Morgunblaðið - 27.04.1963, Side 6
6
MORGUISHL 401»
Laugardagur 27. apríl 1963
Magnús Amlín framkv.stjóri.
eftir ágæta sjóferð, kom drátt
arvél niður í fjöruborðið og
stýrði henni Þorkell, sonur
Þórðar bónda á Auðkúlu.
Nokkrar fjalir höfðu verið
festar á vélina fyrir aftan
sæti ökumanns og upp á þær
fjalir steig sá er þetta ritar, en
Þorkell lagði af stað upp á
Hrafnseyrarheiði, en hundur
hans hljóp við fót á eftir
okur. Veður var mjög fallegt,
logn og sólskin, en nokkuð
andkalt. Vegurinn upp heið-
ina var lengi vel greiðfær, en
í tæpl. 500 metra hæð var
komið að. sneiðingi, sem var
gjörsamlega ófær, og þar stig-
um við af baki og lögðum á
brattann.
Var drjúgur spölur að ganga
upp í skarðið, sem er í um 550
metra hæð, en þegar upp var
komið var fagurt yfir að líta
til vestfirzku fjallanna, sem
flest voru ber nema í efstu
klettabeltum. Dýrafjarðarmeg
in var mikill snjór á veginum
þar sem hann liggur utan í
hárri hlíð, en við Þorkell fetuð
um okkur niður hjarnið í
snarbrattri brekkunni þar sem
símalínan liggur og héldum
niður á veginn. Eftir að hafa
gengið nokkuð á annan tíma
komum við niður á auðan veg-
inn, þar sem beið Landrover
frá Þingeyri og þar kvaddi ég
ÞorKel á Auðkúlu og þakkaði
fyrir góða samfylgd.
Næsta dag var ákalflega
fallegt veður á Þingeyri, fjörð
urinn baðaður í sól og hvergi
gára á sjónum. Við gengum
niður á eyrina til fundar við
kunnan athafnamann, Magn-
ús Amlín útgerðarmann og
sparisjóðsstjóra. Hann var að
vinna með mönnum sínum að
því að lagfæra hjalla, sem fisk
ur skyldi hengdur í til skreið
arverkunar.
„Vertíðin hjá okkur í vetur
er líklegast ein sú lélegasta á
Vestfjörðum. Við erum hér á
versta stað til útgerðar,“ segir
Magnús. „Þeir fyrir norðan
hafa Djúpið en þeir fyrir vest
an hafa Breiðafjörð."
Þegar Magnús Amlín talar
um „þá fyrir vestan“ á hann
við þá á fjörðunum fyrir sunn
an Dýrafjörð, en slík er mál-
venjan.
„Bátarnir hér róa á heima-
mið út af firðinum, út og vest
ur eða þá út og norður, og
hafa orðið að sækja 30—35
mílur og stundum mikið
lengra þegar þeir fara vest-
ur.“
Hvernig hafa veiðarnar
gengið?
„Það hefur vantað þorsk-
inn í uppistöðuna í aflanum.
Fyrir nokkrum árum var aðal
aflinn þorskur, en er nú ekki
nema þriðjungur eða jafnvel
fjórðungur, en hitt er keila,
langa og ýsa, já mikið af ýsu.
Ýsuaflinn hefur verið að stór
aukast undanfarin ár, en er
þó hlutfallslega meiri í vetur
en í fyrra. Gæftir hafa verið
mjög sæmilegar. Desember
var reyndar erfiður, en sæmi
legt frá áramótum og á köfl-
um ágætt, en afli hefur verið
lélegur miðað við aðra staði
á Vestfjörðum.“
(Því má skjóta hér inn f,
að þetta var rétt fyrir miðjan
marz, en upp á síðkastið hafa
Þingeyrarbátar aflað betur).
ÞESS var getið í greinarkorni
frá Bíldudal, að samgöngur
á Vestfjörðum að vetrarlagi
væru erfiðar. Það fengum við
vissulega að reyna þegar hald
ið skyldi frá Bíldudal til Þing
eyrar. Það fangaráð var tekið
að fá Friðrik Kristjánsson á
Bíldudal til að flytja mig á
trillu sinni yfir að Auðkúlu.
