Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 15
ILaugarflagur 23. marz 1963
M O R C V N B L 4 Ð 1Ð
15
Saumakonur
Stúlkur óskast, vanar innstungu vélum.
Upplýsingar í síma 15005 frá kl. 2—5.
EinbýEishús oskast til leigu
Starfsmaður bandaríska sendiráðsins óskar eftir
einbýlishúsi a. m. k. 6 herb. og með girtri lóð. —
með upplýsingum sendist afgr. Mbl., sem fyrst,
merkt: „Einbýlishús 6580“.
Starfsfólk óskast
Frystihús á Vestfjörðum vantar karla og konur við
flökun og fleirri strör. Mjög góð aðstaða og kaup.
Upplýsingar í síma 17662.
Lögtök
Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar
í Reykjavik og samkvæmt fógetaúrskurði, upp-
kveðnum 21. þ.m., verða lögtök látin fram fafa til
tryggingar ogreiddum fasteignasköttum og bruna-
bótaiðgjöldum til borgarsjóðs Reykjavíkur, en gjald-
dagi þeirra var 15. janúar sL
Lögtökin fyrir framangreindum gjöldum, ásamt
dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara
að 8 dögum liðnum frá birtingu þessara auglýsingar
verði þau eigi greidd að fullu, innan þess tíma.
Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 21. marz 1963.
Kr. Kristjánsson.
Trésmiður
og lagtækur maður óskast.
Húsgögn og Innréttingar
Ármúla 20. — Sími 11408.
Steindór vill selja
Chevrolet station bifreið árg. 1948. Nýstandsettur.
Til sýnis að bifreiðastöð STEINDÓRS, Hafnar-
stræti 2. — Sími 18585.
Það er verið að byrja að snurpa notina og neðri teinarnir dregnir ínn a dekkspihnu og
efri teinarnir á akkerisvindunni frammi á hvalbak og línuspili á dekki.
— Sjóferb
Framh. af bls. 10
matmálstímum, þegar liggur
við að valdir séu úr beztu bit
arnir handa honum.
-- XXX ----
Á um 30 faðma dýpi skammt
undan Stafnesi finnur Harald
ur fljótlega torfu, sem honum
þykir eigandi við. Ýsan ligg-
ur þarna í þéttum torfum niðri
við botn og hagar sér á þann
hátt öðruvísi en þorskurinn,
sem kom í ljós miðsjávar á
fisksjánni.
Eftir að hásetarnir hafa ver
ið kallaðir á dekk og bátur-
inn hefur hnitað nokkra
hringi yfir torfunni, er kastað,
og þessu sinni lætur Haraldur
bíða með að snurpa, þar til
hann er viss um að nótin hef-
ur náð botni. Þegar búið er að
snurpa, kemur í ljós milcill
fiskur í nótinni og er þegar
farið að háfa úr henni. Hverri
körfunni af annarri er lyft inn
á dekkið,. og skipshöfnin geng
ur þegar í að blóðgá aflann.
Fiskurinn er allur lifandi, þeg
ar hann er blóðgaður, og erf-
iðlega gengur að hafa hendur
á honum, því hann vindur
sig allan og snýr.
Ekki er fyrr búið að hafa úr
nótinni, en Haraldur fer á
kreik aftur, því hann ætlar að
ná einu kasti enn, áður en
birtuna þrýtur alveg, og hann
finnur strax torfu, stærri en
þá fyrri. Það er kastað á hana
á sama hátt og hina, en með-
an verið er að draga inn nót-
ina, þrýtur birtuna og það
verður að kveikja öll iiós á
bátnum. Um leið og búið er að
háfa úr nótinni, er sett á fulla
ferð og haldið til hafnar. Har
aldur kallar upp „Granda-
radio“, kveðst verða kominn
til Reykjavíkur fyrir elléfu
með 6 tonn af fiski — nærri
eintónja ýsu.
Kokkurinn er löngu farinn
að bíða með matinn, en núna
fara menn að tínast inn í mat-
salinn. Þeir borða og fara svo
að leggja sig. Það veitir ekki
af að fá þann-svefn sem hægt
er.
Báturinn er kominn í höfn
um kl. hálfellefu. Á bryggj-
unni bíður vörubíll, og það er
samstundis farið að losa. Kokk
urinn stekkur í' land tií að afla
vista í næstu ferð, og við verð
um honum samferða upp að
vigt. Hinir nótabátarnir eru
margir með meiri afla, enda
voru þeir að veiðum meðan
við fikruðum okkur austur
með ströndinni, en það getur
jafnazt upp í næstu ferðum.
Það er mikið líf í bátahöfn-
inni eins og í gærkvöldi, og
Þriðjudagsþátturinn glymur í
hátölurum bátanna, meðan
landað er. Hver veit hvenær
skipverjum gefst tækifæri til
að bregða sér næst á ball, það
er allt undir gæfjunum komið.
Áður en við förum heim, kem-
ur bíllinn með fisk úr Guð-
mundi Þórðarsyni, tæpan helm
ing aflans, fjögur tonn.
— Það er eins gott að hafa
vaðið fyrir neðan sig, hugsar
Haraldur vafalaust, þegar
hann segir frá afla.
Guðmundur Þórðarson fer
í næstu veiðiför upp úr mið-
nættinu. Enginn veit hvert —
nema ef til vill skipstjórinn,
kannski í Röstina aftur, en
kannski í þetta sinn alla leið
til Eyja í síld.
- þ.h.
S jálf blekasf implar
STIMPLANIR
án þess að bæta á bleki
Ní STIMPLAGERÐ
Búum til alla okkar stimpla með
tvöföldu gúmmíi, stuttur afgreiðslufresfur
Höfum fyrirliggjandi dagsetningastimpla án og með plötu fyrir texta
(gjaldkerastimpla). Ennfremur tölustimpla margar stærðir, vasa-
stimpla, stimpilblek og blekpúða.
Trcntun ?
Prentsmiðja & gúmmístimplagerð.
Einholti 2. — Sími 20960.