Alþýðublaðið - 24.12.1929, Side 12

Alþýðublaðið - 24.12.1929, Side 12
▲LPtÐUBLAÐIB «9 Einar Jónsson:- Vatnsberinn. Sólmundur. Saga eítir Pál Sveinsson. Sólnmndur og Herdís voru blá- látæk hjón. Pau bjuggu í niður- gröfnum kjallara í yzta húsinu í þorpinu. Ibúðin var sú allra lak- asta, sem 'þar þektist. I rigning- nm lak vatnið inn á þau, og stormurinn þaut inn um hverja smugu. Eigandi hússins hafði ekki látið gera þar neitt við um lengri tíma. Fyrir þetta greni greiddi Sólmundur 50 krónur um hvern mánuð, og drægist það eitthvað, hótaði eigandinn að bera þau á götuna. Parna ólu þau Sólmundur og Herdís börnin sln upp. Þau áttu fjögur börn öll í ómegð. Sólmundur gekk á Eyrina; það gerði Herdís líka þegar ástæður leyfðu. Þá fóstraði Gunna litla, 9 ára telpa, systkini sín. En þó að þau strituðu bæði, hrukku launin varla fyrir dag- legu brauði. I þorpinu réði Jón gamli kaup- taaður lögum og lofum. Hann „veitti“ vinnu, en borgaði það eitt, er honum sýndist. Verka- mennirnir voru þrælar, er hann gat haft eins og hann vildi. Eng- inn þorði að malda i móinn.Þó voru „karlarnir“ engan veginn á- nægðir. Þeir þektu ekki samtaka- aflið, skildu ekki gagnsemi fé- lagsskaparins. Svona hafði það gengið til í þorpinu í mörg ár. Jón gamli vissi hvernig hann áttj að hafa það. Vinnulaunin urðu verkamennimir að taka í vörum, sem oftast voru dýrari en í næsta þorpi, sem þó var ekki nema ein dagleið til. Sólmundur var einn af þeim, er sóttu lífsnauðsynj.ar til Jóns. Oft- •st stóð hann skuldarmegin uro áramótin. Jón ókvað vinnulaunin, 0g Jón ákvað vöruverðið, svo að við þessu var ekkert hægt að gera, Og þó mátti það, að eins ef allir væru samtaka. Oft hafði Sólmundi flogið í hug að ympra á því við félaga sína, en óttinn við, að það kæmist til eyrna kaupmanns, hafði dregið úr hon- um kjarkinn. - Annars var Sólmundur engin gunga, því fór fjarri. Hann hafði sýnt það um æfina, að hann var enginn ræfill, það sýndu krafta- legu hendurnar og samanreknu herðarnar. En í þessu máli skorti hann móð. Hann þorÖi ekki að hefjast handa, þvi að atvinna hans var öll hjá þessum eina manni, sem notaði sér það, að verkamennirnir • voru sofandi um hagsmunamál sín. Hann vissi vel, að ef hann maldaði á móti Jóni, þá tók ekkert annað við en gatan og gaddurinn, Hvorki hann né félagar hans skildu það enn þá, að þeir höfðu engu að tapa, heldur alt að vinna. Þá vantaði eldlegan á- huga, þeir þörfnuðust ljóss, ér gæti lýst og bent út úr myrkrj örbirgðar og eymdar. Það var enginn, sem hafði þann eldmóð í brjósti sínu, er gæti vakið til starfs og lífs. Mörg kvöld hafði Sólmundur hugsað um þessi efni, oft hafðj hann ákveöið að hefjast handa, en þegar á herti, varð ekkert úr. Þetta er saga verkamanna, þar sem stéttarmeðvitundin sefur. Þar sem samtökin vantar, þar sem svefnmókið er eins og hel- grimdarhjawi. Það var komið fram í dezem- ber. Um langan tíma hafði snjór- inn hulið jörðina. Frostíð var wstandi dag út og dag inn. Hríð- in ægileg, og skammdegismyrkr- ið hræðilegt Sólmundur hafði ekkert hand- artak að gera. I kjallaragreninu var kalt og dimt. Verst af öllu var þó söng- urinn í blessuðum börnunum um brauð. Hvernig átti hann að seðja hungur þeirra? Jón kaupmaður hafði neitað um úttekt. Þar raeð var fokið í öll skjól. Jólin voru framundan. Sól- mundur fór að bera saman kjör- in, sem mennirnir hafa við að búa. Þau voru ólík. Sumir höfðu nóg að bíta og brenna. Það voru þeir, er lifðu á svitadropum hinnar vinnandi stéttar. En verka- mennirnir urðu að svelta og kveljast, já, misjöfn voru kjör mannanna. Og nú voru jölin að koma. Hátíð hátíðanna. Þessj mikla hátíð, sem fylti hjörty hinna ríku og fátæku einhvers konar gleöi. Og þó var hún mis- jöfn. Hafði ekki rika fólkið alls konar undirbúning undir þessa miklu hátíö. Voru ’þá ekki settir upp kjötkatlar og keyptar birgð- ir af áfengi. Þá var danzað og drukkið dag og nótt. En í kytrum