Morgunblaðið - 26.02.1963, Side 20

Morgunblaðið - 26.02.1963, Side 20
20 MORGVTSBL 4 fí I O ¥>riðjudagur 26. febrúar 196S PATRICIA WENTWORTH: KEMUR I HEIMSOKN — „Ég sagði þér, að Rietta var hjá honum þegar ég kom í fyrra skiptið, og ég sagði þér, að ég hafi svo komið aftur seinna. Ég beið meðan hún var að tala við hann. Það var mjög skemmtilegl. Hann sagði henni, að hann hefði fundið gömlu erfðaskrána, sem hann hafði gert henni í hag, forðum þegar þau voru trúlofuð, og heldurðu ekki, að hún hafi reynt að brenna hana! Ég vissi alltaf, að Rietta var bjáni, en hitt datt mér ekki í hug, að hún eða neinn annar gæti verið svona mikill bjáni. Hann sagði henni, að hann vildi heldur vita eignir sínar ganga til hennar en nokkurs annars. Hann sagðist hafa fundið erfðaskrána, þegar hann var að leita að „minnis- blaðinu“. Að því er hann sagði, lá það þarna á borðinu. Og hún sagði: „Var það?“. Hann hreyfði sig snöggt. — En þegar hún sagði það^ hef ég líklega ekki skilið, hvað það þýddi. Ég veit ekki, hvort þér skiljið það. Ég hef gott minni — ég gæti endur- tekið allt, sem þau sögðu, án þess að sleppa einu orði. Ungfrú Silver kinkaði kolli. Svona minni hafði hún einmitt sjálf. Hann hélt áfram: — Ég man það alltsaman, en þegar ég var að hlusta á það. gat ég ekkert vit fengíð út úr því. Frú Welby hélt áfr'ám að tala. Hún sagði, að ungfrú Cray hefði rifizt við hr. Lessiter. Og það var ekki út af erfðaskránni, heldur út af frú Welby. Ungfrú Cray vildi, að hann hætti við allar aðgerðir út af þessum mun- um, sem móðir hans hafði gefjð henni, en það vildi hann ekki samþykkja. Hann sagðist ætla að kæra. Það var hryllingur í rödd Alans. — Og þá varð ungfrú Cray vond og flýtti sér út, svo að það var með naumindum, að frú Welby gat skotið sér frá. 49 Það small í prjónunum hjá ungfrú Silver. — Já, ég vissi alveg, að svona gekk það til. En hvað gerði frú Welby á eftir? Ég er í vandræð- um með þennan tíma þarna á milli. Fór hún þá inn að tala við hr. Lessiter? Hann hristi höfuðið. — Nei, hún hélt ekki, að það væri til neins — ekki rétt ofan í þetta rifrildi. sem hann hafði átt í. Hún fór heim og hitaði sér kaffi. Hún sagði hr. Holder- ness, 'að hún hefði setið þarna og reykt hvern vindlinginn á fætur öðrum og hugsað ráð sitt og loks kom hún aftur að upp- hafinu: hún yrði að fara að gera út um þetta við hr. Lessiter. Um það bil, sem hún hafði ákveðið sig, var klukkan orðin tíu. Þeg- ar hún var komin svona langt í sögunni við hr. Holderness, sagði hann: „Þetta var verst, Katrín“. Hann hafði ekkert sagt, meðan á frásögninni stóð, fyrr en þetta. Ég skildi nú ekki þá, hvað hann átti við, en ég skil það núna. Það fór um hann hrollur og hann leit bænaraug- um á ungfrú Silver. — Ég held. að það hafi verið þá, sem hann ákvað að myrða hana. Ungfrú Silver lét hendurnar hvíla á litlu, bláu peysunni. — Já, líklega hefur það verið. Alan Grover dró andann djúpt. — Hún sá það ekki, skiljið þér. Ég býst ekki við, að henni hafi nokkurt andartak dottið í hug, að það gæti verið hættu- legt að hóta honum. Ungfrú Silver svaraði: •— Hótaði hún honum? — Ég býst ekki við, að hún hafi ætlað því að vera hótun, en hann skildi það þannig. Þér skilj- ið, að þegar hún kom í Melling- húsið, var hann þar að tala við hr. Lessiter. Það var eitthvað í þessu minnisblaði um hann — 'einhverjir peningar, sem hr. Lessiter hafði afhent honum til fjárfestingar. Og hann hafði tek- ið þá sjálfur og Lessiter hótaði málssókn. Þessvegna myrti hann hana. — Horfði þá frú Welby á sjálft morðið? ■—• Nei. nei, það megið þér ekki halda. Hún fór frá þeim þar sem þeir voru að rífast. Það hefði ekki verið heppilegt fyrir hana að koma tauti við Lessiter ofan á svona skammasennu. Hún var komin inn í Hliðhúsið, þegar hún heyrði hann koma eftir stígn um. Hún stóð bak við runna og horfði á hann fara. — Þetta er hryllilegt. — Hann hafði Jagt bílnum sínum í hér um bil hundrað skrefa fjarlægð. Ég sá hann. — Sáuð þér hann? Alan kinkaði kolli. — Ég var bjáni. Ég var vanur að fara að finna hana á kvöldin. En svo sagði hún mér, að ég yrði að hætta að koma — því að það væri farið að tala um þetta. En ég gat emhvernveginn ekki hætt því, svo að ég var vanur að fara þarna uppeftir og ganga fram og til baka, og horfa á þegar ljósið sloknaði hjá henni og fara síðan heim. Ég var þarna á ferli þetta miðvikudagskvöld og sá bílinn. — Og þér tilkynntuð það ekki lögreglunni? Röddin í honum varð aftur krakkaleg. — Ungfrú Silver, ég ALLTAF FJÖLGAR YOLKSWAGEN <©©©©© VORiÐ ER I NAMD Eruð þérfarinn að hugsa til sumarferða? Er það þá ekki einmitt VOLKSWAGEN, sem leysir vandann? PANTIÐ XÍMANLEGA VOLKSWAGEN er ódýr í innkaupi og rekstri. Verð frá kr: 121.525.