Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 17
Laueardaenir 23. marz 1963
MORCVrUtLAÐIÐ
17
Sextugur í dag
Ólafur Fr. Sigurðsson
Á undanförnum áratugum hef-
ir stikað um götur Akraness-
bæjar maður hávaxinn, vaskleg-
ur í fasi og vörpulegur á velli,
bjartur yfirlitum og heiðríkja í
svipnum. Allir Akurnesingar
vita, að þar fer Ólafur Frímann
Sigurðsson, framkvæmdastjóri,
enda er hann, afdráttarlaust, einn
þeirra borgara, sem mestan svip
setja á þann bæ. Og nú minn-
umst vér sextugsafmælis hans í
dag.
Ólafur er borinn og bamfædd-
ur á Akranesi, enda ber hann
miklar tryggðir til fæðingarbæj-
ar síns og vill sóma hans og hag
l hvívetna.
Foreldrar hans voru hjónin á
Sýruparti, Guðrún Þórðardóttir
og Sigurður Jóhannesson, sem
lengi var formaður á áraskipum.
Sjómenn standa að Ólafi, faðir
hni^ /ar formaður og bræður
hans tveir eru skipstjórar. En
þótt hann sjálfur legði ekiki
stund á sjómennsku, hefir lífs-
starf hans frá öndverðu verið í
nánum tengslum við sjávarút-
veginn.
Á unglingsárum fiuttist Ólafur
til Sandgerðis og vann þar við
fyrirtæki Lofts Loftssonar að
rneira og minna leyti allt til árs-
ins 1925, að undanteknum vetr-
unum, sem hann var í Yerzlun-
arskóla íslands, en þaðan lauk
hann brottfararprófi vorið 1925.
En þá réðist hann til Bjarna
Ólafssonar & Co á Akranesi.
Lagði Ólafur B. Björnsson, sem
þá var framkvæmdastjóri þeirr-
ar verzlunar, mikla áherzlú á að
ráða hann ti'l starfans. Mun Ólaf-
ur B. hafa séð, að traustir starfs-
kraftar bjuggu í þessum unga
nafna hans. Hjá Bjarna Ólafssyni
& Co. vann Ólafur til 1930. En
þá keypti hann verzlunina í fé-
lagi við Jón Hallgrímsson, sem
iézt eigi allmörgum árum síðar.
Árið 1940 verða þáttasikil í
starfsævi Ólafs Frímanns. >á
ræðst hann að fyrirtæki tengda-
föður síns, Þórðar Ásmundsson-
*r, þar sem hann hefir starfað ó-
slitið síðan. — Þegar sá mikli á-
gætismaður og athafnamaður,
Þórður Ásmundsson, lézt fyrir
aldur fram, tókú þeir við rekstr-
inum, Júlíus einkasonur Þórðar
og mágur Ölafs, svili hans, Jón
Árnason, núverandi alþingismað
ur Vesturlandskjördæmis, og
Ólafur. Fyrirtæki fjölskyldunn
ar eru þrjú: Verzlun Þórðar Ás-
mundssonar, sem kona Ólafs
veitir forstöðu; hraðfrystihúsið
Heimaskagi; og Ásmundur, út-
gerðarfyrirtæki. Þau systkinin:
Júlíus, Ragraheiður, kona Jóns, og
Ólína, kona Ólafs Frím.anns, búa
í sínu húsinu hvert, í röð, við
aðalgötu bæjarins, Vesturgötu,
og í fjórða húsinu í óslitinni röð,
býr sonur Ólafs og Ólínu, í
gamla húsinu hennar ömmu sinn-
ar, höfðingskonunnar, Emilíu,
ekkju Þórðar Ásmundssonar, sem
gerði garðinn frægan með rausn
sinni og höfðingsskap til dauða-
dags, fyrir fáum árum. Þar býr
einnig systir Emilíu, Petrea
Jörgensen.
Hér hefir verið stiklað á stóru
í starfssögu Ólafs Fr. Sigurðsson.
ar. Hitt er ótalið, hvað hann þess
utan hefir verið samferðamönn-
um sínum og samfélagi. Enda
verður það elcki fulltalið hér. En
þess eins skal getið, að Ólafur
er einn' bezti félagsmaður, sem
ég hefi kynnzt; ævinlega boðinn
og búinn til hvers þess átaks,
sem gera þarf í góðra manna fé-
lagsskap.
fþróttamaður hefir Ólafur ver-
ið góður, og má enn sjá þess
merki á því, hversu hann er far-
inn í vexti og á velli, enda þótt
harin sé nú kominn af venjuleg-
um knattspyrnualdri. Hann var
fyrr á árum einn af forystmnönn
um Knattspyrnufélags Akraness,
og formaður þess var hann í 11
ár, eða lengur en nokkur maður
annar síðan. Ólafur er mjög
I sönghneigður maður og tónelskur
og hefur flestum lengur verið
virkur söngmaður í karlakórn-
um Svönum, og er enn, og fer á-
hugi hans þar sízt dvinandi.
