Morgunblaðið - 04.04.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.1963, Blaðsíða 6
6 MORCUMILAÐIÐ Fimmtudagur 4. apríl 1963 Hugprúðir menn eftir John F. Kennedy Bókaútgdfan Ásrún gaf út Bdrður Jakobsson þýddi Fyrir jólin í vetur kom hér út bókin „Hugprúðir menn“ eftir John F. Kennedy, Bandaríkjafor seta. Bókaútgáfan Ásrún gaf bókina út, en Bárður Jakobsson, lögfræðingur, þýddi hana. Bók þessi kom fyrst út í Bandaríkj- unum árið 1955, en hefur síðan verið gefin þar út tvívegis. Hlaut hún Pulitzer-verðlaunin árið 1957. í ávarpsorðum til lesenda kemst höfundur m.a. að orði á þessa leið: „Þessi bók fjallar aðallega um stjórnmálamenn, sem lentu á ref- ilsstigum. Flestir þeirra voru sviptir allri von um að ná því marki í opinberu lífi, sem þeir helzt þráðu. Almenningur sneri baki við mörgum þeirra, og þeir voru neyddir til þess að lifa í fásinni og skugga, fjarri því stjórnmálastarfi, sem þeim geðj- aðist bezt. En það sem mestu máli skiptir um þessa menn eru ekki víxl- spor þeirra, heldur hvers vegna þeim mistókst — ekki það tak- mark, sem þeim mistókst að ná, heldur það, sem hindraði þá í að ná settu marki. Hver þeirra átti sér meginreglu eða hugsjón, sem þeir trúðu á, og þegar þar að kom, kusu þeir að breyta sam- kvæmt skoðunum sínum, jafn- vel þó það kostaði óvinsældir, gagnrýni og oft ófarir í kosn- ingum. Þess vegna ber bók þessi heit- ið „Hugprúðir menn“, því að mikils hugrekki krefst að gera það sem rétt telst, jafnvel þótt framtíðarhorfur séu í húfi, en andúð og álas vina og granna fylgi. Fjöldi manna hefur eldrei tækifæri til þess að sýna slíkt hugrekki. En öll höfum við taeki færi til þess að þekkja það hjá öðrum, til þess að virða mann, sem er að gera það sem hann heldur að sé rétt, jafnvel þótt við ætlum að honum skjátlist. Þess vegna er bók þessi meira en abhyglisverðar frásagnir um mikla menn. Hún er lexía fyrir alla um það, að hugrekki er ann- að og rneira en hreysti á vígvelli. Það getur þýtt að breytt sé í samræmi við það sem talið er rétt, hverjar sem afleiðingarnar verða. Og þetta kennir okkur líka að við getum öll átt þátt í slíku hugrekki með því að neita að leggjast á eitt með þeim, sem gera órökstuddar árásir á þann mann, sem segir og gerir það sem hann er sannfærður um að sé rétt.“ Þetta segir Jóhn F. Kennedy, Bandaríkjaforseti, í formála fyrir bók sinni. Síðan ræðir hann almennt um hugrekki og stjórn- mál, en snýr sér þar næst að einstökum stjórnmálamönnum, sem hann telur að hafi sýnt ó- venjulegt hugrekki og fært KARLAKÓRINN SVANIR frá Akranesi fór á laugardaginn á Eiliheimilið Grund, er kórinn kom í söngför til Reykjavíkur, undir stjórn Hauks Guðlaugsson ar. Var sungið fyrir gamla fólk- ið, sem hafði mjög gaman af og sendir kórnum alúðarþakkir. fyrir það miklar fórnir. Hann skrifar um John Adams, Daniel Webster, Thomas Hart Benton, Sam Houston, Edmund G. Ross, Lucius Cincinnatus Lamar, John Norris og Robert A. Taft. Hann rekur sögu þessara manna og af- stöðu þeirra til einstakra stór- mála, sem réðu pólitískum ör- lögum þeirra. Þessi bók er i senn mjög skemmtileg og lærdómsrík, ekki aðeins fyrir stjórnmálamenn, heldur alla þá, sem unna mann- dómi og hugrekki. Af afstöðu og framkomu hinna frægu, banda- risku stjórnmálamanna á örlaga- stundu í lífi þeirra, má margt læra. Allmargar myndir eru í bók- inni og þýðing Bárðar Jakobs- sonar er ágæt, enda er hann snjall og fjölfróður íslenzku- og enskumaður. Þetta er læsileg og athyglisverð bók. S. Bj. Breytt læknaþjúnusta Frá aðalfundi Læknafélags Reykjavíkur FYRIR skömmu var