Morgunblaðið - 30.04.1963, Side 4
4
MORCVNBLAÐIO
Þriðjudagur 30. apríl 196?
íbúð óskast
3—1 herb. íbúð óskast til
leigu. Tvær í heimilL —
Uppl. í síma 16801.
Sængur
Endurnýjum gömlu sæng-
urnar. Seijum æðardúns-
og gæsadúnssængur — og
kodda af ýmsum stærðum.
Dún- og fiðurhreinsunin
Kirkjuteigi 29. Simi 33301.
FERMINGARMYNDATÖKUR
Stúdíó Guðmundar
Garðastræti 8. Sími 20900.
Rósastilkar
Gróðrastöðin Birkihlíð
v/Nýbýlaveg.
Jóhann Schröder.
Sími 36881.
Forhitarar
Smíðum allar stærðir af
forhiturum fyrir hitaveitu.
Vélsmiðjan Kyndill
Sími 32778
Timbur
Vil kaupa notað mótatimb-
ur. — Sími 16805.
Maður
með 120 tonna réttindi,
óskar eftir stýrimanns- eða
skipstjóraplássi á góðum
bát. Uppl. hjá F.F.S.I.,
Bárugötu 11.
2—3 herbergja íbúð
óskast til leigu um miðjan
maí. Má vera sumarhús.
Uppl. í síma 36903 milli kl.
3—5 e. h..
Bragi Guðjónsson.
Óska eftir
2—3 herb. íbúð nú þegar
eða fyrir 14. maí, helzt í
Austurbænum. — Er ein-
hlayp. Uppl. í síma 37520.
Byggingarlóð
Húsasmiður óskar eftir lóð
undir einbýlishús eða
byggingarfélaga, sem hef-
ur lóð. — Sími 32366.
Til sölu
Telefunken plötuspilari —
ásamt miklum fjölda af
plötum (45 snún.) að Há-
túni 18, Keflavík. — Sími
1384.
Afgreiðslustúlka
óskast í Söluturn, Alfheim
um 2. Vaktaskipti. Uppl. á
staðnum.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa. Uppl.
í síma 18680.
Til sölu
notuð borðstofuhúsgögn.
Seljast mjög ódýrt Uppl.
á Hverfisgötu 35, Hafnar-
firði eða sima 50146.
Atvinnurekendur
Vi&skiptafræðanemi, rétt
kominn að lokaprófi og
með reynslu í skrifstofu-
störfum, óskar eftir 3ja
mán. vinnu í sumar. Tilb.
merkt: „6606“ sendist afgr.
Mbl., sem fyrst.
ÞVÍ hryggSin Guði að skapi vekur
afturhvarf til hjálpræðis, sem eng-
an iðrar, en hryggð heimsins veld-
ur dauða (2. Kor. 7,10).
f dag er þriðjudagur 30. april.
120. dagur ársins.
Flæði er kl. 11:42.
Næturvörður í Reykjavík vik-
una 27. apríl til 4. maí er í
Uaugavegs Apóteki.
Næturlæknir í Hafnarfirði,
vikuna 27. apríl til 4. mai er Jón
Jóhannesson, simi 51466.
Næturiæknir í Keflavík er i
nótt Jón K. Jóhannsson.
Neyðarlæknir — simi: 11510 —
frá kl. 1-5 eJi. alla virka daga
nema laugardaga.
Kópavogsapótek er opið alla
virka daga kL 9,15-8, laugardaga
frá kL 9,15-4., helgidaga frá ki.
1-4 e.h. Simi 23100.
Holtsapótek, Garðsapótek og
Apótek Keflavíkur eru opin alla
virka daga kl. 9-7 laugardaga frá
kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4.
FRÉTTASIMAR MBL.
— eftir lokun —
Erlendar fréttir: 2-24-85
Innlendar fréttir: 2-24-84
RMR-3-5-20-VS-A-FR-HV.
n EIIDA 59634307 — Lokaf.
