Morgunblaðið - 24.04.1963, Qupperneq 1
24 síður
Landsfundur Sjálf-
stæöisflokksins
ÍLANDSFUNDARFULLTBÚAR eru vinsamlega beðn-
ir að afhcnda kjörbréf og vitja fulltrúaskírteina sinna
í skrifstofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 9—12
fyrir hádegi og kl. 1—7 eftir hádegi.
Sex mílna fiskveiði-
takmörk við Bretland?
B R E Z K A blaðið „Fishing
News“ skýrði frá því fyrir
nokkrum dögum, að innan
fárra vikna mætti vænta yf-
irlýsingar brezku stjórnar-
innar um, að komið verði á
sex mílna fiskveiðitakmörk-
um við Bretland. Segir blað-
ið, að samningaviðræðurnar
um fiskveiðitakmörkin við
Færeyjar, hafi tafið fyrir
birtingu opinberrar yfirlýs-
ingar þessa efnis. í viðtali
við blaðið, þriðjudaginn 16.
apríl, hafði talsmaður brezka
sjávarútvegsmálaráðuneytis-
ins hvorki getað staðfest né
hafnað þessari fregn.
Blaðið hefur eftir áreiðanleg-
Um heimildum, að brezki ráð-
herrann Christopher Soames
vinni nú að opinberri áætlun um
fiskveiðitakmörkin við Bretland,
og eigi að birta hana í síðasta
lagi 1. júní. Á þessi ásetlun að
fela í sér útfærslu fiskveiðitak-
markanna í tólf mílur á næsta
áratug.
— ★ —
Fishing News segir, að út-
færslu fiskveiðitakmarkanna við
Bretland verði mjög fagnað af
brezkum fiskimönnum, sem hafi
að undanförnu gert harða hríð
að stjórnarvöldunum vegna auk-
innar ásælni erlendra togara á
fiskimið við Bretlandsstrendur.
Sem fyrr segir er talið, að út-
færslan verði fyrst um sinn í
sex mílur — þótt það sé enn
óstaðfest. Er þar með aðeins
gengið til hálfs að kröfum fiski-
manna, sem telja tólf mílur nauð
synlegar þegar í stað.
Þótt brezka stjórnin tilkynni
útfærslu fiskveiðilögsögunnar nú,
getur hún ekki komið til fram-
kvæmda fyrr en að ári. Bretar
eru bundnir tveim samningum,
sem gerðir voru við önnur ríki
á nítjándu öld. Annar er við
Frakkland, frá 1S39. Segir blaðið,
Framh. á bls. 23.
Erlendur Einarsson
Steingrímur Hermannsson
(Jtförin í dag
ÞESSI íslenzka sálmabók
úr Hrímfaxa fannst á
staðnum þar sem flugvél-
in fórst við Ósló.
í dag kl. 1,30 verður
gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavík útför áhafnar
flugvélarinnar og Mar-
grétar Bárðardóttur. Séra
Jón Auðuns jarðsyngur.
Athöfninni verður útvarp-
að. —
Minningargreinar um
hina látnu birtast hér í
blaðinu í dag.
Þess má geta, að útför
Helgu Henckell, annarrar
flugfreyjunnar, var gerð i
fyrradag og útför Þor-
björns Áskelssonar, út-
gerðarmanns, sem var far-
þegi með vélinni, verður
gerð frá Grenivíkurkirkju
á laugardag kl. 2.
Erhard eftirmaður Adenauers
Hlaut yfirgnæfandi meirihlutc atkvæða
Bonn, 23. apríl — NTB-AP —
Á FUNDI þingflokks kristi-
legra demókrata í V-Þýzka-
landi í dag, var ákveðið að
tilnefna Ludvig Erhard eftir-
mann Adenauers í embætti
kanzlara. Var hann kosinn til
þess með yfirgnæfandi meiri-
hluta, hlaut 159 atkvæði af
225 hugsanlegum, — 47 þing-
menn greiddu atkvæði gegn
honum, en 19 sátu hjá.
Adenauer, kanzlari, sem hafði
mælt gegn því að Erhard tæki
við af sér, lýsti því yfir í ræðu,
er úrslit atkvæðagreiðslunnar
voru kunn, að þau væru bindandi
fyrir allan ílokkinn og öllum
bæri að styðja Erhard í starfi.