haldinnræði, sem eykur öryggi þjón- aðalfundur Læknafélags Reykja víkur og fiutti formaður árs- skýrslu félagsstjórnar. Var þar gerð grein fyrir fjölþættu starfi á liðnu ári og m.a. skýrt frá samningum, sem gerðir voru milli Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur í apríl 1962. Samningar þessir eru með nýju sniði og í nokkrum grundvallaratriðum ólíkir því, sem áður hefur tíðkast. Má því líta á þá sem upphaf að breyttu fyrirkomulagi á læknisþjónustu utan sjúkrahúsa og að nokkru leyti einnig á sjúkrahúsunum sjálfum. Hér er ekki um skyndi- breytingu að ræða, heldur áætl- un, sem taka mun árabil að koma til fullra framkvæmda. Við samningagerðina var höfð hlið- sjón af þeim samningum, sem danskir • læknar hafa gert við sjúkrasamlög þar í landi. Læknisþjónusta á vegum trygg- inga þar í Danmörku er aö vísu töluvert frábrugðin því, sem tíðkast hér, en á ýmsan hátt til fyrirmyndar. Breytingar á heimilis- læknaþjónustu Megin breytingar nýju samn- inganna miða að fulikomn- ari verkaskiptingu lækna og meiri vinnuhagræðingu, þannig verða heimilisiækniistörf smám saman greind frá sérfræðistörf- um, starfstími heimilislækna styttist og þeir fá aðstöðu til þess að skipuleggja vinnu sína á hagkvæmari hátt en áður var. Verður þetta gert m.a. með á- kveðnum símaviðtalstímum, tii- teknum timum fyrir vitjana- beiðnir og sérstakri vaktþjón- ustu fyrir skyndivitjanir á þeim tímum, sem læknar eru aðallega á lækningastofum sínum. Þá eru einnig fyrirhugaðir kvöldviðtals- tímar lækna til hagræðis fyrir þá, sem erfitt eiga með að ná tali af lækni sökum vinnu sinn- ar. Með fullkomnara skipulagi notast þjónustan betur öllum al- menningi og verður ekki óhæfi- legt vinnuálag á lækna. Vakt- þjónustan hefur verið aukin verulega og flestir varðlæknar hafa nú talstöðvarbíl í þjónustu sinni. Af þessu er mikið hag- ustunnar að miklum mun, enda þótt ekki hafi tekizt að gera öll- um til hæfis, sem þjónustu þessa þurfa að nota. Sérstakir sérfræði- samningar Sérstakir samningar voru að þessu sinni gerðir fyrir sérfræði- læknishjálp og má telja að þar sé eitt merkasta nýmælið, að sérfræðingum er nú gert kleift að veita sjúklingum sínum fyrir- fram ákveðna viðtalstíiya þann- ig að hverfandi lítill tími eyðist á biðstofum þeirra. Því miður hefur heimilislæknum enn ekki verið gert kleift að taka upp þetta fyrirkomulag fyrir al- menna heimilislæknaþjónustu. Hin aukna verkaskipting stuðlar að því, að hver læknir geti unn- ið þau vérk, sem hann hefur mesta þekkingu á og æfingu í. Aukin verkaskipting hefur í för með sér þörf fyrir aukna sam- vinnu sérfræðinga, að sjálfsögðu einkum þegar um vandasöm verkefni er að ræða. En slíkt fyrirkomulag á að stuðla að því að nútír.-a læknisþjónusta notist sjúklingum sem bezt. Sér- stakir samningar hafa einnig verið gerðir fyrir sjúkrahús- lækna þá, sem ekki eru opin- berir starfsmenn. í þessum samn- ingum var einnig stefnt að því að sérfræðingar við sjúkrahúsin geti sinnt sérfræðistörfum ein- göngu. En að sjálfsögðu ná samn- ingar þessir ekki til þeirra lækna sem eru opinberir starfsmenn. Leiðbeiningar fyrir almenning um sjúkratryggingar o.fl. Fyrirhugað er að Sjúkrasamlag Reykjavíkur og Læknafélag Reykjavíkur gefi út leiðbein- ingarbækling fyrir almenning um réttindi og skyldur hinna tryggðu og tryggendanna. Ýmis atriði varðandi viðtalstíma o.fl., sem í samningnum felst, getur ekki komið til fullra fram- kvæmda fyrr en bók þessi er í höndum almennings. Þá var frá því skýrt á fund- inum að allar líkur bentu til þess, að 6 mánaða vinnu- skylda læknakandidata í