— VinsæJdir VOLKSWAGEN hér á landi sanna ótvírætt kosti hans við okkar stað hætti. — VOLKSWAGEN er ekkert tízku fyrirbæri það sannar bezt hið háa endur- söluverð hans. VERIÐ HAGSÝN VELJIÐ VOLKSWAGEN. HEILDYERZLUNIN HEKLA HF Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. — Ég hef reiknað út, að fyrir peningana, sem við höfum safn- að til sumarleyfisins, getum við annaðhvort verið þrjá daga í París eða einn og hálfan mánuð hjá Sigríði frænku á Hóli. gef yður æruorð mitt upp á, að mér datt aldrei í hug, að nær- vera hr. Holderness stæði á nokkurn hátt í sambandi við morðið — hvernig hefði það get- að verið? Ég hélt, að hann væri þarna að hitta frú Welby. Mér varð beinlínis illt — hann svona gamall karl! Ég svaf ekkert um nóttina og ég hefði getað drepið hann — en mér datt aldrei í hug að setja hann neitt í samband við dauða hr. Lessiters — ekki fyrr en ég var inni í skrifstof- unni hans Stanways og heyrði hvað frú Welby hafði að segja. Ungfrú Silver tók aftur til við prjónana og sagði: — Ég skil. Viljið þér ekki halda áfram? HETJUSÖGUR 1 > 'i-.' íslenzkt myndablað ^\>. fyrir börn 8 - 80 ára ^ «... HKÓI HÖTTUR og káppar hans tíefti komið ■ í bókabúðir og kostar aðeins 10 krórtut*: ailltvarpiö Þrlðjudagur 26. febrúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar.* 14.40 „Við sem heima sitjum" (Dag rún Kristjánsdóttir). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.00 Tónlistartími barnanna (Guð- rún Sveinsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 19.55 Ávarp frá Rauða krossi fs- lands (Páll Kolka læknir). 20.00 „Sagan af dátanum" eftir Igor Stravinsky. Þýðandi: Þor- steinn Valdimarsson. •— Stj.: Lárus Pálsson og Páll Pam- pichler Pálsson. Hljóðfæra- leikarar úr Sinfóniuhljómsv. fslands leika. — Sögumaður: Þorsteinn Ö. Stephensen. Kölski: Gísli Halldórsson. Dátinn: Gísli Alfreðsson. 21.15 Erindi á vegum Kvenstúd- entafél. ísl.: Frá sjónarhóli íslenzks arkitekts í Stokk- hólmi (Halldóra Briem arki- tekt). 21.40 Tónlistin rekur sögu sína; VIII. þáttur: Aldamót (Þor- kell Sigurbjörnsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (14). 22.20 Lög unga fólksins (GerðuP Guðmundsdóttir). 23.10 Dagskrárlok. Miðvikudagur 27. febrúar. (Öskudagur) 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.00 „Við, sem heima sitj um“, 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla 1 dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna „Vista skipti" eftir Einar H. Kvaran; II. (Helgi Hjörvar). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Kristján Júlíus- son yfirloftskeytam. talar öðru sinni um öryggishlusL vörzlu og neyðarsenditæki. 20.05 Kvöldvaka: a) Liljukórinn syngur islenzlt lög. Söngstj. Jón Ásgeirsson. b) Lestur fornrita: Ólafs saga helga; XVII. (Óskar Halldórs- son cand. mag.). c) Jóhann Konráðsson syng- ur lög eftir Jón Björnsson bónda og söngstj. á Hafsteins- stöðum. d) Helgi Tryggvason kennarl fer með kvæði nokkurra skálda um önnur skáld. e) Margrét Jónsdóttir flytur frásöguþátt: „Fráfærur" eftir Steinþór Þórðarson bónda á Hala í Suðursveit. f) Sigurbjörn Stefánsson kved ur ferskeytlur eftir Ólínu Jói» asdóttir og Guðm. Friðjónss. 21.45 fslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. * 22.10 Passíusálmar (15). 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýiS** eftir Fred Hoyle; III. (Örn. ólfur Thorlacius), 22.40 Næturhljómleikar: SíðarJ hluti tónieika Sinfónfuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói 22. þ.m. 23.25 Dagskrárlok. KALLI KÚREKI — -)<. — — Teiknarú Fred Harman — Prófessor, ég ætla að hafa mig í burtu í fyrramálið. Við höfum ekki séð til ferða neinna leitarflokka alla vikuna. — Þú ert kjáni ef þú ætlar að þeir séu hættir að leita, en ég get samt ekki stoppað þig. — Þú sagðir að þú gætir það ekki. Þú hefur ekki kjark til að beita þér gegn marghleypunni minni. — Ég get alltaf fengið leigumorð- ingja, eins og ég fékk þig til að drepa lögreglustjórann. Ef einhver nær í þig þá haltu þér saman, eða ég skal þagga niður í þér til frambúðar. — Ertu að ógna mér. Kannski ætti ég að blása úr þér lífinu snöggvast. Fjórði hver miði vinnur að meðaltati! Hæstu vinningar 1/2 milljon krónur, Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.