FRETIIR
Kvenfélag Háteigssóknar hefir kaffi-
sölu í Sjómannaskólanum, sunnudag-.
inn 5. maí n.k. Félagskonur og aðrar
safnaðarkonur, sem hugsa sér að gefa
kökur eða annað til kaffisölunnar,
eru vinsamlega beðnar að koma því í
Sjómannaskólann á laugardag kl.
4—6 eða fyrir hádegi á sunnudag.
Upplýsingar í síma 11834, 14491 og
19272.
BAZAR: Kvenfélag Langholtssókn-
ar heldur bazar, þriðjudaginn 14. maí
kl. 2 íý safnaðarheimilinu við Sól-
heima. Skorað er á félagskonur og
allar aðrar konur í sókninni að gera
svo vel að gefa mirni. t»að eru vin-
samleg tilmæli að þeim sé tímanlega
skilað vegna fyrirhugaðrar gluggasýn-
ingar. Munum má slula til Kristínar
Sölvadóttur, Karfavogi 46, sími 33661,
og Oddnýjar Waage, Skipasundi 37,
sími 35824 og ennfremur í safnaðar-
heimilið, föstudaginn 10. maí kl. 4—10.
Allar nánari upplýsingar gefnar 1
fyrrgreindum sím um.
Kristniboðsfélag kvenna. Munið
kaffisöluna hjá okkur miðvikudaginn
1. maí. Opnað kl. 3 eJi. Allur ágóð-
inn rennur til kristniboðsins í Konsó.
BAZAR. Kvenfélag Fríkirkjusafnað-
arins í Reykjavík vill minna félags-
konur sínar og aðra velunnara á að
ákveðið hefur verið að hafa bazar 7.
maí n.k.
Frá kristniboðsfélagi kvenna: Mun-
ið kaffisöluna 1. maí í kristniboðs-
húsinu Betaníu, Laufásvegi 13. Húsið
verður opnað kl. 3 e.h. Allur ágóði
rennur til kristniboðsins í Konsó.
Góðir Reykvíkingar, drekkið síðdegis-
og kvöldkafíið hjá okkur.
Minningarspjöld Fríkirkjunnar 1
Reykjavík fást hjá Verzluninni Mæli-
felli Austurstræti 4 og Verzluninni
Faco, Laugavegi 37.
LEIBRÉTTING:
f fermingarbamalista frá Frí-
kirkjunni hér í blaðinu á laug-
ardaginn, misritaðist nafn eins
piltanna. Þar stóð Gunnar Valdi-
mar Johansen, en á að vera
Gunnar Valdimar Johnsen,
Hvassaleiti 123.
Happdrætti Húnvetningafélagsins:
Dregið hefur verið, og komu upp
númer:
Sófasett nr. 1187, armbandsúr nr.
1425; guitar nr. 1939; og lampi nr.
1630; Nánari upplýsingar eru gefnar
í símum 36137, 32073 og 19854.
BlöB og tímarit
Heimilisblaðið SAMTÍBIN er
komið út, mjög fjölbreytt og
skemmtilegt. Sigurður Skúlason
ritstjóri skrifar grein, er nefnist:
Gernýting vinnuafls er okkur
lífsnauðsyn. Freyja skrifar fróð
lega kvennaþætti. Þá eru tvær
smásögur: Þú ert ástin mín eina,
og: Ferlegir næturgestir. Ingólf-
ur Davíðsson skrifar um borgar-
loft og sveitaloft og gerir saman-
burð á hollustu þess. Þá er grein
um hina heimsfrægu fataleigj-
endur: Mossbræðurna í London.
Guðmundur Arnlaugsson skrifar
skákþátt og Árni M. Jónsson
bridgeþátt. Ennfremur eru
stjömuspádómar fyrir alla daga
í maí, fjöldi skopsagna, skemmti
getrauna o.m.fl. er í blaðinu.
— Me5 morgunkaffinu —
— Ég er að verða gráhærð af
heilabrotum um hvaða háralit
ég á að velja mér — en hvað um
það, grátt hár er nú líka í tízku.
Sl. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Birni
Jónssyni í Keflavík, Sigrún Al-
bertsdóttir, Bjarnasonar, og Eð-
vald Bóasson, Valdórssonar.
Heimili þeirra er að Brekkustíg
23 í Ytri-Njarðvík.
