Morgunblaðið - 26.03.1963, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 26. marz 1963
MORGVISBL 4Ð1B
23
— Sement lækkar
Framih. ai bls. 24
smiðjunnar á sinn góða þátt í
hagkvæmari rekstri hennar.
Framkvæmdum í Ártúnshöfða
hraðað.
Það kom fram í viðtalinu að
Sementsverksmiðjan hefur í
Ihyggju að fara sem fyrst í fram-
kvæmdir í Ártúnshöfða, en þar
á að koma upp sementsafgreiðslu
fyrir Reykjavík og afgreiða allt
sement þar laust, eins og tíðkast
í þéttbýli erlendis. Verða fyrstu
framkvæmdir þar bygging pökk-
unarhúss fyrir sement, þriggja
sementsgeyma og bifreiðavogar.
Uppihaf málsins var það að
fram komu óskir sementskaup-
enda í Reykjavík og nágrenni um
að Sementsverksmiðja ríkisins
athugaði möguleika á flutningi
á lausu sementi til Reykjavíkur
og dreifingu þess þaðan. Var þá
farið fram á að hafnarnefnd
Reykjavíkurborgar heimilaði
Sementsverksmiðjunni að koma
sér upp aðstöðu til dreifingar á
lausu sementi innan hafnarsvæð-
isins. En þeirri umleitan var
neitað. Af þeim sökum verður
nú að hraða framkvæmdum í
Ártúnshöfða, til að þessi þjón-
usta við sementsnotendur kom-
ist á, að því er þeir Ásgeir og
Jón tjáðu blaðinu.
Um 80% af sementi frá verk-
smiðjunni er selt frá maí til
október, og þar sem afköst sem-
entskvarnarinnar er jöfn yfir allt
árið 11 þús. lestir á mánuði, er
óhjákvæmilegt að fá aukið
geymslurými annars gæti svo far
ið að verksmiðjan hefði ekki und
an þegar eftirspurnin er mest.
Nú er geymsla til fyrir 12 þúá.
lestir, en geymslurými þyrfti að
vera fyrir 20—30 þús. lestir.
Aðspurðir hvenær byrjað
yrði á framkvæmdum, svöruðu
þeir því til, að ekki væri unnt
að svara því, enda ekki fengin
staðfesting ríkisstjórnarinnar á
áætlunum. En þegar framkvæmd
ir hefjast, mun byrjað á að bjóða
út sprengingar fyrir geymunum.
Hvað hafnarmannvirkjum við-
kemur er þess vænzt að Reykja-
vikurborg komi þeim upp.
Styður jarðvegsrannsóknir
>að kom einnig fram í viðtal-
inu að Sementsverksmiðjan get-
ur auk sementsins framleitt 10
þús. lestir af áburðarkalki árlega
en eftirspurn eftir þessari vöru
hefur ekki verið mikil, þótt jarð-
vegsfræðingar álíti að víða á
landinu sé þörf fyrir kalkáburð
í jarðveginn. Af þessum sökum
hefur Sementsverksm. ríkisins
Stutt með fjárframlögum sérstak-
®r jarðvegsrannsóknir, þar sem
könnuð hafa verið áhrif áburðar
kalks á grassprettu. Hefur
Bændasfcólinn á Hvanneyri aðal-
lega annazt þessar tilraunir og
rannsóknir í samráði við Sem-
entsverksmið j una.
Ný ódýrari
sements-
gerð
INNAN skamms kemur á
markaðinn ný tegund af se-
menti frá Sementsverksmiðju
ríkisins, og verður það nefnt
Faxasement, en eiginleikar
þess samsvara því sem erlend
is er nefnt puzzoiansement.
Þetta nýja sement verður
selt 100 kr. ódýrari lestin, en
venjulegt sement. Eru góðar
vonir bundnar við þetta nýja
sement til margháttaðra fram
kvæmda, svo sem til hafnar-
/ gerða, í húsgrunna, til pússn-
' inga o.fl.
— Bæjakeppnin
Framihald af bls. 22
B-flokur, C-flokkur og kvenna-
flokkur fóru sömu braut og A-
flokkur.
í stórsvigi urðu úrslit þessí í
A-flokki:
1. Jan Norkeite Laksevaag 56.0
2. Þorbergur Eysteinsson 57,5
3. Sigurður Einarsson 58,0
4. Knut Rockne Bergen 58,8
5. David Andersen Bergen 59,0
6. Gunnlaugur Sigurðsson 62,7
7. John Foryste Skotland 63,&
8. Movinkel Bergen 65,2
9. Sig. R. Guðjónsson 65,5
10. Hermanrud 65,6
12. Hinrik Hermannsson 135,7
Brautin var hættuleg, m.a. fót
brotnaði Skotlandsmeistarinn
David Banks. Mótsstjórinn breytti
hættulegasta kafla brautarinnar
án þess að láta vita, þegar kepp-
endur vor komnir upp að rás-
marki. Við þessa breytingu fóru
margir út úr brautinni á þeim
stað sem henni var breytt m.a.
