Morgunblaðið - 12.05.1963, Side 6
&
MORCl'NBLAÐIÐ
Sunnudagur 12. maí 1963
í leit aö sögupersónu á islandi
Rilhöfundurinn Anya Seton í Reykjavík
í GLUGGANUM á bókaverzlun
Snæbjarnar Jónssonar í Hafnar-
stræti voru fyrir helgina skáld-
sögur á ensku og á saurblaði einn
ar bókarinn, sem lá opin sást
að höfundur þessarra bóka, Anya
Seton, hafði skrifað í þær nafnið
sitt með eigin hendi. Nú er þa^
ekki daglegur viðburður að
heimskunnir erlendir höfundar
séu á ferðinni í íslenzkum bóka-
búðum, og vakti þetta því at-
hygli.
Við fundum frú Chase, sem ber
rithöfundarnafnið Anya Seton, á
Hótel Sögu. Þó margir íslending-
ar kannist við sögu hennar og
kvikmyndir, sem eftir þeim hafa
verið gerðar, a.m.k. Dragonwyck,
er rétf að kynna hana nánar.
Anya Seton skrifar nokkurs kon-
ar sögulegar skáldsögur, 'sem
jafnan komast í efstu sæti á sölu-
listum bókaklúbbanna. Hún hef-
ur þegar skrifað 8 bækur, sem
koma jafnt út í Englandi og
Bandaríkjunum, og eru síðan
þýddar á önnur mál, svo sem
Norðurlandamálin. Fjórar af þess
um bókum hafa verið kvikmynd-
aðar og eru myndirnar enn sýnd-
ar í sjónvarpi. Síðasta bók Anyu
Seton, Devil Water, var efst á
bókavinsældalistanum í Eng-
landi, er hún kom út í fyrra og
í 3.—4. sæti í Bandaríkjunum.
Nú er hún að undirbúa nýja
bók. Hún segir að hver bók sé
mörg ár í smíðum, því hún skrifi
ævisögur með skáldsagnablæ og
geri sitt bezta til að hafa atburð-
ina sem sannsögulegasta. — Ég
get ekki skrifað segir hún nema
hafa ákveðinn stað í huga.
3 kaflar á fslandi og Grænlandi
Þessvegna er Anya Seton kom-
in til íslands, því sennilega ger-
ast 3 kaflarnir í þessari bók á
íslandi og Grænlandi. Þetta er
9. og 10. aldar saga, gerist fyrir
komu Normanna til Bretlands,
segir hún. Ein af söguhetjunum
er stúlka frá Cornwall, sem tekin
er til fanga af víkingum og flutt
til íslands árið 981. Á íslandi elsk
ar hún mann að nafni Sigurður
eða Sigmundur, höfundurinn get-
ur ekki almennilega fundið hann.
Annars er Anya Seton aðallega
að leita að annarri sögupersónu,
sem heitir Ketill. Skv. gömlum
sögnum í Cornwall á hann að
hafa verið uppi á íslandi á þess-
um tíma og farið með Eiríkí
rauða til Grænlands, og Ketils-
fjörður á Grænlandi að vera við
hann kenndur.
— En Ketill finnst ekki, segir
frúin. Einar Ól. Sveinsson og dr.
Kristján Eldjárn hafa verið^svo
elskulegir að hjálpa mér að leita
að þessari sögupersónu, en án ár-
angurs.
— Og ef þér finnið hann ekki?
— Ef þessir lærðu menn geta
ekki komizt á sporið, ja þá verð
ég bara að halda áfram og setja
hann á einhvern stað á íslandi.
Til þéss er ég að fara upp í Borg-
arfjörð og ef til vill eitthvað norð
ur eða út á Snæfellsnes. Ég er
búin að leigja bíl og bílstjóra og
Guðrún Jónsdóttir á Forsetaskrif
stofunni ætlar með mér, en hún
er frá Borgarnesi og mjög
kunnug á þessum slóðum.
Svo við höldum áfram með sög
una, þá fer stúlkan frá Cornwall
til Grænlands með leiðangri Ei-
ríks rauða, eignast þar 2 börn og
missir manninn. Hún verður m.a.
vitni að brottför Leifs heppna
til Ameríku. En hún hefur heim-
þrá til Englands. — Mér þykir
leiðinlegt að þurfa að játa þetta
við íslending, segir Anya Seton.
