Morgunblaðið - 23.04.1963, Side 23
Þriðjudagur 23. apríl 1963
MORGUNBLAÐIÐ
23
j BLAÐIJíU barst þessi myndt
frá Associated Press í gær.
1 Sýnir hún gerla hve starf
l mannanna, er vinna að rann-
J sókn flugslyssins við Osló á
páskadagf, er vandasamt og
1 seinlegt og krefst mikillar
i nákvæmni. Maðurinn, sem
! hér sést að störfum, er L.ars
I Stenberg, 'einn af verkfræð-
1 ingum norsku flugmálastjóm-
arinnar.
— Stefna
Framhald af bls. 1.
forystunnar sjálfrar séu
markleysa. Annað hvort verð
ur þingið að standa við stóru
orðin um það að kjósa um
landhelgismálið eða lýsa öll
orð og gerðir flokksforyst-
unnar dauð og ómerk.
Þegar landhelgismálið var til
umræðu á Alþingi gaf Fram-
sóknarflokkurinn svohljóðandi
yfirlýsingu:
„Framsóknarflokkurinn lýsir
yfir, að hann mun líta á vænt-
anlegan samning við Breta um
fiksveiðilögsöguna sem nauð-
ungarsamning og nota fyrsta
tækifæri, sem gefast kann, til
þess að leysa þjóðina undan oki
hans“.
Þessi yfirlýsing var endurtek-
ln í Tímanum fyrir nokkrum
vikum og undirstrikað, að hún
væri enn í fyllsta gildi. Eins og
kunnugt er, eru nauðungarsamn-
ingar ýmist ógildir frá upphafi
eða þeir eru ógildanlegir ein-
hliða. Áður en samkomulagið
við Breta var gert sagði Her-
mann Jónasson um það:
„Án samþykkis kjósenda verð
ur hann (samningurinn) því
markleysa ein“.
Þessi lögfraeðingur Framsókn-
arflokksins skýrði það svo, að
samningurinm við Breta væri ó-
gildur frá upphafi, án sam-
þykkis þjóðarinnar. Tíminn
bætti því við, að þjóðin yrði að
taka í taumana og margsinnis
var um það rætt, að kosið yrði
um landhelgissamninginn.
ÞÁ YRÐU NÝ ÁTÖK
Um það verður þess vegna
ekki deilt, að yfirlýsingar Fram-
sóknarflokksins I þessu efni eru
ótvíræðar. Hann segist, ef hann
fær mátí til á Alþingi, þá auð-
vitað með kommúnistum, ætla
að ógilda samkomulagið við
Breta eða lýsa yfir, að það hafi
frá upphafi ógilt verið. í sama
6tað kemur niður hvor leiðin
yrði farin; algjör óvissa mundi
ríkja í landhelgismálinu. Bretar
væru þá óbundnir af samþykkt
6inni á mikilvægum grunnlínu-
breytingum, sem hafa marg-
falda þýðingu fyrir ísland á
móti hinum takmarkaða rétti
Breta tii veiða í fiskveiðiland-
helginni. Alvarlegir stjórnmála-
árekstrar hlytu þá óhjákvæmi-
lega að verða við Breta.
Það er ekki furða þótt komm-
únistar tali um það, að Fram-
sóknarmenn standi sig vel. Yfir-
lýsingar þeirra í utanríkismál-
um hafa yfirleitt allar verið
mjög geðþekkar kommúnistum
og tíðum hafa Framsóknarmenn
gengið feti lengra en kommún-
istar sjálfir.
En þing Framsóknarflokksins
kemst ekki fram hjá því að lýsa
annað hvort yfir, að stefna
flokksins í landhelgismálinu sé
rétt, þ.e.a_s. að samkomulagið
við Breta sé markleysa, eða þá
að lýsa því yfir — eins og áður
segir — að orð forsprakkanna
séu marklaus. Eftir því verður
tekið, hvora leiðina flokksþingið
velur. Ef það þegir, undirstrik-
ar það, að kjósa eigi um land-
helgismálið og Framsóknar-
flokkurinn hyggist að afloknum
þeim kosningum rifta samkomu-
laginu, ef hann hefur mátt til
þess með kommúnistum.
— Laos
Framhald af bls. 1.
herrar Breta ©g Rússa í Laos,
en þær þjóðir voru í forsæti á
ráðstefnunni, sem haldin var í
Genf um Laos. Forsætisráðherr-
ann og sendiherrarnir ræddu við
foringja Pathet Lao, Souphanou-
vong, aðstoðarforsætisráðherra.
