Morgunblaðið - 26.03.1963, Blaðsíða 8
8
UORCUNBLADIB
Þriðjudagur 26. marz 1063
Tala tæknifræöinga þarf að
sex- til áttfaldast
Iðnlöggjöfin í heildarendurslcoðun
Á FUNDI neðri deildar Alþingis
i gær urðu nokkrar umræður um
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
Tækniskóla íslands. Kom þar
m.a. fram, að í vetur hefði verið
starfandi undirbúningsdeild und
ir tækninám við Vélskól-
ann, er veitir réttindi til að setj-
ast í 1. deild tækniskóla í Dan-
mörku og Noregi, auk hins vænt
anlega tækniskóla. Þá standa von
ir til, að unnt verði að komast að
þvi samkomulagi, að próf úr 1.
deild tækniskólans hér veiti rétt
til að setjast í 2. hekk tækniskól
anna í þessum sömu löndum.
Skortur á tæknifræðingum.
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála-
ráðherra talaði fyrir frumvarp-
inu, en tilgangur þess væri að
stofna tækniskóla. Ræddi hann
nokkuð nauðsyn þess, að tækni-
menntuðum mönnum fjölgaði og
benti á, að hér á landi er nú tala
verkfræðinga 1,4 á hverja þús-
und íbúa, en tala tæknifræðinga
0,4. Talið er í
nágrannalöndun-
um nægilegt, að
tveir verkfræð-
ingar séu á
hverja þúsund
íbúa en fjórir
tæknifræðingar,
þ. e. að tækni-
fræðingar séu
hlutfallslega
helmingi fleiri en verkfræðingarn
ir og sums staðar er jafnvel talið
hæfilegt að tæknifræðingarnir
séu þrisvar eða fjórum sinnum
fleiri. Hér á landi er fjöldi þeirra
hins vegar þriðjungur af fjölda
verkfræðinganna og sést því
greinilega, hver skortur er hér á
tæknifræðingum og hver nauðsyn
er á alvarlegu átaki í þessum efn
um.
Tekur nokkurn tíma.
Þá vék ráðherrann að því, að
raddir hefðu heyrzt, að vafa-
samt væri að ráðast í stofnun
tækniskóla hér á landi, þar sem
þeir væru svo dýrir í rekstri,
heldur væri ódýrara að styðja
nemendur til utanferðar og koma
hér á fót undirbúningsnáimskeið-
um. Taldi ráðherrann tækni-
menntun svo nauðsynlega, að
ekki gæti talizt viðunandi að
sækja hana til annarra þjóða.
Hins vegar væri ljóst, að stofnun
sliks skóla tæki nokkurn tíma
og mundi koma smám saman,
enda fyrir mestu að skólinn sé
vandaður og góður. Er því gert
ráð fyrir því á ákvæði til bráða
birgða, að honum megi koma
upp smám saman, eftir því sem
fé verður veitt til hans og þykir
henta. Gert er ráð fyrir, að hann
starfi í fimm deildum fyrst í
stað, rafmagnsdeild, véladeild,
byggingadeild, fiskideild og Vél-
skóladeild, en ef ektki þætti fært
að stofna þær samtímis, yrði að
velja þær deildir úr, sem brýnust
þörf væri á. Unnt mun vera að
hefja kennslu 1 1. deild þegar
næsta ár, en námið mun vera
sameiginlegt í öllum deildúnum
fyrsta árið. Nauðsynlegt er, að
sérstök undirbúningsdeild verði
fyrir skólann og mun því taka
fjögur ár að Ijúka tæknifræði-
námL
Inngöngurétt erlendis.
