Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ I,áugardagur 23. marz 1963 Innilegt þakklæti til allra skyldra og vandalausra, sem glöddu okkur á 50 ára hjúskaparafmæli okkar með gjöf- um, blómum og skeytum. — Guð blessi ykkur ölL Maria og Hallgrímur frá SkálanesL Innilegar þakkir færi ég öllum vinum og vandamönn- um, nær og fjær, sem heiðruðu mig sjötugan 1. marz sL með heimsóknum, gjöfum, blómasendingum, skeytum og lilýjum handtökum og gjörðu mér og fjölskyldu minni daginn ógleymanlegan. — Drottinn blessi yður öll. Gísli Sigurgeirsson, Hafnarfirði. Verzlun okkar er lokuð í dag. ELECTRIC hf- Túngötu 6. SKRIFSTOFUR Skógræktar ríkisins og Skógræktar íslands eru lokaðar 1 dag vegna jarðarfarar. Lokað í dag vegna jaxðarfarar. MYNDAMÓT hf. Móðir, tengdamóðir og amma okkar PÁLÍNA PÁLSDÓTTIR lézt að Sólvangi Hafnarfirði 16. þ. m. Jarðarförin hefur farið fram. — Þökkum auðsýnda hluttekningu. Guðjón Þorgilsson, Helga Karlsdóttir og börnin. Konan mín og móðir okkar INGIBJÖRG HJÁLMARSDÓTTIR Lindarhvammi 7 andaðist 22. þessa mánaðar. Sigurjón Sigurbjörnsson, Inga Sigurjónsdóttir, Selma Sigurjónsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi HANS CHRISTENSEN Hæðarenda 8, Seltjarnarnesi, andaðist 21. þessa mánaðar. Sesselja Christensen, Anna Christensen, Guðmundur Guðmundsson, Jóhannes Christensen, Ingibjörg Guðmundsdóttir. og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför litla drengsins okkar SAMÚELS KRISTINS Kristín Guðjónsdóttir, Samúel Haraldsson. Jarðarför mannsins míns SNORRA ÞÓRARINSSONAR Nóatúni 32 fer fram frá Fríkirkjunni mánudaginn 25. þ.m. 7.1. 10,30 f.h. Jarðarförinni verður útvarpað. Blóm afbeðin. — Þeir sem vildu minnast hins látna, vinsamlegast láti Styrktarfélag fatlaðra og lamaðra njóta þess. Helga Friðriksdóttir. Alúðar þakkir fyrir vináttu og samúð við fráfall og útför föður míns, tengdaföður og afa okkar EIÐS KRISTJÁNS BENEDIKTSSONAR skipstjóra. Hrafnhildur Eiðsdóttir, Egill Jónsson og böm. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför IIERDÍSAR JÓHANNESDÓTTUR Agnes Tómasson, Erich Hiibner. — Ræktunar- hugsjónin Framhald af bls. 12 lands og þjóðar. Hann var bæjar fulltrúi í Reykjavík, formaður Skógræktarfélags íslands árin 1940—1961, átti sæti í útvarps- ráði árin 1935—1943 og var for- maður Menntamálaráðs árin 1943 til 1956. Vann hann þar mikið starf í þágu lista- og menningar- mála. Hann átti og um skeið sæti í stjórn Búnaðarfélags íslands, í miðstjórn Sjáifstæðisfiokksins átti hann sæti í mörg ár. Valtýr Stefánsson skrifaði ævi sögu Thors Jensens, mikið og merkilegt verk í tveimur bindum. Kom hún út 1954 og 1955. Auk þess hefur birzt úrval úr grein- um hans í fimm bindum, „Þau gerðu garðinn frægan“ 1956, Myndir úr þjóðlífinu 1958, „Menn og minningar" 1959, „Séra Frið- rik segir frá“ 1961 og „Með Valtý Stefánssyni“ 1962. ★ Hinn 17. maí 1917 kvæntist Valtýr Stefánsson Kristínu Jóns- dóttur listmálara frá Amarnesi við Eyjafjörð, gáfaðri og fjifl- hæfri listakonu. Eignuðust þau tvær dætur, Helgu leikkonu, sem gift er Bimi Thors blaðamanni og Huldu, sem gift er Gunnari Hanssyni arkitekt. Heimili frú Kristínar og Valtýs að Laufásvegi 69 bar sérkennileg an og fagran blæ. Það var í senn listrænt, heimsborgaralegt og rammíslenzkt. Þar runnu straum ar fornrar íslenzkrar sveitamenn ingar saman við norræn og evrópsk menningaráhrif. Það var gaman að koma á þetta fagra menningarheimili og eiga þar viðræður við