Á sumardaginn fyrsta opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Krist-
rún Gísladóttir, Suðurgötu 43,
Akranesi, og Finnbogi Jónsson,
sjómaður, Suðurgötu 43, Akra-
nesi.
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Pálína Oswald, Nes-
veg 9, og Kristján Finnsson, Ás-
garði 28.
ifZfZ.
— Og kærar þakkir fyrir jóla-
gjöfina, frænka.
Síðasta vetrardag opinberuðu
trúlofun sína frk. Ásdís Björns-
dóttir, Fomhaga 21, Reykjavík,
og Jón Rögnvaldsson, frá Flugu-
mýrarhvammi í SkagafirðL
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Hjördís Guð-
mundsdóttir, Kársnesbraut 131,
og Hilmar Guðbjörnsson, Snorra
braut 34.
Sl. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband í Fríkirkjunni,
Hallfríður Konráðsdóttir og
Sveinbjörn Björnsson. Heimili
þeirra verður að Hátúni 6. — Sr.
Þorsteinn Björnsson gaf brúð-
hjónin saman.
Julia Andrew
f dag Iýkur fimmta sýn-
ingarári á „My Fair Lady“
í London, en sýningar hafa
þar verið samfelldar allan
þennan tíma.
Nú hefur verið ákveðið, að
sýningum skuli senn Ijúka.
Ekki verður tekið á móti
miðapöntunum lengur en til
31. ágúst, en þó er möguleiki
á því, að sýningartíminn verði
enn framlengdur, ef aðsóknin
eykst, þegar dregur að lokum.
Ekki er þó þar með sagt að
sýningum á leiknum sé þar
með lokið, því áætlað er að
Rex Harrison.
sýna hann um hálfs árs skeið
í Manchester.
Tekjurnar af „My Fair
Lady“, síðan byrjað var að
sýna það í Bandaríkjunum
fyrir 7 árum, nema 21 milljón
punda, eða því sem næst 2,5
milljarði íslenzkra króna. Á-
góðahlutur Rex Harrison, eins
af hljómplötusölu með leikn-
um nemur liðlega 15% millj.
íslenzkra króna.
í hverju hinna þriggja að-
alhlutverka hefur fimm sinn-
um verið skipt um leikendur.
í hlutverki Elizu eru líklega
frægastar þær Júlia Andrews,
Stanley Holloway.
sem fer með hlutverkið á
hljómplötunni, og Ann Rog-
ers. í hlutverki prófessors
Higgins er kunnastur Rex
Harrison, og í hlutverki Doo-
little, Stanley Halloway.
Aðeins einn þeirra leikenda
sem tóku þátt í sýningunum í
upphafi leikur enn í leiknum,
en það er 76 ára gömul leik-
kona, Zena Dare. Hún hefir
gengizt inn á að leika út þann
tíma, sem sýnt verður í Lon-
don og taka einnig þátt í sýn-
ingunum fyrstu 6 vikurnar í
Manchester.
Júmbó var ekki sérstaklega trúað-
ur á galdramenn, og hann lagði held-
ur ekki mikinn trúnað á að musterið,
sem galdramennimir áttu að búa í,
væri á endamörkum heimsins. En
einhvers staðar urðu hann og Spori
þó að byrja að leita að prófessor
Mekki, svo þeir kvöddu hirðingjana.
Þeir höfðu vitanlega ekki gengið
lengi áður en Spori byrjaði að
kveinka sér. Annar skórinn hans var
of þröngur og meiddi hann, leiðin var
allt of torfær, Júmbó gekk of hratt,
hann kvartaði stöðugt yfir öllum
hugsanlegum hlutum og auk þess hélt
hann fram að þeir væru að villast.
En hann gleymdi alveg öllum
kvörtunum þegar þeir komust upp á
stall hátt uppi í fjallinu, því þá blöstu
við þeim leifarnar af loftbelgnum
þeirra. — Við erum á réttri leið,
hrópuðu bæði hann og Júmbó yfir
sig hrifnir.
JÚMBÓ og SPORI -tK- —K— — w-
Teiknari. J. MORA