sveita- héruðum verði brátt aflétt. Vegna batnandi kjara og betri vinnu- skilyrða héraðslækna, liti út fyrir að læknaskortur dreifbýlis- ins verði brátt úr sögunni. Nú biðu um eða yfir 20 ungir lækn- ar eftir því að komast til starfa 1 sveitahéruðum til að afplána S mánaða vinnuskyldu en enginn staður væri fyrir hendi þar sem hægt væri að nota starfskrafta þessara ungu lækna eins og sak- ir standa. Læknafélag Reykja- víkur hefur ævinlega talið að vandkvæði læknisþjónustu dreif býlisins. leystust, ef kjörum lækna yrði komið í sanngjarnt horf og starfsaðstaða þeirra öll gerð viðunandi, er þessi skoðua nú að sannast. StarfsaSstaða lækna — Læknahús Þá var rætt um starfsaðstöðu lækna á sjúkrahúsum og rann- sóknarstofum, og kom í ljós að þar muni ýmsu ábótavant. Var sjúkrahúsmálanefnd og stjóra félagsins falið að athuga þessi mál, og gera tillögur til úrbóta. Þá var nokkuð rætt um lækna- hús Domus' Medica, en ekki er talið ólíklegt að framkvæmdir í þeim efnum geti e.t.v. hafizt á þessu ári. Vaxandi félagsstarf. Félagar í Læknafélagi Reykja- víkur eru nú 262, en af þeim eru um 90 erlendis. Félagið hefur starfrækt skrifstofu um nokkurra ára skeið og hefur starfsemi þess farið mjög vaxandi að undan- förnu og er fyrirhugað að félagið ráði sér, framkvæmdastjóra á þessu ári. Stjórn félagsins skipa: Arin- björn Kolbeinsson, form.; Snorri P. Snorrason, ritari, og Bjarni Konráðsson, gjaidkeri. (Fréttatilkynning frá Læknafélagi Reykjavíkur). • Kínverjar láta lausa Tokyo, 2. apríl (AP). PEKINGSTJÓRNIN skýrði frá því í dag, að hún hyggðist láta lausa alla þá Indverja, sem hermenn hennar tóku til fanga í landamærabardögunum 1 haust. Rúmlega 3 þús. Ind- verjar eru enn í haldi í Kína. Þeir fyrstu verða látnir lausir 10. apríl n.k. • Versnandi þáttur Káeri Velvakandi. Eg var rétt að enda við að hlusta á þáttinn, „Um daginn og veg- inn“, sem fluttur var af Guð- mundi Jósafatssyni frá Brands- stöðum. Þessir þættir hafá í vetur ver ið með bezta móti. Þó eru þar að sjálfsögðu undantekningar. Sérstaklega eru mér minnisstæð ir þeir þættir, sem Páll Kolka læknir hefur flutt og væri æski legt, að hann léti oftar frá sér heyra. í kvöld var þátturinn hjá G.J. svo fyrir neðan allar hellur, að hann er ágætt dæmi um það, hvernig ekki á að flytja slíkt út- varpsefni. Aðalefnið var sótt í ríkisreikn inginn fyrir árið 1961, var G.J. að reyna að gera tortryggilegar fjárveitingar til landbúnaðarins. Voru tilburðir hans bæði leið- inlegir og heimskulegir. Nokkur dæmi: Skógræktin gat ekki talizt til landbunaðar ins, heldur til iðnaðarins. Bænda skólarnir gátu ekki heldur talizt til landbúnaðarins. Máli sínu til sönnunar tók hann löggæzlu á sjónum. Hana mætti á sama hátt flokka undir sjávarútveg. Það er raunalegt, þegar skemmtilegir og vinsælir útvarpsliðir eru eyðilagðir fyrir hlustendum af pólitískum við- undrum. Virðingarfyilst, —G. • Aðvörun til þeirra, • sem þurfa að senda TILBOÐ Kæri Velvakandi! Hvað lengi eigum við að þurfa að eyða tíma, bleki og pappír 1 þetta ómerkilega fólk sem bi3 ur um tiiboð. Það biður um alls konar persónulegar upplýsíngar um mann og ég tala nú ekki um piöggin sem maður fær ekki einu sinni endursend, sem sagt, maður er hundsaður af þessu TILBOÐAFÓLKI. Það hefur nafn manns, heimilisfang og símanúmer. Það er það minnsta sem það getur gert, er að láta imann vita af eða á. Kurteisi kostar enga peninga. Með fyrirfram þökk. Ein í tilboða-hlaupum. AEG Elda- vélar OG ELDAVELASETT HÚSPRÝÐI, Laugavegi 176. 20440 SÍMI 20440.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.