í þessu sambandi gat ráðherr
ann þess, að í vetur hefði starfað
undirbúningsdeild fyrir tækni-
nám með 30 nemendum á vegum
Vélskólans, en námstilhög-
un hefði verið ákveðin í samráði
við stjórn tækniskóla i Danmörku
og Noregi og veitti próf þaðan
inngöngu í þá, auk svo að sjilf-
sögðu í hinn væntanlega tækni-
skóla hér á landi. En 1. bekkur
hans mun ekki hvað sízt geta
tekið til starfa þegar næsta ár
vegna þessarar undirbúningsdeild
Stórkostlegt framfaraspor.
Gísli Guðmundsson (F) beindi
þeirri fyrirspurn til menntamála-
ráðherra, hvort samráð hefði ver
ið haft við tæknifræðingafélagið
um frúmvarpið, en enginn tækni
fræðingur hefði átt sæti í nefnd
þeirri, er samdi frumvarpið.
Eysteinn Jónsson (F) kvaðst
samþykkur frumvarpinu og lýsti
eindregnum stuðningi sínum við
stofnun slíks tækniskóla, sem
hann taldi stór-
kostlegt fram-
faraspor. Allir
sæju nauðsyn
þess að koma at
vinnumálunum í
það horf, að aliir
hefðu eðlilegan
vinnutíma, en til
þess þyrfti að
auka framleiðsl-
una og framleiðnina og ætti
tækniskólinn að geta orðið mikil
hjálp til þess. Þá benti hann á, að
nauðsyn bæri til að endurskoða
iðnlöggjöfina í heild og kvað loks
nauðsynina á stofnun fiskiðnskóla
fyrir hendi, þótt gert væri ráð fyr
ir fiskdeild við tækniskólann.
Ingvar Gíslason (F) kvað brýn
asta þörfina á því, að fiskideild-
inni yrði komið upp, og kvaðst
því vænta þess, að hún yrði meðal
þeirra deilda, er fyrst tækju til
starfa. Ekki kvað hann nauðsyn-
legt að hafa tækniskólann í
Reykjavík og gat þess, að mikill
áhugi væri á því á Akureyri, að
þar yrði reistur tækniskólL
Iðnlöggjöfin í athugun.
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála-
ráðherra upplýsti, að fyrir tveim
árum hefði hann skipað nefnd til
að endurskoða lögin um iðnskóla.
Þar væri um mjög umfangsmikið
verk að ræða og hefði nefndin
m.a. kynnt sér iðnlöggjöfina í ná
grannalöndunum. Þessi nefnd hef
ur enn ekki lokið störfum, en
hann hefði fyrir tveim eða þrem
vikum beit þeirri fyrirspurn til
hennar, hvort húh gæti lokið störf
um svo fljótt, að um það væri
hægt að fjalla á þessu þingi sam-
timis frumvarpinu um tækniskól
ann, en fengið það svar, að enn
væri allmikið starf eftir, sem úti-
lokað væri að ljúka fyrr en á
sumri komanda.
Þá taldi hann og nauðsynlegt
að bæta verkstjórafræðsluna, en
minnti á, að ekki væri langt síð-
an slíkum skóla var komið hér
upp, sem hefði starfað af miklum
krafti og látið margt gott af sér
leiða.
Þá vék ráðherrann að því, að
hann væri bjartsýnn á, að takast
mættu samningar við tækniskól
ana í Danmörk og Noregi um
það, að próf úr 1. deild tækniskól
ans hér veitti rétt til að fara í 2.
bekk þar, en námið í 1. deild er
hliðstætt í öllum deildunum.
Ættu því þeir, sem próf hefðu úr
1. deild hins væntanlega tækni-
skóla, að hafa greiðan aðgang að
þeim deildum hinna erlendu
tækniskóla, sem ekki verður kom
ið á fót hér á landi fyrst um sinn.
Þá upplýsti ráðherrann, að ná-
ið samráð hefði verið haft við
Tæknifræðingafélag ísiands og
verkfræðingafélagið um samn-
ingu frumvarpsins.