Um leið og trillan lenti í fjör-
unni skammt frá Auðkúlu
grunn að íbúðarhúsi, getur
gengið hér inn í Sparisjóðinn
og fengið orða- og refjalaust
100 þús. kr. lán út á hús sitt
og það lán er veitt strax og
framkvæmdir hefjast.
„Það er til marks um hag
og afkomu fólks hér á Þing-
eyri, að sparisjóðsinnstæður
hér s.l. áramót voru rétt um
7.5 milljónir króna og höfðu
aukizt um IVz milljón eða
25% á árinu. Þetta má þykja
gott í kauptúni með um 300
íbúa.
„En hér eru mörg verkefni,
sem knýja á og áhugi er fyrir
að koma í framkvæmd þegar
fjármagn er fyrir hendi. Eg
hefi minnzt á hafnarfram-
kvæmdir, sem Vitamálaskrif-
stofan hefur verið beðin um
að gera áætlun um. Gerð hef-
ur verið áætlun og teikningar
fyrir vatnsveitu, sem er mjög
aðkallandi og er áhugi fyrir
að hefjast handa í vor. Verð-
ur vatnið tekið í dalnum inn
af kauptúninu og verður aðal-
æðin 2,8 km. löng inn í kaup- [
túnið. Er áætlað að þær fram- '
kvæmdir kosti um 1,8 millj.
kr.
„Þá hefur bílum farið mjög
fjölgandi og umferð hefur
stóraukizt og mikil nauðsyn i
er að leggja breiðari og betri
götur í kauptúninu og fjölga
þeim.“
í Félagsheimilinu, sem hef-
ur verið stækkað og endur-
bætt mikið, er verið að sýna
„79 af stöðinni“ um kvöldið,
og að sýningu lokinni fáum
við far með jeppa að Núpi. I
næstu grein verður sagt frá
heimsókn í héraðskólann þar.
Högni Torfason.
„Héðan róa 4 bátar 45—100
lestir og má segja að erfitt
hafi verið að manna þetta
marga báta hér. Það er mikið
meira en nóg að gera og stund
um hefur þurft að taka menn
úr frystihúsinu og senda á
sjóinn og þá hefur vantað
fólk í fiskvinnsluna.“
Hvaða fiskvinnslufyrirtæki
eru hér á Þingeyri?
„Kaupfélag Dýrfirðinga á
hraðfrystihús hér á staðnum,
sem tekur afla af 3 bátum og
ýsu og steinbít af þeim
fjórða. Fiskiðja Dýrafjarðar
gerir út Fjölni, 100 lesta bát,
og hefur saltfisk- og skreiðar-
verkun af honum. Þá hefur
Kaupfélagið einnig fiskimjöls
verksmiðju.
„Hér á staðnum hefur verið
geysimikil atvinna og skortur
á vinnuafli, svo að við vit-
Það er nú loks búið að koma
sér niður á það, hvar hafnar-
stæðið á að vera. Bryggjan
hér er gömul að nokkru leyti
og úr sér gengin og við hana
er ekki skjól fyrir bátana,
heldur verða þeir að liggja
frammi á grunnfærum. Bryggj
an er óþiljuð og hvergi skjól
við hana. Nú er ætlunin að
gera hana upp og láta standa
sem hafskipabryggju áfram,
en gera uppfyllingu með stál-
þili, sem kæmi fram og mynd-
aði rétt horn fyrir innan haf-
skipabryggjuna. Eyrin hér
skýlir fyrir hafvindum og haf-
öldunni, en uppfyllingin
myndi fullnægja alveg þörf-
um okkar.
