Morgunblaðið - 26.03.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 26. marz 1963 MORCVTSBLAÐIÐ 13 Tónleikar Sinfóníu hljómsveitarinnar FJÖGUR verk voru ílutt á tónleikujm Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem haldnir vom í sam- komuhúsi Háskólans sl. fimmtu- dag undir stjórn Williams Striok- lands: Indtroduktion og Allegxo fyrir stroklhlljóðfaari eftir Bd- ward Elgar, þættir úr tónleikum eftir Jón Leifs við „Galdra- Loft“ Jóhanns Sigurjónssonar, „ Gengið í Paradísargarð" eft- ir Frederick Delius og loks sin- fónía nr. 16, kölluð „hin ís- lenzka“, eftir Henry Coweill. Ekki þarf að kvarta undan þvi, að þessi verk hafi mætt mjög á eyrum áheyrenda, þvi að ekik- ert þeirra mun hafa heyrzt hér á tónleikum fyrr, nema einhver brot úr músíkinni. við „Galdra- Loft“ fyrir hartnær fjórum tug- um ára. I>að orkar tæplega tvímælis, að af þeim fimm höfundum, sem hér áttu hlut að máli, var Jó- hann Sigurjónsson sá, sem mest hafði að segja og sagði það bezt. Hann fór með sigursveiginn af þessu skáldaþingi, þótt í efnis- skránni væn látið 'fara eins lítið fyrir nafni hans og framast var kostur. Ef til vill var hann líka sá höfundanna, sem bezta túlkun ina hlaut í meðferð Gunnars Eyjólfssonar leikara. Hann sagði fram atriðin úr „Galdra-Lofti“ 6körulega og með dramatiskum tilþrifum, þótt framsögn hans hefði Kklega orðið með öðrum blæ á leiksviði. Hann mátti hafa sig allan við, svo að hljómsveit- in færði ekki rödd hans í kaf, og hrökk stundum ekki tiL Þættirnir úr tónleikum við „Galdra-Loft“, sem hér voru fluttir, eru, að einum slepptum, eins konar undirleikur við valin atriði úr leiknum. Tónlistin er algerlega háð textanum og raun- ar óhugsandi án hans. Stundum er gengið svo langt í undirstrik- un einstakra orða, að broslegt rná kalla. Sjálfstætt tónlistar- gildi verksins er því næsta lítið. En það fer oft furðu nærri hug- blæ leiksins og mundi vafalaust geta aukið til muna áhrifamátt hans á leiksviði, ef rétt væri á haldið. Sérstöðu hefir sorgar- mars, forspil þriðja þáttar, þar eem tónlistin losnar í bili und- an harðstjórn hins talaða orðs. Einnig hér er að vísu treyst á bókmenntaleg hugmyndatengsl (Allt eins og blómstrið eina), en harmblærinn, sem yfir þættin- um hvílir, nær dýpra, og er hér um að ræða músík, sem í hrjúf- um einfaldleik sínum býr yfir mikilli „stemningu." Þrátt fyr- ir augljósa galla á flutningi þessa verks, mun það þó að öllu sam- anlögðu — texta og tónum — verða minnisstæðast áheyrand- anum af því, sem hér var á boð- Stólum. Ensku verkin tvö, eftir Elgar og Delius, heyra til liðnum tíma, þótt bæði séu samin á þessari öld, og hvorugt þeirra orkar aterkt á nútíma hlustanda, að minnsta kosti utan heimalands eíns. Sa er þó munur á þeim, að verk Elgars ber hressilegan svip og á því er viss myndarbragur, þótt ekki risti það djúpt. Verk Delius hefir hins vegar á sér flest óskemmtilegustu einkenni síð- rómantískrar tónlistar. Engin tónlist virðist nú eins hörmu- lega „úrelt“ og sum þessara verka frá aldamótunum síðustu. Þrátt fyrir nálægð þeirra í tíma- talinu standa þau nútímamann- inum stórum fjær en tónlist liæstu tveggja alda á undan að minnsta kosti. Litskrúð þeirra sýnist svo furðulega sölnað og Imdrúmsloftið eins og í gamal- daes stásstofu með rykugum plussmúblum og lokuðum glugg- um. Þá er komið að því verkinu, sem mun hafa átt að vera „piéce de résistance“ þessara tónleika, 16. sinfónía ameríska tónskálds- ins Henry Cowells, sem hann nefnir „hina íslenzku“. í efnis- skrá segir, að verkið sé samið fyrir William Strickland og Sin- fóníuhljómsveit íslands til minn- ingar um Vilhjálm Stefánsson landkönnuð. Það er ekki á hverjum degi sem víðfræg tónskáld semja „ís- lenzk“ tónverk og láta frum- flytja þau hér, þótt það hafi að vísu komið fyrir áður. Slíkur viðburður vekur að sjálfsögðu ekki litla eftirvæntingu. En