Morgunblaðið - 12.05.1963, Page 20
20
MORGVNBLAÐIB
Sunnudagur 12. maf 1963
DUNKERLEYS
Hesba fékk sér kaffibolla og
brauðsneið og lofaði hinni að
vaða áfram. Sara skammaðist sín
í raun og veru fyrir matgræðgi
sína, en lét sem hún væri hréyk-
in af henni og kom henni alls
staðar að. — Ég hef verið að
hugsa um að uppræta þessi blóm
og rækta matjurtir í staðinn,
sagði hún.
Hesba svaraði þessu engu. Hún
hallaði sér aftur í sætinu, með
bendur fyrir aftan hnakka og
horfði yfir þetta dýrlega lands-
lag og sjóinn. — Um hvað ertu
að hugsa? hreyttí Sara út úr
sér. — Einhverja bjánalega
krakkasögu, kæmi mér ekki á
óvart — með höll fulla af prins-
um og ófreskjum, yndisfögrum
meyjum pg öllu slíku, Nei, láttu
ekki villa þér sjónir, barnið gott.
Allt svona gamaldags gums, tákn
ar ekkert annað en afturhald og
spor aftur á bak.
Hesba brosti letilega. — Ég
býst við, að það hafi nú gert sitt
gagn samt á sínum tíma, sagði
hún.
— O, sussunei! f>ú ert öll í for-
tíðinni. Þú ættir heldur að horfa
til framtíðarinnar. Hún hringdi
ofurlítilli silfurbjöllu. — Ég ætla
að fá eina flesksneið til, ef nokk
•uð er eftir, .sagði hun við þern-
una.
Hesba reis upp á afturfótunum
í huganum. Æ, fjandinn hafi
þessa framtíð. Nútíðin er það,
sem einhvers er virði. Það er
alltaf verið að segja' manni, að
þetta líf, sem maður er að lifa
sé einskis virði í samanburði við
hin og þessi önnur líf, sem al-
ókunnugt fólk lifir einhvers
staðar. Ég hef litla trú á því.
Nútíðin er það eina, sem gildir.
— Þú ættir að fara eitthvað
út í dag og vera úti allan daginn,
sagði Sara. Ég er með dálítið,
sem ég þarf að klára, svo að það
má ekki ónáða mig. Ég hef sagt
þeim að hafa til mat handa þér
Og svo verður kallað á þig.
Hesba þakkaði henni og vissi
vel, að fyrir öllu hafði verið vel
séð, sem hún þurfti á að halda.
— Það verður ekkert hvasst í
dag, sagði Sara. — Þú flækist um
og líklega.verðurðu lasin. Og þá
sérðu eftir því að hafa ekki borð-
að neitt. Það er betra að vera
ekki lasin á fastandi maga.
— Ég verð aldrei lasin, sagði
Hesba stuttaralega. Hún stóð
upp, geispaði og teygði úr sér.
Það var eins og þetta yndis-
lega veður færi unj hana allg-
Hún gekk svo inn um glugga-
dyrnar, sem voru opnar og inn í
vinnustofu Söru, sem var full af
bókum. Á heljarstóru rauðavið-
ar skrifborði var allt á floti í
blaðaúrklippum, flugritum og
minnisblöðum. Þetta er skrítilega
farið að því að semja skáldsög-
ur, hugsaði Hesba. Á hennar
eigin skrifborði var ekkert nema
penni, blekbytta og pappírsblokk.
En svona var það nú: Það gátu
verið margar og margvíslegar
aðferðir við hvaða verk, sem var
— og svona fór Sara að því.
Þessi ólögulegi skrokkur, sem
þarna lá á legubekknum, hafði
eitthvað það í sér, sem hafði
gert hana að einni þekktustu
konu heims.
