Morgunblaðið - 04.04.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.1963, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. aprxl 1963 ÍLsSk VLfHHi ijf IITfl iN llR HflMI U 1 r iii ui\ riLiivii Pólitísk réttindi kvenna og fleiri fréttir frá Sameinuðu þjóðunum 3Mserri0itm$rIaliili tTtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssön. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðvlstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakió. ERLENT FJÁRMAGN ÞÓRARINN OG STEINGRÍMUR E’kki eru nema tiltölulega fá ár síðan íslenzkir lýð- ræðisflokkar tóku það á stefnuskrá sína að greiða fyr- ir þvi, að erlent fjármagn leitaði til landsins og það yrði hagnýtt að ákveðnu marki við uppbyggingu ís- lenzkra atvinnuvega. Fram- sóknarmenn verða að njóta þess sannmælis, að það voru þeir, sem fyrstir kváðu upp úr um það, að nauðsynlegt væri, að við íslendingar fær- um þessa leið eins og" aðrar frjálsar þjóðir hafa gert til mikilla hagsbóta. Þegar Framsóknarflokkur- inn hafði samþykkt að hag- nýta bæri erlent fjármagn til atvinnuuppbyggingar hér á landi, gerðu aðrir lýðræðis- flokkar þetta einnig að stefnuskráratriði. — Þannig hefur um nokkurt árabil ver- ið lýðræðisleg samstaða í þessu efni, þótf enn hafi skammt miðað í þá átt að fá erlenda aðila til að fjárfesta hér á landi, enda var það úti- lokað meðan fullkomin ó- stjórn ríktf í íslenzku efna- hagslífi, en ætti nú að vera unnt. Flestar þjóðir hafa hag- nýtt sér erlent fjármagn, þegar þær hafa verið að byggja upp atvinnulíf sitt. Þannig er t.d. mikill hluti norskrar stóriðju byggður upp fyrir erlent áhættufjár- magn og Norðmenn hafa á síðustu árum gert mikið til þess að laða fé til landsins, þótt þeir séu auðugri þjóð en Islendingar. Eins og réttarreglum er nú háttað í alþjóðasamskiptum er auðvelt að ganga þannig frá málum, að engin hætta stafi af nokkurri erlendri fjárfestingu í landinu. Hins- vegar mundi hún að sjálf- sögðu hraða fyrir efnahags- þróuninni og bæta lífskjör manna. Þess vegna er eðli- legt að lýðræðisflokkamir standi sameinaðir um þessa stefnu. Ungur maður, Steingrímur Hermannsson, framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs ríkis- ins og formaður Félags ungra Framsóknarmanna, hefur skrifað og rætt mikið og rétti- lega um þetta mál og kynnt sér það rækilega. Hann legg- ur eins og margir aðrir mikla áherzlu á, að við hagnýtum okkur erlent fjármagn. Skoð- anir hans virðast hinsvegar ekki eiga upp á pallborðið hjá þeirri klíku, sem nú ræð- ur Framsóknarflokknum og málgagni hans. Þórarinn Þórarinsson virð- ist haldinn sjúklegri minni- máttarkennd fyrir hönd þjóð- ar sinnar. Hann málar þann ljóta á vegginn í hvert sinn sem rætt er um samskipti við erlenda menn. Skoðun hans virðist vera sú, að íslending- ar séu þeir aumingjar, að eina leiðin til að varðveita sjálfstæðið sé einangrunar- stefna. Þess vegna finnst hon- um skoðanir á borð við þær, sem Steingrímur Hermanns- son og fleiri hafa sett fram, nálgast landráð. BREYTT STEFNA að er kaldhæðni örlaganna að málgagn þess stjórn- málaflokks, sem fyrstur gerði hagnýtingu erlends áhættu- fjármagns að stefnuskrárat- riði, skuli nú fjargviðrast mest út af hættunum af hag- nýtingu þess. Það er að vísu ekki nýtt, að Framsóknarflokkurinn snúist eins og skopparakringla í af- stöðu til mikilvægra málefna, sérstaklega þegar um er að ræða samskipti við erlenda menn. Ekki höfðu menn þó búizt við því, að flokkurinn mundi snúast gegn því mál- efni, sem hann sjálfur gerði fyrstur að stefnumáli sínu. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá hagar þannig til á okkar tímum, að öll framþróun er útilokuð án þess að svo og svo mikil skipti séu höfð við aðrar þjóð- ir. Einangrunarstefna Fram- sóknarmanna er því argasta afturhaldsstefna. Það hljóta hinir yngri og athugulli menn í Framsókn- arflokknum raunar að gera sér ljóst, og er því engin furða þótt hrifning þeirra sé lítil yfir leiðsögn Þórarins Þórarinssonar og hans líka. SKRÍTINN SAMDRÁTTUR egar Framsóknarmenn gáf- ust upp á því að tala um móðuharðindi af manna völd- um og kreppu, sem þjakaði landslýðinn, hurfu þeir að því ráði að tala um „samdrátt“. Þótti þeim það heldur mildi- legra orð og héldu að ef til vill væri hægt að fá menn til • Pólitísk réttindi kvenna í 100 löndum Konur heimsins standa nú á þröskuldi nýrrar aldar, segir í nýútkomnu riti Sameinuðu þjóð- anna um félagslega og pólitíska menntun kvenna. Árið 1900 var ekki til eitt einasta sjálfstætt ríki, sem veitt hafði konum pólitísk réttindi. Árið 1963 hafa konur í rúmlega 100 ríkjum slík réttindi til jafns við karlmenn eða á vissxim sviðum. Meir en 70 þessara rikja hafa veitt konum pólitísk réttindi eft- ir lok seinni heimsstyrjaldar. Á síðustu árum hafa fjölmörg ný ríki verið stofnuð, og í stjóm- arskrám þeirra flestra eru kon- um fry.gigð fullikomin pólittíak réttirtdi. Þrátt fyrir allar þessar fram- farir er reyndin samt sú, að því fer fjarri að konur hafi fengið fulkomið jafnrétti við karlmenn. Enn eru til ríki, sem með lög- um svipta konur pólitískum rétt- indum. í fflestum löndum hafa að- eins fáar konur fengið tækifæri til að taka að sér mikilvæg á- byrgðarstörf. Stundum koma hefðir, siðvenjur, félagslegt for- dæmi eða efnahagsástæður í veg fyrir að konur fái að neyta rétt- inda sinna. • Afstaða til peninga ólík í Austurlöndum og Vesturlöndum Afstaða til pengina og auðæfa í Austurlöndum og Vesturlöndúm er mjög óliík, segir í skýrslu sem Menningar- og vísindastofn- un S.Þ. (UNESCO) hefur birt. Það merkir þó ekki, að per.ing- ar hafi minna aðdráttarafl í austri en í vestri, heldur ein- ungis að fjáraflaleiðir njóta ekki al'lar sömu virðingar. Kaupsýlumenn í Asíu., sem hafa nokurn veginn sömu tekj- ur, mynda oft með sér sérstakt „þjóðfélag“ innan þjóðfélagsins. Til þeirra er litið með all-mikilli lítilsvirðingu af bændum Ind- lands, Ceylons, Malaja og Fil- ippseyja, sem telja jörðina enn sem fyrr einustu sönnu og við- urkenndu auðæfin. Skýrsla UNESCO, sem ber heit ið „The Role of Savings and Wealth in Southem Asia and the að trúa samdráttartalinu. Re'yndin varð sú, eins og öllum er kimnugt, að Fram- sóknarmenn voru beðnir að benda á það, hvar samdrátt- urinn væri, og þeir erfiðleik- ar og atvinnuleysi, sem af honum sprytti. Að vonum varð þeim svarafátt og síðan hafa þeir haft hljótt um sam- dráttinn. Og nú kveður nokkuð við annan tón. Þannig segir í rit- stjórnargrein í Tímanum í gær: „Það vantar ekki að ríkis- stjórnin hafi að undanförnu lagt ýmis stór mál fyrir þing- ið, en einkenni þeirra allra er það, að þau auka útgjöldin“. I framhaldi af þessum