Sjálfur þekki ég það af raun, að
hann er Rotaryfélagi ágætur, en
nú skulu ekki fleiri talin, þau
félög, sem Ólafu hefir verið
dyggur og virkur félagi í. En
þar sem hann leggur hönd að
plógi í félagsskap, mun engiran
væna hann um vettliragatök.
Svo starfshæfum manni sem
Ólafi hafa að sjálfsögðu verið
falin ýmis opinber störf. Hann
hefir um árabil átt sæti í skatta-
nefnd Akranesskaupstaðar og
niðurjöfnunarnefnd, verið end-
urskoðandi bæjarreikninga og
Sparisjóðs Akraness.
Ekki mundi Ólafs fullgetið
verða í afmælisgrein, og svo
mundi hann sjálfur telja, að ekki
væri getið kvonfangs hans. Hann
er hamingjumaður í einikalífi
sínu, svo að ekki leikur vafi á.
Hann er kvæntur elztu dóttur
Þórðar Ásmundssonar og Emilíu
á Grund, Ólínu, og er henni ekki
úr ætt skotið um skörungsskap og
drenglyndi. Þau eiga sex mann-
vænlag börn, og er það jafnan
sönn ánægja að koma á hið fal-
lega heimili þeirra á Grund.
Ólafur Fr. Sigurðsson getur
minnzt margra ánægjustunda á
sextíu ára ævi. Óg fjölmargir
geta líka minnzt ánægjulegra
stunda í félagsskap hans. Enda
munu allir félagar hans geta lok-
ið þar upp einum munni: hann er
drengur góður. Og betri vitnis-
burður verður ekki kveðinn upp
um íslending, að fornu og nýju.
Ragnar Jóhannesson.
Kennslca
Lærið ensku á mettíma
i okkar þægilega hóteli við sjáv-
arsíðuna nálægt Dover. Fámenn
ir bekkir. Kennt af kennurum
útlærðum frá Oxford. Engin ald
urstakmörk. Nútíma at rðir
gefa skjótan árangur. Viður-
kenndir af Menntamálaráðuneyt
inu, THE RBGENCY, RAMS-
GATE, ENGLAND.
LJÓSMYNDASTOFAN
LOFT U R hf.
Ingólfsstræti 6.
Pantið tíma í síma 1-47-72.
iBuuifDtttittoiifiU'
51 * » *+*1 vw* # •
Til fermingargjafar
ný sending undirfa tnabur
Peysur ýmisskonar, teygjusíðbuxur, gjafasett,
herraskyrtur, herrahanzkar, herrasokkar.
Fjölbreytt úrval af vörum. —
— Ávallt eitthvað nýtt.
&
l
5
C
u
u
0
cr
*l
*
i
■s
i
BlífllRNAR
Grensásveg 48, sími 36999 Nesveg 39, 5Ími 18414
£
e
S
••
a
R
3
a
a
ö
B
n
•»
5
a
3
• •
••
3
n
s
c
••
s
BlSnduTilíð 35, síml 1917T g
Verkafólk
Óskum eftir að ráða verkafólk nú þegar til skreið-
arvinnslu. — Mikil vinna.
Ján Gíslason sf.
Hafnarfirði — Sími 50865.
*
IJtvegsbanki Isiands
óskar að taka á leigu gott geymslupláss 90—100
ferm., þarf að vera upphitað og rakalaust. —
Upplýsingar hjá skrifstofustjóra vorum.
• > *
Utvegsbanki Islands
Fyrir íermingordrengi
Föt (mjög glæsilegt úrval).
Frakkar — skyrtur — slaufur. —
Laugavegi 27 — Sími 12303.
Rafmagnstalia
V-i—1 tonn óskast keypt. — Upplýsingar
í síma 38375.
Skrifstofustúlka
óskast til vélritunarstarfa. —
Enskukunnátta nauðsynleg.
r *
Gunnar Asgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16.
Raftækjaverzlunin LJÓS OG HITI tilkynnir:
Opnum í dag, nýja sölubúð
að Garðarstræti 2
Fjölbreytt úrval af allskonar rafmagnsvörum. —
Gjörið svo vel að líta inn.
Ljós og Hiti
Garðastræti 2. — Sími 15184.
Afgreiðslumaður
Óskum að ráða lipran og ábyggilegan af-
greiðslumann í eina af stærri verzlunum
bæjarins. — Umsóknir sendist afgr. Mbl.,
merktar: „Afgreiðslumaður — 1797“.