Morgunblaðið - 27.04.1963, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 27.04.1963, Qupperneq 11
t» Laugardagur 27. apríl 1963 MORCl’NBL 1 fí I b 11 Gagnfræðamenntun- ín og sveitaæskan „NEI, því miður, allt full skipað næsta vetur“. Það eru ekki hótelstjórarnir á Borg og Sögu, sem verða að gefa þetta svar. Nei, það eru skóla 'stjórarnir á flestum héraðs- 'skólunum. Þeir hafa ekki rúm fyrir fleiri en þegar hafa pantað. Þessvegna var haft eftir einum þeirra í viðtali við Morgunblaðið á dögunum: Ekki líður svo vika, að ekki verði að neita mörgum um skólavist. Hvernig stendur á þessum miklu þrengslum á þess- um vettvangi sveitaæskunn- ar? Hversvegna þarf að aug- lýsa það allt að því ári fyrir- fram, að tilgangslaust sé að sækja um skólavist eins og heyrist frá sumum skóla- 'stjórunum nú orðið. Ekki er þetta vegna þess að ríkis- valdið hafi dregið úr framlög- um til skólabygginga. Síður en svo. Þvert á móti. Sam- kvæmt landsreikningum og fjárlögum hafa framlög til bygginga gagnfræða- og hér- aðsskóla síðustu árin verið sem hér segir: Sjötugur í dag: 1957 ...... 1958 ...... 1959 ...... 1960 ...... 1961 ...... 1962 (áæ.tl.) 1963 ...... 8.6 millj. kr. 5.6 — — 4.6 — — 7.7 — — 11,07 — — 13,88 — — 1.8,25 — — Jafnvel þótt vísitala by.gg- ingarkostanðar hafi mikið 'hækkað á þessu tímabili eða um það bil tvöfaldazt, má af þessum tölum sjá hve miklu ríflegri framlögin hafa verið 'síðari ár þessa tímabils held- ur en hin fyrri. Auk þess hef- ur á þessum árum (1957—62) verið greiddar um 11 millj. kr. upp í stofnkostnað vegna bygginga barna- og gagn- fræðaskóla, sem fullgerðar Voru árið 1954. Voru áður mikil vanskil af ríkisins hálfu ‘með slíkar greiðslur. Nú hef- ur því verið kippt í lag. Þrengslin í héraðsskólunum stafa því ekki af vanrækslu þess opinbera eða rýrum fjárframlögum til þessara stofnana. Ástæðan er sem betur fer allt önnur. Hún er sú, að efnahagur alls almenn- ings er nú svo rúmur og tekjur margra unglinga það ríflegur að langtum fleiri hafa nú réð á að leita sér framhaldsmenntunar heldur en áður. Það er sú gleðilega staðreynd, sem aðsóknin að héraðsskólunum byggist á. Þeirri aðsókn verður sam- l félagið að mæta með því að * stækka skólarýmið, auka kennslukraftana. Til þess að sýna hve þessi þörf er brýn og hve aðsókn sveitaungling- anna að héraðsskólunum er mikil, skulu hér tekin sem dæmi fermingarbörn tveggja áratuga í einu sveitapresta- kalli. í gagnfr. Ár Fermdir skóla 1933—49 T6 14 eða 18% 1953—62 87 31 eða 36% Flestir héraðsskólarnir munu nú jpúma kringum 100 nemendur. Líklega munu skólamenn ekki telja heppi- ‘legt að hafa þá mikið stærri. Það þarf því að koma á fót nýjum fræðslustofnunum til að uppfylla þarfir þess æskufólks, sem nú verður að | vísa á dyr. Trúlegt er að fljót- lega rísi einhver mennta- stofnun í Skálholti. Og hvað I sem um hlutverk þess staðar | í framtíðinni má segja, þá er það óneitanlega æskilegt, að þar skapist aðstaða til að I 'bæta að einhverju leyti úr | þeirri brýnu þörf, sem hér ‘ hefur verið drepið á. í annan stað má benda á það, að með I því að sameina fámenn skóla- | héruð, rísa upp skólasetur þar sem hægt á að vera að hafa framhaldsdeild fyrir unglinga. I Gætu þeir lokið þar námsefni | 'í 1. bekk gagnfræðastigs og mundi það geta létt nokkru af héraðsskólunum. Núver- 1 andi ríkisstjórn hefur fimm- | faldað framlag ríkisins til bygginga héraðs- og gagn- fræðaskóla. Það er myndar- legt átak. En betur má ef duga skal, til þess að ungling- arnir geti notað sér bættan efnahag til að afla sér fram- haldsménntunar e f t i r a ð skyldunámi barnaskólanna lýkur. G. Br. Nokkrir verkamenn óskast í byggingarvinnu. — Upplýsingar gefur Sigurður Gíslason við Kjötstöðina Kirkjusandi. Samband ísl. samvinnufélaga. Kristján Ebenezersson í DAG er sjötugur Kristján Ebenezersson, Hringbraut 37 hér í bong. Kristján er Vestfirðingur að æ»tt, fæd'dur í Þernuvík við Djúp. Forfeður hans og frænd- ur eru kunnir vestra fyrir líkam- leg't og andlegt atgervi, þeir eru þekktir sjósóknarar og aflamenn og miklir höfðingjar í sjón og raun. Þessa ættarkosti hefur Kristján