Þá lét ráðherrann þá skoðun
sína í ljós, að brýnust þörf væri
á að koma á fót fiskideildinni, en
henni mundi vera ætlað svipað
verkefni og fyrir þeim hefði vak
að, er flutt hefðu frumvarp um
fiskiðnskóla.
Loks taldi hann, að naumast
væri annað fært fyrst í stað en
tækniskólinn yrði staðsettur í
Reykjavík. Hins vegar kæmi
mjög til greina, að undirbúnings-
deildir yrðu ekki aðeins í Reykja
vík heldur einnig annars staðar
á landinu og þá fyrst og fremst
á Akureyri. Mætti og hið sama
segja um 1. deild Tækniskólans,
hins vegar taldi hann vafasamt,
að starfrækja mætti 2. og 3. deild
annars staðar en í Reykjavík,
a. m. k. að svo komnu máli.
Einar Olgeirsson (K) tók undir
nauðsyn þess að endurskoða iðn-
löggjöfina og benti sérstaklega á,
að með skipulegri, verklegri
kennslu ætti að vera unnt að
stytta verknámið frá því sem nú
er án þess að rýra kröfurnar um
þekkingu og kunnáttu.
Meiri verkkennsla í iðnskólunum
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála-
ráðherra kvað það hafa verið at-
nugað rækilega í nefnd þeirri, er
hefur endurskoðun iðnlöggjafar-
innar með höndum, hvort ekki
sé tímabært að kama á fót verk-
kennslu í skólunum, sem gæti
stytt verknámið í iðngreinunum.
Hér er ekki um það að ræða að
slaka á kröfunum um verklega
kunnáttu heldur að skipuleggja
verklega námið betur en nú er
gert. Eða m. ö. o. að gera nemend
unum fært að tileinka sér jafn-
mikla kunnáttu á miklu skemmri
tíma en fært er á vinnustaðnum
sjálfum.
Gísii Guðmundsson (F) kvað
það ekki mundu standa stofnun
tækniskóla á Akureyri fyrir þrif
um að kennslukrafta skorti.
Heimilist að ganga undir próf
án fjögurra ára verknáms.
Gísli Jónsson (S) gerði nokkuð
að umtalsefni, hvernig hægt sé
að stytta iðnnámið án þess að
rýra þekkinguna. Þegar iðnlög-
gjöfin var sett, 1946, hefði hann
ásamt fleiri þingmönnum í efri
deild borið fram tillögu þess efn
is, að ganga mætti undir próf í
verknámi án þess að hafa stundað
fjögurra ára verknám, en flokkur
menntamálaráðherra hefði þá
beitt sér gegn
þessu ákvæði og
á því hefði það
strandað. Spurði
þingmaðurinn,
hvort nú væri
skki kominn tími
til að þetta yrði
tekið til ræki-
legrar athugun-
ar, þetta væri erf
iðasti þröskuldurinn núna, að al-
gjörlega er bannað að ljúka próf-
inu, þótt menn hafi næga þekk-
ingu til þess að geta leyst hið
sama af hendi og hinir, sem 1
skóla hafa verið fjóra vetur.
Taldi alþingismaðurinn þetta
heppilegri leið en þa, að ríkið
ræki sjálft verknámsskóla í þessu
skyni, enda yrði að fylgja honum
stórkostleg fjárfesting. Benti
hann á, að komast mætti að sam
komulagi við verkstæðin um það,
að þau hefðu ákveðna deild í verk
stæðunum, þar sem þessum mönn
um væri kennt og þannig fengj-
um við fjölda manna fullnuma á
6—12 mánuðum í stað fjögurra
ára nú. Loks taldi alþingismaður
inn, að í iðnskólanum væru
kenndir hlutir, sem alls ekki ættu
þar heima, en væru hins vegar
kenndir í barnaskólum og gagn
fræðaskólum. Spurði hanti, hvað
gagnfræðingar og þeir, sem lok
ið hefðu landsprófi, hefðu með
það að gera að læra frumatriði í
stærðfræði og kvaðst því vænta
þess, að menntamálaráðherra léti
athuga öll þessi mál niður í kjöl
inn.