orð- um er síðan um það rætt, að West“, er sérlega fróðleg fyrir hagfræðinga, félagsfræðinga og menningarsagnfræðinga. Hún leiðir einnig í ljós margs kon- ar mismun með tilliti til vinnu- markaðsins. f Asíu er hann marg- skiptur og háður áhrifum sem eru miklu fremur félagsleg en efnahagsleg: fjölskyldu, þjóðfél- agsstétt, fæðingarstað o.s.frv. Á sama hátt ákvarðast fjárfesting- ar í Suður-Asíu oft £if orsökum og siðvenjuim, sem ekki eru í neinum tengslum við efnahags- leg lögmál: margir auðmenn ótt- ast álhættuna í iðnaðinum, og þrátt fyrir áæ tlunarbúskap geta stjómarvöldin ekki veitt ábata- sömum útgjöldum eða fjárfest- ingu veðtryggingu. í niðurlagsorðum skýrsltmnar segja höfundarnir, að hin óldka afstaða til tekna og auðsefa í Asíu og vestrænum þjóðfélög- u-m stafi ekki fyrst og fremst af mismunandi þjóðareinkenn- um eða gáfnarfari né heldur hin um mikla þunga hefðarinnaæ, hin auknu ríkisútgjöld leiði til ofþennslu í efnahagslífinu og muni valda verðbólgu. Þannig hafa Framsóknar- menn nú gjörsamlega snúið blaðinu við. í stað þess að tala um „frystingu sparifjár“, „samdrátt“ o.s.frv., eru þeir nú teknir að ræða um það, að ríkisvaldið veiti of miklu fjármagni út í efnahagslífið, og verður ekki annað skilið af lestri þessarar ritstjórnar- greinar en það, að Framsókn- armenn ætli sér, ef þeir ná áhrifum, að herða tökin og standa sjálfir fyrir því, sem þeir kalla samdrátt. Auðvitað er vandratað meðalhófið og vera má að við íslendingar förum nokkuð geyst, en sannleikurinn er sá, heldur sé hér einkum um aS ræöa mismun á siðvenjum. • 127 hermenn S. Þ. féllu í Kongó 127 hermenn Sameinuðu þjóð- anna haía fallið og 133 særzt 1 aðgerðum samtakanna í Kongó á tíma/bilinu frá júM 1960 til janúar 1963, segir í skýrslu sem nýlega hefur verið birt. Af þess- um mönnum féllu ellefu í síð- ustu bardögunum í desember og janúar. 42 þeirra em féllu voru frá Ghana, 20 frá Indlandi, 18 frá írlandi, 14 frá Ítallíu, 13 frá Eþíópíu, 9 frá Svíþjóð, 3 frá Nigeríu, 3 frá Túnis, 2 frá Súdan og einn frá Indónesíu, Malaja og Marokkó hverju fyrir sig. í skýrslu til Öryggisráðsins 4. febrúar sagði U Thant fram- kvæmdastjóri að herlið, Samein- uðu þjóðanna yrði í Kongó eitt ár enn, en frá febrúarlokum yrði liðsaflanum fækkað til að draga úr útgjöldum- að verkefnin bíða hvarvetna og þjóðin vill leysa þau sem fyrst. Þess vegna er árangur viðreisnarinnar nú notaður til þess að snúa sér að hinum margháttuðu verkefnum og þeirri stefnu mun Viðreisnar- stjómin halda áfram, ef hún fær það traust, sem ástæða er til að ætla, í þingkosningun- um, sem fram undan eru. Að sjálfsögðu verður höfð hliðsjón af því að spenna bog- ann ekki of hátt. En þeir, sem fleygja atkvæði sínu á Fram- sóknarflokkinn vita ekki í þessu máli fremur en öðrum, hvað þeir eru að kjósa. Fram- sóknarmenn segjá í öðru orð- inu, að hér sé samdráttur en í hinu, að veltan og útgjöldin séu alltof mikiL Berlín á mánudag. Á lokafundinum flutti Walter Ulbricht ræðu um einingu kommúnista o.*fl., og var orðum leiðtogans ákaft fagnað af þingheimi, sem reis á fætur og klappaði. Eins og sést á meðfyigjandi mynd voru þó ekki allir þingfulltrúar jafn ánægðir. Það er Wu Hsiu-chuan, fulltrúi Kina, sem situr og tekur engan þátt í fagnaðarlátunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.