Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 23
1
ILaugardagur 23. marz 1963
MORCUHBLÁÐIÐ
23
Badminton:
Rvíkurmót
um helginu
I DAG kl. 14.30 hefst Reykja-
víkurmótið í badminton, en
það fer fram í Valshúsinu. Á
morgun (sunnudag) kl. 13.30
verður svo úrslitakeppni móts
ins á sama stað.
Mikil þátttaka er í mótinu,
44 keppendur skráðir samtals
í fjórum greinum íþróttarinn-
ar. Mest er þátttakan í tvíliða-
leik karla, en í þeirri grein
keppa 19 lið og getur oltið á
ýmsu um úrslit. En við einna
harðastri viðureign má búast
í einliðaleik karla, þar sem
keppendur eru 11, og þeirra
á meðal íslandsmeistarinn
Óskar Guðmundsson, auk ann
arra snjallra leikmanna.
- Iþróttir
Framh. af bls. 22
í, þeim Birni Blöndal og Hiimari
Óskarsstyni.
Einn leikmannanna, Theodór
Guðmundsson KR var veik-
ur. Hann er að ljúka við flenz-
una, sagði Jón. Við vildum ekki
nota hann í dag, en hann verður
með á laugardaginn.
fslendingar betrL
— Við spurðum Jón hvort
tiann teldi að ísland hefði
getað unnið Dani ef bæði lið
hefðu verið óþreytL Hann
svaraði:
— Eg held að ekki sé nokk
nr vafi á því. Danir eru alls
ekki eins sterkir og við reikn
uðum með að þeir væru, og
það heyrðist talað um að Dan
ir hrósuðu happi yfir að hafa
mætt Íslendingum í þeirra
öðrum Ieik sama daginn. Það
var úthaldið sem brást, ekk-
ert annað.
Svíar Finnar 20—12
Annan leik mótsins áttu Sví-
ar og Finnar. Það var hörku leik
ur framan af og stóð 8—8 í hálf
leik. En í síðari hálfleik tóku
Svíar öll völd og unnu leikinn
með 20—12.
Magnús Pétursson dæmdi þann
leik og stóð sig prýðisvel, sagði
Jón.
Erfitt að spá
— Heldur þú að fslendinigar
hafi sigurvon gegn Finnum?
— Eg veit það ekki. Finnar eru
allir stærri og þreknari en okk
ar menn. Það er erfitt að spá.
i ■ — Hvernig voru áhorfendur?
f 1 — Hér var fullt hús, 1000
manns. fsl. liðið átti bókstaflega
éhorfendur í leiknum gegn Dön
um og okkar liði var mjög vel
fagnað þó við sigruðum heima-
menn.
Völlurinn var prýðilegur 3®
m langur en fullbreiður.
Erlingur IV.
— Sjóslys
Framhald af bls. 1.
ar því yfir á stjórnborða og senni
lega hefir stjórnborðsgangurinn
fyllst um leið og það valdið því
að skipið rétti sig ekki við.
Við þetta völknuðu allir, enda
hentust menn fram úr kojunum.
Allt skeði nú með slíkum hraða
að erfitt er að gera sér grein
fyrir atvikum í smáatriðum. Ég
fór strax upp úr klefanum og
upp í „bestikkið. Þá var skipið
komið á hliðina og brúin hálf
full af sjó og talstöðin á kafi.
Það var því ekki hægt að kom-
ast að henni til að genda út neyð
arkall. Skipstjórinn og vélstjór-
inn voru að losa gúmmbátinn
og tókst fljótt að ná honum úr
kassanum. Reyndur þeir að
kippa í spottann til að báturinn
blésist upp en það tókst ekki.
Kasta sér í sjóinn.
Þá var skipið að sökkva og
var_því ekki um annað að gera
en kasta sér í sjóinn með bátinn
óuppblásinn. Loks tókst að blása
hann upp, en þá var mjög af
skipstjóranum dregið og hann
stórlega skorinn á hendi eftir
snúruna og að drukknun kom-
inn við aðfarirnar. Við komumst
svo 8 í bátinn en Samúel og
Guðni sáust ekki, nema hvað
við urðum var við annan þeirra
er við vorum að yfirgefa skipið.
Ég held að allir hafi verið
syndir þótt ég viti ekki um þá
Samúel og Guðna.
Nokkrir fáklaeddir.