Kanzlarinn bætti við og sneri
máli sínu til Erhards: „Ég mun
styðja yður, herra Erhard, eft-
ir bezta megni og beita til þess
öllum mínum áhrifum, með það
í huga hvað sé þýzku þjóðinni
fyrir beztu.“
Þingmenn kristilegra höfðu
setið á rökstólum í meira en
tvær klukkustundir áður en
Eysteinn óttast óeininguna í Framsókn
Ræust þó sjálfur að sjónar»
miðum einstakra flokksmamia
í SETNINGARRÆÐU Ey-
steins Jónssonar á flokks-
þingi Framsóknarflokksins
kemur glöggt í ljós, að hann
óttast mjög sundrungina,
sem er í flokknum. Hvetur
hann flokksmenn ákaft til að
láta ekki ágréiningsmál „þótt
þýðingarmikil séu“ ráða gerð
um sínum, láta „ekki ágrein-
ing um einstök mál eða um
aðferð sundra þýðingarmikl-
um samtökum, svo ekki
ræðst við neitt, og glundroði
verður höfuðeinkenni á-
standsins“.
Ástæðuna til þessa ótta
Eysteins Jónssonar er fyrst
og fremst að rekja til þess,
að fjöldi flokksmanna vítir
harðlega það framferði flokks
klíkunnar að nota viðkvæm
milliríkjamál til innanlands-
deilna, og er þar einkum um
þrjú mál að ræða.
í fyrsta lagi samninginn við
Breta í landhelgismálinu, sem
flokksforystan hefur lýst yfir að
sé markleysa og muni þar af
leiðandi felldur úr gildi, ef Fram
sóknarn. nn ná meirihluta með
kommúnistum.
1 öðru lagi er um að ræða af-
stöðuna til Efnahagsoandalags-
ins, en sú klika, sem Framsókn-
arilokknum ræóur, hefur þar
rekið algera tækifærisstefnu, eins
og margsinnis hefur verið rakið
hér í blaðinu og mun ef tii vUl
gert oftar.
í þriðja lagi er svo um að
ræða hagnýtingu erlends fjár-
magns hér á landi, en Framsókn-
arflokkurinn var á sínum tíma
sá flokkur, sem fyrst tók þetta
atriði í stefnuskrá sína, en nú
er sýknt og heilagt klifað á því,
að þeir, sem vilja hafa eðlilegt
samstarf við útlendinga í þessu
efni, séu nokkurs konar lands-
sölumenn.
Þótt Eysteinn Jónsson biðji sér
og flokiki sínum vægðar í ræðu
sinni getur hann ekki stillt sig
um að halda áfram dylgjunum
um það, að þeir, sem vilja láta
skynsemina ráða í Efnahagsbanda
lagsmálinu og varðandi erlent
Framh. á bls. 23.
hægt var að ganga til kosninga.
Þá var ákveðið að kjósa urh Er-
hard einan, en áður höfðu kom
ið fram tillögur um að kjósa á
milli hans, Gerhards Schröders,
utanríkisráðherra, Heinrick
Krone, ríkisstjóra og Heinrich
von Brentano, formanns flokka
kristilegra. Allir neituðu þeir að
gefa kost á sér til starfsins og
urðu úrslit atkvæðagreiðslunnar,
sem fyrr sagði.
Þegar Adenauer hafði flutt
ræðu sína tók Erhard til máls
og var hrærður mjög. Lýsti hann
því yfir, að hann myndi reyna
að ávaxta þann arf er Adenau-
er skildi eftir sig, með hans og
Guðs hjálp.
Við Adenauer sjálfan sagði Er-
hard: „Hver svb sem misklíðar-
efni okkar kunna áður að hafa
verið, þá gleymum því liðna og
byrjum að nýju. Ég vona og óska
að ég eigi eftir að njóta stuðn-
íngs yðar og góðra ráða, herra
forsætisráðherra. Að gleyma og
fyrirgefa er skylda hins kristna
manns. Ég mun gera allt sem í
minu valdi stendur til þess að
bera þá þungu byrði, sem á herð
ar miínar eru la.gðar".
Sem kunnugt er lætur Aden-
aueir af emioæui í haust og tekur
Erhard þá við, að undangenginni
atkyæðagreiðslu á þmgi. Kristi-
legi demokrataflokkurinn hefur
þar að vísu ekki meiri hluta,
en Ludvig Erhard á vísan stuðn-
ing Frjálsra demokrata í em-
bætti kanzlara.