Morgunblaðið - 04.04.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.04.1963, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Fimmludagur 4. apr.íl 1963 Biskupinn herra Sigurbjörn Einarsson og vígsluvottar, sr. Þorsteinn Gíslason prófastur, sr. Jón Kr. ísfeld, sr. Björn O. Björnsson og sr. Fétur Ingjaldsson. SUNNUDAGINN 31. marz 1963 vax vígð ný kirkja að Höskuldsstöðum á Skaga- strönd. Biskupinn yfir ís- landi, herra Sigurbjöm Fln- arsson, framikvæmdi vígsluna en vígsluvottar voru sr. Pét- ur Ingjaldsson, sóknarprestur staðarins, sr. Björn O. Björns- son, sr. Þorsteinn Gíslason, prófastur og sr. Jón Kr. ís- feld. Prédikun flutti sóknar- presturinn, sr. Pétur Ingjalds son, en fyrir altari þjónuðu biskup og prestur staðarins. Bygging kirkjunnar var haf in 31. maí 1958. Hún er gerð úr steinsteypu og er 92 ferm. að stærð og rúmar um 100 manns í sæti, en auk þess er í hertni loft fyrir söngfólk. Yí- irsmiður var Einar Evenssen, trésmíðameistari á Blönduósi, innanhúsmúrverk annaðist Jó hann Brynjólfsson frá Ytri- Ey, en Valgarð Ásgeirssan múrarameistari á Blönduósi múrverk utanhúss. Halildór Þorgrímsson sá um raflagnir. Málari var Jósafat Sigvalda- son. Hús þetta er hið fegursta og kostar uppkomið 500 þús. krónur. Hefur hér fámennur söfnuður gert mikið átak, en jafnan hafa á Höskuldsstöðum staðið með stærstu og dýr- ustu kirkjum í sveit á liðnum öldum. , Veizluborð var á sunnudag- inn búið í hinni gömlu kirkju og þáðu vígslugestir þar hinar rausnarlegustu veitingar í boði Kvenfélags Höskulds- ataðasóknar og munu um 200 manns hafa þegið þar veiting- ar. Að þeim loknum var geng ið aftur til kirkju og fluttu þar ræður- Hafsteinn Jónas- son formaður sóknarnefndar, er rakti sögu kirkjubygging- arinnar, sr. Þorsteinn Gisla- son, prófastur og sr. Pétur Ingjaldsson er flutti erindi um sr. Stefán Ólafsson á H \ ukLsstöðum. Auk þess tóku til máls Ingvar Pálsson á Bala- skarði og sr. Björn O. Björns- eon. 7 prestar viðstaddir Biskupinn lauk þessari at- höfn með hugnæmri ræðu og á eftir var sunginn þjóðsöng- urinn. Allan söng annaðist kirkjukór Hólaneskirkju í Höfðakaupstað ásamt söng- fólki úr Höskuldsstaðasókn undir stjóm Kjartans Jóhann- essonar söngkennara frá Stóra Núpi. Auk áður nefndra presta voru viðstaddir athöfn- ina sr. Halldór Kolbeins, sr. Sigurður Norland í Hindis- vík og sr. Gíslj Kolbeins á Melstað. Auk þess sóttu at- höfnina flest sóknarbör-n og margt manna frá Blönduósi og Höfðakaupstað. Um kvöldið sátu biskup, prestar og sóknarnefnd kvöld- verðarboð hjá presthjónum staðarins. Veður var hið feg- ursta þennan dag og við hún blakti íslenzki fáninn á fána- stöng er Ungmennafélagið gaf kirkjunni. Einnig bárust vígsluljóð'frá Þórarni Þorleifs syni bónda á Neðstabæ. Eitt barn var skírt við vígsluat- höfnina. Margar góðar gjafir Kirkjunni bárust margar góðar gjafir. Kvenfélag Hösk- uldsstaðasóknar gaf öll Ijós í kirkjuna, ásamt uppsetningu þeirra' og einnig heimtauga- gjald. Kvenfélag Engihlíða- hrepps sendi kirkjunni pen- ingagjöf, Sigurður Sölvason kaupmaður í Höfðakaupstað og kona hans Margrét Kon- ráðsdóttir gáfu hökul og rykk ilin, hina beztu gripi, til minn ingar um sr. Helga Konráðs- son, en hann þjónaði um skeið Höskuldsstaðasókn. Rak el Bessadóttir og maður henn ar, Guðlaugur Sveinsson á Þverá, gáfu bibtíu 1 skraut- bandi. Einnig bárust kirkj- unni ýmsar fleiri gjafir. Sóknarnefnd skipa Haf- steinn Jónasson frá Njálsstöð um formaður, Björn Jónsson Ytra-Hóli og Torfi Sigurðs- son Mánaskál. Safnaðarfull- trúi er Ingvar Pálsson, Bala- skarði. — Þórður IU f M I R VORNÁMSKEIð hefjast mánudaginn 8. apríl. Kennslugreinar: Enska, danska, þýzka, franska, spænska, sænska, ítalska. íslenzka fyrir útlendinga. Aðeins einn innritunardagur eftir. MÁLASKÓLINN MÍMIR Hafnarstræti 15 — Sími 22865. Skrifsfofustúlka Stórt fyrirtæki í Miðbænum óskar að ráða nú þegar vana skrifstofustúlku. Áherzla lögð á góða vélrit- unarkunnáttu. — Hátt kaup. — Umsóknir er greini frá aldri menntun og fyrri störfum, sendist afgr. Mbl. fyrir 15. apríl merkt: „Miðbær — 6188“. 3 herb. íbúðarhæð Til sölu er góð 3ja herb. íbúð á 1. hæð í steinhúsi við Grettisgötu. 2 herb. ásamt snyrtiherb. fylgja í kjallara. Nánari upplýsingar gefur: Skipa- og fasteignasalan (Jóhannes Lárusson, hdl.) Kirkjuhvoli — Símar 14916 og 13842. Sumarbústa&ur í nágrenni Reykjavíkur óskast til kaups eða leigu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 8. apríl, merkt: — „Áreiðanlegur — 1808“. i EA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.