Morgunblaðið - 26.02.1963, Side 13

Morgunblaðið - 26.02.1963, Side 13
Þriðjudagur 26. febrúar 1963 MORCUNBLAÐIÐ 13 STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur efndi til almenns umræðufund- ar i Lidó sl. Iaugardag. Fundar- efni var „Staða og stefna í ís- lenzkum kókrr.snntum og list- um“. Frummælendur voru Björn Th. Björnsson, listfræðingur, sem fjallaði um- myndlist, og Sigurð- ur A. Magnússon, rithöfundur, sem ræddi um bókmenntir. Mikið fjölmenni var á fundin- um eða húsfyllir. Tiu menn tóku til máls auk frunur.ælenda. Fyrstur tók til máls Björn Th. Björnsson. í upphafi imáls síns rakti hann, hvernig listin hefði „á hv-erjum tíma gegnt samfé- iagslegu hlutverki“. Ræðumaður áleit það sögulegt hlutverk list- arinnar að gæða þróun nútimans andilegu inntaki. „Um leið og list iin breytir hinum tæknilegu á- vinningum í andleg verðmæti, sáir bún hugmyndum nýrrar £ramþróunar“. Síðan sagði ræðumaður: „Hef- Ur listin fullnægt þessu hlut- verki, gerir hún það í þjóðfé- lagi okkar? Nútjmialist leggur Séð yfir salinn í Lídó á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur um hókmenntir og myndlist sl. laugardag. (Ljósm. Ol. K. M.). inhliöa afstaða til bókmenn höfuðáherz'lu á þrennt: f fyrsta lagi afdráttarlausan hreinleika þeirra meðala, sem hún notar: liti, form og efni. Ekkert á að eýnast, heldur að koma fram eðl-i sínu samikvæmt. Hér er taeknh hyggja aldarinnar spegluð á mjöig Ijósan hátt. Véi er ekki dulbúin eða skreytt á kostnað nytseminnar. — í öðru lagi leit- ast nútímialistiin ávallt við að ekapa fasta heild úr sundurleit- frá umræðum Stúdentafélags Reykjavíkur um og stríðanidi eindum. Traust’ myndskipun er eitt höfuðeðli1 hennar. Hvað táknar okkur ljéisar hina þjóðfélagslegu viðleitni að tengjia hina sérhæfðu einstak- linga, 'hina sundurleitu hagsmiuna hópa, í samfólagslegt heildar- keríi? — f þriðja lagi skírskot- ar nútimalistaverk ekki út fyrir sjálft sig, bendir ekki til ein- hvers annars, svo sem landslags- listin gerði á tima þjóðernis- vakningarinnar. Og einnig í þessu íelst náin þjóðfélagsleig hlið- etæða. Þróunarmöguleikiarnir eru þegar til staðar, í sjálfri hendi okikár, en ekiki óskadraumur ó- kannaðra möguleika". Þanni-g taldi Björn, að nú- tímalist væri ,,á ölLum stöðum hið virka lifandi afl, sem er að umbreyta okkur og veita hinni tæknilegu þj óöfélagsþróun innra, mannlegt gildi“. í samibandi við þetta sagði ræðu maður: „Hið jákvæða hlutverk nutímailistar sýnir sig m.a. í því, að flestir listametnn eru róttæk- ir í þjóðfélagsskoðunum, og and- ófið gegn nýlistinni hefur fyrst og fremst komið frá þeim mönn- um, sem eru stjórnmálalega and- vigir þeirri þróun þjóðfélagsins, eern listin hefur fylgt fram. En jafnframt hefur hún orðið fyrir aðkasti ýmissa þeirra, sem telja sig Lengst til vinstri, manna, sem aldrei hafa skilið samfélagsleigt eöli listarinnar og heimita af þröngisýni sinni, að henni sé beitt | eins og dróg fyrir póUtíska kerru“. Þá spurði ræðumaður, hvernig þjóðfólagið byggi að myndlist- jnni. Því miður væri því fljót- evarað: „Þegar ráðamenn þjóð- íélagsims sjá sér ekki pólitískan hag að menningarlegum við- gangi, og það er því miður sjaldn I ast, virðist þeim standa nákvæm- Jega á sama, nema