Morgunblaðið - 26.03.1963, Blaðsíða 6
6
M ORCV IS BL 4Ð1Ð
Þriðjudagur 26. marz 1963
2742 sdttu starf-
fræðsludaginn
Enn sem fyrr mestur
ÁTTUNDI almenni starfsfræðslu-
dagurinn var haldinn í Iðnskól-
anum í Reykjavík sunnudaginn
24. marz sl. Skipulagningu hans
annaðist Ólafur Gunnarsson, sál-
fræðingur, í samráði við forustu-
menn atvinnu- og fræðslumála.
Klukkan 13.30 hóf drengja-
hljómsveit undir stjórn Karls O.
Kunólfssonar að leika fyrir fram-
an Iðnskólann, en þá biðu á 7.
hundrað unglingar þar eftir að
verða hleypt inn í húsið. Alls
sóttu starfsfræðsluna 2742 ungl-
ingar, en 1410 sóttu starfsfræðslu
dag sjávarútvegsins 24. febrúar
sl. eða samtals 4152 unglingar,
sem hafa sótt strafsfræðsluna á
þessu ári.
Meðal utanbæjarmanna sem
komu undir leiðsögn skólastjóra
og kennara má nefna 70 frá
Hús grýtt á
Akureyri
AKUREYRI, 25. marz. — Á
sunnudagskvöldið var ráðizt með
grjótkasti á nokkur hús í Mið-
bænum og alimargar rúður
brotnar. Ekki hefur hafzt upp á
sok udólgunum.
Bifreið valt út af Hafnar-
stræti hér í bæ og ofan í fjör-
una, sunnan við samkomuhús
bæjarins, um átta-leytið sl. föstu-
dagskvöld. Bifreiðin skemmdist
allmikið, en ökumaður, sem
grunaður er um ölvun við akst-
urinn, slapp ómeiddur. Mál hans
eir í rannsókn.
1 gærkvöldi rann mannlaus
bifreið af staðnum framan við
Hótel KEA þvert yfir Hafnar-
stræti og skall á dyr verzlunar-
innar Hebu. Nokkrar skemmdir
urðu á húsinu og bifreiðinni.
— Sv. P.
Ók niður
ljósastaur
LAUST fyrir kl. 4 aðfaranótt
sunnudags ók mjög drukkinn
maður austur Miklubraut og
lenti hann upp á eyju milli ak-
brautanna, rétt austan við Rauð-
arárstíg.
Beygði maðurinn síðan til
vinstri og yfir á nyrðri gang-
stéttina og ók eftir henni, unz
hann lenti á ljósastaur, sem
brotnaði niður.
Maðurinn fór út úr bílnum,
gekk nokkur skref og hneig svo
niður. Þar var hann tekinn af
lögreglunni og fluttur á Slysa-
varðstofuna og þaðan í fangahús.
Bíllinn skemmdist allmikið, en
maðurinn slapp lítið meiddur.
áhugi á tækninámi
Akranesi, 130 frá Keflavík, flest-
alla unglinga Grindavíkurskóla,
velflesta nemendur Hlíðardals-
skóla auk fjölda unglinga úr
Hafnarfirði og Kópavogi. Veik-
indi (inflúenzan) komu í veg
fyrir þátttöku nemenda úr
Reykjaskóla, Reykholti og Laug-
arvatni, sem hug höfðu á að
sækja starfsfræðsludaginn.
Aðsókn að hinum ýmsu starfs-
greinum var eðlilega misjöfn og
réð þar nokkru um hvort fræðslu
sýningar voru tengdar. starfs-
greinum eða ekki. T.d. vöktu
verklegar námsdeildir Iðnskól-
ans forvitni margra.
350 heimsóttu hina verklegu
deild prentara og prentmynda-
smiða í Iðnskólanum, en 25
spurðu um fögin. Virðist dag-
legur lestur blaða og bóka valda
því að margir vilji sjá hvernig
þessir daglegu förunautar eru
gerðir þótt þeir hafi ekki í huga
að gerast prentarar eða prent-
myndasmiðir.
