Morgunblaðið - 26.03.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.03.1963, Blaðsíða 24
Vandlátir velja 71. tbl. — Þriðjudagur 26. marz 1963 Sement lækkar um70kr. lestin Aukin sementsnotkun og reksturssparna5ur orsakirnar Viðtal við Asgeir Pétursson og Jón Vestdal I GÆR ákvað stjóm Sements- verksmiðju ríkisins að lækka verð á sementi um 70 kr. lestina, og lækkar verð á sementi úr skemmu í Reykjavík því úr kr. 1330 á lestina í 1360 kr., og önn- ur verð samsvarandi. — Við höfum haft þá megin- reglu frá upphafi að hafa verð á sementi frá Sementsverksmiðju ríkisins jafnan lægra en verð á innfluttu sementi mundi vera, sagði Ásgeir Pétursson, formað- ur verksmiðjustjórnar, er frétta- maður raeddi við hann ag Jón Vestdal, verksmiðjustjóra um j>essa laekkun. —þessu höfum við haldið frá upphafi og verðmunur stundum verið mikill. Nú er verðið t.d. 1330 kr., og kom það greinilega fram þegar boðið var út sement til hitaveitufram- kvæmda að það er lægsta fáan- lega verð. Og nú vex bilið sem sagt ennþá við að sementsverðið færist niður um 70 kr. hjá okkur. Aðalorsakir þess að hægt var að lækka sementsverðið nú eru tvær. 1 fyrsta lagi er fyrirsjáan- leg mikil aukning á sementsnotk- un í landinu. í febrúarlok var notkunin 5837 lestir en i fyrra á sama tíma 3514 lestir. Er reikn- að með sementsnotkun fari upp i 90 þús lestir á þessu ári á móti 75 þús. lestum á síðasta ári og að auki koma 12 þús. lestir sem seldar eru til Bretiands. Geysimikill sparnaður í rekstri. Annað atriði sem stuðlar að þessari lækkun er það að í verk- smiðjunni sjálfri hafa farið fram rannsóknir og verið gerðar ráð- stafanir til að nýta sem bezt véla kostinn og fá sem mest út úr honum. Hafa verið gerðar þar tæknilegar breytingar m.a. á ofn inum þannig að olían hagnýtist betur. Með þessu hefur tekizt að . spara á að gizka 2 millj. kr. á á ári í olíu, Vimillj. í rafmagni, Gunnar Thorodddsen. 750 þús. í stálkúlum, sem not- aðar eru til mölunar á gjall- inu, nærri 1 millj. kr. í ein- angrunarsteini í ofni. Þannig fjölgar til muna rekstursdög- um ofnsins og dagleg afköst og heildarafköst aukast. Þessi sparnaður í rekstri bætir einn- ig afkomu veiksmiðjunnar það mikið, að unnt er nú að láta verðlækkun koma til fram kvæmda. Lækkunin er að sjálfsögðu gerð með hliðsjón af þeim nið- urstöðum um afkomu sem fyrir liggja frá 1962, sagði Ásgeir. — Og ekki má gleyma því að auk- in starfsreynsla starfsiiðs verk- Framh. á bls. 23 Kýr drepast af raflosti Blönduósi, 25. marz: — Það óhapp vildi til á Hofi í Vatns dal á laugardag, að þrjár kýr drápust þar af raflosti. Orsökin er talin vera röng jarðtenging á rafkerfi í mjólkurhúsi, sem er á- fast fjósinu. Málið er nú í rann- sókn. . Á Hofi voru 24 nautgripir í fjósi, allir á steyptum básum, gúmmímottur undir framfótum, en trérist undir afturfótum. Gísli Pálsson, bóndi á Hofi, var við vinnu í mjólkurhúsinu á laugar- dag, þegar hann heyrði skyndi- lega öskur og ókyrrð til kúnna. Hann fór þegar í fjósið, grunaði hvað um væri að vera, og hljóp heim í bæ, um 20 m vegalengd, til þess að rjúfa rafstrauminn. Þegar hann kom aftur út í fjós, voru þrjár kýr í andarslitrunum, en hinar báru sig illa. Kýrnar, sem drápust, munu hafa legið, en hinar staðið, er þær urðu fyrir rafstrauminum. — Bj. B. Hefur selt fyrir á fjórða hundrað þús. — 1400 manns haía séð sýningu Kára Eiríkssonar á 2 dögum SÍÐASTLIÐINN laugar- dag opnaði ungur listmál- rai, Kári