Morgunblaðið - 26.03.1963, Blaðsíða 10
10
MORCVISBLAÐID
Þriðjudagur 26. marz 1963
ísl. prestar styðja með
bæn baráttuna gegn
hungrinu í heiminum
BISKUPINN yfir íslandi hefur
ritað prestum landsins bréf varð
andi baráttuna gegn hungri í
heiminum, þar sem hann óskar
eftir því að prestar og söfnuðir
minnist þessa sérstaklega í boð-
un og bæn. Sendir hann jafn-
framt bæn þá sem dr. Martin
Niemöller, einn af forsetum al-
kirkjuráðsins hefur samið, til
nota við guðsþjónustur.
í bréfi biskups segir m.a.:
Eins og yður er kunnugt, hef-
ur Matvælastofnun Sameinuðu
þjóðanna gengizt fyrir skipu-
lagðri sókn til þess að bæta úx
skortinum i heiminum. Það er
staðreynd, að meira en helming-
ur jarðarbúa líður skort, hefur
ekki viðurværi, er nægi til þess
að halda- heilsu og kröftum og
vantar víða mikið á, að svo sé.
Hér er um mein að ræða, sem
hinum beztu mönnum þykir ein-
sætt, að unnt sé og skylt að
bæta, og tekur það fyrst og
fremst til þeirra þjóða, sem lifa
í allsnægtum.
Alkirkjuráðið (World Council
of Churches) hefur látið þetta
mál til sín taka fyrr og síðar
og haft mikla samvinnu við Mat-
vælastofnunina. Hefur Alkirkju
ráðið hvatt kirkjur heimsins til
þess að stuðla með áhrifum sín-
um og fyrirbæn að því, að sókn-
in gegn hungrinu megi bera sem
beztan árangur. Aðalfram-
kvæmdastjóri Alkirkjuráðsins,
W. A. Visser’t Hooft, hefur með
umburðarbréfi óskað eftir því,
að prestar og söfnuðir minntust
þessa sérstaklega í boðun og bæn.
Jafnframt hefur hann sent bæn
þá, er hér fylgir með, til nota
við guðsþjónustur, , en bænina
hefur samið dr. Martin Niemöll-
er, einn af forsetum Alkirkju-
ráðsins.
Vil ég hér með, kæri sóknar-
prestur, beina þessum tilmælum
til yðar með beiðni um, að þér
kynnið þetta mál fyrir söfnuð-
um yðar og gerið það að bæn-
arefni við eina eða fleiri guðs-
þjónustur. Jafnframt bið ég yður
að vekja athygli á því, að þrátt
fyrir framlag íslenzka ríkisins
til Matvælastofnunarinnar, væru
gjafir einstaklinga, sem af nægt-
um hafa að taka, mjög kær-
komnar og æskilegar, og
kirkja íslands kemur slíkum
gjófum áleiðis til réttra aðilja.
Jónas Sigurösson og Guðmundur Lárusson hnyta net.
(Ljósm.: Mbl. Sv. Þ.)
Höröur Þorsteinsson veitir nemendum sínum tilsögn í bætingu þorskaneta.
sumar. Eg er búinn að fa
loforð fyrir skipsplássi hjá
Eimskip.
— Hvað áttu að gera um
borð?
. —Ætli ég verði ekki létt
matrós, — viðvaningur á
dekki.
Næsta fórnardýr til svölun
ar forvitni okkar er Jónas
Sigurðsson, 14 ára nemandi í
1. bekk Gagnfræðaskóla Aust
urbæjar.
— Ætlar þú að verða sjó
maður, Jónas? ■
— Já, ég er alveg ákveð-
inn í því.
— Ætlarðu þá í Stýrimanna
skólann, þegar þú ert búinn
í gagnfræðaskólanum?
— Þegar ég lýk 2. bekk
þar, ætla ég í Gagnfræðaskóla
Verknáms og síðan í Stýri-
mannaskólann.
— >ú ætlar náttúrulega að
verða skipstjóri, er það ekki?
— Jú, — eða að minnsta
kosti læra til þess.
— Hefur þú nokkurn tíma
verið á sjó?
— Já, ég var á skólaskip-
inu Sæbjörgu um vikutíma í
sumar, en þá veiktist ég og
varð að fara í land.