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála
ráðherra kvað sig ekki aðeins
hafa átt við það, að kennslukrafta
hefði skort á Akureyri heidur
miklu fremur þá tækniaðstöðu og
vélakost, sem með þyrfti við
tækniskóla og auðveldara væri að
fá aðgang að í Reykjavík en á
Akureyri. Varðandi það, hvort
heimilt ætti að vera að ganga
undir próf í verknámi án fjög-
urra ára náms, sagði ráðherrann,
að um mjög viðkvæmt mál væri
að ræða, sem rætt hefði verið um
áfatugi. Benti hann á, að skóla
nám gæti aldrei komið alveg I
stað verknáms á vinnustað hvað
æfingu snerti.
Gisli Jónsson (S) kvaðst hafa
heyrt þá mótbáru fyrr, en menn
þyrftu ekki aðeins þekkingu held
ur og æfingu. En ekkert væri auð
veldara en að setja þau skilyrði
við próf, að ákveðnu stykki þyrfti
að ljúka á tilskildum tíma, enda
væri það ekkert óeðlilegra en að
heimilia mönnum að taka próf i
bóknámi án nokkurrar skóla-
göngu.
Aukira aðsókn að
bændaskólunum
Á FUNDI efri deildar Alþingis
í gær var tekið tii annarrar um-
ræðu frumvarp um hændaskóla,
sem landbúnaðarnefnd deildar-
innar flytur að beiðni landbún-
aðarráðherra, en einstakir nefnd
arraenn áskildu sér rétt, til þess
að flytja eða fylgja breytingar-
tillögum, er fram kynnu að
koma.
ÞRIÐJI BÆNDASKÓLINN
ÁSUÐURLANDI
Sigurður Ó. Ólafsson (S)
fylgdi úr hlaði breytingartillögu
sinni þess efnis, að þriðji bænda-
skólinn verði á Suðurlandi. — í
gildandi lögum um búnaðarskóla
er svo ákveðið, að bændaskólar
skuli vera þrír, á Hólum, Hvann-
eyri og í Skálholti, en með frum-
varpi því, sem fyrir lægi, er á-
kveðið, að bændaskólar séu
tveir og numið brott ákvæðið
um skóla í Skálholti. f sambandi
við þetta er rétt að minna á, að
fyrir Alþingi liggur frumvarp
um að afhenda þjóðkirkjunni
Skálholtsstað og því lítil líkindi
til, að þar rísi bændaskóli. Sagð-
ist alþingismaðurinn þó ekki sjá
ástæðu til þess að nema brott á-
kvæðið um bændaskóla á Suður-
landi, enda nógir staðir að velja
um aðrir en Skálholt. í greinar-
gerð segi, að ástæðan til fækkun-
arinnar sé sú, að aðsókn að
bændaskólunum sé ekki meiri en
svo, að tveir geti fullnægt henni.
En með því er ekki sagt, að svo
verði í framtíðinni, sagði þing-
maðurinn. Og staðreynd er, að
búnaðarfræðslan og búnaðar-
skólarnir hafa haft mikla þýð-
ingu og verið veigamikill þáttur
í framförum landbúnaðarins. En
til þess að svo megi verða áfram,
þarf að búa svo að bændaskól-
unum, að þeir verði hinum mikla
vanda sínum vaxnir, en það er
einmitt tilgangur frumvarps
þess, sem fyrir liggur.
