Morgunblaðið - 30.04.1963, Síða 24
96. tbl. — Þriðjudagur 30. apríl 1963
Smith enn um borð
1 GÆRKVÖLDI um kl. 10.30
kom varðskipið Óðinn til
Reykjavíkur með brezka tog-
arann Milwood, sem varð-
skipið hafði átt í miklum
erfiðleikum með síðan það
kom að honum við veiðar inn
an fiskveiðitakmarkanna
snemma á laugardagsmorgun.
Höfðu íslendingar fylgzt af
miklum ábuga með eltinga-
leik þeim, sem orðið hafði við
töku togarans og var mikill
mannfjöldi á bryggjunni er
skipin lögðust upp að.
Smith skipstjóri á Milwood
var þó ekki um borð í togara
sínum. Hann var enn um
borð í herskipinu Palliser sem
hafði skotið yfir hann skjóls
húsi og hélt sig utan 12 mílna
markanna og beið fyrirmæla
að heiman.
Taka togarans var hin sögu
legasta og fer hér á eftir frá-
sögn Helga Hallvarðssonar,
1. stýrimanns á Óðni, af því
sem gerðist þennan 2% sólar
hring, frá því Óðinn kom að
Óttazt
um mann
ÓTTAZT er um miann, sem fór
með ms. Herjólfi áleiðis til
Reykjavíkur, þar sem búizt var
við honum. Síðast var vitað til
hans í klefa sínum á skipinu á
fimmtudagskv. Maður þessi er
Þorgeir Frimannss., fyrrum kaup
maður í Vestmannaeyjum, sem
var að flytja búferlum til Reykja
víkur.
togaranum og þangað til
hann sigldi með hann inn í
Reykjavíkurhöfn.
LAUGARDAGSMORGUN -
INN um kl. 6 komum við að
togaranum Milwood IV2 mílu
fyrir innan 6 mílna mörkin
við Skarðsfjöru í Meðallands
bugt. — Það var rigningar-
súld á staðnum og mikið af
togurum og hátum og erfitt
að greina hvað voru togarar
og hvað hátar á ratsjánni.
Héldum við í átt að einum
grunsamlegum togara, þegar
við grilltum í Milwood í rign
ingarsuddanum, vorum rétt
komnir að honum og var
hann nær landi. Við héldum
þegar að honum og var hann
þá að innbyrða vörpu sína.
Við settum dufl út, nokkra
metra frá honum (og er það
þar enn) og kölluðum til
skipstjórans að við mundum
senda bát til hans og óskuð-
um eftir að hann kæmi yfir
í varðskipið. Við vorum rétt
húnir að gera bátinn klárann,
þegar við sáum að hann skar
frá sér pokann, sem var með
þó nokkuð af fiski í og flaut
dauður fiskur um allan sjó.
Púðurskot í kjölfar
árekstursins
Sigldi togarinn þegar á fullri
ferð til hafs. Við settum þegar á
fulla ferð á eftir honum og skut-
um einu púðurskoti á hann um
leið. Hann svaraði ekki og hélt
áfram til hafs. Um leið og hann
nálgaðist duflið, gerði hann til-
raun til að sigla það í kaf, en
tókst það ekki. Við náðum hon-
um fljótlega og sigldum á stjórn
borða við hann, þó nokkuð nærri
stj órnborðshliðinni.
Islendingar krefj-
ast framsals
Brezka stjórnin segir málið i athugun)
MORGUNBLAÐIÐ átti í gærkvöldi samtal við Agnar 1
Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. \
Tjáði hann hlaðinu að utanríkisráðuneytið hefði gert \
mjög ákveðnar kröfur til brezka sendiráðsins um að í
togaraskipstjórinn, sem er um borð í Palliser, verði [
framseldur íslenzkum yfirvöldum til að standa fyrir
máli sínu.
Ráðuneytisstjórinn sagði, að hrezki sendiherrann
hefði tekið þessu vel og tjáð sér, að hann væri búinn
að hera fram þessa tillögu við utanríkisráðuneytið \
hrezka. Óskaði ráðuneytisstjórinn eftir því að hann
símaði á ný og skýrði hrezko utanríkisráðuneytinu
frá hinni eindregnu kröfu íslenzka utanríkisráðu-
neytisins.
Hann sagði ennfremur, að enn væri ekki komin
svör við því, hvort brezk yfirvöld mundu beita tog-
araskipstjórann valdi til þess að koma honum fyrir
íslenzka dómstóla, en það væri að sjálfsögðu okkar
krafa, ef hann þverskallaðist við.
Þess má geta að AP fréttastofan spurðist í gær
fyrir um það hjá brezka forsætisráðuneytinu hvaða
aðgerðir væru í vændum. Svaraði talsmaður ráðu-
neytisins því einu til að málið í heild og lögfræðileg
atriði þess væru í athugun.
Allt í einu sveigði hann fyrst
á bakborða og síðan skyndilega
á stjórnborða í veg fyrir varð-
skipið. Þar sem svo lítil vega-
lengd var á milli skipanna, var
um ekkert fyrir varðskipið ann-
að að gera en stöðva vélar sín-
ar og setja á fulla ferð aftur á
bak. Virtist í fyrstu sem togar-
inn mundi koma framarlega á
bakborðskinnung varðskipsins,
en vegna vélakraftar varðskips-
ins var hægt að keyra þannig
aftur á bak að togaraskipstjóran-
um mistókst það sem hann ætl-
aði sér. Hann kom undir stefni
varðskipsins og virtist sem á-
rekstri yrði forðað. En þegar
afturgálgi togarans var við stefni
varðskipsins, sveigði togarinn
skyndilega á bakborða með þeim
afleiðingum að gálgi og lunning
rakst í framstefni varðskipsins
og reif tvö göt á stefni þess. Rétt
um leið og hann kom fram und-
an skipinu, sendi ég, sem var
með byssuna, honum púðurskot.