því sárari verða vonbrigðin, þegar ekki tekst betur til en hér varð. Það skiptir minnstu miáli í þessu samibandi, að verkið getur ekki talizt sinfónía í neinum venjulegum skilningi orðsins, heldur hljómsveitarsvíta. Hitt er heldur ekki aðalatriði, að is- lenzku þjóðlagamótívin, sem notuð eru — og sum eru raun- ar gerð næsta torkennileg, — setja sáralítinn íslenzkan svip á verkið. Þessi ónákvæmni í nafn- giftinni er lítils verð, og má jafn- vel virða hana höfundi til vor- kunnar, ef hann telur hana geta haft auglýsingagildi fyrir verk- ið. Alvarlegra er, að músíkin virðist að flestu leyti ákaflega flausturslega samin, losaraleg en þó staglsöm í uppbyggingu, stíl- laus og hugmyndasnauð. Stefin eru sviplítil og úrvinnsla þeirra hversdagsleg, formið flatneskju- legt og leiðinlegt. Allt þetta er enn átakanlegra vegna þess, að hljómisveitarbúningur verksins, sem víða er haglega gerður, ber þvi vitni, að hér hefir um fjall- að höfundur, sem betur mundi geta, enda er það kunnugt af sumum fyrri verkum hans. Um- mæli þessi eru almenns eðlis, en svo auðvelt er að finna þeim stað með beinum tilvísunum til verksins, að það er naumast ó- maksins vert. Ég veit ekki, hvað mátt hefði segja um þetta verk, ef það hefði hrokkið úr penna einhvers ungl- ings eða viðvanings. En þar sem í hlut á höfundur, sem áður hefir samið fimmtán sinfóniur auk ó- talinna annarra verka, talið sig meðal nýskapenda og brautryðj- enda í tónlist í. hartnær hálfa öld og meira að segja um skeið notið eins konar frægðar sem „■enfant terrible“, getur vitnis burðurinn því miður ekki orðið annar né betri. Og er leitt til þess að vita, eins og allt er í pottinn búið. Jón Þórarinsson. lióðhundurinn Nonni VEGNA SKRIFA í dagblöðum j hún berst. Sveitin og Nonni eru Tn fl — „« „ „l, á .. r, 111 T.í /(Vt/i o Irntvi O 4*11 Reykjavíkur um sporhundinn „Nonna" viljum við undirritaðir taka fram eftirfarandi: „Nonni“ kom til landsins um síðustu áramót frá Bandaríkjun- um. Síðan hann kom hingað hefir hann verið undir eftirliti Páls A. Pálssonar, yfirdýralæknis, og fylgir hér með yfirlýsing hans um meðferð hundsins. Fyrir rúmum mánuði fengum við frá fyrri eiganda „Nonna“ leiðbeiningar um meðferð og þjálfun blóðhunda, en þær upp- lýsingar voru því miður ekki fyr ir hendi fyrr. Var þá þegar hafizt handa með þjálfun, sérstaklega með tilliti til þess að gæzlumenn verða með æfingum að læra að þekkja tilburði hundsins þegar hann er á slóð, hvernig hann hag ar sér þegar hann týnir slóðinni og hvernig hægt er að koma hon um á slóðina aftur. Tvívegis hefir verið beðið um aðstoð „Nonna“ þegar hann var nýkominn úr leit eða æfingu. Var farið með hann til að útiloka ekki þann möguleika að hundur- inn gæti veitt aðstoð, þrátt fyrir viðvaranir fyrri eigenda um að láta hann ekki leita að tveimur mönnum sama daginn, þar eð lykt af þeim fyrri sitji þá enn í vitum hundsins og geri honum nær ókleift að leita að öðrum manni. Sögusagnir eins og sú sem birtist í einu blaðinu um að við hefðum sett Nonna upp í rúm mannsins, sem leita átti að, eru náttúrlega ekki nema broslegar. Þeir sem telja sig vita betur, hvernig eigi að fara með spor- hunda eru vinsamlegast beðnir að láta okkur þær upplýsingar f té. Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði hefir á að skipa u. þ. b. 60 manns vönum leitum og skipu- lagningu þeirra. Sveitin hefur aldrei og mun ekki neita beiðni um aðstoð hvaðan af landinu sem Svar við beiðni F.I. kemur nú senn ■ segir Hdkon Djuurhus í samtali í gær MBL. átti í gær stutt símtal við Hákon Djuurhus, lög- mann Færeyja og innti hann eftir því, hvort nokkuð væri nýtt að frétta af Færey jaflugi því sem Flugfélag íslands hef ur í hyggju að taka upp í vor, fáist nauðsynieg leyfi danskra stjórnarvaida. Djuurhus var all vongóður um, að leyfi myndi fást, og kvaðst búast við svari danskra yfirvalda