LÖGFESTING FRUM-
VARPSINS MÁ BÍÐA
Páll Þorsteinsson (F) Kvað
landbúnaðarnefnd flytja frum-
varpið að beiðni landbúnaðarráð-
herra og hefðu einstakir nefnd-
armenn áskilið sér rétt til að
fylgja eða flytja breytingartillög-
ur. Frumvarpið hefði verið sent
til umsagnar Búnaðarþings, sem
ekki hefði treyst sér til að taka
afstöðu til þess, þar sem svo
hefði verið liðið á þingtímann,
en afgreitt það með rökstuddri
dagskrá, þar sem m.a. stæði, að
frumvarpið væri á ýmsan hátt
ófullkomið og ekki til þess fallið
að bæta búnaðarfræðsluna svo
sem þörf væri á, og því væri
æskilegt, að frumvarpið værí
endurskoðað.
Þá lýsti alþingismaðurinn sig
fylgjandi tillögu S.Ó.Ó., en kvað
hins vegar engar þær breytingar
felast í frumvarpinu, sem ekki
mætti til leiðar koma án þess að
lögfesta það og væri því eðlileg-
ast, að það yrði ekki samþykkt
að svo stöddu.
ÁSTÆÐULAUST AÐ FRESTA
LÖGFESTINGU
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar-
ráðherra, vakti athygli á því I
ræðu sinni, að hvorki Búnaðar-
þing né P.Þ. hefðu bent á nokk-
urt atriði í frumvarpinu, sem
ekki ætti þar að vera, og í ræðu
P.Þ. hefði ekki komið fram, að
hann vildi gera aðrar breytingar
en þær, annars vegar að bænda-
skóli yrði á Suðurlandi, sem ráð-
herrann kvaðst samþykkur, enda
hefði hann bent landbúnaðar-
nefnd deildarinnar á það _ og
hins vegar að ákvæði yrði i
frumvarpinu um vísi að búnað-
arháskóla. Benti ráðherrann á,
að slíkt ákvæði ætti ekki heima
í þessu frumvarpi, heldur ýrði
sett sérstök löggjöf um búnaðar-
haskóla, ef hann yrði stofnaður.
Lítil ástæða sýndist því til að
fresta afgreiðslu frumvarpsins.
Enda væri það svo, að ávallt
stæði opið síðar að gera breyt-
ingar á lögunum, ef reynslan
sýndi, að það væri til bóta.
AUKIN AÐSÓKN AÐ
BÆNDASKÓLUNUM
Þá gat ráðherra þess, að að-
sókn að bændaskólunum væri
vaxandi. — 1 bændaskólanum k
Hvanneyri eru nú um 70 nem-
endur og er hann fullsetinn, en
Framhald á bls. 23
Meðíerð einkomóla í héraði
Á FUNDI efri deildar Alþingis
í gær mælti Bjarni Benediktsson
dómsmálaráðherra fyrir frum-
varpi ríkisstjórnarinnar um
breytingar á lögum um meðferð
einkamála í héraði. En eins Og
kunnugt væri hefðu tvisvar sinn
um legið fyrir Alþingi frum-
varp uin breytingu á meðferð
einkamála 1 hér-
aði, sem ekki
hefði náð fram
að ganga vegna
þess, að ekki
hefur orðið sam
komulag u m
þær höfuðbreyt-
ingar á núgild-
andi skipan, sem
í því frumvarpi
eru fólgnar. Hins vegar eru að-
stæður að sumu leyti breyttar
frá því núgildandi löggjöf var
sett, og þykir ekki lengur mega
I við það hlíta að færa ekki einka-
málalöggjöfina í samræmi við
þeasar breyttu aðstæður. Það eir
efni frumvarps þess, er fyrir
liggur, en hins vegar engin efni*
breyting um meðferð mála.
Frumvarp um
Iðnlánasjóð lög
frá Alþingi
Á FUNDI neðri deildar Al-
þingis í gær var frumvarp rík-
isstjórnarinnar um Iðnlánasjóðs
samlþykikt sem lög frá AlþingL
En það felur í sér mikla eflingu
sjóðsins, auk þess sem starfssvið
hans verður aukið í amræmi við
það.