Og ekki varð tölu komið á þá
sem ræddu við blaðamenn, en
greinilega voru það fleiri en
nokkru sinni fyrr.
Unglingar virðast hafa meiri
áhuga á að aka bílum en gera við
þá, þvi 33 ræddu við fulltrúa bíl-
stjóra og 20 við ökukennara, en
aðeins 19 við fulltrúa bifvéla-
virkja og 8 við bifreiðasmiði.
Var þessum piltum boðið að
heimsækja bifreiðaverkstæði
Þóris Jónssonar í Brautarholti 6.
Kennaraskóli íslands átti nú í
fyrsta sinn sérstaka fulltrúa á
starfsfræðsludegi og ræddu 19
við þá, 10 spurðu um nám
íþr4 akennara, 30 um húsmæðra
ke» iraskóla, 36 um handa-
vin» deild kennaraskóla, 42 um
hú» eðraskóla.
Mikill fjöldi heimsótti sérstak-
lega smekklega fræðslusýningu,
sem Verzlunarskóli íslands stóð
fyrir, var mikil alúð lögð við þá
sýningu af hálfu nemenda skól-
ans.
Fræðsludeild löggæzlu- og um-
ferðarmála var mjög fjölsótt,
enda vel til hennar vandað. 319
drengir og 105 stúlkur ræddu við
fulltrúa og götu- og kvenlög-
reglu og 40 við rannsóknarlög-
regluna og 17 við bifreiðaeftir-
litið.
220 unglingar ræddu við full-
trúa slökkviliðsins og 117 heim-
sóttu Slökkvistöðina.
Eins og venjulega var mikil
aðsókn að flugmálum og öllu
meiri en síðastliðið ár. 248 stúlk-
ur ræddu við flugfreyjuna og
524 spurðu um önnur störf flug-
málanna. Um 800 unglingar
heimsóttu verkstæði Flugfélags
íslands.
Menntaskóla- og landsprófs-
nemar lögðu eðlilega leið sína
til fulltrúa háskólamenntaðra
manna, og spurðu langsamlega
flestir um tæknigreinar, meðal
annars spurðu um 100 manns um
störf tæknifræðinga, sem nú er
mjög mikill skortur á. Þrír vildu
fræðast um grasafræði, 6 um líf-
eðlisfræði, 4 steinafræði, 2 dýra-
fræði, 1 jarðsögufræði, 4 jarð-
fræði, 1 fiskifræði, 7 erfðafræði,
12 stærðfræði, 15 sálfræði og
uppeldisfræði, 34 hagfræði og
viðskiptafræði, 5 veðurfræði, 2
landafræði, 13 lyfjafræði, 13 lög-
fræði, 20 vélaverkfræði, 30 bygg-
ingarverkfræði, 25 efnaverk-
fræði, 8 landmælingaverkfræði
og 50 rafmagnsverkfræði. 44
spurðu um arkitekur. Um guð-
fræði spurðu 9, BA-nám og ís-
lenzk fræði 18 og ca. 50 um nám-
styrki og námslán. Um námskeið
og skóla á Norðurlöndum svo og
finnska skóla spurðu 40. Tíu
unglingar ræddu við norska
sendikennarann, 9 við þann
sænska, 14 við þann danska, 11
þann þýzka, 10 þann bandaríska
og 38 við fulltrúa brezkra skóla,
sem var íslenzkur. Hinir erlendu
L Þessi mynd var tekin sl. laug 1
/ardag, þegar verið var að vera V
1 við skrúfuna á ms. Fjallfossi, U
\en smáskemmdir urðu á henni J
ti ísalögunum ytra um síðustu fl
mánaðamót Gert var við skip 1
ið við uppfyllinguna fram und t
an gamla Eimskipatélags-pakk U
húsinu. Viðgerðin fór þannig n
fram, að skipið var létt að aft-1
an og þyngt að framan, unz 1
Iskuturinn reis svo hátt, að«
\ skrúfan var að mestu úr sjó. U
iXárnsmiffir unnu siðan að við í
í gerðinni á íleka og beittu 1
/þremur logsuðutækjum. 1
X (Ljósm.: Sv. Þ.). íl
skólamenn létu mjög vel yfir
þeirri reynslu sem þeir fengu á
þessum degi.
