Morgunblaðið - 26.02.1963, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.02.1963, Qupperneq 6
6 MORCVNBL4ÐIÐ Þriðjudagur 26. febrúar 1963 PRESSUBALLIÐ næstk. laugardag er í udirbúningi. Eitt af skemmtiatriðunum er nýr gamanþáttur eftir Harald J. Hamar, blaðamann, sem þeir Gunnar Eyjóifsson og Bessi Bjarnason flytja. Þeir félagar voru í gær að skoða hrigsviðið í nýja salnum í Sögu, til að athuga hvernig 'þeir ættu að setja atriðið á svið. Gunnar sagði að þetta væri fyrsti gamanþátturinn, sem Haraldur hefði samið fyT ir þá félaga. Hann væri alveg bráðfyndinn. Þeir félagar komi fram í eigin gervi og túlki það hve skemmtilegt ís- lenzkt sjónvarp geti orðið í framtíðinni. Þessi mynd var tekin af þeim Bessa og Gunn- ari, ásamt höfundi handrits- ins, Haraldi J. Hamar. Pantaðir miðar á pressu- ballið verða að sækjast í Hót- el Sögu í dag kl. 2—6. Þeir sem þá ekki verða sóttir, verða seldir öðrum. Islenzkt leikrit í Þjóðleikhúsinu Þjóðleiiklhússtjóri, Guðlaugur Rósinkrans, skýrði bláðaimönn- um svo frá í gær, að nýtt íslenzkt leikrit, Dimmuborgir eftir Sig- urð Róbertsson yrði frumsýnt í Þjóðleifchúsinu á miðvikudag. Þetta er fyrsta islenzka verkefni leikhússins á þesisu ári, en í fyrravetur voru sýnd tvö ný leik rit eftir íslenzka höfunda, Strompleikurinn eftir Halldór Kiljan Laxness og Gestagangur eftir 'Sigurð A. Magnússon. Guðlaugur kvað það alltaf mjög áhættusamt að sýna ný is- íhafi orðið sú, að fá eða engin lenzik verk, þar sem reynslan ihafi skilað hagnaði. Einnig var G-uðlaugur harðorður í garð leik dómenda, sem hann sagði ailtof stranga í dómum sínum á ís- lenzkum leiikritum. Leikstjóri Dimmuborga er Gunnar Eyjólfsson, en með aðal- hlutverkið fer Ævar Kvaran. Æfingar hafa staðið yfir síðast- liðnar 5 vikrur og sagðist höfund- urinn hafa gert á leikritinu smá breytingar í samráði við leikstjór ann. Þjóðleikihússtjórí er nýkominn úr utanför. Kvaðst hann hafa Fylgist með því, sem ger- ist heima á Fióni, Með hverri flugferð Faxanna til Kaupmannahafnar, nú fjórum sinnum í viku, kemur Morgunblaðið sam dægurs í , Aviskiosken í Hovedbanegárden“. séð fjölda leiksýninga og tryggt leikhúsinu sýningarrétt á tveim lieikritunv, „Stop tlhe world I want to get off“, eftir Anthony Newley og „Teenager k>ve“, eft- ir Ernest Bruun-Olisen. Sýningar á hinu síðarnefnda standa nú yf- ir við Konunglega leikíhúsið í Kauprnannaihöfn. í dag kennur hingað til lands Walter Firner frá Vínarborg; en hann mun stjórna leikritinu „Andorra", eftir Max Frisoh. Það verður frumsýnt seint í marz. Sdðari hluta í mai verður 6- peran „H Trovatore“ væntanlega frúimsýnd í Þjóðleikhúsinu. Með aðalbiutverkin fara Guðmundur Guðjóinsison, Guðmundur Jóns- son, Sigurveig Hj aLtested, og Þuriður Pálsdóttir og sænska söngkonan Ingeborg Kjeldgren Merkjasala Rauða krossins á öskudginn syngja hlutverk Leonoru til skiftis. Hljómsveitarstjóri verð- ur William Striokland. Sungið verður á ítölsiku. Stúdentamessa FLUTT verður stúdentamessa í kapeilu Háskólans í dag og hefst hún kl. 8.30 e.h. — Messan verður með svipuðum hætti og sú, er flutt var í kapellunni af biskupi íslandis, hexra Sigur- birni Einarssyini, og guðfræðinem um síðastliðinn vetur. Þessu sinni þjónar séra Arngrímur Jónsson í Odda fyrir altari, en stúden-tar úr giuðfræðideild á- samt nemendum úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar syngja messu- svör í umsjá Dr. Róberts A. Ottóssonar. — Lárus Guðmunds- son, stud. theol., og flytur hann meðal annars tónlist eftir Bach. R.AUÐI KROSS íslands efnir til merkjasölu á morgun, ösku- daginn, svo sem venja hefur ver- iS mörg undanfarin ár. Verða merkin seld á um 70 stoðum víðs vegar um landið. Fyrirkomulag merkjasölunnar í Reykjarvík verður með sama hætti og undanfarin ár. Hundr- uð ungra stúlkna úr Kvenna- skóla íslands, Húsmseðraskóla Reykjavíkur og .Hjúkrunarskóla Islands artnast afhendingu merkj anna á útsölustöðum viðs vegar um bæinn. Verða merkin afhent börnunum kl. 9.30 á öskudags- morgun á útsölustöðunum, og eru foreldrar hvattir til að minna börn sín á að selja merki RK, og láta þau búa sig vel. Útsölustað- irnir eru þessir: Vesturbær: Skrifstofa Rauða Kross íslands, Thorvaldsenstræti 6; Efnalaug Vesturbsejar, Vestur götu 53; Kjötbúð Vesturbæjar, Bræðraborgarstíg 43; Sunúbúðin Sörlaskjóli 42; Sild og Fiskur, Hjarðarhaga 47; Sveinsbúð, Fálka götu 2; KRON, Þverveg 2, Skerja firði. Austurbær A: Fatabúðin, Skóla vörðustig 21a; Axelsbúð, Barma- hlíð 8; Silli og Valdi, Háteigsvegi 2; Austurver; Söluturn, Skafta- hlíð 24; Lyngás, Safamýri; Borg- arkjör, Borgargerði 6; Sflli og Valdi, Ásgarður 20—24; Strætis- vagnabiðskýli, Háaleiti. Austurbær B: Skúlaskeið, Skúlagötu 54; Elís Jónsson, Kirkjuteigi 5; Valgeirsbúð, Laug arásvegi 116; Laugarássbíó, Laug arási; Búrið, Hjallavegi 15; UMFR við Holtaveg; Borgarbóka safnið, Sólheimum 27; íþrótta- hús ÍBR, Hálogalandi. Starf R.K.f. Forráðamenn Reykjavíkur- dejldar RKÍ boðuðu til blaða- mannafundar í gær vegna merkja söludagsins, og á fundinum kom m.a. eftirfarandi fram um starf- semi Rauða krossins: Reykvíkingar hafa daglega fyr ir augum, til hvers fé því er var- :::::::::::::::::: ^ Sleifarlag starfsmanna Sementsverk- smiðjunnar Einn af borgurum þessa bæjar kom að máli við Vel- vakanda fyrir skemmstu og kvartaði yfir afgreiðslu á sem- enti hjá Sementsverksmiðjunni hér í borg. Hann kvaðst ekki hafa vakið máls á þessu ef þetta hefði ekki tvívegis komið fyrir sig. Svo er mál með vexti að hann kom fyrir nokkrum dög- um í skrifstofu verksmiðjunn- ar, en þangað verða menn að hlaupa fyrst til að fá afgreiðslu seðil, sem þeir síðan fara með í birgðageymsluna og fá þá sementið. Maðurinn þurfti að- eins að fá 3 sementspoka. Hann fór á skrifstofuna kl. 8 um morguninn. Þá biðu fyrir 4 menn, þeirra á meðal bílstjóri austan úr Hvolsvelli, sem taka átti mikið magn. Þarna máttu þeir dúsa til kl. tæpl. 10 um morguninn eða hartnær tvo tíma áður en afgreiðslumaður kom og var þá fyrir fjöldi fóiks. Svipað dæmi þessu hafði hent þennan mann fyrr í vetur. Ófyrirgefanlegur afgreiöslumáti Hér er vissulega um víta- verða starfsháttu verksmiðjunn ar að ræða og er engu líkara en að hjá henni sé að vakna sama ónáttúran og hjá öðrum einokunarfyrirtækjum þessa lands. Verksmiðjan nýtur þess að hún situr ein að hitunni. Auðvitað er það hlálegt að ekki skuli hægt að fá bæði að greiða sementið og taka við því á ein- um og sama stað. Starfsemi þessi er ekki það viðamikil að langt þurfi að vera milli þess sem skrifar og þess er réttir fram pokana. ^ Er drukkið í Gúttó? Svofellt bréf fengum við bindindiskonu: Réykjavík, 19/2 ’63 