Og hún fór að hugsa um, hve
vel Cecil Bond hafði tekizt að
ná myndinni af henni. Málverk-
ið hékk þarna yfir arnium og
S.ra hafði breytzt mikið síðan
þá. Hann hafði málað flaksandi
hárið á henni úti í ganginum og
svo hafði hann dregið ofurlítið
úr öllum þessum svarta lit með
því að fleygja skræpóttu teppi
yfir fæturna á henni. Að baki
henni reis kalkaður húsveggur-
inn og grænn gluggahleri og
blómstrandi blómrunnur. Þetta
var eins og mynd af letilegri
tr'llskessu, þangað til maður
kom auga á björtu augun, sem
virtust- vera að hugsa um heim-
inn og allt, sem í honum var.
Án þess að hugsa sig um, hljóp
Hesba til og kyssti gömlu kon-
una aftán á hálsinn. — Hvað er
þetta? sagði Sara. — Ertu hérna
enn Snáfaðu nú af stað!
Hesba fór upp í herbergið sitt,
sem var svo fullt af endurminn-
ingum. Hún gat aldrei horft á
málverkið, án þess að minnast
þess um leið, þegar verið var að
mála það. Cecil Bond, sem leit
út eins og heykleggi, hafði bók-
staflega hrifið hana úr dauðans
greipum. Þau höfðu farið hingað
til Cornwall frá Norður-Wales,
og hún hafði verið litill, feiminn
r hræddur krakki, svört, smá-
vaxin og ljót, með heldur fátt til
að mæla með sér, hvort heldur
væri við Söru Armytage eða
nokkurn annan. Og Sara hafði
tekið hana að sér, fætt hana og
klætt Og gælt við hana, þangað
til hún var komin í áamt lag,
andlega og líkamlega.
Hún settist niður og fór að
hugsa. Svona var ástandið þá!
N'ú var það að vísu orðið sæmi-
legt, fyrir hennar eigin tilverkn-
að, en auk þess bauðst henni nú
ennþá meira öryggi, meðal
þeirra sem voru sólarmegin í líf-
inu. Laurie Dunkerley hafði beð-
ið hennar.
6.
Éf Hesba hefði fengið að lesa
allar bréfa-langlokurnar, sem
Dina skrifaði Felix Boys, hefði
hún hlegið harkalega og sagt:
— Nei, þetta er ekki allt í lagi.
Nei, ýmislegt hefur gerzt, barnið
gott, sem þú hefur ekki tekið
eftir. v
niðurdreginn, höfðu þau gerzt
góðir vinir. Þegar hún hafði
stappað í hann stálinu og þannig
dreift áhyggjum þeim, sem eins
og héngu yfir höfði hans, hafði
henni fundizt hann viðkunnan-
legur og skemmtilegur félagi.
Hann var ekkert gefinn fyrií
heilabrot og sir Daniel var nú
farinn að sjá þetta sjálfur, og
sýndi unga manninum meiri trún
að um hagnýta hluti. Þetta var
það bezta, sem gat hent mann
eins og Laurie, sem hafði gott
auga fyrir framkvæmdum, og
hann gleymdi því ekki, að þetta
var að þakka leiðbeiningum
Hesbu og að fyrir hennar at-
beina hafði líf hans beinzt í þá
átt, sem hann hefði helzt óskað
sjálfur. Þessi leyndi ótti við
stjórnsaman föður hans, var yfir
unninn, og 'þeir voru orðnir, þótt
í smáu væri, samverkamenn og
vinir.
Það var því ekkert að undra
þótt þessí nýi og endurfæddi
Laurie gripi hvert tækifæri, sem
bauðst til að koma sér í mjúk-
inn hjá Hesbu Lewison. Hann
nefndi þetta ekki á nafn við föð-
ur sinn, en hann fann það ein-
hvernvegin á sér, að föður hans
væri þetta ekkert á móti skapi.
Annars var það ómerkilegt at-
vik, sem kom því til leiðar að
honum fyndist faðir sinn ekkert
vera mótfallinn þessari nýju
stefnu hans. Laurie hafði sér-
herbergi í Dunkerleyhúsinu, en
var mikið af tímanum inni hjá
föður sínum. Undir hádegisverð
artíma sagði faðir hans: — Eg
verð að þjóta út. Eg ætla að
fara með Spencer til Simpsons.