Valdimar örnólfsson og Guðni
Sigfússon og tugir annarra.
í B-flokki sigraði Erik Roll
Bergen 57,0. Þorgeir Ólafsson var
þar í 10. sæti á 72,0 og Ásgeir
Christensen í 11. sæti með 72,8.
í C-flokki vann Knut Aase
Bergen 66,4. Helgi Axelsson varð
í 5. sæti með 67,3 og Þórður Sig
urjónsson í 17. sæti með 94,0 sek.
Allir flokkar fóru sömu braut.
Úrslit bæjakeppninnar urðu
því þau að Bergen sigraði með
samanlögðum tíma 6 beztu manna
í hvorri grein 875,7 sek. (512,1 í
svigi og 363,6 í stórsvigi) Reykja
vík var í öðru sæti með 945,4 sek
(562,4 í svigi og 383 í stórsvigi).
Glasgow hafði 1074,5 sekúndur.
Skíðamennirnir létu mjög vel
yfir dvölinni í Solfönn og öllum
aðstæðum.
Misskiiningur ríkti með skipan
sveitanna. Fram að þessu hafa
Bergen og Glasgow háð slífca
keppni 9 sinnum og sveitir þá ver
ið skipaðar 4 körlum og 2 konum.
Höfðu Bergensmenn hins vegar
skrifað hingað upp að ekkj væri
Évgení Évtusjenko.
Évfusjenko varð skyndilega veikur
— og aflýsti ferð til Ítalíu
Er Sovétskáldið flúið frá Moskvu?
DANSKA blaðið Politiken
skýrði frá því sl. föstudag,
að sovétskáldið Évgení
Évtusjenko hafi á síðustu
stundu aflýst ferðalagi til
ítalíu, vegna skyndilegra
veikinda. Évtusjenko er nú
heima í Rússlandi og hefur
að undanförnu forðazt
vestræna fréttamenn eins
og heitan eldinn. Hann
hefur ekki dvalizt á heim-
ili sínu í Moskvu síðustu
daga og er talið, að hann
leynist einhversstaðar ut-
an borgarinnar.
Italskir fréttamenn eru
þeirrar skoðunar, að Évtu-
sjenko hafi orðið að beygja
sig fyrir hörku Krúsjeffs
gagnvart hinum frjálslyndari
lista- og menntamönnum í
Sovétríkjunum.
Évtusjenko átti að dveljast
í Torino um hríð á vegum
ítalska menningarsambands-
ins. Rétt áður en hann var
væntanlegur, sl. fimmtudag,
barst Torino-deild sambands-
ins, sem skipulagði ferðina,
símskeyti frá Galíu, konu
hans. Þar stóð: „Évtusjenko
varð skyndilega veikur. Hann
getur ekki ferðast. Biðjumst
afsökunar".
Þegar innt var nánar eftir
aðstæðum Évtusjenkos í
Moskvu, upplýstist, að hann
hefur ekki dvalizt á heimili
sínu í borginni í marga daga,
og er talið, að hann hafi farið
í felur burt úr Moskvu. Hann
hefur að undanförnu forðazt
með öllu að hafa samband við
vestræna fréttamenn — eða
eftir að Krúsjeff ávítaði hann
harðlega á fundi í Kreml með
flokksforystumönnunum og
sovézkum menntamönnum. —
Þar lýsti Krúsjeff því meðal
annars yfir, að nokkur ljóða
Évtusjenkos gæfu falska
mynd af lífinu í Sovétríkjun-
um.
nauðsyn að hafa konur með og
hættu því tvær beztu skíðakonur
Reykjavíkur sem valdar höfðu
verið við ferðina. Keppninni var
síðan breytt í hreina karlasveit í
þetta skipti.
— Badminfon
Framihald af bls. 22
þá næstu með 15:3, og aukalot-
una vann svo Óskar 15:8. Þetta
var mjög vel leikin viðureign af
beggja hélfu Oig leikurinn ekki
ójafn í heild. Óskar er nú sýni-
lega í mjög góðri æfingu og
sigraði hann í þremur greinum
í mótinu. En ennþá eru 6 vikur
til ísiandsmótsins og hvorugur
þessara snjöllu leikmanna hefur
sagt sitt síðasta orð.