Sá síðastnefndi lofaði, að her-
sveitir kommúnista skyldu ekki
gera fleiri árásir á stöðvar hlut-
lausra, en neitaði að verða við
ósk forsætisráðherrans um, að
alþjóðlega eftirlitsnefndin fengi
að koma til Krukkusléttu til
þess að sjá um að þar væri hald-
inn friður. í dag skýrði Sou-
vanna Phouma frá því, að hann
færi bráðlega aftur til Krukku-
sléttu til þess að halda áfram
viðræðum við kommúnista.
Forsætisráðherrann er nú
staddur í Vientiane. í ræðu, sem
hann hélt í dag, sagði hann, að
hæfust bardagar á ný á Krukku-
sléttu myndi hann taka þátt í
þeim. Hann sagðist ekki geta
horft á það aðgerðarlaus, að herj
um hlutlausra væri útrýmt.
Foringi hægri sinna í Laos
sagði í dag, að tsekju kommún-
istar alla Krukkusléttu á sitt
vald, myndu hægri sinnar sker-
ast í leikinn. Foringi hers hlut-
lausra, Kong Lae, kom til Vienti
ane í dag frá bækistöð sinni við
þorpið Muong Panh á Krukku-
sléttu. Ræddi hann m.a. við for-
sætisráðherrann um viðræður
hans við Pathet Lao.
• Varúðarráðstöfun
í kvöld komust fregnir á
kreik um það, að skip úr sjö-
unda flota Bandaríkjamanna
væru á leið til Thailandsflóa,
vegna hins alvarlega ástands í
Laos. Talsmaður bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins skýrði frá
því síðar, að þetta væri rétt.
Væru þetta varúðarráðstafanir.
• Viðræður um Laos
Averell Harriman, aðstoðar-
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, ræddi í dag við Couve de
Murville, utanríkisráðherra
Frakka, í París. Ræddu þeir m.a.
Laosmálið og að fundinum lokn-
um var skýrt frá því, að Banda-
ríkin og Frakkar styddu ein-
dregið stjórn Souvanna Phouma
í Laos. Harriman sagði, að hann
teldi ekki ástæðu til þess að
kalla Genfarráðstefnuna saman
á ný, Pekingstjórnin hefði lagt
það til undir því yfirskini, að
Bandaríkjamenn væru í Laos og
æstu til óeirða þar. Harriman
sagði, að þessar fullyrðingar
væru algerlega úr lausu lofti
gripnar.
í London ræddi Home lávarð-
ur, utanríkisráðherra Breta, á-
standið í Laos við sendiherra
Indlands og Póllands í borginni,
en Indverjar og Pólverjar eiga
ásamt Kanadamönnum sæti í al-
þjóðlegu eftirlitsnefndinni í
Laos. Á morgun ræðast þeir við
í London, Averell Harriman og
Home lávarður.
Kennedy Bandaríkjaforseti
ræddi Laosmálið við öryggisráð
Bandaríkjanna í dag.
— Landib ókkar
Framhald af bls. 13.
inum fyrir framan eru útstilling-
argluggar fyrir náttúrufræðigripi,
sem að vísu eru ekki til ennþá,
og heimavistin er alveg sér í
álmu. Kostnaðurinn í heimavist-
inni verður kr. 21,50 á dag, eða
nálægt 1400 kr. yfir veturinn.
— Börnin hafa yfirleitt unað sér
vel, segir Ólafur. Það er viðburð-
ur ef leiðindi eru í barni, enda
látum við þau vera srtutt í eirau
fyrst meðan þau eru að vemjast.
Að lokum spyrjum við Ólaf
hvort árangur verði ekki lakur
í slíkum skóla, þar sem bömin
koma svo seint og séu stuttam
tíma á vetri.
Hann kvað mei við. Árangur
hefði orðið mjög góður miðað við
aðra skóla. — Við höfum skýrslur
frá landsprófsgreinunum, og við
höfum oft heldur haft vinning-
inn yfir kaupstaðaskólana í
meðaleinkunn. Annað höfum við
ekki til að miða við.
Það hlýtur að teljast mjög góð-
ur árangur. En þegar ég sá hve
hljóð börnin sátu yfir heima-
vinnunni sinni, datt mér í hug
að þar væri e.t.v. skýringu m. a.
að finna. Þarna í heiimavistar-
skólanum hafa bömin það eftirlit
og þá hjálp sem hvert bam ætti
að hafa heima hjá sér við heixna-
vinnuna.
— E. Pá
— Me&vitundarlaus
Framhald af bls 24.
legu æði, ræðst eldsnöggt á hús-
bóndann, slær til hans og hrind-
ir honum fram af stigapallinum
og niður í kjallarann, þar sem
höfuð hans skall í gólfið eða á
dyrakarm. Fékk Kristdór mik-
inn áverka á hnakkann, missti
meðvitund og blóð fossaði úr
sárinu.
