Morgunblaðið - 04.04.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 4. apríl 1963
MORCl'NBLAÐIÐ
17
SR. GÍSLI BRYNJÓLFSSON:
BÖ ER LANDSTÚLPI
_____ o
,,ÞÁ væri illa komið fyrir Is-
lendingum, ef við færum að
vanmeta landbúnaðinn,“ segir
ungur bóndi, Siggeir Björns-
son í Holti nýlega í viðtali við
Morgunblaðið.
Þetta er réttilega mælt. Enn
í dag má landbúnaðurinn kall
ast einn höfuð-atvinnuvegur
8 þjóðarinnar eins og hann hef-
1 ur verið allt frá landnámstíð.
| Hann hefur sínu afarmikil-
? væga hlutverki að gegna í
3 þjóðfélaginu. Hann framleið-
8 ir hollar og nauðsynlegar
4 neyzluvörur á borð hvers
einasta manns í landinu. Hann
1 fulnægir vel þörfum þjóðar-
| innar fyrir mjólkur- og kjöt-
!vörur og ekki vantar mikið á,
að nóg sé framleitt í landinu
af jarðávöxtum og grænmeti í
j flestum meðalárum.
! Auk þess, sem landbúnaður
j inn leggur á borð þjóðarinnar,
er alltaf nokkuð flutt út af bú
1 vörum. Enda þótt ekki sé um
1 mikið magn að ræða, nægir
það þó til þess að greiða með
innflutning á rekstrarvörum
landbúnaðarins. Sýnir það vel
hve hann er sjálfum sér næg-
ur í þessu tilliti.
Þegar þess er gætt, hve mat
vælaframleiðslan er þjóðun-
um mikil lífsnauðsyn, er eng-
1 in furða þótt þær leggi ríka
áherzlu á að veita landbúnaði
I sínum það öflugan stuðning,
að hann sé fær um að gegna
sínu hlutverki. Allir munu
' sammála um, að þennan stuðn
ing eigi líka að veita islenzk-
um landbúnaði og hin öra þró
un hans og framför hefur líka
sýnt, að hann er vel að þeim
stuðningi kominn og þeim
fjármunum, sem til hans er
veitt er vel varið.
★ • ★
Þegar rætt er um gildi at-
vinnugreinar fyrir þjóðar-
heildina, er stundum um það
spurt hve mörgum hún veiti
atvinnu og lifibrauð. Mörgum
mun finnast íslenzkur land-
búnaður ekki standa hátt á
þeim lista, — nú sé svo kom-
ið, að ekki nema 14% þjóðar-
innar sé búsett í sveit og lifi
á landbúnaði. En hér koma þó
ekki öl kurl til grafar. Mikill
fjöldi manna, í þorpum og
kaupstöðum vinnur nú þau
störf, sem áður voru af hendi
innt af sveitafólkinu. Jafnvel
heil þorp með hundruðum í-
búa hafa á síðustu árum risið
upp þar sem svo að segja all-
ir hafa atvinnu sína af þeim
landbúnaði, sem stundaður er
í nærliggjandi sveitum. Þetta
vita raunar allir en það er
eins og aldrei sé tekið tillit til
þessa þegar verið er að greina
frá atvinnuskiptingu þjóðar-
innar. Til að nefna um þetta
skýrt dæmi mætti nefna tvö
fyrirtæki sui.nlenzkra bænda:
Mjólkurbú Flóamanna og Slát
urfélag Suðurlands. Þar vinna
nú um 400 manns, allir búsett-
ir í þéttbýli, enginn stundar
landbúnað en allir hafa þó at-
vinnu sína af framleiðslu
hans.
Þannig mætti nefna fjöl-
mörg dæmi um þá miklu atr
vinnu, sem sveitirnar veita
þéttbýlinu við iðnað, flutn- 1
inga, viðskipti og margs kon-
ar þjónustu. Hér er um gagn-
kvæma samvinnu að ræða,
sem báðir njóta góðs af, sveit-
ir og kaupstaðir. Milli þeirra
fer vaxandi gagnkvæmur
skilningur og þeim röddum
fer fækkandi, sem reyna að
skapa úlfúð eða vekja tor-
tryggni milli þeirra, sem
Hyggja sveitir og þéttbýli.
★ • ★
Þrátt fyrir mikið erfiði
sveitafólksins og mikla fólks-
fæð í sveitunum, er bjart yfir
framtíð þeirra. Og það er eðli-
leg og réttlætanleg bjartsýni.