Sumir mannanna voru fáklædd-
ir aðeins í þunnum nærfötum og
varð því fljótt kalt einkum eftir
að þeir voru komnir upp i gúmm
bátinn. Ég get ekki sagt nákvæm
lega hvað við vorum lengi að
velkjast í sjónum en það leið
alllöng stund þar til báturinn
var upp blásinn. Við skutum
upp flugeldum sem voru í bátn-
um og ég var með reykblys og
veifaði því. Þetta varð til að
vekja athygli Halkions á okk-
ur þar sem hann sigldi nokkru
á eftir okkur. Við vorum svo í
gúmmbátnum í um 45 mínútur
þar til Halkion kom að okkur.
Það hefði ekki mátt tæpara
standa því sumir voru þá orðnir
svo kaldir. Einn hefði ekki lifað
vosbúðina af ef við hefðum
þurft að bíða hjálpar lengur.
Allir á skipinu voru ungir
menn. Þeir sýndu ró og kjark
meðan beðið vair eftir þvi að
komast í gúmmbátinn. Þó var
ekki þægilegt að velkjast í sjón-
um í háum og kröppum öldun-
um, sem færðu okkur í kaf af
og UL
fVestmantu^
v ^]ar
Erlingur IV. sökk 27 sjómílur N V af Eyjum.
Ásberg Lárenziusson.
Ég vil að síðustu biðja blaðið
að koma innilegu þakklæti okk-
ar til skipshafnarinnar á Halki-
on, sem tók okkur eins og bezt
verður á kosið.
Vantar neyðarsendi. I
Eiður Marinósson, II. vélstjóri
segir svo frá:
— Ég svaf aftur í káetu og
var þar einn er hnúturinn kom á
skipið. Ég vaknaði eiginlega ekki
fyrr en ég var bominn fram á
gólf og flaut þar í sjónum, sem
fossaði inn í káetuna. Ég hafði
lagt mig í öllum fötunum. Mér
gekk vel að komast upp og þar
voru fyrir skipstjóri og vélstjóri
á brúnni og voru að eiga við
bátinn.
Það er ðhætt að segja að þarna
hefir gúmmbáturinn bjargað
okkur, því engum trébát hefði
verið hægt að koma í sjó á þess-
um tíma. Það voru bara vand-
ræðin með snúruna. Við fórum
þó rétt að öllu, enda fór svo að
lokum að hún verkaði á gastæk-
ið, þótt illa gengi.
Við fundum ekki mikið fyrir
kuldanum meðan við vorum í
sjónum en þegar við komum upp
í gúmmbátinn fórum við fljótt
að finna til kuldans.
Þarna vantaði okkur illa lít-
inn neyðarsendi. Ef ekki hefðu
verið bátar jafn nálægt okkur
hefðu einhverjir farið illa af
vosbúðinni. Einn skipsfélaganna
er á sjúkrahúsi.
Eg vil endurtaka þakklæti okk
ar til skipshafnarinnar á Halki-
on fyrir hjálpina.
Nákvæm leít.
Strax og vitað var um slysið
bauð Landhelgisgæzlan aðstoð
sána og var hún von bráðar þeg
in. Verið var þá að gera við benz-
inleka á landlhelgisvélinni og þar
sem engan tíma mátti missa tók
landhelgisgæzlan flugvél á leigu
hjá Flugfélagi íslands og sendi
áhöfn sína á henni til leit-
ar. 16 bátum var raðað upp
með lVt mílu millibili og síðan
Miklir leikir í körfu-
mótinu um helgina
NÚ UIVI helgina heldur meist-
Rramót íslands í körfuknattleik
áfram. t kvöld kl. 20,15 verður
leikið að Hálogalandi og mætast
þá fyrst ÍR og a-lið KR í öðr-
um flokki. Þessi leikur getur
hæglega orðið skemmtilegur, þar
eð þetta er hreinn úrslitaleikur
í þessum flokki. Það er mál
manna, að í öðrum flokki séu
að jafnaði skemmtilegast leiknu
leikirnir, og ætti það að sannast
nú, þar eð þarna innbyrðis heyja
baráttu allt unglingalandsliðið
utan einn maður. Síðari leikur-
inn verður milli Ármanns og
íþróttafélags stúdenta, en ekki
ÍR eins og ranghennt var í blað-
inu í fyrradag.
Annað fovöld heldur svo mót-
ið en>n áfram á sama tiíma og
stað. Fyrri leikurinn verður milli
Ármanns og Héraðssamibandsins
Skarphéðins í fyrsta ílofcki, og
má gera ráð fyrir að Ármenn-
ingum verði veitt hörð mót-
spyrna, en vinni þeir þennan
leik hafa þeir unnið meistara-
tign í þessum flokki.
