Morgunblaðið - 24.04.1963, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.04.1963, Qupperneq 6
6 WOItninsnLAÐlÐ Míðvikudagur 24. apríl 1963 öppruni manniegs máls Samtal við prófessor Alexander Jóhannesson fyrirlestra við um tuttugu há- skóla í mörgum löndum, máske er þó kollega minn Einar Ól. Sveinsson í við hærri í tölu er- lendra háskóla. „í>egar ég samdi bók mína, Uppruni mannlegs máls, sem kom út hjá Bókmenntafélaginu 1960, setti ég fram kenningar um uppruna mannlegs máls, er ég flutti á aiþjóðamálfræðinga- fundinum í Lundúnum 1952 í við- urvist fjölda málfrseðinga úr víðri veröld. Ég flutti þar ann- an af tveim fyrirlestrum, er stóð í þrjá fjórðu stund og átti ég það að þakka varaforsetum mál- fræðingafundarins, þeim Sir Will iam A. Craigie og Sir Riohard Paget, er ég hafði náin kynni af um langt árabil. í>eir eru nú báðir látnir. Fyrirlestri mínum var vel tekið og voru kenn- ingar mínar ræddar m.a. í Times Literary Supplement. Sir Richard hafði komizt að svipaðri niðurstöðu og ég með því að afchuga lífeðlisfræðilega myndun hljóða, en ég með að- ferð samanburðarmálfræðinnar, en hann var ekki málfræðingur. Það er álit málfræðinga að fyrsta stigið og það upprunaleg- asta sé geðbrigðahljóð, er maður inn líkt og dýrin rak upp, er hann var hræddur eða gladd- ist, reiddist o.s.frv., sem sagt k’Omst í geðshræringu. Við köll- um þessi hljóð upphrópanir í íslenzku og af þeim hef ég tal- ið nálægt 150. Þetta er svipað og hrafninn krunkar, hesturinn hneggjar, kötturinn malar og fuglinn tístir. Mjög fá orð eru mynduð af þessum frumhljóðum eins og t.d. í íslenzku að hóa, af upphrópuninni hó, sveia af svei o.s.frv. Annað stigið í þróun tungu- mála er eftirherma á náttúru- hljóðum (hljóðgervingar) eins og t.d. fuglsnöfnin kría, lóa, gagl, (eftirherma á ga-ga),k indajarm- ur, froskahljóð, sbr. lat. coax- are, berkja (gelta), hafa hátt, kalla, hrópa, braka, rámr, remja, öskra, róma, rymja, raula, rjúpa, hjala, dynja, hani (cano) og ótal mörg önnur hljóð. Til þessara orða heyra líka hjal og babbl, andardráttarhljóð og soghljóð.“ „Þér hafið áætlað þessi fyrstu stig samtals í öllum málaflokk- um heims um 15% af öllum orða- forða í hverju máli?“ „Já, það er rétt. Um þetta má segja að flestir málfræðingar séu nú sammála. Rannsóknir um þetta efni hafa staðið yfir frá dögum Forn-Grikkja og fram á vora daga, eins og ég hef tekið fram í formála fyrir íslenzku útgáfunni. Nú má segja, að þess- ar niðurstöður séu ekki miklar. Eftir er að skýra 85% orðaforð- ans og skiptist þetta í tvennt. Þriðja stigið er ég nefndi svo og get skýrt yður frá hérna og fjórða og síðasta stigið, sem er yfir huglæg orð, en þau eru til orðin við yfirfærslumerking- ar frá hlutlægri merkingu. Af þessum 85% skulum við telja að a.m.k. 50—60% hafi mynd- ast á sérstakan hátt, nefnilega sem eftirherma á hlutum í nátt- úrunnar ríki og eftirherma á ALEXANDER Jóhannesson, fyrr um háskólarektor, hefur eins og kunnugt er fengizt við rann- sóknir á uppruna mannlegs máls og samdi um það efni bók, sem út kom hjá Bókmenntafélaginu 1960. í síðustu viku kom bók þessi út í enskri þýðingu og nefndist: The Third Stage in the Creation of Human Lang- uage. Bók þessi, sem er í stóru broti, er 134 bls. að stærð, en aftast í henni er skrá yfir bæk- ur og ritgerðir, sem höfundur- inn hefir notað í rannsóknum sínum. Þá eru einnig í bókinni nokkrar teikningar til skýring- ar. Bókin hefst á formála þeim, sem höfundur samdi fyrir ís- lenzku útgáfuna. Síðan kemur formáli fyrir þessari nýju ensku útgáfu en þá hefst megin- kjarni bókarinnar og er í sjö köflum, og ef tvö kaflaheiti eru tekin af handahófi, heitir annar kafli: How did primitive man learn to speak, en sá sjöundi: The development of language. í formálsorðum segir höfund- ur m.a., að þúsundir greina hafi verið skrifaðar um viðfangsefni þetta, allt frá Forn-Grikkjum til okkar daga, en aðeins hafi fræðimönnum tekizt að vera á einni skoðun um tvo hluti, þá að leita eigi uppruna málsins í til- finningahljóðum og eftirlíkinga- hljóðum úr náttúrunni. Segir höf- undur, að í þessum tveimur flokik um séu aðeins um 15% orða- forða hvers tungumáls. „Mín kenning er sú,“ segir höfundur, að frumstæðir menn notuðu einnig talfærin til þess að líkja eftir lögun og hreyfingu hluta í náttúrunni.