskup barðist við sjálfan sig stundarkorn. Friður, það var frið, setn hann þurfti, frið við guð og menn. Hann þurfti hans, hvaö sem hann kostaði. „Bróðir minn!“ sagði Gottskálk, „ég skal gera að orðum þmum,1' og með það hné hann sofandi aftur á hægindið. Peim, er sóttu heim á staðinn á Þorláksmessu, þóttu það heldur ill tíðindi, að bisköp skyldi ekki sjálfur syngja hámessu þann dag, því flestir voru komnir að hlýða biskupsmessu. Menn sættu sig þó við þau skilaboð, er þeirri frétt fylgdi, að biskup myndi sjálfur syngja jólamessima á miðnætti. Biskup var óvenjulega hægur þann dag, að mönnum þótti, og bar ekki hvað minst á því undir miðnættið, er hann skrýddist í Jtafnadarmadiir í ijfirstétt. Frh. frá 2. siðu. þetta alt saman," svaraði hann hálfreiður. „Engum finst neitt at- hugavert við þetta. Pa’ð er ein- mitt hið hræðilega í þessu." „Og þar að auki,“ sagði hún folítt, „var móðir þín komin af einum elzta og helzta ættstofni Englands." „Heimurinn er brjálaður. Hann er á leiðinni norður og niður og fer eins hratt og ágirndin getur rekið hann áfram.“ skrúðhúsi, og höfðu ýmsir klerk- ar orð á þvi. Rétt á miðnætti gekk prósessía biskups úr skrúðhúsi ög vestur með kirkjunni að stöpuldyrum, Voru margir ágætir klerkar í henni, og gengu þeir samsíða nokkru á undan biskupi séra Pét- ur Pálsson officialis og séra Jón Arason í Odda. Þótti þeim það flestum hörmuleg sjón, er þeir sáu Arngrím Ljótsson standa ber- fættan á bjarnfeldi fyrir kirkju- dyrum, jafn-gervilegur maður og hann var. Er prósessían var gengin inn í stöpul, og biskup, er gekk síð- astur, var kominn á móts við Arngrim, nam hann staðar. „Sonur minn!“ sagði bisliup brosandi, „því stendur þú hér sem aðrir útistöðumenn, gakk til kirkju og hlýð helgri messu.“ „Ég hélt mig vera í forboöi yð- ar,“ sagði Arngrímur. „Þú hefir misskilið orð vor,“ svaraði biskup og tók úr barmi sér bókfell og fékk honum. Það var vitnisburðurinn um skyld- leika þeirra Helgu. Séra Pétur brá bírettinu fyrir munninn, er hann sá biskup brosa, og hvíslaði að séra Jóni Arasyni: „Skyldi gamli maðurinn vera drukkinn, hann brosir." , „Þú ert mikill vin hins góöa Guðmundar,“ sagði biskup við Arngrím. „Já,“ anzaði Arngrímur, og það myndi yðar náð líka vera, ef þér hefðuð hugað að atferli séra Þorsteins sakrista og venzl- um mínum við Gunnar kikusvein, i stað þess að einblína á skyld- leika minn og Helgu, sém enginn var.“ Biskup stóð stundarkom sem steini lostinn, svo fór hörkusvip- ur um andlit hans, en að því búnu rak hann upp skellihlátúr. „Vegir guðs era órannsakan- legir, sonur sæll!“ sagði biskup og gekk í kirkju. En séra Jón Arason hvíslaði að séTa Pétri: „Nei, hann er ekki drukkinn, hann er feigur." Er frá messu kom um nóttina settist biskup Gottskálk við að semja erfðaskrá sína. Gaf hann þar allar þær jarðir, er hann hafði eignast meðan hann var biskup, en þær vora 108 talsins, til eilífrar sálumessu fyrir sér og öllum kristnum lýð. Þótti það í þá daga mjög merkilegt, og ö- líkt biskupi. En nú hefir verið sögð sagan af tildrögum þess, og bréfið er til enn í dag. Lét biskup lesa erfðaskrána fyrir ölluœ prestum á presta- stefnu á Víðivöllum sumarið 1520 og samþyktust þeir hana. Veturinn eftir andaðist biskup, og er sálin var skilin við lík- amann, breiddist milt friðarbros yfir ásjónu Gottská’ks grimma. HREPPAKERLING. Úti’ í honii hrum ag lotin hendur að sér leggfa má, daudans lömud, heillum horfin, heilsulaus og vinafá. Nœstum sjónlaus opin augun út í loftm stara og gá. Fáíœkt, örbirgd, vodans vofa veit ei sá, er brast ei neítt. Ördugf fyrir sulti ad sofa, sinniúqus og gigtarpreytt. Ekki er gott pann guð að lofa, sem gefur rhanni petta eitt. Lífi pessu lengi hún hjarði lengst á hreppnum ár og síð. Dauðinn loks að dyrum barði i dimmunni um jólatíð. Hœgt og seigan, seinna. en oarði, sótti ftann hana í norðanhrlð. Þeir, sem ráða landi og lögum, lifa til að koelja og pjá. Eyða fé og œfidögum annara til að fitna á. Drottinn, sem átt gnœgð af gjöfum, gefðu að við missum þá. Ólöf Jónsdóttir frá SmiðjuhólL þorlAkstíðir. I Jólin eru annáð kveld. Ein ég sit að uefa. Ung var ég í fjötra feld, fátœktinni ofurseld. Böl er að eiga ekkert til að gefa. Börnin á ég átta smá. Ein ég sit að vefa. Jafnt og heitt pau jólin prá: jólasveinninn kemur pá. Böl er að eiga ekkert. peim að gefa. Að hcnui beri böggla heim börnin mín ei efa. Böggla l höndum báðum tveim, bylmingsstóra handa peim. Böl er að eiga ekkert peim að gefa. Hvað pau fái helzt og bezt hjala pau um og prefa. Eiti uill brúðu, annað hest. Ásta litla perlufest. Böl er að eiga ekkert peim að gefa. Veslings mamma ekkert á óskir peirra að sefa. Aumingjarnir ekkert (á 'af pví, sem pau heitast prá. Fátœk móðir ekkert á að gefa. Sumir hafa œrinn auð, aðrir töman hnefa. Jólaljós og hmfabrauð leyfir varla peirra nauð. Fátœk móðlr ekkert á að gefa. Jólin eru annað kveld. Ein ég sit að vefa. Wng var ég í fjötra. fe!d, fátœktinni ofurseld. Böl er að eiga ekkert tU að gefa. Vöggur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.