Morgunblaðið - 26.02.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.1963, Blaðsíða 2
2 MORCVmtLAÐlÐ Þriðjudagur 26. febrúar 1963 Ilelga Elísbergsdóttir Sesselja litla Björnsdóttir — Bruninn Framhald af bls. 1. opnaði dyrnar á herbengi því, er hún var í ásamt Pétri bróður sínum. Sá bún þá eld fyrir fram- an og lokaði dyrunum aftur, fór inn og vakti bróður sinn, opnaði síðan glugga og björguðust þau systkin þar út ósködduð. Fólk í næstu húsum vaknaði við hrópin og gerði þegar lög- reglu og slökkviliði aðvart, sem kom brátt á vettvang. Ekkert bendir til að Úlfar hafi vaknað, og fannst lík hans í sófa þeim, er hann.hafði sofið L Sesselja litla brenndist tals- vert á höndum og fótum og var flutt í Landakotsspítala, þar sem hún lá þungt haldin í gær, var líðan hennar þó batnandi í gær- kvöldi. Lofthitun utn stokka Ekki er með sanni vitað um upptök eldsins, en talið er að hann hafi stafað frá olíukynd- ingu, sem staðsett var í skúr við vesturgafl hússins. Svefnherbergi hjónanna var við austurgafl. Húsið var lofthitað, þannig að ketillinn hitaði upp loft, sem síðan var blásið eftir stokkum um húsið. Voru stokkarnir hið næsta kyndiklefanum úr málmi, en síðan úr tré. Getur þvi blásturinn í stokkunum hafa magnað eldinp, hafi hann komizt inn í þá. Slökkviliðsmenn að starfi í brunarústunum. Greinir Breta og Bandaríkja- menn á um kjarnorkuher NATO? London, París, 25. febr. AP — NTB LIVINGSTONE T. Merchant, sérstakur fulltrúi Kennedys, Bandaríkjaforseta, hjá At- lantshafsbandalaginu, NATO, er nú staddur í París. — Þar ræðir hann við fulltrúa að- ildarríkja bandalagsins um væntanlegan kjarnorkuher Evrópu. Fulltrúar Breta hafa komið fram með sérstaka tillögu, er felur í sér, að 10 af banda- lagsþjóðunum 15 hafi með höndum yfirstjórn slíks hers. Þessi skoðun hefur mætt andstöðu handarísku fulltrú- anna. Halda þeir því fram, að ótímabært sé að koma fram með fastmótaðar tillögur í þessum efnum, þegar ekki sé vitað, hver sé afstaða ein- stakra bandalagsríkja. Þá er uppi um það orðróm- ur í bandarískum blöðum, að bandaríski flotinn vilji ekki samþykkja, að Evrópuþjóð- um verði afhentir Pólariskaf- bátar. Bandarísku fulltrúarnir hafa lýst því yfir, að heppilegast sé, að fastaráð NATO fjalli um mál- ið í einstökum atriðum. Muni þannig koma í ljós, hvernig bezt sé að mynda yfirstjórn kjarn- orkuhers Evrópulandanna. Þá hefur því verið haldið fram af bandarískri hálfu, að ekki sé gerlegt að tilnefna neinn sérstakan fjölda þjóða, er hafa skuli með höndum slíka stjórn, þar eð ekki liggi nú fyrir, hverj- ir æski eftir að hafa þá stjórn með höndum. Fundur fastaráðsins hefst á miðvikudag. Talsmaður brezka utanríkisráðuneytisins var í dag inntur eftir því, hve mikill skoðanamunur Breta og Banda- ríkjamanna væri. Vildi talsmað- urinn sem minnst gera úr hon- um, en vék hins vegar að því, hvað tekið yrði til umræðu á miðvikudag. Eru það einkum þrjú atriði, að sögn hans: * 0 Hvaða lönd skuli leggja kjarnorkuher NATO til vopn, þ. e. a. s. í upphafi. 