Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 13
Lau|%irdagur 23. marz 1963 MORCV1SBL4ÐIÐ Stöðugur vörður um heill Islands ÞVÍ FER fjarri, að á mínu færi sé að gera grein fyrir marg- þætfcu eðli Valtýs Stefánssonar og orsökum þess, að hann varð sá snillingur í ritstjórn og blaða- mennsku, sem öllum kemur nú saman um að hann hafi verið. Eftir þrjátíu ára náin kynni, lang ar mig samt að leiðarlokum til að reyna að lýsa nokkrum af þeim eiginleikum, sem ég hygg, að miklu hafi ráðið um afrek hans. Má þá fyrst geta þess, að Valtýr var næmari fyrir umihverfi sínu en flestir aðrir. Sá næmleiiki var svo mikill, að hann sá stundum það, sem aðrir ekki sjá. Um þau efni fjölyrti hann aldrei, en hann sagði mér, vantrúuðum á þá hiuti, þau dæmi, stað og stund, að fráleitt var að efast um full- vissu og sannsögli hans sjálfs. Þótt með öðrum hætti væri, lýsti óvenjulegur næmleilki sér ekki síður í minningum hans frá bernskustöðvunum, hinu stóra skólaheimili á Möðruvöllum í Hörgárdal. Þaðan minntist Val- týr margra. Á góðri stund hafði hann gaman af að taka lagið með forneskjulegum hætti eins og afi hans, gamli Stefán á Heiði. Enn hugstæðari var honum þó e.t.v. hinn fjölvísi fræðimaður, Ólafur Davíðsson, sem reyndist þeim systkinum, Huldu og Valtý, er ætíð voru einkar samrýnd, óþreytandi uppfræðari. Mest mat þó Valtýr foreldra sína. Sjaldan heyrði ég meiri gleðihreim í rödd-Valtýs en þegar hann sagði mér frá því, að dóttursonur sinn hefði verið skírður Stefán. Því nafni vildi Valtýr halda við. Faðir hans, Stefán skólameistari, var af ýmsum talinn fremsti kennari sinnar samtíðar, bæði sem skólamaður og alþýðufræð- ari í sérgrein sinni, grasafræð- inni. Oft minntist Valtýr einkavin- ar föður síns, dr. Valtýs Guð- mundssonar, sem hann var sjálf- ur heitinn eftir. Á Kaupmanna- hafnarárunum var Valtýr yngri ætíð mjög handgenginn nafna sínum, og dáði hann ekki sízt fyrir það menningarstarf, sem hann hafði unnið með útgáfu Eimreiðarinnar. Það er engin til- viljun, að þeir þrír menn, Stefán skólameistari, Ólafur Daviðsson og dr. Valtýr, sem Valtýr Stef- ánsson fékk mestar mætur á í uppvexti sínum, skyldu aliir skara fram úr í áhuga um að fræða aðra. En til þess að fræðsl- an verði einhvers nýt, verður fræðarinn sjálfur að vera ólatur við að læra og öðlast mörg á- hugamál, svo að hann geti ausið af sírennandi fróðleiksbrunni. Þann eiginleika hafði Valtýr Stefánsson lengst af flestum fremur. Að sjálfsögðu jók það á víð- sýni hans og alhliða áhuga, að hann kvæntist merkri og gáfaðri listakonu, Kristínu Jónsdóttur. Frú Kristín var ekki einungis ágætur málari heldur og óvenju mikill og sterkur persónuleiki, sem hlaut að hafa rík áhrif á alla þá, er henni kynntust. Valtýr veitti henni færi á að njóta sín jafnframt því, sem hún var hon- um ómetanlegur styrkur. Sam- búð þeirra var slík, að bæði uxu af. Valtýr taldi sér ekki til minnk. unar að læra af öðrum né sækja ráð til annarra. Hann þóttist aldrei vera sjálfum sér nægur, en mestur varð hann þó af sjálf- um sér. Undir hæglátu yfirbragði Val- týs leyndust andstæður, sem urðu honum til aukins afls. Hann virt- ist jafnvel á léttasta skeiði vera fremur seinfara, en þó var það