Síðari leikurinn verður milli
ÍR og Ármanns í meistaraflokki.
Með nokkru sanni má telja þenn-
an leifc úrslitaleifc mótsins, þvá
Ármenningum dugar vinningur
tiil að verða jafnir ÍR, en önn-
ur lið foafa varla möguleika að
hnekkja sigri þeirra. Ármenning-
ar munu því áreiða'öega berjast
af kappL
Eitt af lcitarskipunum vestur ai Vestmannaeyjum í gær.
Spjöll framin á leikvall-
arskýlinu við Hólmgarð
SKEMMDARVERK hafa að und
anförnu verið framin á barna-
leikvellinum við Hólmgarð og
Bústaðarveg. Hafa þar m.a.
verið brotnar rúður í gæzluskýli
vallarins.
Barnagæzla er á leikvellinum
á daginn, en eftir að stúlkurnar
fara heim á kvöldin hópast þang
að unglingar. Hafa þeir brotið
rúður hvað eftir annað í gæzlu-
skýlinu, farið þar inn og rótað í
hirzlum. Eitt sinn var hurðin á
skýlinu brotin.
Um sl. helgi voru 7 rúður
brotnar og sýnir það glögglega
að við svo búið má ekki standa.
Foreldrar verða að fylgjast bet
ur með framferði barna sinna og
vegfarendur eru hvattir til að
grípa þegar í taumana sjái þeir
börn eða unglinga vuina slík
spjölL
flaug vélin fram og aftur yfir
bátaröðina og stjórnaði leit-
innL Þannig voru leitaðar
6 mílur í vindátt frá þeim stað
er báturinn fór niður og farið
þrisvar yfir svæðið. f síðustu um-
ferð var Ægir kominn á vettvang.
Leitin bar þó, sem fyrr segir,
engan árangur. Brak og annáð
lauslegt úr bátnum var á reki
á sjónum.
Skipstjórinn á Erlingi IV var
svo þrekaður að ekki var hægt
að ná tali af honum í gær. Hann
var stórskaddaður á höndum,
tognaður í baki og auk þess hætt
kominn við baráttuna við að fá
gúmmbátinn blásinn upp. Egil)
Ragnarsson, háseti, sem fluttur
var á sjúkrahúsið um hádegið í
gær, er Halkion kom til hafnar
með skipbrotsmennina, var á
batavegi í gærkvöldi.
Erlingur IV var 80 brúttólestir
að stærð, byggður úr eik í Sví-
þjóð 1946. Báturinn hét áður ís-
björn og hafði fyrir nokkrum
árum verið keyptur frá ísafirði.
Hann var eign Sighvatar Bjarna-
sonar o. fl. í Vestmannaeyjum.
Viðræðnr um
Berlín n
þriðjudng
Washington, 22. marz (NTB)
SKÝRT var frá því í Was- 1
hington í dag, að viðræður um
Berlín hæfust þar í borg n.k.
þriðjudag. Viðræðurnar fara
fram milli Dean Rusk, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna
og Anatoli Dobrynin, sendi-
herra Sovétríkjana í Banda-
ríkjunum.
Það voru Sovétríkin, sem
fóru þess á leit að viðræður
um Berlín yrðu hafnar á ný,
en þær fóru út um þúfur í
okt. sl. skömmu áður en
Bandaríkjastjórn greip til að-
gerða í Kúbumálinu.
Bílstjórinn
slapp naumlega
AKRANESI, 20. marz — Kl. á
níunda timanum í gærkvöldi var
harkalegur árekstur á Vestur-
götu á móts við Iðnskólann.
Sendi'bíll Kaupfélagsins kom á
ca 30 km hraða niður götuna og
lenti á vörubíl fyrirtækisins Sig-
urðar Hallbjarnarsonar & Co sem
stóð þar á vestra vegarkanti. Pall
ur vörubílsins gekk inn £ sendi
bílinn og má það teljast mikil
rnild að bílstjórinn Pétur Jóhann
esson skyldi ekki slasast lífshættu
lega, því að stýrið kengbeygðist
alveg ofan í sæti og sló Pétur I
magann. Auk þess skarst hann á
hendi. Sendibíllinn stórskemmd
ist Vörubíllinn hentist lengd sína
eftir götunni. — Oddur.
Athugið!
að borið saman við útbreiðslv
er iangtum ódýrara að auglýsa
i Morgunblaðinu, en öðrum
blöðum.