Morgunblaðið - 24.04.1963, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.04.1963, Qupperneq 5
Miðvikudagur 24. april 1963 M0RGUNBL.4ÐIÐ 5 Adenauer (lengst til vinstri) og Erhard (lengst til hægri). Myndin er tekin á 86 ára af- mæli Adenauers fyrir rúmu ári. Ludwig Eftir langar deilur sam- j þykktu kristilegir demókrat- i ar í V-Þýzkalandi í gær, að , dr. Ludwig Erhard skuli taka við af Konrad Adenauer kanzlara, þegar sá síðar- i nefndi lætur af embætti í j haust. Erhard hefur verið fjármálaráðherra frá því fyrsta stjórn V-Þýzkalands 1 var mynduð árið 1&49 undir i forsæti Adenauers, og er eini I i meðráðherra kanzlarans, sem setið hefur óslitið í stjórninni j síðan. I 1 Erhard er fæddur í Fúrth í Suður-Þýzkalandi árið 1897, j og var faðir hans vefnaðar- i vörukaupmaður. Eftir fyrri | heimsstyrjöldina hóf hann í nám í hagfræði og þjóðfélags- j fræði. Tók hann doktorspróf i í hagfræði árið 1923. Vann j hann eftir það lengi að mark- I aðsrannsóknum við efnahags- I og iðnaðarstofnanir í Þýzka- Afesfur á morgun L.augarneskirkja. Skátamessa á morgun kl. 10:30 f.h. Séra Garðar Svavarsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messa á morgun kl. 2. Ferming. Séra Kristinn Stefánsson. Hafnarfjarðarkirkja. Skátaguðsþjón- usta á morgun kl. 11. Séra Garðar J>orsteinsson. Kópavogskirkja. Altarisganga í kvöld kl. 8:30. Séra Gunnar Árnason. Elliheimilið. Missirisskiptaguðsþjón- ustur. Síðasta vetrardag kl. 6.30 síð- degis. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason. Sumardaginn fyrsta kl. 10 árdegis Felix Ólafsson, cand. theol. Heimilis- presturinn. Erhard landi þar til nazistar hröktu hann úr embætti 1942. Eftir síðari heimsstyrjöld- ina var Þýzkalandi skipt í her námssvæði, og höfðu herstjórn ir Bandamanna yfirstjórn mála í vesturhluta Þýzka- lands. Gerðist Erhard þá efna hagsráðunautur herstjórnar innar þar til fyrsta vestur- þýzka ríkisstjórnin var mynd uð. Stjórnmálaferill hans hótfst í september 1945, þegar hann varð viðskiptamála'ráð- herra héraðsstjórnarinnar í Bajern. Sem ráðunautur hern aðaryfirvaldanna hafði Er- hard afgerandi áhrif á gjald- miðilsskiptin 1948, þegar gamla Ríkismarkið var numið úr gildi og núverandi gjaid- miðill, þýzka markið, tekinn upp. En breyting þessi var upphaf að efnahagsviðreisn V-Þýzkalands. Daginn, sem gjaldmiðils- skiptin fóru fram, flutti Er- hard útvarpsávarp til þjóðar sinnar. Kom það jafnt her- stjórninni og öðrum á óvart, að hann tilkynnti afnám skömmtunar og verðlagseftir lits í V-Þýzkalandi, og töldu margir að hér hefði Erhard stigið feti of langt. Svo reynd- ist þó ekki, og hófst nú við- reisnartími, sem nefndur hef- ur verið með réttu „fjárhags- undrið“. í fyrstu hafði Erhard engin afskipti af baráttu stjórn- málaflokka og var álitinn frjálslyndur í skoðunum. En við fyrstu þingkosningar í V- Þýzkalandi 1949, var hann einn af frambjóðendum Kristi legra demókrata. Hann hlaut kosningu og, eins og að fram- an greinir, var skipaður fjár- málaráðherra þá um haustið. Frá upphafi var litið svo á, að Erhard væri sjálfkjörinn eftirmaður Adenauers. En sjálfur hefur Adenauer verið því mjög mótfallinn. Nokkrir aðrir leiðtogar Kristilegra demókrata hafa því verið nefndir í þessu sambandi, svo sem Gerhard Schröder, utan- ríkisráðherra, og virtist sem Adenauer væri að bíða með að tiln-efna eftirmann sinn þar til vænlegar horfði fyrir ein- hverjum keppinauta Erhards. Vegna ósigra Kristilegra demókrata í nýafstöðnum aukakosningum þótti þó ekki gjörlegt að bíða lengur, og varð Adenauer að láta undan. í febrúar sl. fór fram skoð- anakönnun í V-Þýzkalandi meðal kjósenda um vinsældir væntanlegra kanzlaraefna, og hlaut þá Erhard aðeins 25% atkvæða. Ný skoðanakönnun fór fram á tímabilinu 1. marz til 5. apríl sl., og hlaut þá Erhard 40% atkvæða. Næstur honum var Willy Brandt, borg arstjóri V-Berlínar, með 15% (hafði 12%), og þriðji Schrö-d- er, utanríkisráðherra, með 13% (áður 8%). Þessar stór- vaxandi vinsældir Erhards meðal kjósenda urðu m.a. til þess að Adenauer varð að láta í minni pokann. MENN 06 , = MALEFN! Gríma frumsýnir einþáttunga LEIKKLÚBBURINN Gríma frumsýnir þrjá einþáttunga eftir Odd Björnsson í kvöld kl. 9 