Morgunblaðið - 30.04.1963, Síða 1

Morgunblaðið - 30.04.1963, Síða 1
24 síðufi StjornmáEayfirlýsing Landsfundar Sjálfstæðisflokksins: Stöndum vörð um sjáif- stæði landsins og frelsi fólksins Nútimatækni og vísindi í þágu framtíðarinnar STEFNA Sjálfstæðisflokksins hefir frá upphafi mið- að að eflingu frelsis og mannhelgi. Þess vegna vill flokkurinn: I. Varðveita og tryggja sjálfstæði og frelsi íslands og standa vörð um tungu> bókmenntir og annan menningararf íslendinga. II. Treysta lýðræði og þingræði. III. Vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum. IV. Beita nútíma þekkingu og tækni, svo að auð- lindir landsins verði hagnýttar í þágu þjóðar- innar. V. Skapa öllum landsmönnum félagslegt öryggi. Viðreisnarstjórnin fór nýjar leiðir Fimmtándi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fagnar þeim ráðstöfunum, sem gerð- ar hafa verið á þessu kjör- tímabili, til þess að koma rýrri skipan á íslenzkt efna- hagslíf, auka hagsæld al- mennings og treysta aðstöðu íslands í samfélagi þjóðanna. Þegar vinstri stjórnin gafst upp, í desember 1958, var ný verðbólgualda skollin yfir. Kerfi uppbóta og hafta hafði leitt til öngþveitis í efnahags- málum þjóðarinnar. Vöru- þurrð og svartamarkaður ein kenndu viðskiptalífið og við lá, að þjóðin gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar við önnur lönd sökum gjaldeyris- skorts. Framh. á bls. 8. ÞESSI mynd var tekin að loknu formannskjöri á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins s.L sunnu- dag, af þeim Bjarna Benedikts syni, formanni flokksins, Gunnari Thoroddsen, varaformanni, og Ólafi Thors, forsætisráðherra. (Ljósm.: Mbl. Ól. K. M.). Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins Gunnar Thoroddsen kosinn varaform. Á SUNNUDAGINN hófust fund- ir á Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins kl. 2 e. h. Var Pétur Ottesen, fyrrverandi alþingis- maður og bóndi á Ytra-Hólmi þá fundarstjóri, en fundarritarar þeir Marselíus Bernharðsson, ísafirði, og Guðmundur H. Garðarsson, Reykjavík. Fund-urinn hófst á því, að fram fór kosning á formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokks- ins og siðan í miðstjórn flokks- ins. Fór fram skrifleg kosninig og var Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, endurkjörinn formaður flokksins með nær öll- um atkvæðum. Ennfremur var Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, endurkjörinn varafor- maður, einnig með nær öllum greiddum atkvæðum. Bóru þess- ar kosningar vott um þann mikla einhug, sem ríkir meðal Sjálf- stæðismanna. ' ' " •• •■ -.vx-v- jjjss '' SSÍÍSS:? ■< g bessi mynd er tekin þar sem herskipið Palliser hefur komið til móts við togarann Milwood og Hunt skipherra farið um borð í togarann. Varðskipsmenn fóru svo og sóttu Hunt í togarann ti 1 skrafs og ráðagerða við Þórarinn skipherra á Óðni en máttu ekki vera fleiri en tveir á bátnum, annars hótaði togaraskipst jórinn að sigla til hafs, aí ótta við að fá varðskipsmenn um borð. Sjá frásögn á baksíðu. (Ljósm. Helgi Hallvarðsson) Landsfundurinn kaus fimm menn í miðstjórn og hlutu þess- ir menn kosningu: Ólafur Thors, forsætisráðherra, Jóhann Hafstein, alþingismaður, Pétur Ottesen, bóndi, Sigurður Bjarnason, ritstjóri, og Birgir Kjaran, alþingismaður. Eftir að Iandsfundinum hafði verið slitið kom flokksráð flokks ins saman, en því ber að kjósa tvo menn í miðstjórn. Kosríingu þar hlutu þeir Ingólfur Jónsson, ráðherra og Magnús Jónsson, al- þingismaður. Aðrir miðstjórnar- menn eru: frú Kristín Sigurðar- dóttir, sem er fulltrúi Sjálfstæð- iskvenna, Gunnar Helgason frá verkalýðsráði flokksins og Þór Vilhjálmsson, formaður sam- bands ungra Sjálfstæðismanna. Stjórnmálayfirlýsing afgreidd Á sunnudagsfundinum var e i n n i g stjórnmálayfirlýsing Landsfundarins afgreidd. Hafði stjórnmálanefnd fjallað um hana og var Jóhann Hafstein, alþingis maður, framsögumaður nefndar- innar. Flutti hann ýtarlega Framhald á bls. 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.