Morgunblaðið - 23.04.1963, Side 22
22
m o n r. r \ n t. 4 r> t d
■Þriðiudagur 23. aprfl 1963
Akranes vann
fyrsta leikinn 5 -1
LITLA-BIKARKEPPNIN, hin ár
lega keppni milli ÍBK, ÍBH og
ÍA, hófst í Keflavík á sunnudag
inn var með leik ÍBK og ÍA.
Það er fremur óvenjulegt að
knattspyrnumót hefjist fyrir sum
armál, en þess er þó full þörf að
byrjað sé jafnskjótt og tið leyfir,
því þá er helzt von að knatt-
spyrnumenn okkar séu komnir í
fulla æfingu þegar aðalbardag-
inn hefst, þ.e. sjálft íslandsmót-
ið.
Leikur Akraness og ÍBK bar
Eyleifur heitir nýr útherji
í liði Akurnesinga , sem í
gær vakti sérstaka athygli.
þess nokkur merki að óvenju
snemma væri af stað farið. Hann
varð aldrei skemmtilegur, að
minnsta kosti ekki fyrir kefl-
víska áhorfendur, sem þurftu að
horfa á eftir knettinum fimm
sinnum í netið hjá heimamönn-
um.
Þremenningarnir Ingvar, Skúli
og Ríkharður áttu greiða götu að
marki ÍBK gegn um götótta vöm
Keflvíkinga, enda skiptust þeir
á með að skora. Ingvar 3 mörk,
Skúli og Ríkharður sitt markið
hvor. Að vísu kom eitt þessara
marka úr vítaspyrnu, en sókn
Skagamanna upp miðjuna og með
góðri aðstoð hægri útherja var
ákveðin og oft vel skipulögð.
Mark ÍBK skoraði Jón Jóhanns
son.
Guðbjöm þjálfari ÍBK átti í
nokkrum erfiðleikum fyrir þenn-
an leik. Af einhverjum ástæðum
var leiknum flýtt um 2 stundir
og náðist ekki í alla leikmenm
ÍBK á tilsettum tíma. Guðbjöm
varð því að endurskipuleggja lið
sitt á síðustu stundu.
„Þrír piltanna eru í skóla að
Laugarvatni og komu til að
keppa, en þeir hafa ekki getað
æft með liðinu. Eg er að þreifa
fyrir mér og skipti um nokkrar
stöður í hálfleik", sagði Guð-
björn þjálfari í leikbyrjun.
Þessi fyrsti leikur vorsins get
ur því tæplega talist mælikvarði
á getu Keflavíkurliðsins þegar að
íslandsmótinu kemur. Takist Guð
birni að stoppa í götin hjá vörn-
inni, þá á Keflavík frískt lið,
skipað ungum leikmönnum, sem
geta komið áhorfendum skemmti
lega á óvart í sumar.
Skagamenn hafa oft verið nokk
uð þungir í fyrstu leikjum sín-
um á vorin. Miðað við umdan-
Enska knattspyrnan
ÚRSLIT £- ensku deildakeppninni
S.l. laugardag urðu þessi:
: * 1. deild.
Arsenal —’• Manchester City .... 2-3
Birraingham — Blackpool .... 3-6
Burhley -L N. Forest ....... 0-0
Everton — Tottenham ........ 1-0
Fulham —- Liverpool ........ 0-0
LeicesteT — Wolverhampton .... 1-1
Leýtón O. — Blackburn ...... 1-1
Manehester U. Sheffield U... 1-1
Sheífield W. — Ipswich ... 0-3
W.B.A. — West Ham .......... 1-0
2. deild.
Cardiff —' Sunderland ...... 5-2
Derby — Rotherham .......... 3-2
Grimsby — Luton ............ 3-1
Huddersfield — Stoke ....... 3-3
Midðlesbrough Charlton .... 2-1
Neýtcástle Bury ............ 1-3
Norwlch — Southampton ...... 1-0
Plymouth -— Chelsea ........ 2-1
PortsmoutK — Leeds ......... 3-0
Preýton —-Swansea .......... 6-3
Waíiall — Scunthorpe ....... 1-1
í Skotlandi urðu úrslit m.a.
þessi: :
Raith — Rangers ............ 2-2
| Sorakorour
Fíladelfía
Almennur Biblíulestur í
kvöld kl. 8.30. A morgun,
miðvikudag, Systrafundur. —
(handavinna) kl. 8.30.