húsráðendur. Þangað kom fjöldi fólks úr öli- um áttum, íslenzkt og erlent. Þar var rætt um hin fjölbreyti legustu umræðuefni, Hstir og stjórnmál búskap og bókmenntir, blaðamennsku og skógrækL Kristín Jónsdóttir lézt árlð 1959. Hún var einn af brautryðj- endunum á sviði íslenzkrar mynd listar og naut mikillar og almennr ar virðingar og vinsælda sem Hsta maður og merkilegur persónu- leiki. Hún átti ríkan þátt í að treysta tengsl Morgunblaðsins við Ustamenn landsins. Valtýr var einnig mikill áhugamaður um list ir og studdi íslenzka listamenn og listalíf af alefli, bæði í b'aði sinu og sem formaður Mennta- málaráðs í rúman áratug Valtýr Stefánsson var í scnn mikill alvörumaður, dulur, íhug- ull og víðsýnn, og gleðimaður, sem gat verið hrókur alls fagnað- ar. Komu þar fram höfuðeinkenni Heiðarættarinnar, hin þunga al- vara og leiftrandi gleði, sem skipt ust á og sköpuðu sérkennilegan, svipmikinn og heillandi persónu- leika. Það var hollt og lærdóms- ríkt fyrir unga menn að ræða hin ar dýpri rúnir tilveruníiar við Valtý Stefánsson, sem sjálfur hafði mikla dulræna hæfileika og sérstæða ófreskigáfu. Er mér næst að halda að hún hafi átt ríkan þátt í hinni djúpu mann þekkingu hans, sem var nonum ómetanleg stoð í blaðamanns- starfinu. ★ Valtýr Stefánsson var allra manna tryggastur og vinfastastur. Hann gleymdi aldrei gömlum vinum og sleppti heldur ekki hendinni af ungu fólki, sem hann treysti og tengdi vonir við. Hann var frændrækinn og hafði yndi af að rifja upp minningar um for- feður sína. Hann unni dætrum sínum, þeim Helgu og Huldu af miklum innileik og taldi það sitt mikla lífslán að hafa eignast sína gáfuðu og fjölhæfu konu og ynd- isleg og vel gerð börn. Með hon um og Huldu systur hans voru einnig miklir kærleikar allt frá barnæsku. Þau systkinin voru einkar samrýnd og allt samband þeirra náið og hlýtt. Þegar ég kom í Menntaskólann á Akureyri sögðu gamlir Akureyringar mér, að þau Hulda og Vaitýr, skóla- meistarabörnin hefðu í bernzku þeirra verið yndi skólafólksins og bæjarbúa. Þessi fallegu og vel gefnu börn komu ævinlega svo vel fram og samband þeirra var svo einlægt cg farsælt Við Morgunblaðsmenn kveðj- um nú Valty Stefánsson, ritstjóra okkar, samstarfsmann og vin. Við sem lengst höfum starfað með honum eigum margar ógleyman- legar minningar frá þessum tíma, um stríð og baráttu, framsókn og sigra en líka vonbrigði og mistök. Þannig er lífsins gangur. En myndin sem við geymum af Valtý Stefánssyni er hugþekk, sterk og svipmikil, af miklum blaðamanni, fjölhæfum afreksmanni, sem skil ur eftir sig djúp spor í íslenzku þjóðlífi. Það er ósk okkar og von, að merkið standi þótt maðurinn falli, og við megum bera gæfu til þess að halda áfram að gera hugsjónir hans um fjölbreytt og heiðarlegt blað, um ræktun og mannbætur, betra og fegurra ís- land að veruleika. Ég flyt ástvinum Valtýs Stefáns sonar innilegar samúðarkveðjur. Morgunblaðið, íslenzka þjóðin þakkar lif hans og starf. Far þú svo vel, vinur og frændi. Sigurður Bjarnason - frá Vigur. — Stöðugur vörður Framh. af bls. 13. sýndi hann mér vandað eintak af Árbókum Espolins, sem Espo- lin hafði leiðrétt með eigin hendi, og var þetta gamall ættargripur. Ég sagði umhugsunarlaust, að Valtýr yrði að láta svo sérstaka og verðmæta eign haldast í ætt sinnL En hann var ekki alveg á því, sagðL að hún ætti hvergi heima nema á safni og þangað var hún gefin. Valtýr hafði lítinn hug á veg- tyllum. Á sánum táma ósikaði