0 Hvaða kjörum vætanlegir þátttakendur skuli sæta. 0 Hverjir hafi með höndum yfirstjórn. Talsmaðurinn vék einnig nokk uð að þeim viðræðum, sem fram fóru milli brezkra og banda- rískra fultrúa í Washington í vikunni, er leið. Sagði hann þær viðræður hafa verið í beinu framhaldi af því samkomuiagi, er þeir Macmillan, forsætisráð- herra Breta, og Kennedy gerðu með sér í Nassau í vetur. Þar var m.a. samið um, að Bretar fengju Polariskafbáta, svo og önnur Evrópuríki. Yrðu kafbatarnir hluti af kjarnorku- her NATO. Bandarísk blöð, þ.á.m. „New York Times“ hafa hins vegar lýst því yfir undanfarna daga, að bandaríski flotinn hafi lýst andúð sinni á því, að Evrópu- þjóðum verði afhentir Pólaris- kafbátar. Er það skoðun blaðs- ins, að vegna þessarar andstöðu flotans og ýmissa háttsettra ráðamanna í Bandaríkjunum, sé komin fram tillagan um að Ev- rópuríkin komi sér upp skipum til að bera Pólariseldflaugar. Brýtur þetta nokkuð í bága við Nassau-samninginn, eins og frá honum hefur verið greint. Brezkir fréttaritarar, sem um þetta mál hafa fjallað, hafa hins vegar bent á, og segjast hafa eft- ir áreiðanlegum heimildum, að Bretar muni ekki fallast á að taka í notkun skip, er koma eigi í stað kafbáta, er beri Pólaris- eldflaugar. L. T. Merchant mun fara til London að loknum viðræðum í París, en þaðan heldur hann til Bonn, til viðræðna við vestur- þýzku stjórnina. Verður það í marzbyrjun. Hindra Sovétrikin nú tilraunabann? Genf, 25. febr. — AP/NTB Fréttamenn í Genf skýra frá því í dag, að helzt líti nú út fyrir, að viðræður um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn séu að renna út í sandinn. Er ástandið litið alvarlegum augum af flestum fulltrúum á afvopnunarráð- stefnunni. Undanfarna daga hefur virzt, að minna bæri nú á milli Bandaríkjanna og Sov étríkjanna í þessum efnum, en verið hefur um árabil. N Afstaða Sovétríkjanna þyk ir nú hafa breyzt ískyggilega, en fulltrúar þeirra hafa látið að því liggja, að annað hvort gangi vesturveldin að kröf- um sovézkra ráðamanna nú þegar, eða svo kunni að fara, að viðræðum verði hætt. Margir fulltrúar á ráðstefn unni, einkum fulltrúar hlut- lausu ríkjanna, álíta,»að Rúss ar vilji ekki semja um bann- ið eitt, heldur vilji þeir gera allsherjar samkomulag, er nái einnig til Berlínar og e.t.v. Kúbu. William C. Foster, aðalfulltrúi Bandaríkjanna, sem er nýkominn frá Washington, þar sem hann átti viðræður við bandaríska ráðamenn, segir, að þótt þeir — 50 metra háir Framhald af bls. 1. eldsúlurnar um 50 metra há- ar. Geysilegur hiti stafar af eldinum. Útvarpsstöðvar hafa beðið um aðstoð lækna, sem kunna að vera um borð í skipum í nágrenninu. Aðstaða varð öll mun erfiðari, er olíuflutninga skipin lögðust þvert á ánni. Gríska skipið er fórst, sökk í óveðri. Munu þrír af áhöfn- inni hafa látið lífið. Sjóslysið við Japan varð, er japönsk ferja rakst á flutn- ingaskip undan vesturströnd Japan í gærmorgun. 67 manna er saknað, og sjö lík hafa fundízt. miði nú við sjö eftirlitsferðir á ári, þá sé það ekki lokatilboð. Bandaríkin setji aðeins eina ó- frávíkjanlegu kröfu, þ.e., að tryggt verði, að hægt sé að framfylgja eftirliti með banni, að öðrum kosti sé ekki hægt að semja. Það, sem fyrst og fremst hefur vakið ugg fulltrúa á ráðstefn- unni, er skyndileg för aðalfull- trúa Sovétríkjanna, Vassili Kuz- netsov, til Moskvu. Foster, aðalfulltrúi Bandaríkj- anna, hefur margsinnis lýst þvi yfir, að hann telji nærveru Kuz- netsov á ráðstefnunni góðs vita. Sé hún