Og hún fer heim. Þetta eru ann-
ars bara 3 kaflar í sögunni, sem
verður geysilöng.
— Eruð þér að vinna hér?
— Nei, ég held alltaf að ég
geti unnið á ferðalögum en það
verður aldrei af því. Ég ferðast
fyrst um og leita upplýsinga, því
ég get ekki skrifað um stað og
„haft hann á tilfinningunni"
nema hafa verið þar. Staðir hafa
áhrif á mig og gefa mér innsæi
í hlutina. Ég nýt reglulega þeirra
ára sem fara jafnt í leit og undir-
búning. Svo verð ég að vera
heima til að skrifa. Þá fer ég á
fætur kl. 8 og þegar ég er raun-
verulega komin af stað, get ég
Anyta Seton við skriftir
I Síningarglugga bókaverzlunar Snæbjarnar Jónssonar liggja nokkr
ar af skáldsögum Anyu Seton.
Og hvað á sagan að heita?
Ennþá er aðeins bráðabirgða-
titill á henni. Höfundurinn kall-
ar hana Avalon, sem táknar m.a.
nafnið á hinni jarðnesku para-
dísareyju í Vesturhöfum, eða
hinn fjarlæga draumastað. Og
hún segist aðeins vera búin að
vinna lauslegar útlínur bókarinn-
ar.
unnið í 8—9 klukkustundir á dag.
Venjulega skrifa ég fjögur upp-
köst áður en handritið er tilbúið
handa útgefandanum.
— Og hvar finnið þér persón-
urnar?
— Þær finna mig. Ég bíð,
skrifa greinar í blöð og þesshátt-
ar og að lokum fer eitthvert við-
fangsefni að leita á mig.
Snemm kynni af skrifum
og ferðalögum
Frú Chase kom hér með manni
sínum, sem aðeins stanzaði í tvo
daga og hélt svo áfram til meg-
inlandsins, þar sem þau ætla að
hittast aftur 15. maí. Hann er fjár
festingarráðunautur að atvinnu.
— Við höfum þetta jafnan svona,
hann sinnir sínum verkefnum og
ég mínum, segir frúin.
Þau hjónin búa í Bandaríkjun-
um, í fallegu húsi í Le Corbusier
stíl í Nýja Englandi. Á þessum
sama stað ólst Anya Seton upp.
Hún er af enskum og Skozkum
ættum í föðurætt og móðurætt-
in amerísk, frönsk og svissnesk.
Foreldrar hennar fengust bæði
við skriftir og ferðuðust mikið,
svo hún hafði farið yfir Atlants-
hafið 8 sinnum áður en hún var
13 ára gömul, og lærði frönsku
þegar í æsku. Hún dvaldist mik-
ið í Englandi og telur rætur sínar
bæði þar og í Bandaríkjunum.
Um persónur frá þessum löndum
fjalla líka bækur hennar, ,,því
þær þekki ég bezt“ segir hún.
í hótelherbergi skáldkonunn-
ar á Hótel Sögu liggja landakort
og bækur um íslenzkar fornsögur
um allt. Anya Seton hefur viðað
að rér miklu efni. — Ég vona
bara að birti tiþ Ég si Þingvelli
í snjó og allt er svo grátt í þessu
veðri, segir hún. — E. Pá.
Barnaskóli
Sauðárkróks
Saúðárkróki 2. maí
Barnaskóla Sauðárkrókis var
slitið 2. mai.
í skólanum voru í vetur 165
börn. Af þeim luku 161 ársprófi,
þar af 27 barnaprófi.
Hæstu meðaleinkunn hlaut Ól-
afur Ingimarsson 9.59, seam mun
vera hæsta meðaleinkunn, sem
hefur verið tekin við skólann.
Nokkur verðlaun voru veitt
fyrir námsárangur og góða hegð-
un. Verðlaun gáfu kaupfélag
Skagfirðinga og Rótaryklúbbur-
Sauðárkróks. Einnig voru veitt
verðlaun úr Verðlaunasjóði
Barnaskólans og Verðlaunasjóði
Jóns Þ. Björnasonar.
Jafnframt voru sýndir nokkr-
ir fagrir verðlaunagripir, sem
skólinn er að eignast, og verða
notaðir sem sundverðlaun —
farandgripir.
Barnaprófsnemendur færðu
skólanum að gjöf borðfána á
fallegri stöng.