— Var það sjóveiki?
— Nei.
— Eg var í þrjár vikur á
Sæbjörgu, heyrðist þá sagt
við hliðina á okkur. Þar er
kominn félagi Jónasar, Guð-
mundur Lárusson, 13 ára.
Hann er líka í 1. bekk Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar.
— Voruð þið á marhnúts-
veiðum?
— Nei, við vorum á línu og
handfærum.
— Hvað voru margir um
borð?
— Það var skipstjórinn,
stýrimaðurinn, bátsmaðurinn,
tveir vélstjórar og 12 strák-
ar. Við höfðum tvær vaktir,
6 á hvorri.
— Þú ætlar sjálfsagt að
verða sjómaður.
— Já, þú getur verið viss
um það. Eg vil það og pabbi
vill það lika.
— Er hann kannske sjó-
maður?
FYRIR skömmu kom aldrað-
ur sjómaður inn á netaverk-
stæði. Hann rak upp stór augu
er hann sá nokkra kornunga
pilta þar við hnýtingu. Virti
hann lengi fyrir sér vinnu-
brögð þeirra og sagði síðan
við verkstjótann: — Hvar í
ósköpunum hafa þessir dreng
ir lært að hnýta net? Ekki
virðast þeir vera svo gamlir
að þeir geta hafa verið lengi
á sjó. — Blessaður vertu, þeir
hafa lært þetta á sjóvinnunám
skeiðinu. Þeir eru eldklárir,
sagði verkstjórinn.
„Það er hvergi hægt að
græða nema á sjdnum"
segir einn rlemenda á sjó
vinnunámskeiðinu
★
Það voru sannkallaðir at-
hafnamenn, sem við hittum
fyrir í Félagsheimili Glímu-
félagsins Ármanns, er við
komum þangað í heimsókn
fyrir nokkrum dögum. Þar
stendur yfir sjóvinnunám-
skeið á vegum Reykjayíkur-
borgar. Þátttakendurnir, sem
flestir eru á aldrinum 13—16
ára standa niðursokknir í
vinnu sína, netahnýtingar,
splæs o.fl.
Tveir kennarar eru nemend
um til leiðsagnar. Hörður Þor
steinsson og Pétur Ólafsson.
Hörður skýrir okkur svo frá,
að þessi námskeið hafi verið
starfrækt síðan 1958 með svip
uðu sniði, nema hvað bætt
hefur verið við fáeinum
kennslugreinum, t.d. hjálp í
viðlögum og vélfræði. Höfuð-
greinarnar eru hnýtingar, með
ferð áttavita og splæ.ingar á
kaðli og vír. Kennarar eru
þrír, Hörður, Pétur og Einar
Guðmundsson. Kennt er tvö
kvöld vikunnar, IV2 klst. í
hvort skipti.
Nokkrir nemendanna hafa
fengið sér aukavinnu á neta-
verkstæði með skólanum og
hafa þannig drjúgan aukaskild
ing. Tökum við tali einn
þeirra, Ragnar Svavarsson,
— í hvaða skóla ert þú,
Ragnar?
— Gagnfræðaskóla Verk-
náms, í 3. bekk, járn- og tré-
smíðadeild.
— Á hvaða netaverkstæði
vinnur þú?
— Hjá Eggert Theódórs-
syni.
— Hefur þú hvergi lært til
þeirra verka nema hér á nám
skeiðinu?
— Nei, en ég var hér líka
í fyrra.
— Ætlar þú að gerast sjó-
maður?
Pétur Ólafsson kennir
tveimur ungum mönnum
að spiæsa tó.
— Nei, en afi er það.
— Ætlar þú’í Stýrimanna-
skólann?
— Já, í fiskimannadeildina.
— Af hverju vilt þú endi-
lega fara á sjóinn?
— Nú, það er hvergi hægt
að græða annarsstaðar, mað-
ur.
— Eruð þið að hugsa um að
fara á sjóinn í sumar, strák-
ar? spyrjum við Jónas og Guð
mund.
— Já, það getur verið að
við komumst á bát. Hörður
ætlar að reyna að útvega okk
ur pláss á snurvoð.
Ragnar Svavarsson viö netahnýtingu
— Eg er ekki alveg búinn
að ráða það við mig ennþá,
en ég ætla að fara á sjóinn í