auðvitað þeg- er þeir halda þessar parfúmeruðu og innantómu ræður við hátíð- leg teekifæri". Þá taldi Björn, »ð hið opinbera gerði ekkert til þess að vekja almennan áhuga á listum, engin UstfræðsLa væri í skóLum og starfsemi „Listkynn- ingar í skólum“ úr sögunni. Lista safn íslands gengist ekki fyrir íieins konar kynningu og hvetti ekki einu sinni fólk til að skoða eafnið sjálft. Yfirvöld Reykja- víkur hefðu ekiki séð íibúum borg arinnar fyrir neinni aðstöðu til þess að kynnast þeirri list, sem þróazt hefur í borginni. Björn kvað ískalda og and- l«usa veiraildiarhygigjiu vera að iæsa sig um þjóðfélaigið og ha-fa lamað þá, sem áttu að vera ís- lenzkri listmenningu til varnar og sóknar. „Það er jafnvel engu líkara en þeir sömu hafi einna fyrstir fallið fram og tiLbeðið ísekápana!" Sagði hann listamenn syo að segja hinu einu hér, sem héldu andlegri vöku, en þó hefðu þeir hvergi við nákulda veraldar- hygigjunnar. — Þrátt fyrir ávirð- ingar forsjármanna menntamála, kvaðsit ræðumaður ekki neita því, að alltaf væri víxlverkun miilli þess listræna afls, sem í málara- og höggmyndailist býr á hverjum tíma, og þess áhuga, sem þær eiga að mæta. Sagðist hann ekfci sverja fyrir, að ríkj- andi væri viss lægð eða kreppa í myndlist núna, þótt viðmiðun væri óraunhæf, eins og aðbúnað- ur hennar væri. Að vísu ættu sér stað átök milli listastefna, og þeirra hefði orðið vart hér, eon þó „með óguðlegri spekt. (In parentes: Hannes á Horninu hef- ur varla æmt, og vita allir, hvað þaff táknar á hinum íslenzka menningarbarómeter) “. Að lokum lagði ræðumaður eft irfarandi til: Tekin verði upp listfræðsila í skólum, Listasafn íslands verði gert að virkri stofn un, Reykjavíkurborg komi upp sýningarsöLum og verji fé til lista verkaikaupa eða Hstafram kvæmda, lögfest verði ákvæði um að ákveðnum hundraðshluta byggingarkostnaðar opinberra húsa og annarra stórihýsa verði varið til að búa. þau llstaverk- um og sérstakur ráðher,ra fari með menningarmál. — „Enginn má búast við því að geta mælt list s.'na í krónum og aurum; en hafi nokkur þjóð reynslu fyrir því, að Hstiin hafi verið sama og líi hennar, þá eru íslendingar sú þjóð. Ég neita að trúa því, að hún fiorkasti nú þeim lær- dómi, þegar hún loks má og get- ur“, Framsöiguerindi Sigurffar A. Magnússon birtist væntanlega í Lesbók Morgunblaðsins á næst- unni. Verður efni þess því rak- ið mjög lauslega hér. Hann byrj- aði á að lýsa þei mmiklu alda- hvörfum sem átt hafa sér stað í íslenzku þjóðlífi á 'slðustu ára- tugum og -sýndi um leið fram á, að bókmenntir hafi j>af.nan átt rætur í því mannlífi sem lif- að er á hverjum tíma. Taldi hann óeðlilegt, hve mikill partur ís- Lenzkra bókmennta, einkum á sviði skáldsugna, væri helgaður sveitaliifslýsingum og sögu.legum rómönum, þegar þess væri gætt að yfirgnæfandi meirihluti ís- lendinga lifði í þéttbýlinu. Varp- aði framsögumaður fram ýms- um hugsanLegum skýringum á þessari þróun, én taldi sennileg- ustu skýringuna þá, að rithöfund ar og leiðbeiinendur aLmennings um bókmenntir hefðu haldið að þjóðinni einhliða og ófrjóu við- horfi til bókmennta, lagt ailla á- herzlu á hina fornu epísku hefð, eins og skýrast kæmi fram hjá Halldóri Laxness eftir „Vefar- ann miikla frá Kasmir“. Fyrir