Kfistín húsfreyja hljóp til,
þegar hún sá tilræðið og ætlaði
að veita maniai sínum lið. En ár-
ásarmaðurinn sló hana þá mikið
högg fyrir brjóstið og hratt
henni einnig niður stigann. Marð
ist Kristín mikið á báðum hand-
leggjum, tognaði illa og brákað-
ist við fallið, auk þess sem hún
fékk taugaáfall.
Allt gerðist þetta í einni svip-
an. Dóttir þeirra hjóna, 23 ára
gömul, er gengin var til náða,
kom þjótandi ?ram er hún
heyrði harkið og hugðist hjálpa
foreldrum sínum í viðureigninni
við ofstopamanninn. H a n n
reyndi að slá til hennar, en hún
gat vikið sér undan högginu. Þá
skauzt ódæðismaðurinn út um
dyrnar og skellti hurðinni á eftir
sér.
Var nú hrinigt í lögreglu og
lækni í ofboði og hjónin flutt á
sjúkrahús. Kristdór sem er 59
ára að aldri er ekki enn kominn
til meðvitundar og liggur þungt
haldinn á sjúkrahúsinu. Frú
Kristín, sem er 45 ára að aldri,
hefur nú verið flutt heim til sín,
en er þó illa haldin enn.
Árásarmaðurinn náðist um
nóttina og situr hann í gæzlu-
varðhaldi. Mál hans er ekki full-
rannsakað. Það skal skýrt tekið
fram að Kristdór neytir aldrei
áfengis og vín er ekki um hönd
haft á heimili hans.
Háseti slasaðist
við uppskipun
Húsavík, 22. apríl: —
Háseti á dönsku skipi lenti í spili
sl. laugardag og slasaðist mikið á
fæti. Danska skipið Iren Frijs
losaði sement sl. laugardag.
Um kvöldið þegar uppskipun
var lokið og verið var að ganga
frá bómum vildi það slys til að
einn háseti, Gunnar Albert Pét-
ursson, lenti í vírlykkju sem dró
hann að trommlu, sem verið var
að hífa bómuna með. Gunnar
brotnaði mjög illa á öðrum fæti
og vöðvinn rifnáði neðan við
hné. Hann var strax fluttur í
sjúkrahús á Húsavík og gerði
Daníel Daníelsson, héraðslæknir
að sárum hans og tók aðgerðin
marga klukkutíma.
Gunnar er búsettur I Dan-
mörku, en mun vera íslenzkur í
aðra ættina. Líðan hans í dag er
eftir atvikum sæmileg.
Lester Pearson
Pearson
forsætis- .
ráðherra
Kanada
ÍOttawa 22. apríl (NTB).
í DAG afhenti John Diefen—
baker landsstjóra Kanada
lausnarbeiðni fyrir sig og
ráðuneyti sitt. Skömmu síðar
vann Lester Pearson em-
bættiseið ásamt ráðherrum í
hinni nýmynduðu stjórn sinni.
Eins og kunnugt er vann
flokkur Lester Pearson,
Frjálslyndiflokkurinn, mikið
fylgi af íhaldsflokknum í ný-
afstöðnum kosningum. Hann
hefur þó ekki meirihluta á
þingi, en á vísah stuðning
hins hægri sinnaða Sósíal-
creditflokks og Nýrra Demó-
krata.
Eins og áður segir, er
Lester Pearson forsætisráð-
herra er Paul Martin, dóms-
málaráðherra Lionel Chevrier
og varnarmálaráðherra Poul
Hellyer.
Fyrsta verkefni stjórnarinn
ar verður að taka afstöðu til
þess hvort búa eigi her Kan-
ada kjarnorkuvopnum, en það
var vegna deilna um það mál,
sem stjórn Diefenbakers féll.
í ræðu, sem Pearson hélt
eftir að hann tók við forsætls
ráðherraembættinu, s a g ð i
’hann, að Kanadamenn myndu
innan skamms kaupa kjarn-
orkuvopn af Bandaríkjamönn
um.
Frjálslyndi flokkurinn hef-
ur nú 130 þingmenn, sósíal-
creditflokkurinn 24 og Nýir
Demókratar 17. íhaldsflokkur
inn hefur 94 þingmenn.
Hafnarfirði. — Sídegis á laug-
ardaginn strandaði togarinn
Röðull hér skammt fyrir ut-
an hafnargarðana, á svonefndu
Torfaskeri. Hafði hann legið
hér fyrir utan og rekið á fyrr-
nefnt sker.
Röðull losnaði ekki af sker
inu fyrr en á flóði utu nótt-
ina. Var veður hið bezta og
því engin hætta á ferðum.
Kom hann þá hér inn að
bryggju og voru froskmenn
látnir athuga botn hans.
Reyndust skemmdir ekki það
miklar að hann þyrfti að fara
í slipp, eitthvað mun botninn
þó hafa dældast. Hann fór á
veiðar á sunnudaginn. — GiE.