eitt af einkennum hans umfram aðra blaðamenn, að hann kunni rétt viðbrögð við vaxandi hraða og notaði hann þau blaði sínu til framdráttar. Hann vitnaði til þess að nú dygði ekki sama seinlæti og á dögum Klausturpóstsins, heldur yrðu menn ætíð að vera við því búnir að fylgjast með fréttum jafnóðum og þær gerð- ust. Þessa kröfu gerði hann eink- um til sjálfs sín. Á mannamót- um var hann vanur að setja á sig eða skrifa niður það, er fionum þótti fréttnæmt, og ólatur var hann ætíð að leggja land undir fót, ef verulegra tiðinda var að vænta. Vinnuskilyrði Valtýs við Morg- unblaðið voru öll önnur en starfs- menn þess eiga nú við að búa. Bygging Mórgunblaðshússins var eitt af þeim verkum, sem hann lagði mest kapp á, en heilsa hans var á þrotum, þegar þang- að var flutt, svo að hann gekk þar aldrei' að daglegum störfum með sama hætti og hann hafði áður gert. Þangað til hafði hann verið vakinn og sofinn yfir blað- inu. Ef hann var heima hjá sér eða brá sér til kunningja sinna, var hann stöðugt í símanum til að fylgjast með og segja fyrir verk- um. Það bar t.d. eitt sinn við, að Valtýr hafði síðari hluta dags verið með erlendum kunningjum sínum, en leit til mín um kvöld- ið, sat þar og rabbáði. Allt í einu rankaði hann við sér og mundi eftir, að hann átti óskrif- uð eftirmæli, sem hann hafði lof- að að koma skyldu í blaðinu morguninn eftir. Hann brá sér í símamn og sagði fyrir grein, sem birtist daginn eftir, vel orðuð eins og bezt mátti vera. Starfsþrek Valtýs og áhugi var með eindæmum. Hann kunni og vel að sjá hag sínum borgið á veraldarvísu en var laus við f jár. hyggju og ágirnd. Einu sinni Framh. á bls. 14 ^tÁiftýr +Stej^c ctnóóon Starf þitt fullsáinn akur, opin nyika orðin sem hugur þinn greypti fallvöltu letri. En stjörnum þíns gjöfula lífs var ei leyft að blika og Ijóð þinnar ævi fylltist helköldum vetri. Dulskyggn augu þín minntu á Mímisbrunna svo 'margslungin vizka og fegurð var tengd þeirra glóðum. Þú trúðir á jörðina, vissir: æskan mun unna ilmandi skógi sem vex ekki aðeins í Ijóðum. Að fordæmi þínu við felum moldinni vörðinn um fjallbúans tign, hann vakir þó enn og biður að vori aftur, frækorn falli í svörðinn frjóvgi þitt land. Og þá setur jökullinn niður. Vertu nú sæll, þótt sjónum okkar sért falinn þú sáir til frelsis og nýrra skóga í dalinn. II íslands hefur sortnað sól sá hefur kvatt og farið sem nakið landið leiddi í skjól, af Iöngum vetri barið. Höndin þín var hlý og góð hlúði að öllu smáu, hugsjón þín, þitt líf og Ijóð land sem fæstir sáu: hvítir jöklar, hraun og tún lieiðin nepjukalin, en ilmgrænn skógur, björk á brún breiðist niður dalinn. Þar sem liggur lamið grjót, Ieifar af jökulspori, vildirðu festa fagra rót og fylla dalinn vori. Þannig voru öll þín ár ást á grænum hlyni. Nú þakkar ísland, sveitin sár, sínum bezta vini. Matthías Johannessen IUinningar- og kveðjuorð A betri samstarfsmann verður vart kosið SKÖMMU áður en ófriðurinn mnikli brauzt út komu hingað til lands nokkrir danskir ritstjórar, til þess að kynnast landi og lýð. Fóru þeir meðal annars norður í land, og var Valtýr Stefáns- eon, ritstjóri, með þeim. Að íerðalokum hitti ég nokikra þeirra að máli. Létu þeir mikið af förinni. Virtist mér þeim vera þrennt hugstæðast: fegurð lands ins, gestrisni þjóðarinnar og al- Ihliða þekiking Valtýs Stefánsson- ar. Það stæði alveg á sama, sögðu þeir, hivort spurt væri um jarð- fræði, girös og gróður Íslands eða sögu þjóðarinnar í fortíð og eamtíð eða hvað annað, sem varðaði land og þjóð: „Allt veit þessi Valtýr ykk- ar.