Morgunblaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. apríl 1963
4»fÐ
5
'SVIFFLUGFÉLAG Akureyr-
ar efndi til svifflugæfingar
a Akureyrarflugvelli fyrir
SKðmmu. Nokkrir ungir félags
menn skiptust á um að fljúga
nokkra hringi yfir vellinum
og umhverfi hans, en kennari
•þeirra, Arngrímur Jóhannsson
loftskeytamaður, sem jafn-
framt er formaður félagsins,
flaug með í hverri ferð og
stjórnaði æfingunni.
Notuð var tveggja saeta
fluga af Rhonlerche-gerð. —
Fyrir suðurenda flugbrautar-
innar var komið fyrir öflugri
vindu, en frá henni lá stál-
vírsstrengur eftir endilangri
‘brautinni að flugtaksstaðnum
á norðurenda hennar.
„Jæja, Húnn, þú ert næst-
Flugan og flugmennirnir
ff
Dýrlegt að svífa í þögn-
inni og blámanum"
Svifflugfélag Akureyrar á elzta
islenzka flugtækið
ur, upp í með þig,“ segir Arn-
grímur í því mig ber að, —•
„og Óli og Dengsi, haldið þið
við vængina.“
Fyrirmælum kennarans er
hlýtt samstundis. Vírendanum
er krækt í þar til gert hak
framarlega á flugunni og lítil
fcillhlíf tengd við vírinn.
Plasthjálmur leggst yfir stjórn
klefann, þar sem flugmenn-
irnir sitja með spenntar ör-
yggisólar og eru tilbúnir til
flugtaks. Ljós eru kveikt á
bílnum hans Sonnenfelds
tannlæknis til þess að gefa
Friðjóni merki, en hann
Stjórnar vindunni suður við
brautarendann. Komið hafði
í ljós, að rauða flaggveifan
sást of illa vegna tíbrárinnar
yfir heitri mölinni á flug-
‘brautinni.
Það er líkt og hákarlsuggi
þjóti eftir endilangri brau-t-
inni, þegar sandurinn þyrlast
upp við það að vírinn streng-
ist, flugan kippist til, rýkur
af stað, lyftist, hækkar óð-
fluga, svífur, sleppir vírnum í
1000—1200 feta hæð. Flugan
sveigir til hægri, en vírinn
Flugtak undirbúið. — Kennarlnn, Arngrímur Jóhannsson,
aftursætinu.
fellur til jarðar hægt og virðu
lega, því að nú vinnur fallhlíf
in sitt verk. Sonnenfeld og
Sigurður Eggert eru þotnix af
stað í bílnum til að sækja vír-
endann og draga hann norður
eftir, svo að allt sé tilbúið
sem fyrst undir næsta flug-
tak.
Við sjáum fluguna svífa til
norðurs yfir brekkubrúnun-
nm, fljúga tvo hrin-gi yfir
Leirunni og lenda síðan með
mýkt og þokka á sama stað
Og hún hófst upp af.
Næst fer Sigurður Eg-gert
í loftið. Þeir hafa séð fugla á
sveimi yfir brekkubrúninni
og sigla nú í kjölfarið. Þarna
er uppstreymi, flugan heldur
vel hæð. Annars er vindur
heldur hægur til að brekku-
uppstreymið verði nægilegt.
Eftir 12 mínútur lenda þeir
aftur á sama stað.
Nú er klukkan orðin 1014
og áætlunarvélin frá Reykja-
vík væntanleg á hverri
stundu, svo að flugan er dreg-
in vel út fyrir brautina og
flugmennirnir taka sér hvíld.
Arngrímur býður mér upp á
molasopa í flugturninum á
meðan, og ég nota tækifærið
að spjalla við hann um svif-
flug og starfsemi Svifflugfé-
'lags Akureyrar.
„Já, það er oft dýrlegt að
svifa þarna uppi í þögninni og
blámanum, og þaðan á ég
margar ógleymanlegar minn-
ingar,“ segir Arn-grímur, næst
um angurvær, um leið og
hann hellir 1 bollann minn.
„Er mikill áhugi á svifflugi
hér í bæ?“ spyr ég.
„Svifflugfélag Akureyrar
var stofnað árið 1937 og hef-
ur starfað lengst af síðan. Inn
an þess hafa margir af fær-
ustu flugmönnum íslendinga
þreytt sín fyrstu vængjatök.
Akureyrskir atvinnuflugmenn
skipta tugum, og ég gaeti tal-
ið eina 20 starfandi flugstjóra
hjá íslenzku flugfélögunum,
sem eru Akureyringar. Ef-
laust má þakka Svifflugfélag-
inu þetta ríflega framlag til
islenzkra flugmála að ein-
hverju leyti. — Nú um skeið
hefur verið heldur dauft yfir
starfi félagsins, enda gömlu
félagarnir flestir hættir. En
nú er að koma nýtt blóð með
Ungum mönnum og endur-
vakinn áhugi. Við erum
ákveðnir í að efla félagið sem
mest í sumar, blása í það
nýjum lífsanda og fá enn
fleiri til starfa. Nú eru félags
menn 20—30.“
„Eigið þið margar flugur?
„Auk þeirrar, sem við erum
með hérna núna, eigum við 4,
eða alls 5. Ein þeirra er af
Olympia-gerð, fluga á heims-
mælikvarða Svo eigum við
elzta flughæfa flugtækið á
Islandi, opna svifflugu, sem
var smíðuð hér á Akureyri
árið 1932. Bækistöðvar okkar
eru annars frammi á Mel-
gerðismelum, og þar eigum
við gott flugskýli og allgott
hús annað.“
„Eru skilyrði til svifflugs
góð hér í Eyjafirði?"
„Þau mega teljast sæmileg
allvíða, en hinu er ekki að
leyna, að Paradís norðlenzkra
svifflugmanna er s v æ ð i ð
kringum Sellandafjall í Mý-
vatnssveit. Fjallið má heita
reglulegur keilustúfur og
rennsléttir sandar allt í
kring, sem hitna gífurlaga 1
sólarhita á sumrin. Þar er því
oft stórkostlegt hitaupp-
streymi, brekkuuppstreymi og
meira að segja bylgjuupp-
streymi, og þar bjóðast þess
vegna einhver ákjósanlegustu
svifflugskilyrði á íslandi.
Þar er merkt flugbraut og
þar á félagið okkar góðan
skála, sem byggður var á ár-
unum 1953—’54 og heitir
Hreggbúðir. Þangað ætlum
við í sumar og liggja þar við
um tíma.“
Nú er Flugfélagsvélin kom-
in og farin — flugstjórinn var
reyndar Akureyringur — og
Arngrímur býst til að halda
aftur út á flugbrautina til
félaga sinna, sem brenna í
skinninu eftir að röðin komi
að þeim og þeir fái að þreyta
kapp við mávana og hrafn-
ana, sem leika sér frjálsir og
fagnandi yfir vesturbrek-kun-
um.
1 Sv. P.
. sii
Svifið inn til lendingar
Vinnuvélasýning
í dag og á morgun fer fram sýning á JCB skurðgröfum og
mokstursskóflu á Reykjavíkurflugvelli: innkeyrsla frá Mikla-
torgi. Sérfræðingur frá verksmiðjunni sýnir vélarnar í notkun.
Hér er einstakt tækifæri fyrir verktaka, að sjá hina mörgu
möguleika, sem vélarnar bjóða upp á.