Ég hlustaði í gærkveldi á Benedikt Bjarklind svara spurningum í útvárpinu og við það datt mér í hug hvort templurum er það ljóst að svo virðist, að sumt fólk geri sér að leik að neyta ófengis í . Gúttó. Ég hef stundað dans- skemmtanir í Gúttó talsvert 1 M 'V 'Xr 79zy ,53,1 --/»-Jí ©PIB COPf NHflCtH ið, sem þeir látá af hendi rakna til Rauða krossins. Sl. ár fóru sjúkravagnar Reykjavíkurdeild- ar RKÍ hátt á sjötta þúsund ferðir með sjúka og slasaða. Á liðnu ári var keypt ný sjúkra- bifreið og aðra verður að kaupa á. þessu ári. Ennfremur lónar Reykjavíkurdeildin sjúkrarúm i heimahús, og er það þjónusta, sem mörgum kemur vel. í sumardvöl á vegum Reykja- víkurdeildarinnar voru á liðnu sumri 216 börn, langflest í 3ja mónaða drvöl, en nokkur í 6 vikna dvöl. Á þessum rekstri er mjög miikill halli. Þá var haldið námsikeið 1 „Hjálp í viðlögum", og sóttu það á annað hundrað manns. 7. marz n.k. hefst nýtt námskeið, sena vafalaust verður fjölsótt. Síðustu mánuði ársins 1962 var hafin fjársöfnun fyrir hungruð og bágstödd börn í Alsír. Þá var hafin í janúar sl. fjársöfnun til hjálpar allslausu fólki, sem missti heimili sín í húsbrunum á ísafirði og Hólmavík. Söfnunina er ekki búið að gera endanlega U’PP- Hjálparsjóður nauðsynlegur Víða erlendis á Rauði krossinn myndarlega sjóði, sem gripið er til til skjótrar hjálpar, þegar voða ber að höndum. Slíkum hjálparsjóði er RKÍ nú að koma sér upp, enda hin mesta nauð- syn. Góður borgari í Reykjavílc kom á skrifstoifu RKÍ með 5 þús. kr. gjöf í þennan sjóð fyrir nokkrum döigum, og frá öðrum barst eiftt þús. kr. áheit. Má t.d. benda á, að nú um helgina varð vofeiflegur bruni hér í Reykja- vík. Ef fyrrgreindur hjálparsjóð- ur væri starfandi innan RKÍ nú, væri skjótt hægt að bregðast við til hjálpar, í stað þess að hefja fjársöfnun og bíða unz henni er lokið. Að síðustu má minna á, að Minningarspjöld RKÍ fást í skrií skrifstofunni í Ttiorvaidseu stræti 6. vetur og hef oft orðið þess vör að megn vínlykt er af sum- um mönnum, þó aldrei sjáist þar drykkjulæti, en þó brá svo við síðasta föstudagskvöld 15. þ. m. að ég og fleiri urðum vitni að því að maður, sem sýnilega var undir áhrifum víns, vatt sér að konu, hristi hana og sló til hennar. Ekki skipiu forráðamenn hússins sér neitt af atburði þessum og á ég bágt með að trúa að þeir hefðu lokað augunum fyrir því, ef þeir hefðu séð það. Ég ætla svo að vona að templarar haldi vöku sinni svo fólk þurfi ekki að óttast aðkast drukkinna manna á skemmtunum þeirra, Bindindiskona. Unglingamir og peningamálin Sveitamaður skrifar: „Ég brá mér til Reykjavíkur í haust. Það var á laugardegi að ég tók strætisvagn á Sunnu- torgi niður í bæinn. Þá er hóp- ur af unglingum við sjoppuna á Sunnutorgi eins og í biðröð. Þeir bera sig þarna ríkmann- lega. Þeir láta skipta 100 og 500 kr. seðlum. En mest varð ég þó hissa er ég kom niður á Barónsstíg. Þá kemur þar hóp- ur af ungu fólki með gjallandl útvarpstæki hangandi utan á sér. — Eru ekki unglingar látn- ir hafa of mikla peninga undir höndum, eða þá að það sé of hár kauptaxti unglinga miðað við fullorðna? ■— Mér finnst a8 foreldrar ættu að láta börnin sín borga eitthvað með sér yfir þann tíma sem að þau vinna, heldur en láta þau hafa allt i . vasapeninga.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.