“ Mér þótti væn-t u-m þessi orð. Fyrir því man ég þau. Þau voru eönn. Þekiking Va-ltýs Stefánssonar á Öllu því, sem íslenzkt er, var imikil og stóð föstum fótum. Hann var alinn upp á heimili mennt- aðra og mikilhæfra foreldra, sem á þeim árum réðu ríkjum á höfuðmenntasetri Norðurland-s. Þar fékk þessi gáfaði og fróð- leiksfúsi drengur svör við fyrstu láðgátum umhverfisins og þar varð sjóndeildarhringurinn stöð- ugt víðari og stærri. Hon-um var forvitnin — löngunin til að vita skil á sem flestu — í blóð bor- in. Og alltaf h-élt hann áfram að leita og finna, al-la ævina meðan heilsan entist. Þess vegna varð hann einn fróðasti og fjölmennt- eðasti Íslendingur sinna-r samtið- ar. Valtýr var ekki mælskur mað- ur og sjald-an fylgdi kynngikraft- ur skrifum hans. Honum lét bezt að skrifa talmálið, sem líka naut eín einkar vel í viðtölum hans og mannlýsingum, sem ein imundu nægja til að geyma n-afn hans um ókomna tíma, þótt engu öðru væri til að dreifa. Allajafnan fór Valtýr Stefáns- ■on sér að engu óðslega og stund um virtist hann flýta sér með hægð, þótt afköstin vitnuðu um hið gagnstœða. Oft undruðust kun-nugir dagsverk hans. En sannleikurinn er sá, að hann var vinnuforkur þegar hann vann að hugðarefnum sínum, el'la hefði hann heldur ekki annað því, sem eftir hann li-ggur. Va-ltýr Stefánsson var áhrifa- ríkur maður, sem komið hefir víða við og sumpart mótað sögu Islands síðustu áratugina. Kom hvorttveggja til, að hann hafði lifandi áhuga á flestu, sem mest varðaði þjóðina, jafnt á sviði at- hafnalífsins sem m-enntunar henn ar og menningar í víðtækasta skilningi, og svo hitt að á sín- um beztu starfsárum kom hann sér smátt og smátt upp einskon- ar ein-kaútvarpi, sem da-glega flutti þjóðinni greinargóðar inn- lendar og erlendar fréttir ásam-t þeim boðskap, sem honum og samherjum hans hvérju sinni lá á -hjarta. Auðvitað eru það fleiri en Val- týr Stefánsson, og þá a-lveg sér- staklega vinur hans og áratuga starfsbróðir, Jón Kjartansson, sem gert hafa Morgunblaðið að steersta og lang áhrifaríkasta og rnest virta blaði landsins. En blaðið, sem tæplega nokkur ís- lendingur telur sig mega án vera, er að langsamlega mestu leyti beint og óbeint verk Valtýs Stef- ánssonar. Valtýr Stefánsson gerði Morg- unblaðið að risa íslenzkra blaða og Morgunblaðið er lifandi sönn- un þess, að sjálfur var hann ris- inn í hópi íslenzkra blaðamanna. Valtýr Stefánsson hefir skilið eftir sig svo mörg spor, að glögg um sagnaritara verður ekki skotaskuld úr að rekja slóð hans, þótt þeir heltist úr lestinni, sem bezt þekkt-u hann. En það m-un einhuga álit okkar, sem vináttu hans áttum og með honu-m unn- um í áratugi, að á betri samstarfs mann verði vart kosið, því að hann var hugkvæmur, tillögu- góður, meining-arfastur, en sam- vinnuþýðuir, Ólafur Thors.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.