í tvíliðaleik karla sigruðu Garð
ar Alfonsson og Óskar Guð-
mundlsson þá Jón Höskuldsson
Og Rafn Viggósson með leiftrandi
sóknarstíl með 15:7 og 15:5. Þeir
Jón og Rafn veittu þó verulegt
viðnám, og í undanrásui., höfðu
þeir staðið sig með ágætum.
í tviliðaleik kvenna sigruðu
þær Guðmunda Stefánsdóttir og
Jónína Nieljóhníusardóttir. Þær
sigruðu Huldu Guðmundsdóttur
og Júlíönu Isebau-n í jöfnum
og skemmtilegum leik með 15:10
og 15:12.
I tvenndarkeppni sigruðu Húlda
og Óskar þau Jónínu og Lárus
Guðmundsson, eftir að þau síðast
nefndu höfðu unnið fyrstu lot-
una 15:7. Hinar síðari unnu þau
Hulda og Óskar með 15:13 og
15:2.
Áhorfendur voru allmargir og
fór mótið hið bezta fram undir
stjórn Karls Maack, formanns
mótanefndar T.B.R.
— ísland rak
Framlhald af bls. 22
hafi verið verst undir mótið
búið vegna lakrar æfingaað-
stöðu hér heima.
En hér koma úrslit í öLluim
leikjum mótsins og heildarstig:
ísland — Noregur.......16-14
Svíþjóð — Finnland.....20-12
Danmörk — ísland ......21-15
Danmönk — Finnland .... 24-14
Svíþjóð — Noregur......17-15
Finnland — ísland .... 17-12
Noregur —Danmörk .... 21-20
Svlþjóð — ísland.......26-15
Noregur — Finnland .... 16-14
Danmörk — Sviþjóð .... 15-13
U J T M
SvJþjóð ....... 3 0 1 76-57
Danmörk........ 3 0 1 80-63
Noregur ....... 2 0 2 66-67
Finnland ...... 1 0 3 57-72
103 58-78
SEMENTSVERKSMIÐJA
ríkisins hyggst brátt hefjast
handa um byggingu sements-
afgreiðslu fyrir laust sement
eins og fram
blaðinu. Fyrst
verða reistir 3 geymslugeimar
hugsanlegum, pökkun-
uppdrættinum)
og bifreiðavog (nr. 4). Sjávar-
málslínan sýnir að gert er
ráð fyrir mikilli uppfyllingu
með vegi meðfram sjónum og
hryggju (nr. 5).
Eldur í Teppa-
"erðinni h.f.
ELDUR kom upp aðfarandít
sunnudags í Teppagerðinni hf.,
Súðarvogi 4. Kviknað hafði í
lofti, sem klætt er með timbri og
texi.
Starfsmenn urðu varir við eld-
inn um 8 leytið á sunnudags-
morguninn og kölluðu slökkvi-
liðið strax á vettvang. Gekk
mjög fljótt að slökkva eldinn.
Mikill reykur var í húsinu, en
eldurinn var ekki magnaður.
Nokkrar skemmdir urðu.
Virðist sem eldurinn hafi
kviknað út frá rafmaigni, enda
var mest brunnið í kring um
rafleiðslu og tengidós á loftinu.
— Alþingi
Framhald af bls. 8.
aðsókn er auk þess þegar orðin
mikil að skólanum næsta ár. Á
Hólum hefur aðsóknin verið mis-
jöfn, en eins og hún er nú, lofar
það góðu um framtíðina. Þar eru
nú 22—23 nemendur, þar af 18 1
yngri deild. Sæki þeir allir skól-
ann næsta vetur, og þó ekki væri
nema 1 nemendur til viðbótar 1
yngri deild, yrði skólinn fullset-
inn.
Þá veik ráðherra að því, að
betri aðbúnaður þyrfti að vera á
bændaskólunum en verið hef-
ur, ekki sízt á Hólum. Þó hefði
í vetur verið lagt meira til að-
gerða og uppbyggingar í þeim
en oft áður.
Nefnd sú, er frumvarpið samdi,
hefði leitazt við að samræma
kennsluna breyttum aðstæðum.
Mætti þar m.a. nefna, að í frv.
er lagt til að auka vélfræði-
kennsluna mjög. í því skyni er
lagt til, að sérstakur vélfræði-
kennari verði ráðinn til skól-
anna, og góðum vélaverkstæðum
komið þar upp, svo að nemend-
urnir læri ekki aðeins að fara
með vélar, heldur og að gera við
þær, sem hver bóndi þarf að
kunna, eins og búskaparhættir
eru nú.