kotunganna glöddust ungir sem gamlir við að horfa á ljósin, sem líktust stjörnuljósunum í Betlehem fyrir 1900 árum. Það voru viðbrigðin frá. mörgu dimmu stundunum í skammdeginu. —, - En gleðin dvelur ekki lengi í hreysunum. Því þegar jólin eru um garð gengin, þá sezt myrkrið Og ömurleikinn aftur að í'sálum og hneysum öreiganna. Svona hefir það gengið jól eftir jól, og svona mun það ganga unz verka- lýðurinn hefir tendrað kyndla sína, en þeir einir geta skapað ljós og yl inn í hvert myrkvað skot. . „Pabbi! Fáum við ekki kerti og jólabrauð?" Þannig spurði fimm ára hnokki, þegar Sólmundur kom inn á aðfangadagskvöldið. „Mi vill fá keri,“ tók þriggja ára telpa undir. Sólmundur tók litlu börnin sín á hné sér og réri undir þeim. Hann gat ekkert sagt við þau. Skrökva vildi hann ekki. Og lofa þeim einhverju, sem hann vissi sjálfur að ekki gat orðið, vildi hann heldur ekki. Hann kaus að eins að hafa þau hjá sér, sýna þeim blíðu og kærleik, það visei hann af reynslunni að oft dugði bezt, þegar litlu sakleysingjarnir báðu einhvérs. — Jólanóttin helga kom. Það voru ömurleg- ustu jólin, sem Sólmundur og Herdís höfðu lifað. Þau sátu þæði fyrir framan rúmið, sera geymdi aleigu þeirra. Bæði voru þungbúin og sögðu fátt. Nú ætlaði Sólmundur að hefj- yst handa. Þetta skyldu vera síð- ustu jólin, sem hann lifði í myTkri vegna heigulsháttar og lítilmensku. Nú skyldi hann byrja að vekja féiaga sína. Vekja þá af deyfðar- og sinnuleysis-mók- inu. Baráttan gegn Jóni og öðr- um, er honum fy’gdu, skyldi hefj- ast. Og ekki skyldi hætta fyr e* sigur fengist. Nú ætlaði hana ekki að láta skamta sér lenguv kaup fyrir störf sín. Jón kaup- maður var búlnn að kvelja hano nóg. Gleðiboðskapur bamsins frá Betlehem slcyldi veröa boðaður. Ekki eins og þeir prestlærðo gera. Heldur eins og sá, er finn- ur réttlætið, og skilur tilgang boðberans, að allir skuli búa við góð kjör, og standa sameinaðir um hagsmuni sína. Þetta skyldi vera jólagjöfin til trúu konunnar hans og litlu barnanna, sem höfðu orðið að sofna i myrkri sjálfa jólanóttina, vegna ilsku þeirra, er Mammon tigna. — — Og þessi jól runnu í aldanna skaut, og nýtt ár kom. Sólmundur hafði vaknað. Hano var byrjaður á starfi sínu. Nú skorti ekki áhuga né vilja. I fyrstu gekk það þó tregt. En þegar Brandur, Jón og Sumarliði komust á snoðir um það, að Jón kaupm. ætlaði að útiloka Sólmund frá vinnu, þá var þeim öllum lokið. Þeir hættu að vinna. Og næst fengu þeir Geira, Gunnar og Stjána til að neita að vinna nema fyrir vist kaup, og þá fór heldur að ganga. Og svo kom hver á fætur örirum. Allir sáu að Sólmundur hafði rétt að mæla. Um vorið stofnuðo þeir félag. Þeir urðu tólf. Jón gamli fór að ókyrrast. Hann reyndi öll hugsanleg ráð, en ekk- ert dugði. Alda var risin, &em hann ekki gat ráðið við. Og nú var svo komið að hann gat ekk- ert. Hann var borinn ofurliði. Samtök verkamannanna voru á- gæt. Allir voru sem einn. Sól- mundur var foringi. Nú rak hver atburðurinn ann- an. Verkamennirnir verkuðu sjálfir fiskinn. Saltið fengu þeir frá Rvík. Og ‘um haustið pönt- uðu .þeir vörur upp á veturinn. Þeir voru búnir að sýna það, að þeir gátu lyft bjargi, samtaka stóðu þeir, og sameinaðir vora þeir. Tengdir óslítandi bræðra- böndum, sem enginn gat slitið. Og nú var Sólmundur byrjaður á að smíða sér hús með Sumarliða. Og þegar næstu jól runnu upp, Var bjart og hlýtt í stofunni hans — þá sváfu litlu börnin hans ekki í myrkri, heldur í Ijósi, er til varð, þegar kyndlar verka- lýðsins voru tendraðir. — — Nú var hann sannfærður uxa, að boðskapur barnsins frá Na- zaret var að rætast. — Og meö barnslegri gleði óskaði hana þess, að alls staðar tækist eins vel að reka myrkrið og örbirgö- ina á flótta, eins og verkamöna- unum í þorpinu hafði tekist. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Haraldur Gaðmundsson. Alþýðuprentíimiðjaa.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.