„Við urðum of seinir til að
sækja um nauðsynleg lán í ár,
en þessar framkvæmdir eru
Fisk verkunarhús Fiskiðju Dýrafjarðar
um varla hvernig ætti að af-
greiða mikið aflamagn ef það
bærist. Hér búa rúmlega 300
manns og aflaverðmætið á síð
asta ári var um 7—8 milljónir
af þessúm fjórum bátum.
„Af öðrum atvinnurekstri
hér vil ég nefna hina lands-
frægu vélsmiðju Guðmundar
J. Sigurðssonar, sem Guð-
mundur og Matthías sonur
hans stjórna, en það fyrir-
tæki varð 50 ára fyrir
skömmu. Þar er aðallega um
nýsmiði að ræða fyrir útgerð
ina, og smiðjan hefur mikla
járnsteypu. Þar vinna 12—15
menn og þetta er traust og
gott fyrirtæki.
„Þá eru hafnarmannvirki í
uppsiglingu hér á Þingeyri.
mjög aðkallandi. Það kemur
oft fyrir að enskir togarar
koma hingað og þá komast
bátarnir okkar ekki að til að
losa nema með harmkvælum.
Sama máli gegnir þegar
strandferðaskipin og stærri
skip koma og þurfa að athafna
sig samtímis bátunum."
Hvað er að segja af bygg-
ingaframkvæmdum hér?
„Hreppsfélagið á hús í smið
um, sem almennt gengur und-
ir nafninu ráðhúsið. Þar verða
skrifstofur hreppsins, bóka-
stöð, slökkvistöð og áhalda-
hús. Það er búið að vera 2 ár
í smíðum og gengur fremur
seint. Húsið hefur verið
steypt upp, en ekkert er farið
að innrétta í því nema slökkvi
stöðina."
Magnús Amlín er, auk þess
að vera útgerðarmaður og
framkvæmdastjóri Fiskiðju
Dýrafjarðar, sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Þingeyrarhrepps.
Við innum hann eftir starf-
semi sparisjóðsins.
„Hann er traust og gott
fyrirtæki og hefur stutt flest-
allar framkvæmdir hér á
staðnum af fremsta megni.
Hann hefur t.d. lánað fé til
Félagsheimilisins, hafskipa-
bryggju, sjúkrahússins, ráð-
hússins, vatnsveitunnar og til
nýbygginga einstaklinga.
„Hver, sem tekur sér skóflu
í hönd og byrjar að grafa
SUS-siðan
Framhald af bls. 8.
sónuleiki. Hámark Berlínarferð-
arinnar var að sjálfsögðu heim-
sóknin að múrnum, sem vissu-
lega hafði geysileg áhrif á þátt-
takendur. Við Berlínarmúrinn
sjá menn ekki aðeins kalda stríð
ið í hnotskurn, þar sem báðir
aðilar standa gráir fyrir járnum
hvor andspænis öðrum — heldur
ekki síður algjöra uppgjöf hins
kommúníska þjóðskipulags. —
'Handan við múrinn má sjá í A-
Berlín óuppbyggða, dauða borg,
sem er í algjörri andstöðu við
vesturhluta borgarinnar, sem
iðar af lífi og fjöri. Má vissulega
sannfærast um, að í Vesitur-
Berlín þróast fjölbreytt og
gróskumikið atvinnu- og menn-
ingarlíf.
Gagnle.g ráðstefna
Ráðstefna þessi var öllum, sem
hana sóttu, til mikils gagns. í
umræðum, sem þar fóru fram,
spegluðust þau margvíslegu
vandamál, sem glíma þarf við
innan Atlantshafsbandalagsins.
Ekki aðeins þau, sem snerta
innra starf og uppbyggingu
bandalagsins, heldur og hin póli-
tísku vandamál, sem jafnan
steðja að. Þar var rætt af hrein-
skilni um hin ólíkustu málefni
af ungum stjórnmálamönnum,
sem sumir hverjir eiga vafalaust
eftir að láta mikið til sín heyra
síðar meir á alþjóðavettvangi.
Nýbygging hreppsfélagsins á Þingeyri
Félagsheimilið á Þingeyri
Landið
okkar