* Er þetta megin- kjarni kenninga prófessors Alex anders Jóhannessonar og hafa. þær vakið mikla athygli víða um heim, og hefur margt verið rætt um þær og ritað, bæði til lofs og lasts. Ekki þarf að kynna Alexand- er Jóhannesson fyrir lesendum Morgunblaðsins. Hann hefur um árabil verið málfræðikennari ís- lenzkudeildar Háskólans, en lét af þeim störfum ekki alls fyrir löngu. Þá hefur hann einnig verið nefndur faðir Háskóla- hverfisins, enda er óhætt að full- yrða, að enginn maður hefur lagt þar eins gjörva hönd á og pró- fessor Alexander. Enda þótt hann sé nú nokkuð við aldur, er hann enn ungur í anda og ákaf- ur þátttakandi í því sem gjör- ist í kringum hann og að því leyti hefur hann lítið breytzt frá því hann var rektor Háskólans og stjórnaði málefnum hans af frjóu ímyndunarafli og einstæðu áræði. Prófessor Alexander er skemmtilegur heim að sækja, og þegar fréttamaður Morgunblaðs- ins hitti hann að máli nú fyrir skömmu og bað hann um sam- tal um kenningar hans og þessa nýju útgáfu á bók hans, varð hann fúslega við þeirri ósk að ræða við blaðið. Fer samtalið hér á eftir. Prófessor Aléxander sagði fyrst: Ég hefi víða flutt kenningar mínar við er- lenda háskóla, og hefi ég flutt • Sníkjuherferð bolsivikka „Ungur Vesturbæingur“ skrif- ar Velvakanda bréf, og birtast hér glefsur úr því: „30. marz er nýliðinn, og urðu þá nokkrar umræður í blöðum um inngöngu íslands í Atlants- hafsbandalagið á sínum tíma. Enginn þurfti að furða sig á orð bragði kommúnista af því til- efni. Mín skóðun er sú, að 30. marz sé jafn merkur dagur í sögu íslenzkrar sjálfstæðisbar- áttu og 1. desember eða 17. júní. Þann dag vissi maður, að sjálf- stæði íslands var örugglega tryggt. Upphlaup kommúnista á þeim degi mistókst, en þjóðin Alexander Jóhannesson öðlaðist örugga vemd í flokki frjálsra þjóða. Sjálfstæðið eitt er ónógt, ef ekki er vendilega tryggt, að þjóðin geti haldið því. ísland var varnarlaust og opið fyrir kommúnisma-ógæf- unni fram að þeim degi, en síð- an hafa íslendingar getað treyst því, að sjálfstæðið væri meira en nafnið tómt. Landráðaöflin hafa nú rétt einu sinni hafið ölmusubetl. Kommúnistar hrista betlibauka sína og sníkjudollur fyrir hvers manns dyrum. Allir vita, að á pappírnum heppnast þessar sníkjur, því að það fé, sem ekki er hægt að tæla út úr alþýðu manna, verður sent að austan, eins og jafnan áður. íslenzk al- þýða ætti að gæta þess vel, að hreyfingum." „Þetta hafa verið mjög víð- tækar rannsóknir, sem þér hafið þurft að inna af hendi.“ „Ég varð fyrst að kynna mér mörg óskyld mál. Indóger- mönsk mál eru nú töluð af nær- fellt helmingi allra jarðarbúa og eru frumræturnar þar ca. 2200. Ég lærði að stauta mig fram úr hebreskri orðabók og öðrum semitískum málum, en hef ætíð látið hebreskufræðinga fara yfir samanburð minn milli Indógermönsku og hebresku, fyrst sr. Guðmund sáluga Einars- son á Mosfelli í Grímsnesi, síðan G.K. Driver, nafnkunnan hebr- eskufræðing í Oxford og síðast prófessor Þóri Kr. Þórðarson. Pró fessor Driver sýndi mér þann sóma að rita formála að fyrstu bók minni á ensku, Origin of Language (1949), um uppgötv- anir mínar, og sagði þar m.a. að ég væri á réfctri leið með at- huganir mínar. Frumkínverska örðabók hef ég eftir prófessor Karlgren í Stokkhólmi og sendi ég honum handrit mitt, er hann hafði ekkert við að athuga. Þá var ég svo heppinn, að tyrknesk- ur málfræðingur, sem lesið hafði ritgerðir eftir mig í Nature, merku ensku vísindariti, bauð mér aðstoð sína um tyrknesku. Hann sannfærðist um að skoðan- ir mínar væru réttar og hef ég hait samband við hann um langt skeið. Hann rannsakaði allt sem ég bað hann um og skrifaði auk þess formálann að annarri bók minni á ensku, er ég nefndi: Gestural Origin of Language. Evidenoe from six „unrelated" languages (1952). Þá kannaði ég pólýnesísku, eina frumstæðustu tungu veraldar og sömuleiðlis grænlenzku, samkvæmt orða- bókum eftir Tregear og Schultz- Lorenzen. Ég gaf síðar út þriðju bók mína á ensku, sem ég nefndi: Some Remarks on the Origin of the N-Sound (1954), sem er sérrannsókn um orðasam bönd með n-hljóði og loks þá fjórðu, sem ég nefndi: How Did Homo sapiens Express the Idea of Flat? (1958), en báðar þessar síðustu bækur eru sérrannsóknir, en þessi sem nú hefur birzt er heildaryfirlit yfir rannsóknir mínar og hef ég samið fimm bækur á ensku um þessar rann- sóknir, en auk þess birti Nature fuMtrúar hinna austrænu harð- ræðisafla fái ekki einn einasta eyri úr buddum hennar. Látum Kremlverja eina um að kosta lið sitt hér á landi“. • Umferðarslysin „J“ sendir Veivakanda þetta tilskrif: „Hin tíðu umferðarslys á göt- um úti eru orðin mikið áhyggju- efni, og þarf vissulega að gera eitthvað til þess að draga úr þeim. Maður lítur varla svo í blað, að ekki sé sagt þar frá slys um, sem orðið hafa vegna of hraðs aksturs. Þeir eru margir, — allt of margir, sem aka ofsa- lega hratt, og geta ekki stöðvað sig, þegar þeir þurfa, fyrr en fimm sérgreinar." „En hafið þér ekki einnig at* hugað súmerisku?“ „Jú, það hef ég gert, enda er hún elzta tungumál heims frá þvi um 3600 árum f.Kr. Hún er talin óskyld öðrum rnálum, en í henni hef ég þó fundið 30—10 orð, sem sannanlega eru skyld öðrum málum. Au:k þess vitna ég í li'þáísku, Indíánamál Suðux- Ameríku o.fl.“ Þér getið kannski komið með nokkur dæmi fyrir lesendur Morgunblaðsins að athuga að gamni sínu. „Það get ég, og vonast ég til að þau sanni það, sem ég hef fullyrt, m.a. á málfræðingafund- inum í Lundúnum 1952.- Ég tek t.d. rótina í indóger- mönsku kem — sem táknar að ljúka við, (með því að beygja kjálkana niður og upp og loka munninum), halða föstu, full- gera, Ijúka við, þrýsta, og bog- inn, hvelfdur, kringlóttur, vegna hinnar bognu hreyfingar við myndun 'hljóðsins. Þetta á einnig við um orð, er byrja á gómhljóði og enda á vara hljóði, bh og p. Merkingin að taka sézt í indó- germönsku myndunum kap-, lat. capio, ghabh-, hebr. qb-1 og qm-s, frum. kinversku giap, pol- ynesisku hopu og tyrknesku kapan. Merkingin bíta sézt í indó germönsku kema-, frumkín- verskug’iam. Merkingin að eta sézt í indó- germ. gep(h)- og polynesisku kama, hama og hamo (vera ét- inn). Merkingin að þrýsta, und- iroka sést í indógerm. kem-, gem- og hebresku hm-s, og græn- lenzku qup-a og qim-ipa (þrýst- ir niður). Merkingin loka sést í súmerisku gib (loka), hebresku gm-, og qp-s, polynesisku kop-i, tyrknesku kap-ama (lokandi). Þetta er aðeins eitt dæmi af ótal mörgum. Annað dæmi: Ger- er rótin í garður, gyrða, umlykja. í súmer- ísku kar (girðing) og gar (garð- ur), hebresku kr-k (að umlykja), tyrknesiku gerdan hála (er sá bogni), pólýnesísku kara (bog- inn), íslenzku karl (boginn af elli), grænlenzku qár-ajukpok (boginn). í hebresku, sem hefur una Framh. á bls. 17. það er orðið um seinan og þeir búnir að valda slysi. Þótt fjöld- inn aki með gát og hagi sér eftir umferðinni, þá eru til allt of margir menn, sem aka eins og þeir einir eigi réttinn. Götuvitar þyrftu að vera víð- ar á fjölförnum homum, þar sem mikil umferð er, t. d. á mót- um Fríkirkjuvegar og Skothús- vegar. Gangandi fólk þarf oft að bíða upp undir tiu mínútur eftir lagi til þess að komast yfir Fríkirkjuveginn. Stundum er fólkinu gefið merki um að fara yfir götuna, og bílarnir nema staðar, en þá kemur oft fyrir, að bíll tekur sig út úr fyrir aftan fremstu bílana og ekur á fólkið, sem er að fara yfir í góðri trú á, að það hafi líka einhvern rétt. Svona menn eru hættulegir i umferðinni. Það eru þeir líka, sem aka fram úr og skeyta þá ekki um það, þó að þeir verði að fara upp á gangstéttina til að komast fram úr næsta bíl á und an á þessum krossgötum. Þyrfti lögreglan að líta eftir umferð- inni þarna oftar, en gert er“. m rö AEG RAFM AGN STÆKI Bræðurnir Ormsson Sími 11467 AEG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.