Morgunblaðið - 26.02.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.02.1963, Blaðsíða 10
10 MORCV H BL AÐIÐ Þriðjudagur 26. febrúar 1963 ■--------------------------* Þ*óðmiirjasafiit3nu fearst fföEdi g[afa cg hsiiiaéskaj A SUNNUDAG fór fram hátíðasamkoma í tilefni af aldarafmæli Þjóðminja- safnsins. Athöfnin, sem var hin virðulegasta, fór fram í hátíðasal Háskóians að viðstöddum forseta Isiands og frvi hans, ráðherrum og sendiherrum erlendra ríkja. , f upphafi samkomunnar lék strengjasveit undir stjórn Björns Ólafssonar, fiðluleik- ara, tvö íslenzk þjóðlög í út- setningu Johans Svendsen. Þá flutti dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður ræðu, þar sem hann rakti aðdragandann að stofnun safnsins, ræddi hlutverk þess fyrr og nú og minntist þeirra manna, er mest íiafa komið við sögu þess. Að lokinni ræðu þjóðminja varðar flutti menntamálaráð- herra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, ávarp. Flutti hann þjóðminja- safninu árnaðaróskir ríkis- stjórnarinnar og skýrði frá því, að stjórnin vildi á þess- um merku tímamótum efla safnið og auka rekstur þess með því að koma þar á fót Þjóðháttadeild, þar sem unn- ið yrði að fræðilegum rann- sóknum á lifnaðarháttum þjóðarinnar fyrr og síðar og skrásetningu þjóðhátta. Hefði þjóðminjaverði verið heimil- að að gefa þegar nauðsynleg- ar ráðstafanir til þess að koma upp þessari deild. Næst fluttu hinir erlendu gestir kveðjur sínar: Rigsanti kvar dr. P. V. Glob frá Kaup- mannahöfn, Rigsantikvar dr. Nils Cleve frá Helsinki, Anti- kvar Sverre Dahl frá Þórs- höfn og prófessor dr, Hilmar Stigum frá Ósló. Sendiherra Svíþjóðar á íslandi, A. H. v Hartmansdorff, flutti kveðjur og árnaðaróskir fyrir hönd þjóðminjavarðar Svíþjóðar, sem ekki gat komið vegna veikinda. Að kveðjum loknum söng Guðmundur Jónsson nokkur lög við undirleik Árna Krist- jánssonar, píanóleikara, og loks flutti þjóðminjavörður lokaorð, þakkaði vinsamleg orð, kveðjur, heillaskeyti og gjafir, er safninu hefðu bor- izt á aldarafmælinu. Hann skýrði m.a. frá því, að sér hefði borizt bréf frá borgar- ráði, þar sem skýrt væri frá ákvörðun þess, að leggja til við borgarstjórn Reykjavíkur að gefa 100 þús. kr. til þess að efla mannamyndasafn Þjóbminjasafnsins. Kvaðst þjóðminjavörður vilja — um leið og hann þakk aði framlag borgarsjóðs og ríkisstjórnarinnar — þakka þann áhuga og þá velvild, sem ríkisstj órnir íslands og A1 þingi hefðu jafnan sýnt Þjóð- minjasafninu. Hann þakkaði hinum norrænu gestum kom- stofnuö við safnið una hingað, hlýjar óskir þeirra, kveðjur og heillaskjöl, er þeir höfðu meðferðis — svo og gjafir — en þar á meðal voru ölskál frá 18. öld, máluð og útskorin úr tré, og tágakarfa, hvort tveggja frá norska þjóðlífssafninu á Byggðarey og líkan af fær- eysku átta manna fari frá Færeyinguim. ★ Svó sem áður hefur verið skýrt frá, hafa Þjóðminjasafn- inu borizt ýmsar gjafir í til- efni afmælisins, bæði frá ís- lenzkum aðilum og erlendum. Börn Jóns biskups Helgason- ar færðu því að gjöf allar teikningar, sem faðir þeirra gerði af íslenzkum kirkjum á visitazíuferðum sínum. Er þetta dýrmætt heimildarsafn af flestum íslenzkum kirkjum í embættistíð Jóns biskups. Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum og frú Jenny Guðmundsdóttir í Hafnarfirði hafa gefið uppskrift á dánar- búi Sigurðar málara, þá er var í fórum systkina hans á Norðurlandi. Harald Salomon, medaljör í Kaupmannahöfn, sendi sem gjöf fagran mynd- skjöld, sem hann gerði í til- efni af sjötugsafmæli Georgs Galsters, myntfræðings. Þá ber að nefna ausuna, sem tal- ið er, að Fjalla-Eyvindur hafi smíðað fyrir séra Snorra Björnsson á Húsafelli. Var það Haraldur Ólafsson, banka ritari, sem ausuna gaf, en hon um hafði gefið séra Magnús Þorsteinsson á Húsafelli. Enn- fremur færði Jón Leifs, tón- skúld safninu að gjöf hljóð- ritunarspólur þær, sem geyma þau íslenzk þjóðlög er hann hljóðritaði í Reykjavík árið 1926 og á Norður- ög Vestur- landi árið 1928. Eftir athöfnina i Háskólan- um var efnt til síðdegis- drykkju í Þjóðminjasafninu. Skoðuðu gestir jafnframt sýn- ingu í Bogasalnum á tré- skurðarmunum. Eru það nokkrir úrvalshlutir, sem eiga að sýna í stórum dráttum ís- lénzkan tréskurð frá fyrri öldum. Ennfremur eru þar nokkrar myndir og munir, er nainna á upphaf safnsins, m.a. haugféð, sem fannst í Bald- ursheimi í Mývatnssveit á ár- unum 1860 og 1861 og frum- gjöf Helga Sigurðssonar að Jörfa. Meðal tréskurðarmun- anna eru Valþjófsstaðahurð- in, ein af Flatatungu-fjölum, stóll Þórunnar á Grund í Eyjafirði, dóttur Jóns biskups Arasonar, og nokkrir tré- skurðarmunir gerðir af Hjálm ari skáldi frá Éólu. 8 manna förin gegnðu hlutverki ísl. hestsins Fréttamaður náði sem snöggvast tali af norrænu gestunum í gærmorgun, en þeir voru önnum kafnir við að skoða sig um í borginni. Að Árbæ, talið frá vinstri: Lárus Sigurbjörnsson, skjalavörður, frú Glob, Sverri Dahl, dr. Nils Cleve, dr. P. V. Glob, dr. Hilmar Stigum, dr. K ristján Eldjárn og Skúli Helgason, safnvörður. Fyrstan hittum við að máli Sverri Dahl og spurðum hann um varðveizlu þjóðlegra minja í Færeyjum. Hann sagði að þeim málum væri líkt háttað í Færeyjum og hér. Færeyingar ættu sitt þjóðminjasafn, Fornminnis- savnið, með ýmsum deildum, er hefðu að geyma forngripi, kirkjugripi og gripi frá sjó- vinnu, fuglaveiðum og land- búnaði. Fyrsti vísir að því hefði orðið til um aldamót. Þá hefði það verið einkasafn, en síðan 1952 hefur það verið opinber stofnun. Elzti gripur- inn í safninu er frá víkinga- öld, hringprjónn úr gröf, svipað og hér hefur fundizt. — Ennþá er safnið þó lítið í samanburði við það sem er til á íslandi, sagði Sverre Dahl, en ýmsir gripir svipað- ir, eins og t.d. sverðin. — Eruð þið að grafa upp eitthvað núna? — Já, við erum að grafa á tveimur stöðum. Við erum að leita að mannabústöðum í Tjörnevik, og vonumst til að koma niður á bústað frá vík- ingaöld. Við höfum þegar farið niður í gegnum 5 ábúð- arlög, það neðsta á að vera frá miðöldum, en við vitum að eitthvað er undir því. Svo erum við að grafa í Mykinesi, sem