tákn um samningsvilja sovézkra ráðamanna. Enginn veit, hvert er erindi Kuznetsov til Moskvu nú, hvort hann er þar til að vinna ráðamenn þar til fylgis við nýjar tillögur, eða hvort ætlunin er að draga frek- ari umræður á langinn, og koma síðan með nýjár kröfur. Síðustu orð Kuznetsov, áður en hann hélt frá Genf, voru á þá leið, að frumskilyrðið fyrir sam- komúlagi nú, værL að gengið yrði að kröfu Sovétríkjanna um 3 eftirlitsferðir á ári. Að öðrum kosti væri bann of háu verði keypt. Foster lýsti því yfir í dag, að i síðustu viku hefðu sámningatil- raunir gefið mjög góðar vonir. Það væri nú á valdi Sovétríkj- anna að koma á banni, þar eð Bandaríkjamenn væru reiðubún- ir að semja um öll þau atriði, sem til umræðu eru. Það, sem benda þykir til, að Sovétríkin ætli sér að krefjast samninga um Berlín, Kúbu, eða önnur deilumál á alþjóðavett- vangL samtímis því, sem samið verði um tilraunabann, eru um- mæli pólska fulltrúans Masz- kowski. Hann skýrði frá því um helg- ina, að afvopnunarráðstefnan mætti ekki einblína um of á ein- stök atriði afvopnunar, heldur yrði að taka heildarástandið til athugunar. Fréttamenn skýra frá því, að fulltrúar hlutlausu landanna. sem mjög hafa beitt sér fyrir samkomulagi, hallist nú heldur á sveif með Vesturveldunum, þar eð þeir telji að semja beri um til raunabann eitt og sér, ekki i samibandi við lausn alþjóðavanda mála, að hluta eða í heild. Hvori tímabærf sé að taka upp hægri handar akstur Alíþingismennirnir Kjartan J. Jóhannsson og Birgir Finnsson toafa lagt fram á ALþi.ngi tillögu til þingsályktunar um, að Al- þingi skori á ríkisstjórnina að láta fara fram athugun á því, toivort ekki sé orðið timábært að taka upp hægri handar akstur hér á landi ,og enn fremur að láta gera áætlun um fram- kvæmdir í því sambandi Afli Akranesbáta Akranesi, 25. febrúar. SÍÐASTL. laugardag bárust hér á land 166 tonn af þorski og 680 tunnur af síld, sem var af Höfr- ungi II og veiddist austur af Skeiðarárdýpi. — Langaflahæst ir voru þorskanótabátamir, sem héðan róa fimm, Sæfari 27,6 tonn, Höfrungur I 21,1, Höfrung ur II 20 tonn og síldina, Skrínir 19,5 og Ver 12,5 tonn. — Afla- hæstur línubátanna var Ólafur Magnússon með 6,7 tonn. Höfr- ungur II var einn á sjó á sunnu- dag og fiskaði 10 tonn í þorska- nótina. Tillögunni fylgir svohljóðandl greinargerð: Með greiðum og vaxandi sam- göngum ornilli landa fer það i vöxt, að fólk taki með sér bif- reiðar, er það ferðast meðal ann arra þjóða. Þá er óheppilegt og hættulegt, að xwnferðarreglur séu mismunandi. Flestar þjóðir hafa hægri handar akstur, þar á meðai allar Evrópuiþjóðir nema Englendingar, Svíar og íslend- ingar. Svíar eru ákveðnir að breyta þessu árið 1967, og í Eng- landi eru sérfræðingar í um- ierðarmálum farnir að hvetja til breytinga þar og telja brýna nauðsyn að taka upp sömu reglu og á megiimlandLnu. Hjá því get- ur varla farið, að við verðum fynr eða siðar að fylgjast með i þeasum efmum. Það þarf hina vegar allmikinn undirbúning og verður kostnaðarsamara, eftir þvL sem það dregst lengur. Með vandiegum undirbúnimgi og þvi að hafa nægan tima tii umráða má verulega draga úx kostnaði við brey tinguna. Þess vegna er þessi tidiaga flutt nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.