í Tjarnarbæ. Tveir þeirra, „Við lestu-r framhaldssögunnar" og „Köngulóin“, er settir á svið af Helga Skúlasyni en sá þriðji, „Partí“, af Gísla Alfreðssyni. Á fundi með fréttamönnum í fyrradag skýrðu nokkrir félagar Grímu frá því, að einþáttungar Odds væru annað verkefni klúbbsins í vetur, en fimmta verkefnið síðan hann hóf starf- semi sína. í fyrsta einþáttungi Odds Æjörnssonar, „Við lestur fram- haldssögunnar“, koma fram tveir leikendur, Valdimar Lárusson og Sveinbjörn Matthíasson. í þeim næsta, „Partí“, eru 11 leikend- ur og að auki glymskratti og risaeðla, sem talin eru m-eð á leikendaskrá. Partíið er hald- ið á 17. hæð í reykvísku fjöl- býlishúsi (sem er víst ekki enn risið af grunni). I þ r i ð j a einþáttuhgnum, „Köngulóin", sem sýndur verður eftir hlé, koma fram fjórar fræg- ar persónur frá löngu liðnum Oddur Björnsson tíma: Alejander páfi VI (Harald- ur Björnsson) og börn hans, Sesar Borgía (Erlingur Gísla- son), Lúkrezía (Helga Bach- mann) og Don Sjúan (Pétur Ein- arsson). Leiktjöld hefur Steinþóor Sig- urðsson gert, en hljómkerfið er frá fyrirtækinu Hverfitónar, eig- andi Sveinn Guðmundsson, verkfr. Oddur Björnsson er fæddur árið 1932, varð stúdent frá M. A. 1953, stundaði nám í ieikhús- fræðum við háskóla í Vínarborg í tvo vetur, hefur verið bóka- vörður að undanförnu. Leikrit eftir h-ann hafa ekki áður verið flutt á sviði, en í vetur flutti Ríkisútvarpið verk eftir hann, og fyrir tveim árum var hann einn fjögurra höfunda sem verð- laun hlutu í lejkritasamkeppni Menningarsjóðs. Hann hefur ort ljóð og skrifað sögur, -n það hef- B pr mest farið í bréfakörfuna, að 9 því er hann tjáði fréttamönnum. y Mæðgur, sem báðar vinna utan Reykjavíkur óska eftir 2ja herb. íbúð eða einni stórri stofu og eldhúsi. Uppl. í síma 22886. » íbúð óskast Tveggja eða þriggja herb. íbúð óskast frá 1. maí nk. Tvær konur í heimili. Uppl. í síma 12838 frá kl. 2—6 e. h. Barnlaus hjón óska eftir 2ja herb. íbúð 14. maí eða fyrr. Góð um- gengni. Skilvis greiðsla. Upplýsingar í síma 22727. Vil kaupa hyggingarlóð eba grunn undir einbýlishús í Kópa- vogi. Upplýsingar í síma 13621. Til leigu Einbýlishús til leigu. Tilb. merkt: „Leiga — 6859“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir laugardagskvöld. Regna-búðarkassi til sölu. Uppl. i síma 18380. Rósastilkar Gróðrastöðin Birkihlíð v/Nýbýlaveg. Jóhann Schröder. Sími 36881. Sölustjóri Dama óskar eftir starfi sem slík. Góð viðskipta- og vöruþekking. Tilboð merkt: „Vefnaðarvara — 6845“ sendist Mbl. Keflavík — Suðurnes Tek að mér raflagnir og viðgerðir á raflögnum. Hörður Jóhannsson löggiltur rafvirkjameistari Mávabraut 12 B, Keflavík. Sími 1978. Rennihurðir Til sölu 2 stk. maghony rennihurðir (heilar án glera). Öll járn og karmar fylgja. Selst ódýrt. Uppl. í síma 16272. Vélritun — Bókhald Tek allskonar vélritun og bókhald í heimavinnu. — Einnig prófarkalestur. Tilb sendist sem fyrst, merkt: „Vélritun — 6848“. Til sölu 3ja herb. íbúð á 1. hæð við Snorrabraut. Allar upplýsingar í síma 22528. Philips grammófónn Lítið íbúðarhús til sölu til brottflutnings. Uppl. gefur Gunnar Jóns- son, lögmaður, Þingholts- (með bátabylgju) til sölu. Uppl. á Bárugötu 5, 1. hæð eftir hádegi í dag og næstu daga. stræti 8. — Sími 18259. Brúnir, reimaðir telpuskór nr. 36 töpuðust fyrir utan Voigaskóla. — Finnandi hringi vinsamleg ast í sím-a 36219. / Kona óskast til eldhússtarfa. Gott kaup og fæði. Austurbar, sími 1901:1, Snorrabraut 37. ROKOCCO-SETT til sölu. Húsgagnavinnustofan Skólavörðustíg 28. Gott sérherbergi óskast til leigu og bíl- skúr fyrir einkabíl á sama stað. Uppl. í síma 19195. 2ja—3ja herb. íbúð óskast til leigu sem fyrst. Fyrirframgreiðsla, ef ósk- að er. Uppl. í síma 37210. ATHUGIÐ ! að boriö saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. Notaðar síldartunnur óskast til kaups. Upplýsingar hjá Jóni Gíslasyni í síma 50865. Starfsstúlkur oskast í eldhúsið. — Upplýsingar gefur ráðs- konan í síma 14292. Elli og hjúkrunarheimilið Grund. NJARÐVÍKUR! TÍI sölu Einbýlishús 5 herb. ásamt íbúðarskúr. Laust strax. VILHJÁLMUR ÞÓRHALLSSON, HDL. Vatnsnesvegi 20, Keflavík Símar 1263 og 2092.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.