Sýning á teikningu og handa-
vinnu nemenda hafði verið 2.
páskadag.
Skólastjóri er Björn Daníels-
son. — Jón
• Austurvöllur
G.Þ. sendir Velvakanda þetta
bréf:
„Austurvölliur ber mjög á
góma manna á milli um þess-
ar mundir að vonum, því að
þetta er einn helgasti staður
landsins, Jhluti af hinu forna
túni Ingólfs.
Nú skal þessi túnskiki kaf-
færður undir hálfis metra lagi
vegna breyttra aðstæðna. Að
vonum sárnar ýmsum, en öðr-
um sárnar, hve illa er farið
með þau birkitré, sem náð
höfðu „unglingsþroiksa“ í
hjarta höfuðoorgannnar, þeim
kippt upp á hranalegasta hátt
og handieikin þannig, að von-
laust er að þau festi rætur á
nýjum stað.
En úr því farið er að raska
við þessu helga túni, þá er rétt
að skrefið sé stigið til fulls og
þarf, bæði út frá fagurfræði-
legu og nytsemdar sjónarmiði.
Hinir hugmyndaisnauðu en
reglustikuþrúguðu skipulags-
vitringar Reykjavíkur, sem ein-
blína aðeins á uppdráttinn, án
tillits til annarra aðstæðna,
gera sér sýnilega enga grein
fyrir því, hve það misbýður
allri fegurðarskynjun að láta
ekki gangstiginn frá styttu Jóns
Sigurðssonar sveigja þannig,
að hann liggi nokkuð til vest-
urs og komi á móts við miðjar
dyr Alþmgisihússins, í stað
þess að hafa hann eins og nu
er ráðgert. Þetta sér hver heil-
vita maður og finnur, að þetta
er eina eð’lilega lausnin.
Þá er hitt að taka sneið af
Austurvelli að norðan og vest-
an þannig, að unnt verði að
leggija btilum þar þvert við
völlinn, en ekki langsum, eins
og nu er.
Gangstéttarfromin fyrirhug-
uðu. við völlinn eru með dillu
óþörf.
• Lokun Austurstrætis
En úr því drepið er á skipu-
lagsmál Miðbæjarins, er rétt
að skjóta því fram, hvort ekki
sé orðið tímabært að loka Aúst-
urstræti fyrir allri bifreiðaum-
ferð, og ákjósanlegt að reyna
það nú vegna þrengsla og
hættu, sem byggingarfram-
kvæmdir við götuna valda
næstu mánuði. — Að sjálfsögðu
þyrflti strætið að vera opið
vegna nauðsynja fyrirtækja
sem við það eru, einhvern til-
tekinn tíma t.d. á morgnana kl.
7-9. — Með þessu mundi hinn
hvimleiði ,,bifreiðarúntur“
leggjast niður.
G.Þ.“
• Austurvöllur en ekki
Austurlundur
Velvakandi þakkar G.Þ. bréf
ið. Þótt honum sé Ijós nauð-
syn á rýmri bílaistæðum vest-
an og norðan Austurvallar, þá
er honum mjög sárt um gras-
flötinn. Austurvöllur er eitt
elzta ömefni á íslandi, eins og
áður hefur verið minnzt á í
þessum dálkum. Völlurinn hef-
ur verið í austur frá bæ Ing-
ólfs Arnarssonar. — Velvakandi
vill taka undir það, að hin
fyrirfiuguðu stéttarlögðu gang-
stéttahorn á kostnað graslend-
isins eru óþörf. Það er alger-
lega ástæðulaust að hafia þau
. svo rúm, sem uppdrátturmn
gerir ráð fyrir. Sé nauðsynlegt
að halda múgfundi við völhnn,
ætti að vera nægilegt rúm á got
unum all’t um kring. — Og
þetta með skógrækt á Austur-
velli, ja, Austurvöllur á að
vera grasvöllur en ekki skóg-
arlundur, enda býst Velvakandi
við, að jarðvegurinn sé ekki
hentugur til skógræktar (lík-
lega of saltur).
Y'rí-1' c,OQc,cc AJlPtriri'j í, ©PIB 6VKMMIII r >* ÍM
BOSCH
Mikið
úrvai
af
BOSCH
heimilis-
tækjum.
Húsprýði hf.
Laugavegi 176. gQSCH
Simi 20440.