Mundu það, drengur minn. Mað
ur verður að gefa höfundunum
siínum að éta öðru hverju. Það
fær þá til að halda, að samband
ið sé eitthvað annað og meira
en eintóm verzlunarviðskipti.
Spencer er góður maður. Það er
fjöldi af tímaritum að bera ví-
urnar í hann, en ég viþekki láta
þau ná í hann. Ætlar þú að borða
með einhverjum? Kemur Hesba
Lewison í dag?
— Ekki svo að ég viti.
— Nú, jæja, þá geturðu komið
með mér. Þú hefur ekkert illt
af að kynnast Spencer betur —
ef þú hefur ekki annað þarfara
að gera.
Hann deplaði ofurlítið aug-
unum um leið og hann sagði
þetta. Laurie fannst þetta augn-
artillit vera uppörvandi. Svona
og ekki öðruvísi var þetta hvers
dagslega atvik, en það orkaði
hressandi á hann.
Hesba hafði ánægju af að
borða með Laurie, og hann hafði
öðru hverju boðið henni í leik-
hús, en það var sérstaklega ein
. . , stund, sem honum hafði fundizt
Hun hafði ekki emu sinmjet- eftirminnileg. Það var þegar þau
að huggað sig við samfélag
Grace því að hjá prófastinum
varð allt að ganga eftir snúru.
Brúðurin hafði ekki mátt ganga
til hjónavigslunnar út úr húsi
brúðgpmans og því hafði Grace
dvalið í tveggja mílna fjarlægð,
í húsi einhvers Chess lávarðar,
sem var vinur og nágranni
Theós. Þaðan hafði svo sir Dani-
el komið með hana til kirkjunn-
ar brúðkaupsmorganinn, í vagni
lávarðsins.
Á þessum fáu mánuðum síðan
hún hafði hitt Laurie, óráðinn og
komu úr búðaranglinu í Bond
Street, og Alec Dillworth var
‘þarna fyrir, alls óvænt, kominn
aftur úr þessu dularfulla ferða-
lagi sínu, sem hann hafði aldrei
gert frekari grein fyrir. Hún og
Laurie voru í góðu skapi eins og
hverjir aðrir bjánar, og í dyr-
unum höfðu þau farið fram hjá
Elsie Dillworth og Isambard
Phyfe, en hann var í skapi, sem
engum gat dulizt. Og svo hafði
sir Daniel komið þarna inn, ó-
venjulega uppveðraður, og hafði
farið með hana og Laurie út í
—Loksins vr gur, sem má aka með ótakmörkuðum hraða.
hádegisverð. Hún hafði farið fús
lega, en hafði tekið eftir því,
'þótt hinir gerðu það ekki, hvað
Alec var vandræðalega ein-
manalegur, þegar hann horfði á
eftir þeim. Það var eins og þetta
væri einhver hátíðisdagur hjá
öllum nema Alecj í marga daga
á eftir sú hún Tyrir sér í hugan-
um, áhyggjufullt andlit og úf-
ið hárið, þennan mjóslegna, ein-
manalegur, þegar hann horfði á
stóð steinþegjandi þegar þau
fóru út — og henni fannst eins
og hún væri einhver svikari.
7.
Gamla biskupshöllin í Mande
ville var einu sinni virki, éh nú
v..r hún rúst. Veggirnir stóðu
þarna, þaklausir, en allskonar
óræktarlegur trjágróður var
allt í kring og upp úr rústunum.
Og nú um páskaleytið hafði alls
konar blómagróður sprungið
þarna út og fyllt loftið höfugum
ilm, og gömlu veggirnir voru
krökir af suðandi býflugum.
Veggirnir, sem áður fyrr höfðu
skipt húsinu sundur í stofur voru
nú horfnir, svo að ekki var ann
að eftir en óverulegar leifar af
þeim, sem líktust mest brotnum
tannabeyglum. Steinarnir úr þess
um veggjum höfðu verið notað-
ir, snemma á sautjándu öld. til
að byggja úr þeim prófastshúsið
og einnig nýju höllina handa
biskupnum. Þessi bygging var
enn kölluð Nýja Höllin, þrátt
fyrir þrjú hundruð ár á baki, en,
rétt eins og prófastshúsið var hún
farin að falla inn í landslagið,
eins og hún hefði vaxið upp úr
því. Það var skammt á milli þess
ara tveggja bygginga og millibil
ið milli þeirra var kallað Próf-
astgarðurinn. Veggirnir voru
ekki háir, en þó nægilega.