Eiríksson, aðra málverkasýningu sína hér á landi í Listamannaskál- anum. Hafa um 1400 manns sótt sýninguna og 40 mynd ir hafa selzt, og sagði Kári, er fréttamaður Morgun- blaðsins hafði tal af hon- um á sýningunni í gær, að skálinn hefði fyllzt á auga- bragði þegar er opnað var á laugardag. Varðarfundur um tollskrána landsmAlafélagið Vörður efnir til fundar á mið- vikudagskvöld í Sjálfstæðis- húsinu, og hefst hann klukk- an 20.30. Frummælandi er Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, og ræðir hann um hina nýju tollskrá, sem beðið er eftir með óþreyju. Andvirði þessara 40 seldu mynda kvað Kári vera á f jórða hundrað þús- und. Kóri Eiríksson er fæddur í Dýrafirði 1935 og hefur stund- að listnám hér heima, á Norð- urlöndum og á Ítalíu um þriggja ára skeið, síðast í Róm 1960—61 í boði Ítalíustjórnar, og var Kára þá boðið að sýna þar í landi. Fyrsta sýning Kára var í Firenze 1958, en hér heima sýndi hann fyrst í Lista- mannaskálanum 1959. Eggjakast í Kef lavík BROTIZT var inn f tvo trillu báta í Keflavík um helgina, stol- ið útvarpstæki og ýmsu fleiru. Firnm bíldekkjum var stolið í bænum um sömu helgi. Þá voru brotnar rúður í hænsnahúsi, far- ið inn og stolið eggjum. Þeim var síðan kastað í nærliggjandi hús. EINN af skipbrotsmönnunum i af Erlingi IV var þungt hald- j inn, þegar Halkion kom með þá sem bjargast höfðu til ! Vestmannaeyja. Var hann i strax tekinn meðvitundarlaus | <í land í sjúkrakörfu. Við það j 1 voru Óskar Þórarinsson, stýri- maður á Erlingi (snýr baki í i myndavélina), Gísli Eyjólfs- , son, stýrimaður á Halkion, og aftast er Þjóðverji, sem var 1 skipverji á Erlingi, sá eini l sem gaf sér tíma til að setja | á sig bjargbelti. Hann stökk fyrir borð á hlírabol og stutt- 1 um buxum. Sjá nánar á bls. 3. 1 I (Ljólsm. Sigurgeir Jónasson). Kjördagur 9. júni? Morgunblaðið hefur fregn- að, að nú sé líklegt, að kjör- dagur verði sunnudaginn 9. júní n.k., en ríkissfjófnin hef- ur það á valdi sínu, hvenær kosið verður, allt fram í október í haust. Elzta hús Húna- vatnssysEu brann BLÖNDUÓSI, 25. marz. — Bær inn á Gili í Svartárdal í Austur- Húnavatnssýslu brann til kaldra kola um tíu-leytið í gærkvöldi. Mannbjörg varð. Þetta var gamall torfbær og stofuröð úr steini byggð við hann. Þar sat fólkið og hlustaði á útvarp og varð eld/sins vart á þann hátt, að það heyrði vein i ketti frammi í gamla bænum. Fór það að vitja um hann. Var þá kominn þar mikill eldur, og ekki hægt við neitt að ráða. Fólkið komst út, en bærinn brann á tæpri kiukkustund, og næstum allt, séhi í honum var. Bæði bær og innbú var vátryggt. Á Gili búa hjónin Björn Jóns- son Og Sigþrúður Friðriksdóttir ásamt Friðriki syni sínum og konu hans, Erlu ’Hafsteinsdóttur. Eiga yngri hjónin þrjú ung börn. Elzti hluti gamla bæjarins var stofa, sem Klemenz Klemenzson, bóndi í Bólstaðarhlíð, byggði á árunum 1825—1830. eÞtta mun hafa verið elzta uppistandandi hús hér í sýslu. Stóð hún óhögg- uð og var listasmíð. — Bj. B. Bjarni Benediktsson. // Stjórmnálanámskeið Heimdallan Hvað er framundan ísl. stjórnmálum?" STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐI Heimdallar lýkur í kvöld með því að Bjami Benedikts- son, dómsmálaráðherra, flyt- ur erindi, sem hann nefnir: „Hvað er framundan í ís« lenzkum stjórnmálum?“ Fundurinn hefst kl. 20.30 í Val höll við Suðurgötu, og er öllum félagsmönnum Ueimdallar heim- ill aðgangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.