bragðið væri islenzka skáldsag- an orðin einhæft og stagnerað foirm, sem ætti litla lífsvon nem-a Leitað væri á ný mið. Hann kvaðst ekki mæla með neinni tiltekinni stefnu eða „skóla“ í bókmenntunum, heldur sem víð- tækastri leit að nýj'um yrkisefn- um og ferskri tjáningu, sem hefði það meginmarkmið að túlka umbrot og Hfsviðhorf sam- t.’mans. Framsögumaður benti á þá at- hyglisverðu staðreynd, að ís- lenzka smásagan hefði náð meiri þroska en skáldsagan, þó smá- sagan væri bæði tiltölulega fá- skrúðugt bókmenntaform hér á landi og heldur óvinsælt. Taldi hann það standa í einhverju sam- bandi við skort á fornum fyrir^ myndum, en sá skortur hefði jafnframt gert samásagnahöfunda djairfari til tilrauna. Hann taldi að Ijóðlistin stæði með langmestum blóma í nútíma bákmenntum - Íslendinga og rakti i þróun hennar á þessari öld. Benti hann á, að ljóðlistin nyti góðs af því, að hér hefði aldrei verið ein löghelguð hefð í ljóðagerð sbr. eddukvæði, drótt- kvæði, trúarljóð, þulur, dans- kvæði, rímur og ættjarðarljóð. Ennfremur ætti nútímaljóðlist sér lengri sögu úti í heimi eða allt frá miðri s'ðustu öld, og kynni það 'að hafa flýtt fyrir þróuninni hér. Framsögumaður rakti í stuttu rriáli aðdraganda byltingaxinnar í íslenzkri ljóðlist, sem hófst fyr- ir alvöru með Steiní Steinarr. Benti hann á, að hér væri ekki fyrst og fremst um formbyltingu að ræða, því Steinn Steinarr hefði verið fastheldiinn á ljóð- stafi og rím, heldur alný við- horf skáldsins við yrkisefninu. ! Hefðbundin íslenzk ljóðlist hefði ] ævinlega verið úthverf, en nýju Ljóðskáldin hefðu tekið að horfa | inn á viff, túlka leyndustu hrær- ingar sálarinnar, og lagt megin- ] áherzlu á samþjöppun, djörf hug- myndatengsl, auðugt táknmái, • myndhvörf og myndbreytingar. Ræddi hann allýtarlega um mun inn á eldri og yngri ljóðdiist ís- Lendinga og nefndi fjögur ljóð- sikáld af yngri kynslóð sem gert hefðu merkilegar atrennur til allsherjaruppgjörs við sjálfa sig, samtíðiina og fortíðina í ljóðum siínum. Um íslenzka leiikritun komst framsögumaður svo að orði, að hún gæli ekki blómgazt fyrr en henni hefði verið skapaður við- unanlegur vettvangur á leiksvið- inu, þar sem leilkritahöfundar gætu gert tilraunir með verk sín, en meginvandamálið væri sfcortur á Leikstjórum sem hefðu getu og tíma til að vinna með leikritahöfundum og leiðbeina þeim. Um bókmemntagagnrýnina sagði hann, að hún hefði ævin- lega verið í miklum ólestri á íslandi, bæði sökum ábyrgðar- lausra skrifa ýmissa rithöfunda og menntamanna, og ekki síður vegina hins að pólitísikt ofstæki og einsýni hefði sett sterbastan svip á hana. Að lakum hvatti framsögumað- ur íslendinga til að eflla sam- skiptin við umheiminn og draga íslenzkri menningu næiringu úr erlendum menningarstraumum, því engin menning gæti lifað á sjálfri sér, og hefði það komið skýrast í ljós, þegar íslendingar misstu skipastól sinn á miðöld- um, því um leið lauik guLlöld ís- lenzkra bókmennta. Að ræðum framsögumanna Loknum tók Gunnlaugur Þórffar- son fyrstur til rnáls. Fannst hon- um kenna fullmikillar svartsýni í ræðu Björns, og ekki mætti kenna hinu opinbera urn allt. Á- I hugaleysi væri ríkjandi hjá al- mienmingi um myndlist, og mætti jafnveil kenna listamönnunum j sjálfum