hann þó eftir að fara í útvarps- ráð og síðan í menntamálaráð til að koma ákveðnum hugðar- málum sínum fram. Aldrei sótt- ist hann eftir þingmennsku, en um skeið var hann í bæjar- stjórn. Valtýr reyndist ötull og áhugasamur bæjarfullltrúi. Og margir flokksmenn kunnu þó ekki að meta þau störf Valtýs, og blandaðist það inn í, að sumir töldu, að ritstjóri Morgunblaðsins ætti fremur að haida uppi nauðsynlegri gagnrýni á bæjarstjórnina en að taka með setu sinni þar ábyrgð á öllum hennar at- höfnum eða athafnaleysi. Valtýr féll því við prófkjör, sem haldið var fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar 1946 í fyrsta skipti. Hon- um urðu þessi úrslit veruleg von brigði, en ekki lét hann þau á sig fá. Oft vissi ég hann leggja sig fram í kosningum, en aldrei bet- ur en í þessum, sem ýmsir höfðu ætlað fyrirfram tapaðar vegna úrslitanna í næstu þingkosning- um á undan. Sigurinn, sem að lokum vannst, var ekki sízt að þakka frábæru starfi Valtýs bæði í Morgunblaðinu og við undir- búning hinnar fyrstu Bláu bókar. Sjálfur skrifaði Valtýr ekki að staðaldri um stjórnmál nema að því, sem hann drap á þau I Reykjavíkurbréfi. Hann sætti og öðru hvoru gagnrýni fyrir, að blaðið léti stjórnmálin of lítið til sín taka, heldur 'væru dálkar þess fylltir af ýmsu annarlegu efni. En Valtýr vissi hvað hann gerði og með hverjum hætti Morgunblaðið kæmi Sjálfstæðis- flokknum að mestu gagni. Hann vildi skapa blað, sem allir læsu sjálfs sín vegna til að fylgjast með því, sem væri að gerast innanlands og utan. Þó að Valtýr væri lítt hneigð- ur fyrir stjórnmálaþvarg, fór aldrei milli mála, að það var hann, sem réð stefnu blaðsins. í öllum flokkum koma upp ágrein ingsefni; mismunandi skoðanir og hagsmunir togast á. Óhjá- kvæmilegt er, að þegar slíkt ber við, komi ekki öllum saman um það, hvernig á málum er haldið. Góðviljaðri gagnrýni tók Valtýr ætíð vel en gat brugðist harka- lega við, ef honum fannst ómak- lega að sér vegið. Hitt fannst honum eðlilegt, að mótstöðu- menn Sjálfstæðisflokksins hefðu sitthvað út á hann að setja., And- stæðingamir hafa löngum haQdið iþví fram, að Morgunblaðið væri málgagn þeirra, er þeir kalla „sérhagsmunamenn", eins og „sérhagsmuni" sé ekki hvarvetna að finna. Svo mæla böm sem vilja, en Valtýr Stefánsson gætti þess ætíð, að andstæðingunum yrði ekki að ósk sinni. Hann gerði Morgunblaðið að víðsýn- asta blaði landsins, verðugum málsvara flokks allra stétta. Hana heitasta ósk var, að svo mætti ætíð verða. Hann vildi, að blað sitt stæði stöðugan vörð um heiJI íslands. örlög Valtýs urðu þau, að hann missti heilsu langt fyrir aldur fram. Sjúkleiki hans var slíkur, að hin síðustu misseri varð lítt fyrir hann .gerL Oft varð vinum hans þó hugsað til hans og dætranna tveggja, Helgu og Huldu. Lítil bót er í því, að nú, þegar Valtýr er látinn, eru enn í fullu fjöri fjöldi samtíðar- manna, sem ekki skiildu til hlítar á meðan hann stóð í dagsina önn, hvílíkur afreksmaður hann var, en hefur í löngum og ströng um sjúkleika hans unnizt tóm til að átta sig á, að með honum hverfur maður, sem flestum fremur vann að því að bæta land og þjóð. Valtýr Stefánsson er einn þeirra, sem ég vildi sizt hafa misst af að kynnast. Bjarni BenedikLsson. Stúlkur í Regnboganum fáið þér Pascale—nælon- sokka 30 den. Verð aðeins kr. 33,00. Bankastræti 6. — Sími 22135. Fermingarskeytasími ritsímans í Reykjavík er: 2-20-20,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.