er vestasta eyjan, og þar Gjöf til Þjóðminjasafnsins — líkan af færeysku átta manna fari. er bústaður og bænahús frá miðöldum. í fyrra heimsótti próf. Glob okkur og var með okkur við uppgröftin í Myki- nesi. Veðrið var svo slæmt í fyrrasumar, að okkur gekk ekki eins vel og við höfðum vænzt, en við höldum áfram í sumar. — Er ykkur lögð til sæmi- leg fjárveiting í þetta? — Já, ég get ekki sagt ann- að. Það hefur ekki alltaf ver- ið svo, en síðustu árin hefur það verið ágætt. Auk þess sem áður er talið erum við að gera við Magnúsarkirkjuna í Kirkjubæ. Hún er frá 13. öld. En segið ekki að við séum að endurreisa hana, því það er ekki rétt. Við erum aðeins að varðveita hana frá skemmd- um. Það sprungu dufl þarna í fjörunni á stríðsárunum og komu sprungur í hana. Við erum að hreinsa hana og múra upp í það. En eins og þér vitið, þá grófu Danir, Norðmenn og Færeyingar upp í Kirkjubæ fyrir nokkru og kom þá fram biskupssetrið þar. — Þið gáfuð Þjóðminja- safninu fágurt bátalíkan í af- mælisgj öf. — Já, sú gjöf var frá Land- stjórninni. Þetta er 8 manna far. Þessi för voru lífæð okk- ar Færeyinga, á þeim var far- ið til fiskjar, í grind og hvað eina. Hlutverk þeirra var svipað hlutverki hestsins á fs- landi. Mér fannst vel til fallið að færa íslendingum það að gjöf. Líkanið er um 125 sm á lengd. — Verðið þér hér lengi? — Til 8. marz. Þá er næsta ferð Dronning Alexandrine. Samgöngur eru strjálar við Færeyjar. En ég hef nóg að gera hér fram að þeim tíma. Það er svo margt sem mig langar til að sjá, bæði í Þjóð- minjasafninu og úti á landi. Bara að ekki versni færðin. Það eru orðin 30 ár síðan ég var hér. Ég var ákaflega þakklátur fyrir að veya boð- inn á þessa hátíð og glaður yfir að fá að koma til íslands. Það er nauðsynlegt fyrir ís- lendinga og Færeyinga að þekkjast. Við eigum svo margt sameiginlegt og mikil- vægt fyrir okkur að hafa samband hver við annan og vita hvað hinn er að gera. Þjóðminjavörðurinn á málverk eftir Svavar f anddyrinu á Hótel Sögu hittum við dr. Nils Cleve frá Finnlandi og Glob-hjónin frá Danmörku. Þau voru á braðri ferð út, til að skoða borgina, en stöldruðu aðeins við til að svara nokkrum spurningum. Cleve kvaðst aldrei hafa fengið tækifæri til að koma til íslands fyrr, en Glob kvaðst hafa verið hér 1932—. 1933 og þá ferðast um Norð- urland og Vesturland og kom ið á marga staði. Aðspurður um það hvort mikið væri af íslenzkum forn- minjum í söfnum í Dan- mörku, svaraði hann því til, að mest hefði farið hingað 1930, eftir væri aðeins sýnis- hornasafn af alþýðumenningu íslendinga. — En það sem ég á sjálfur frá íslandi eru falleg mál- verk, sagði dr. Glob glettnis- lega. Ég á myndir eftir Ásgrím Jónsson, og einnig eftir Svav- ar Guðnason. Hann er nýbú- inn að hafa málverkasýningu í Kaupmannahöfn. Mér fund- ust myndirnar hans stórkost- legar. Hann ætti að hafa verkefni hér, bætti Glob við og benti á auða veggina í and dyrinu í Sögu. Látunsþynnurnar einstakar Nú snerum við okjcur að Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.