um ýmislegt, sem mið- j ur færi í þessum efnum. — Það , væri ekkert séríslenzkt fyrir- ; brigði „að trúa á ísskápa". Þe-tta gerðist víðar, og ekki mætti gleyma því, að íslenzka þjóðin hefði orðið að byggja yfir sig seinustu áratugi og áhuginn eðlilega beinzt að því á kostnað annars. — Íslendingar væru gjarnir á að hampa ákaflega byrjendum í myndlist, en gleymdu þeim síðar; áhuginn baindist eins að manninum bak við listaverkið og listaverkinu sjálfu, enda risu vinir og ^kunn- i ingjar listamanna upp til varn- 1 ar, ef þeir væru gagnrýndir. — Stjórn Listasafns Islands væri ekki nema ársgömul og til full- mi'kils ætlazt, að mikið lægi eft- ir hana. Safnið þyrfti fé, en á- hiugi væri hjá yfirvöldum á að bæta úr því. Björn hefði sagt flesta listamenn róttæka og yf- irvöld þeim andvíg. Vafasamit væri að blanda saman pólitík og listum, og kvaðst Gunnlaugur nýkominn frá Sovétríkjunum, en þau væru afturhaldssömust allra ríkja í listmálum. Þar ættu menn áð mála menn með skóflu eða vélbyssu í hönd, sitjandi á traktor, eða myndir af Lenin. T.d. hefði hann séð 30 ára af- mælissýningu listasambandsins, og þar hefði Lenítn verið vin- sælasta . mótívið. Minntist hann þriggja Lenínmynda í einum og sama bási. Hann hefði séð Bols- hioi-ballettinin þrisvar, e,n nóg hefði verið að sjá hann einu sinini, því að hann væri rígbund- inn í fastar skorður skv. stefnu- skrá. Þannig væri afturhaldið alls staðar. Gagnrýnismynd sá hann um nútimalist: málverk aif belju, sem slett hafði hala ofan í málningardósir og útatað lé- reft. Stefán Jónsson frá Möðrudal kvaðöt hafa hug á að reisa mynd listarskála; það væri ekiki meira verkefini en þegar bændur byggðu hlöðu. Gunnar Mágnússon talaði uma hitt og þefta. Eggert Laxdal taldi, að gildi listaverka færi ekki eftir Hst- stefnum, og betur þyrfti að hdú að listmenntun æskunnar. Valtýr Péturs-son mótmælti því, sem fram hefði komið í ræðu Björns, að lægð væri í heimi miyndlistarinnair. Bæði hún og húsagerðarlist stæðu ein- mitt með miklum blóma nú í V estur -Evrópu, Bandaríkj unum og jafnvel Suður-Ameriku. Þá andmælti hann því í ræðu Sig- urðar, að andlega leti ætti að skrifa á reikning velferðarríkis- ins. T.d. stæðu Svíar mjög fram- arlega í myndlist. Kvað hann næsta ótrúlegt, að andlegt M£ færi til andskobans, þótt fólik hefði í sig og á. Gunnar M. Magnúss kvaðst hafa lifað 5 skáldakynslóðir og rakti þær nákvæmlega. Gat hann margra höfunda og þess m.a. í samibandi við Davíð Stef- ánsson, að hann hefði átt þábt í að ryðja sósíalismanum braut t.d. með kvæði s'nu „Með lest- inni.“ Gunnar taldi síðustu skáldaikynslóðina vanta fótfestu, vera í varnaraðsböðu en ekki í sókn: Skáldin væru leitandi og verjandi, ekki sækjandi. Bað j hann þau að yrkja um varnariið i ið. Ragnar Jóhannesson taldi ekki nauðsynlegt að varpa gömlu, hefðbundnu formunum fyrir róða | Skýrði hann mál si'tt með ýms- um dæmum. Þorsteinn Gylfason kvað j Björn hafa útmálað með mörg- um orðum, hve hörmulegt á- stand, kreppa, rikti í myndlist- armálum. Hann hefði kallað á i hjálp hins opinbera; allt ætti að j skipulegigja að ofan. Björn væri j ekki að berjast fyrir myndlist eða myndlistarmömnium, heldur Framhald L bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.