Viðreisnarstarf ríkisstjórnar-
innar hefur haft sín hollu á-
hrif i sveitunum eins og ann-
ars staðar. Framfarirnar hafa
í annan tíma ekki verið eins
örar og nú, véltæknin aldrei
meiri, byggingarnar aldrei
betri, framleiðslan aldrei eins
mikil og framlög þess opin-
bera til samgöngubóta og ann
arra framfara í sveitunum
aldrei eins rífleg. Nú er því,
sem betur fer, engin hætta
á því, að þjóðin fari að van-
meta landbúnaðinn eða hið
mikilsverða hlutverk hans í
samfélaginu.
Ragnhildur
Runólfsdótt-
ir, kaupkona
BAGNHILDUR Runólfsdóttir, vin
kona mín, er látin oig útför henn
ar gerð í Reykjavík.
R. R., sem ég kallaði hana jafn-
an, og við notuðum okkar á
miili, var mikill persónuleiki. —
Ein af þessum gömlu góðu hetj-
um, trygglynd og vinföst og heið-
arleg út í ystu fingurgóma.
Þegar ég flutti búferlum úr
Reykjavik, fyrir nær 30 árum
(1935) barst mér í hendur, án
verðleika, óþekkt með öllu, þessi
merkilega kempa til að afgreiða
„Hlin“ mína í Reykjavík, og eig-
inlega um allt Suðurland.
R. R. bauðst til þess arna, ég
hafði hana hvorki heyrt né séð,
en ættina, skaftfellsku: Sverris
og Briems, þekkti ég að góðu.
R. R. tók „Hlin“ að sér og
fcrást ekki bogalistin. — Tryggð
hennar og vinátta við okkur
„Hlin“ var órjúfandi. — Þar var
og virðing við lög og rétt.
Þarna er fallin í valinn Ísraelíti,
«em ekki fannst svik í.
Far heil til fegri landa, vin-
kona. — Þökk fyrir allt!
Blönduósi í marz.
Halldóra Bjarnadóttir.
í þessairi viku
FEGURÐARSAMKEPPNINNI
er senn lokið. —
María Ragnarsdóttir úr
Reykjavík, er næst síðasti
keppandinn.
1 BORG HINNA DAUÐU. —
Ritstjóri Vikunnar heldur
áfram með frásögnina af aust
urlandaferð Útsýnar, heim
sækir nú pýramídana og Sfin
xinn og bregður sér á bak
úlfalda.
NÝR EINSTAKLINGUR
í HEIMINN. — Upp í pabba-
herberginu á Fæðingarheim-
ili Reykjavíkur sitja tilvon-
andi feður og lesa í öfugu
blaði. Við lítum inn á Fæð-
ingarheimilið og kynnumst
því, sem þar er gert.
LITABÓK VIKUNNAIt’
Þetta er litabók handa stór-
um börnum. Þau eiga að lita
myndir af nokkrum þjóðfé-
lagslegum fyrirbrigðum. —
Þetta er ósköp auðvelt, því
skýringar fylgja hverri mynd.
Nú geta allir litað, farið að
mála sjálfstætf í vor og hald-
ið sýningu í haust.
HAPPASÆLT HNEYKSLI.
Islendingar hafa löngum ver
ið taldir kunna sig litt í fín-
um veizlusölum. — Þessi
smellna smásaga eftir séra
Sigurð Einarsson sýnir, að
það getur stundum orðið til
góðs.
Margt fleira er í blaðinu.
VIKAi
er 52 síður
Stu'.ka óskast
til aðstoðar í eldhús.
LEIKHÍJSKJALLARIIMN
Sími 19636.
Starfstúlku vantar
á Hótel Akranes. — Upplýsingar í símum
399 og 712.
HÓTELSTJÓRINN
S krifs fofustúlka
óskast til símavörzlun. Vélritunar- og enskukunnátta
æskileg. Umsóknir sendist fyrir 8. þ. m.
Rannsóknarstofnanir sjávarútvegsins
Skúlagötu 4, III. hæð.
NÝ SENDING
Terylene - blússur
DÖKKIR LITIR
NÝJUSTU SNIÐ
Skólavörðustíg 17.
Flugfreyjur
Aðalfundur FFÍ verður haldinn í Nausti ,uppi, kl. 3
föstudaginn 5. apríl. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
STYRISVEIAR
Tæknifræðingur frá
FRYDENBÖ stýrisvélaverk-
smiðjunum er staddur hér og
verður til viðtals á skrifstof-
unni, Hverfisgötu 6,
næstu daga.
Kynnið yður kosti og
kjör FRYDENBÖ
stýrisvélanna.