Framkoma unglinganna var
sérstaklega góð á þessum degi
og má fullyrða að allir hafi verið
ánægðir með daginn, bæði leið-
beinendur og unglingar.
Meðal gesta á starfsfræðslu-
daginn var borgarstjórinn I
Reykjavík, borgarritari, alþingis-
menn og fleiri.
• Enn um bræðslu-
lyktina í Laugarnesi
„Verkamaður skrifar:
„Einhver, sem kallar sig
„pestahverfisbúa“, skrifar í blað
þitt á sunnudag, og auk vand-
lætingasemi út af ímyndaðri
„pest“ í Laugarneshverfi, óskar
hann upplýsinga um „himna-
stromp“.
Mér er kunnugt .um, að Síld-
ar- og Fiskimjölsverksmiðjan á
á Kletti hefir fyrir mörgum mán
uðum síðan lagt fram mikið fé
til byggingar 70 metra skor-
steinshæðar við verksmiðjuna 1
því skyni að eyða óþef, sem
stundum hefir leitt frá fyrirtæk-
inu í norðanátt yfir næsta íbúða
hverfi. En þessar framkvæmdir
voru stöðvaðar af byggingafull-
trúa borgarinnar, vegna þess að
hann taldi járnabindingu ekki
nægilega sterka, og hafði þó
verið gert ráð fyrir sama styrk-
leika járnabindingar og er í Se-
mentsverksmiðju ríkisins á
Akranesi. Járn af þeim styrk-
leika, sem krafizt var, fékkst
ekki í landinu, og þetta stöðvaði
verkið um langan tíma. Fyrir
því þótti ekki ráðlegt að hefja
verkið að vetrarlagi, þar sem
skorsteininn þarf að byggja í
einum áfanga, í góðu veðri og
frostlausu, og tekur þá um 21
dag.
Dagana 18. og 19. marz lagði
nokkurn óþef yfir Laugarnes-
hverfi, en báða þá adga var verk
smiðjan stöðvuð hluta hvors
dags til að koma í veg fyrir
óþægindi.
• Mikilvæg
atvinnugrein
Sá góði maður, sem þjáist af
„pestum" í sinu hverfi, skyldi
hugleiða, að óþefur frá síldar-
verksmiðju er ekki pestnæmur,
þótt hann valdi sumu fóiki óþæg
indum. Og þessi þjáði maður
ætti einnig að hugleiða, að mörg
hundruð manns hafa atvinnu af
að geta notfært sér fyrirtækið,
sem er allveigamikill þáttur 1
að gera aðaiatvinnuveg okkar
að tryggari starfsgrein, en ann-
ars væri. Hann gæti einnig lagt j'
hönd sína á hjartað oj spurt,
hvort sjávarútvegunnn hafi
ekki lagt nokkurn skerf ttl þess,
að menn gætu eignazt íbúðir og
húsin heil, svo að þess vegna
væri skylt að þola þessa atvinnu
grein, enda þótt öríáir dagar á
ári létu eítir sig einhvern óþef
í nösum. Eða erum vjð að verða
of fínir til þess, að þola aðal-
atv'nnuveg þjóðarinnar í heild?
Éj bý við Kleppsveginn og
þar hefi ég hvergi rekizt á neitt
, pestahverfi", enda ber fóikið
þar með sér, að það er nraust,
glæsilegt og glaðlynt manndóms
fólk af öllum stéttum. „Pesta-
hverfisbúinn" hlýtur að búa
utan Reykjavíkurborgar, því að
í borginni er ekkert slíkt hverfi
íil.
Verkamður".
— Velvakandi vill taka þa8
fram, að sá, sem skrifaði bréfið
á sunnudag, kallaði sig „Pest-
arhverfisbúa", en ekki „Pesta-
hverfisbúa", eins og stóð í blað-
inu af völdum prentvillipúkans.
BOSCH
RAFKERTI
1 BÍLA
Eitt sinn
BOSCH
Ávallt
BOSCH
BRÆÐURNIR
ORMSSON
Vesturgötu 3. BOSCH