Þetta var í augum Hesbu eir*
konar töfraland, sem kom ímynd
unarafli hennar í hreyfingu. Theó
Chrystal hafði sagt henni, að
höllin hefði verið reist á tólftu
öld.
3Ilítvarpiö
Sunnudagur 12. maí
8.30 Létt morgunlög.
KALLI KUREKI
Teiknari; Fred Harman
— Þetta er einn af gripum Kalla,
sem þið hafið slátrað. Ef þið eruð
svangir, þá getið þið komið og sagt
það, en þið skulið ekki stela gripun-
um okkar. Þá lifið þið ekki að iðr-
ast þess. y
— Við vorum peningalausir og
svangir. Þú getur ekkert sagt ....
— Reyndu að halda þér saman.
Viðurkenndu ekkert.
— Þessi kýr var óbrennimerktur
vesalingur. Við áttum eins mikið til-
kall til hennar og þú.
— Heldurðu að þú getir gert gys
að mér, Aiken-
9.10 Morguntónleikar.
11.00 Messa í safnaðarheimili Lang-
holtssóknar (Prestur: Séra
Árelius Níelsson. Organleik
ari: Máni Sigurjónsson).
12.15 Hádegisútvarp.
14.00 Miðdegistónleikar.
15.30 Kaffitíminn.
16.30 Veðurfregnir. — Endurtek-
ið efni: Dagskrá um Guð-
mund biskup góða og jar-
teikn hans, tekin saman af
Andrési Björnssyni (Áður
útvarpað á síðustu páskum).
17.30 Barnatími (Helga og Hulda
Valtýsdætur): a) „Ævintýri
Stikilsberja-Finns", leikrit
eftir Mark Twain og Flemm-
ing Geill; lokakafli. — Leik-
stjóri Hildur Kalman. b)
Þáttur um Bangsimon.
18.30 „Inn um gluggann": Gömlu
lögin sungin og leikin.
18.55 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir og íþróttaspjall.
20.00 Svipazt um á suðurslóðum:
Þriðja erindi séra Sigurðar
Einarssonar frá ísrael.
20.15 Píanótónleikar í útvarpssal:
Rögnvaldur Sigurjónsson leik
ur sónötu nr. 2 í b-moll op.
35 eftir Chopin.
20.40 „Ófæran", smásaga eftir Hall
dóru B. Björnsson (Höfund-
ur les). /
21.00 Sunnudagskvöld með Svav-
ari Gests, spprninga- og
skemmtiþáttur.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 13. maí
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Búnaðarþáttur: Guðmundur
Gíslason læknir ræðir um
lambasjúkdóma.
13.35 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp.
18.30 Lög úr kvikmyndum.
19.30 Fréttir.
20.00 Um daginn og veginn (Har-
aldur Hamar blaðamaður.
20.20 íslenzk tónlist: „Endurskin úr
• norðri“ tónverk fyrir strengja
sveit eftir Jón Leifs.
20.40 Leikhúspistill: Sveínn Einars
son fil. kand. talar um Bert-
olt Brecht.
21.05 Tónleikar: Fiðlusónata nr. 5
í d-moll op. 108 efti rBrahms
21.30 Útvarpssagan: „Alberta og
Jakob" eftir Coru Sandel;
I. (Hannes Sigfússon þýð-
ir og les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar
Guðmundsson).
23.00 Skákþáttur (Ingi R. Jóhann*
son).
23.35. Dagskrárlok.
S— ÞJÓblUSTA
FR Ö/VSK þjónusta
andlits bö$
(landsnurtitig
(yárgreiðsla
CeiSbeint met i/al
Snyrtivöru.
valhöll Zt2&