St. Mirren — Clyde ........... 1-2
Motherwell — Dundee .......... 2-1
1. deild (efstu og neðstu liðin)
Everton .... 37 21-10-6 72:39 52 —
Leicester .... 38 20-12-6 75:43 52 —
Tottenham 37 21- 8- 8 100:54 50 —
Manchester C 34 9-10-15 51:77 28 —
Manchester U 34 »- 9-16 54:67 27 —
Birmingham 34 7-11-16 49:61 25 —
Leyton O .... 36 5- 9-22 33:69 19 —
2. deild (efstu og neðstu liðin)
Stoke ........ 18-13- 4 65:38 49 —
Chelsea .... 37 20- 4-13 69:39 45 —
Sunderland 36 17-10- 9 71:49 44 —
Bury ....... 37 17- 9-11 47:38 43 —
Charlton .... 36 10-4-22 55:83 26 —
Walsall ..... 36 8- 8-20 45:80 24 —
Luton ....... 35 8-7-20 49:71 23 —
Sveitakeppni
lokið
Hafnarfirði. — Sveitakeppni
Bridgefélagsins er nýlokið og
urðu þessar sveitir efstar: Sveit
Gunnlaugs Guðmundssonar, Sig-
mars Björnssonar, Jóns H. Pálma
sonar, Ólafs Guðmundssonar og
Alberts Þorsteinssonar.
Um páskana var spilað við Sel-
fyssinga. Unnu Hafnfirðingar þá
keppni. — Starfsemi félagsins í
vetur lýkur með árshátíð 27.
þ.m.
........ -..................................................................................................... > ... . .. ..................................................... .. ,
Keflvíkingar skora sitt eina mark í leiknum. Helgi fékk ekki bjargað. (Ljósm. Bogi Þorst.).
farin ár, þá var lið þeirra óvenju'®-
lega frísklegt í þessum leik, enda
þótt liðið sé langt frá því að
vera komið í sumarþjálfun.
Ríkharður Jónsson, sem var
driffjöður liðsins, virðist hafa
náð fullum bata og er það gleði-
efni öllum knattspyrnuunnend-
um.
Sérstaka athygli vakti ungur
piltur á hægri kanti í liði Skaga
manna.
„Hann verður einhvemtímia
góður þessi“, var sagt upp við
Akranesmarkið.
„Hann er orðinn góður, og
hann er ennþá í þriðja flokki",
svaraði Helgi markmaður og
hélt síðan áfram að syngja, því
nú voru Skagamenn í sókn.
Áhorfendur að þessum leik
voru fjölmargir og veður var
gott. Dómari var Magnús Gísla-
son og hefði hann mátit njóta
meiri stuðnings frá línuvörðun-
um.
Nær 70 keppendur
á sundmóti í kvöid
Sundmót Ármanns verður hald
ið í Sundhöll Reykjavíkur
þriðjudaginn 23. april og hefst
klukkan 8.30 e.h. Keppt verður
í eftirtöldum greinuim:
100 metra skriðsundi karla
(8 keppendur)
50 metra skriðsundi telpna
(11 keppendur)
200 metra bringusundi karla
(6 keppendur)
400 metra skriðsund karla
(8 keppendur)
Einar Sæmundsson,
rmaðiir K’n
Reynir Sigurðsson,
,r>rmaðnr "•■-
50 metra bringusund sveina
(8 keppendur)
100 metra bringusund telpna
(16 keppendur — undanrásir)
50 metna skriðsund drengja
(18 keppendur — undanrásir)
50 metra bringusund unglinga
(10 keppendur)
200 metra bringusund kvenna
(4 keppendur)
50 metra flugsund karla
(6 keppendur)
4x50 metra bringusund kvenna
(3 sveitir)
4x50 metra bringusund karla
(6 sveitir)
Á þesisu móti verður keppt uan
4 bikara, í 200 metra bringu-
sundi karla, 100 metra skriðsundi
karla, 50 metra skriðsundi
drengja og bikiair fyrir bezta
afrekið unnið á mótinu sam-
kvæmit gildandi stigatöflu.
Keppendur eru mjög margir
milli 60 og 70 frá 7 félögum og
íþróttaibandalögum. í sumum
sundum voru svo margir kepp-
endur skráðir að undanrásir verð
ur að halda kil. 7. Þetta er fyrsta
mótið sem haldið er eftir að hinn
bandaríski þjálfari kom, en hann
mun dvelja hér í 2 mánuði og
æfir alla beztu sundmenn og
sundkionur okkar þann tíma.
Má því fullyrða að þetta sund-
mót verði hið skemmtilegasta
í alla staði eins og sundmótin
hafa verið í vétur.
Myndirnar sem hér fylgja,
eru frá íþróttarevíu íþrótta-
fréttamanna sl. föstudag. Há-
logalandshúsið var fullskipað
og fleiri hundruð manna urðu
frá að hverfa, eins og skýrt
hefur verið frá.
Stjórnarmenn í ÍR og KR
kepptu þarna í stökki, sem
gefið var nafnið „glenna“, og
er í því fólgið að komast sem
lengst í 9 skrefum. Myndirn-
ar eru af formönnum félag-
anna, Einari Sæmundssyni,
form. KR, og Reyni Sigurðs-
syni, form. ÍR.
Þá er mynd af Magnúsi V.
Péturssyni, hinum góðkunna
dómara, sem var aðalleik-
stjóri kvöldsins og setti
skemmtilegan blæ á revíuna
með hnyttiyrðum sínum og
athöfnum. Með honum á
myndinni er Einar Björnsson,
sem var fyrirliði liðs blaða-
manna utan leikvallar.
Magnus dómari og Einar fyriliði.