erft í rikum mæli, enda er hann um m-aingt einstakur öðlingurr, boðinn og búinn til þess að leysa hvers manns vanda og gerir það á þann hátt, að það er eins og ekkert sé sjálfsagð- ara í veröldinni. Þeir eru líka ófáir, sem notið hafa gestrisni og höfðingsskap- ar Kristjáns og hans ágætu konu. Eins og áður segir er Kristján fæddur í Þernuvik vestra 27. apríl 1893, þar bjuggu þá for- éldrar hans Valgerður Guð- mund-sdóttir frá Eyri í Mjóa- firði og Ebenezer Ebenezerson, ættaður þaðan úr sveitinni, en Sjötugur í dag: Hjörtur Ögmundsson hreppstj., Álfutröðum HJÖRTUR er fæddur í Fremra- Vífilsdal í Hörðudalshr., Dala- sýslu 27. apríl 1693. Var bóndi þar 1917—18 og ’23—’26, en átti þar á milli heima í Stykkishólmi. Bóndi á Álfatröðum frá 1926. Góður kunningsskapur var millum foreldra okkar Hjartar og hefir hann enzt lifandi af- komendum til þessa dags. Við Hjörtur áttum margt saman að sælda í félagsmálum ýmislegum, hvor fyrir sitt sveitarfélag, og ætíð var hann hinn sami ágæti samstarfsmaður, hógvær, sann- gjarn, varfærinn, og óádeilinn um menn og málefni, veitti hverju máli lið er han taldi til heilla og hags horfa. Það hafa líka sveitungar hans fundið og metið, því auk þess að vera hreppstjóri þeirra um þrjá- tíu ára skeið, hafa þeir falið honum flest þau félagsmálastörf er fyrir verða í hverju sveitar- félagi, meðal annars verið sýslu- nefndarmaður í langa tíð og er það enn, í hreppsnefnd mörg ár og m. fl. Sveitungarnir hafa séð það rétt, að Hjörtur vinnur að hverju starfi sem honum er falið með trúmennsku og dugnaði Hjörtur er greindur maður og gjörvilegur á velli, ber með sér að þar fer ekki neinn veifiskati, hógvær og prúður í allri fram- komu, gestrisinn og glaðsinna, góðlátlega kíminn í kunningja- hóp, minnugur á kviðlinga og ýmsar sagnir, kær að góðum hestum og hefir ætíð átt góð- hesta sér til þarfa og yndisauka. Á yngrl árum og fram eftir aldri stundaði hann grenjavinnslu á vorin, og var mjög slyngur við þau störf, hafði líka um nokk- urra ára skeið refauppeldi. Kona Hjartar er Kristín Helga dóttir hreppstjóra á Ketilsstöð- um, starfsöm, hugþekk fríðleiks- kona, greind og fáguð í allri framkomu svo að af ber. Það má segja um hana eins og kom- izt er að orði um eina af forn- konum vorum: „hún kann sér allt vel“ Þau hjónin eiga þrjár myndarlegar dætur á lífi, allar gitfar og búsettar í Reykjavík. Ég þakka þeim hjónum báð- um vináttu Og tryggð frá fyrstu kynnum, og óska þeim allrar blessunar til endadægurs. J. S. þau fluttu að Hvitanesi í sama hreppi, þegar Kristján var 15 ára gamail. Svo sem títt var urn unga menn við Djúp, hóf Kristj- án snemma að stunda sjó, fyrst í verstöðvum vestra, «n síðar á togurum, bæði innlendum og er- lendum. Kristján fluttist tii Reykjavíkur árið 1913 og lærði beykisiðn, sem hann síðan stund- aði um margra ára skeið, á síldarstöðvum Norðanlands á sumrin, en rak verkstæði hér syðra í félagi við Bjarna Jóns- son beyki. Kristján hóf störf hjá Bernhard Petersen árið 1941, fyrst sem beykir en síðan hefur hann aðallega haft eftirlit með mati á sykunhrognum og út- flutningi hrogna yfirleitt á veg- u>m fyrirtækisins. Hefur hann i >ví, sem öðru, reynzt hverjum manni áreiðanlegri og húsbónda- hollari. Árið 1917 kæntist Kristjlán Sigríði Einarsdóttur, ættaðri úr Reykjavík, hinni mestu önövegis- konu, eiga þau 5 uppkomin og myndarleg börn, 3 sonu og 2 dæt ur . Nú dvelja þau hjón í Bret- landi hjá Ágústi bróður Kristj- áns, en hann er togaraskipstjóri í Grimsby. Heimilsfang hans er 34 Connaught Ave, Grimsby. Vinir Kristjáns hér heima senda honum sínar beztu árnað- ar- og heillaóskir, þakkandi fyrir tryggð og höfðingsskap og ótald- ar ánægjustundir, óskandi hon- um langra ldfdaga og mikillar hamingju. Friðfinnur Ólafsson. ™,„™ »a». handsetjara «9 vélsetjara nii þegar PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR HF. SÍMI 2500 AKUREYRI. [lef lavík Suðurnes Bifreiðaleigan VÍK leigir: Volkswagen. Austin Gipsy, Singer Vouge, 5 manna. — Allt nýir bílar. Reynið viðskiptin. — Sími 1980. Suðurnes Kef laví k

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.