Skipstjórinn var þá sjálfur í
brúarglugganum. Þetta stöðvaði
hann þó ekkert.
Skemmdirnar á varðskipinu
voru þegar kannaðar til að vita
hvort ekki væri möguleiki á að
halda áfram eftirförinni. Var
hægt að athuga efra gatið, sem
var inn í geýmslurými og mögu-
leiki á að gera við það til bráða-
birgða. Síðan var vatnsþéttri
hurð milli geymslu og íbúða lok-
að, en þar sem neðra gatið var
inn í „forpikkinn*1, var hægt að
dæla úr honum jafnóðum. Síðan
var haldið með fullri ferð á eftir
togaranum.
Taka togarans
Togarinn var kallaður upp í
talstöð skipsins og gefin merki
með eimpípu og flöggum um að
nema staðar, en hann anzaði því
engu. Þannig siigldum við með
stefnu á Skotland þar til Palliser
gat fengið hann til að snúa við
kl. 7 um kvöldið og við þá búnir
að elta hann í 12 tíma. Skip-
stjórinn anzaði okkur aldrei, en
Palliser loks eftir marg ítrekaðar
tilraunir til að ná sambandi við
hann. Vildi skipstjórinn í fyrstu
ekki íallast á tillögur herskips-
Framlh. á bls. 23.
Ráðstefna
Frjálsrar
menningar
RÁÐSTEFNA Frjálsrar menn-
ingar um efnið „Er stúdents-
menntun úrelt?“ var haldin í
Hagaskóla um helgina. Frum-
mælendur voru Jóhann Hann-
esson, skólameistari, og dr.
Gunnar Böðvarsson. — Nán-
ar verður skýrt frá ráðstefn-
unni hér í blaðinu á morgun.
Brezkur sjónvarpsmaður tekur mynd af skemmdunum á
stefni Óðins, en þar komu tvö göt, er Milwood rakst á hann.
(Ljósm. Sv. Þorm.)
1. maí hátíðahöi
Fulltrúardðs verkalýðsfél. í Reykjavík
HINN 1. mai n.k. eru liðin 40
ár frá því Fulltrúaráð verkalýðs
félaganna í Reykjavík efndi
fj'rsta sinni til hátíðahalda á
hinum alþjóðlega baráttu- og há
tíðisdegi verkamanna.
En það var árið 1923 sem 1.
maí var fyrst hátíðlegur haldinn
hér á landi og þá hér í Reykja-
vík.
Fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna mun nú sem fyrr gangast
fyrir hátíðahöldum 1. maí og
hefur stjórn Fulltrúaráðsins und
ir búið þau, samkvæmt einróma
saimþykkt aðaiifundar fulltrúa-
ráðsins.
Tilhögun hátíðahaldanna verð-
ur sem hér segir:
Um kl. 14:00 verður safnazt
saman á Lækjartorgi undir fán-
um verkalýðstfélaganna og kröfu
spjöldum þeim, sem ákveðið hef-
ur verið að bera þann dag. Lúðra
sveit Reykjavíkur, undir stjóm
Páls Pampiohler Pálssonar, leik-
ur ættjarðar og baráttulög, með-
an fólk safnast saman.
Kl. 14.15 hefst útifundur:
Ræðumenn verða þeir Eggert
G. Þorsteinsson og Pétur Sigurðs
son.
Fundarstjóri verður Óskar
Hallgrímsson, formaður Fulltrúa
ráðs verkalýðsfélaganna. Auk
ræðumanna munu listamenn-
irnir Guðmundur Jónsson, óperu
söngvari og Gunnar Eyjólfsson,
leikari, koma fram.
Lúðrasveitin leikur milli at-
riða.
Að kvöldi 1. maí verða dans-
leikir í 4 veitingahúsum borg-
arinnar á vegum Fulltrúaráðs-
ins.
í tilefni 40 afmælis dagsins
gefur Fulltrúaráðið út 1. mai
merki, sem verður selt á götum
borgarinnar og kostar kr. 25:00.
Er með þessu endurvakinn
venja sem tíðkast fyrir fáum
árum, að Fulltrúaráðið gæfi
sjálft út merki 1. maí. En alla
tíð hefur merkjasalan þennan
dag verið á vegum Fulltrúaráðs-
Framhald á bls. 2.
Braut bílskúr á fleygiferð
RÉTT fyrir kl. 21 á laugardag
var G-bifreið að aka austur
Bessastaðaveg. Virtist hún hafa
verið á gífurlegri ferð. Þegar
bíllinn var kominn inn á mó'ts
við Selskarð, á mótum Bessa-
staðahrepps og Garðahrepps,
náði hann ekki beygju, sem þar
er á veginum til vinstri, hentist
sitt á hvað um veginn 100 metra
vegalengd og lenti að lokum á
gífurlegu afli á bílskúr sunnan
vegarins. Bíllinn braut upp
vængjahurðir og allan dyraum-
búnað og stöðvaðist ekki, fyrr
en hann var allur kominn inn. í
stíu inni í skúrnum var hryssa
ásamt nýköstuðu folaldi. Mölv-
aði bíllinn stíuna og meiddl
hryssuna, þó ekki svo, að talin
sé þörf á að lóga henni. Folaldið
er ómeitt. — Bílstjórinn virtist
ekki vera undir áhrifum áfengis,
en var þó fluttur til blóðrann-
sóknar. Niðurstöðar hennar voru
ekki kunnar þegar þetta er skrif
að.