bráðlega. Svo, sem áður hefur verið ávalit viðbúin til að koma til hjálpar en við getum þvi miður ekki ábyrgzt árangurinn. Fólki, sem þarfnast aðstoðar sveitarinn ar skai að gefnu tilefni bent á að hafa samband við .lögregluna í Hafnarfirð: eða Reykjavík. Hafnarfirði, 23. marz 1963. Snorri Magnússon, Birgir Dagbjartsson. Gæzlumenn „Nonna“. Góð meðferð. Vegna ummæla stjórnar Fjár- eigendafélags Reykjavíkur í Morg unblaðinu föstudaginn 15. febrú- ar 1963, þar sem látið er í það skína, að umönnun og meðferð blóðhunds, eign skáta í Hafnar- firði sé ábótavant, óskaði Jóhann Óla'fur Jónsson, Suðurgötu 47, eftir umsögn minni um það mál. Sunnudaginn 17. febrúar skoð- aði ég blóðhund þennan, karldýr, fullorðið, að heimili Jóhanns. Hundurinn hefur verið geymdur í kjallara að Suðurgötu 47, raka lausum, björtum og þrifalegum, síðan hann kom til landsins. Á daginn er honum hleypt úr 1 garð bak við húsið. Umgengni á geymslurúmi hundsins er þokka- leg, hann er sællegur, og hefur fitnað síðan hann kom til lands- ins. Viðmót hundsins ber þess glöggt vitni, að hann sæti góðri meðferð í hvívetna. Auk þess skoðaði ég stað þann, sem hundinum er ætlaður fram- framvegis, að Jófríðarstöðum. — Hefi ég ekkert út á aðbúnað þar að setja. Eg tel því, að enginn grund- völlur sé fyrir þeim aðdróttunum, sem felast í framangreindu við- tali við fjáreigendur í Morgun- blaðinu 15. þ.m. Reykjavík, 17. febrúar 1963. Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir. Góð aflabrögð og mikil afskipun VESTMANNAEYJUM 23. marz. — Tíð hefir verið góð hér við Vestmannaeyjar að undanförnu þar til í gær. Afli hefir verið fremur tregur, en þó lifnað yfir honum síðustu dagana. Hafa bát- ar, sem beztar veiðiferðir hafa gert, fengið allt |upp í 30—40 lestir í róðri. Sj|>mönnum ber saman um að fiskur sé mikill á miðunum, en.hann sé í svo miklu æti, bæði loðnu og síld að hann sé veikur af ofáti. Þeir vona þó að hann fari að ganga á dýpra vatn og fáist þá í net. Bátar, sem fiska í þorskanót eru nú flestir hættir. Þeir fengu dag og dag góð köst, t. d. Hring- ver, Reynir og Ófeigur, sem allir fengu góðan afla. Hjá færabátunum hefir verið skýrt frá í fréttum, þá er nú nokkuð um liðið, frá því, að Flugfélag íslands sótti um leyfi til Færeyjaflugs. Djuurhus, lögmaður, skýrði frá því, að færeysk stjórnar- völd hefðu haft samband við dönsk yfirvöld í vikunni, sem leið, og innt eftir, hvernig gengi með afgreiðslu málsins. Svar hefði ekki borizt enn, en vonir stæðu þó til, að þess væri ekki langt að bíða. Að- spurður sagði lögmaðurinn, að hann gæti þó ekki sagt til um hvaða dag endanleg ákvörðun yrði tekin í Danmörku, en sagðist vonast til þess, að fíug til Færeyja gæti hafizt á þeim tíma, er Flugfélagið miðaði við, þ.e. um miðjan maímánuð. hvað líflegast í vetur, sem verið hefir um árabil. Um 60 bátar af 90, sem héðan róa, eru nú komnir með net. Stígandi og Lundi eru afla- haastir og nálgast afli þeirra 400 tonn. Þar berjast þeir aflamenn- irnir Helgi Bergvinsson á Stíg- anda og Sigurgeir Ólafsson á Lunda um toppinn. Þessa dagana er hér mikil af- skipun á afurðum. Tröllafoss lestaði í gær 500 tonn af fiski- mjöli og skreið. Langjökull tók 400 tonn af vörum í gær. Enn- fremur tóku Drangajökull og Goðafoss mikið af frystum fiski, enda var orðin þörf á, þvi geymslurými frystihúsanna var að verða fullt. — Bj. Guðm. Flöskuskeyti írú íslundi til Noregs Neskaupstað, 20. marz. 18. ÁGÚST 1962 setti Halldór Garðarsson, skipverji á Búða- felli SU, frá Fáskrúðsfirði, flöskuskeyti í sjó 20 sjómílur austur af Norðfjarðarhorni. Fiaskan innihélt, auk skeytis- ins, 25 kr. seðil. Flaskan fannst í fjöru á eyj- unni Træna, sem er við norðvesturströnd Noregs, rétt við heimskautsbaug. Það var .Tohann Sandoy, 15 ára gam- all norskur sjómaður, sem flöskuua fann 28. janúar sL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.