Morgunblaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 2
2
MORCVNBL AÐ19
Sunnudagur 26. maí 1963
Fundir frambjóðenda
S já Ifstæðisf lokksi ns
í Reykjaneskjördæmi
verða á eftirtöldum stöðum:
Höfnum og Gerðahreppi mánudaginn 27. maí.
Vogum og Garðahreppi þriðjudaginn 28. maí.
Seltjarnarnesi og Kjós miðvikudaginn 29. maí.
Kópavoigi fimmtudaginn 30. maí.
Keflavik föstudaginn 31. mai.
Hafnarfirði finuntudaginn 6. júnL
— x —
Fundirnir i Höfnum og Gerðahreppi hefjast kl. 20,30.
Ræðumenn í HÖFNUM verða: Ólafur Thors, Axel Jónsson, Eirík-
ur Alexandersson, Alfreð Gislason, Sverrir Júlíusson og Matthías
A. Mathiesen.
Ræðumenn í GERÐAHREPPI verða: Matthias Á. Mathiesen,
Sverrir Júlíusson, Einar Halldórsson, Karvel Ögmundsson, Axel
Jónsson og Ólafur Thors.
Eiríkur Alfreð
Ólafur
Matthías
Snæbjörn
Sverrir
Karvel
Einar
Axel
Samkomulag um
skipan trúar-
bragða í Ung-
verjalandi
Róm, 25. maí NTB-Reuter.
ÍTALSKA fréttastofan „ANSA“,
skýrir svo frá í dag, að náðst
hafi í meginatriðum samkomu-
lag um trúarbragðavandamálin
í Ungverjalandi milli ríkisstjórn
arinnar þar og Páfagarðs. Enn sé
þó ósamið um nokkur smáatriði
en vænta megi lausnar þeirra
fljótlega.
Fréttastofan hefur eftir áreið-
anlegum heimildum að ung-
verska stjórnin hafi lagt til, að
skipaður verði sérstakur erind-
reki kaþólsku kirkjunnar og hafi
Páfastóll fallizt á það. Talið er að
Endre Hamvas, biskup verði skip
aður í emibættið.
— Skömmfun
eða viðreisn
Framhald af bls. 1
það er, og sýnir slík rangfærsla
enn eitt hryggilegt dæmi um mál
flutning Tímans um þessar mund
ir. Nú er því valið milli hafta- og
sikömmtunarstefnu Framsóknar-
flokksins og „skömmtunar" Við-
reisnarstjórnarinnar, eins og
Tíminn hefur nefnt stefnu nú-
verandi stjórnarflokka.
Það er skoðun Mbl., að blaða-
greinar, eins og sú, sem birtist í
Tímanum í gær muni hér ekki
ráða úrslitum. Það er mat fólks-
ins í landinu, sem hlýtur að verða
þyngst á metunum. Almenningur
mun nú skera úr um þetta atriði.
Vill þjóðin höft og skömmtun
Framsóknarflokksins á ný í
bandalagi við kommúnista eða
vill þjóðin Viðreisnina, sem Tím-
inn nefnir „skömmtun" stjórnar-
flokkanna.
Tíminn segir í gær ástandið nú
vera verra en 1949. Það er því
kosið milli viðreisnarinnar 1963
og hafta og skömmtunarástands-
ins 1949, sem Framsóknarmenn
vilja að komi í staðinn. Ekki
mun standa á kommúnistum að
styðja dyggilega þessa viðleitni
bandamanna sinna til „fram-
fara“.
Skommtunarskrifstofa ríkisins.
ReyJcjavlJf, /
UMSÓKN
N9 Í9C
»*«»#• ••••••••••••••••••#• ••«•••••••#••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••*•••••••••#*•••••••••••*•••••«•••••• •!•••••• ••#••••
(Nofn þess, sera skráður er móttakand! & Carmskirteiui)
ttm heimild til pess að fá toUafgreið&lu á skummlunuruörum•
•••••••<II mit-T-T-iT -fi --mniTt •••••••••••••••••••••••••«•«•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• ••••*••••«•••••
Oirliú magnt (YðruhciU i lullskrú) IKafli og i
*•••••••••••*•••••••••••••••<
< Unrii rskrift umsn-kjancla I
OlfylIUt af Rkrifstofu verðlsgsstjóra: Ctfyllist af skrifstofu tollstj
(HelU vGrunnar)
!••••••••••••••••••••••••••«
(Ncttó magn vðrunnar til skötnmtunur, fsrrlst I kilóunij króniun,
tíoiogum, pðrum 0« s. frv. eftir |>yí» sem við Aí
(Tollafgrciðsluuúmer og unclirs)
Þetta eintak afhendist skrifstofu verðlagsstjóra
með verðúttreikningl.
Sýnishom af einni af „Umsóknum.“ þeim, sem svo mjög settu svi sinn á hafta- og skömmtun-
artímabilið. Þetta er umsókn um tollaafgreiðslu á skömmtunarvörum. Þennan litla snepil þurfti
að færa á hvorki meira né minna en þrjá stjómarkontora. Skömmtunarstj&ra, verðlagsstjóra og
tollstjóra. Nú vilja Framsóknarmenn og kommúnistar innleiða þetta kerfi á ný. Þeir segja
ástandið nú vera verra, en þegar slíkir miðar voru œr og kýr stjómarvaldanna.
Kostaboð til
kjósenda!
— boðið að kjósa fjórar stefnuskrár í einu j
ÞJÓÐVILJINN birtir í gær
plagg eitt mikið, sem nefnt
er „kosningastefnuskrá,, Al-
þýðubandalagsins 1963. Er þar
sagt, að hér sé um að ræða
samkomulagsstefnu Alþýðu-
bandalagsins og Þjóðvarnar-
flokksins. Kjósendum G-list-
ans í kosningunum í næsta
mánuði gefst því kostur á því
að kjósa fjórar stefnuskrár á
einu bretti, sem allar eru þó
innbyrðis ósammála. Er hér
um ræða mesta „kostaboð“,
sem kjósendum hefur boðizt í
kosningum! Er engu líkara, en
nú sé hafin útsala á kosninga-
málefnum hjá kommúnistum.
Hinar fjórar stefnuskrár
G-Iistans eru: Stefnuskrá
Sósíalistaflokksins: Leið ís-
lands til sósíalismans, stefnu-
skrá Alþýðubandalagsins, svo-
nefnda, stefnuskrá Þjóðvam-
arflokksins og að lokum kosn-
ingastefnuskrá, „sem Alþýðu-
bandalagið og Þjóðvamar-
flokkurinn hafa orðið sam-
mála um“, eins og Þjóðviljinn
kemst að orði í gær.
Tilraunir kommúnista til
þess að læða kostningabaráttu
málum sínum að kjósendum
undir dulnefnum og í dular-
gervi er landsmönnum löngu
kunn. Fyrst hétu samtök
þeirra Kommúnistaflokkur ís-
lands, síðan Sameiningarflokk
ur alþýðu, næst Alþýðubanda-
lag og nú er boðið upp á „sam
komulagsstefnuskrá“.
,Hlébarðinn‘ fékk
gullpálmann
— Sagan júlíbók AB
FRANSKA leikkonan Marina
Vlady og brezki leikarinn Ric-
hard Harris fengu gullpálma-
verðlaunin á 16. kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes, sem lauk sl.
firr.mtudag. ttalska kvikmyndin
,,Hlébarðinn“ var kosin hezta
kvikmyndin á hátíðinni og hlaut
einnig gullpálma. Aðalleikarar
þeirrar myndar eru Claudia Car-
dinale og Burt Lancaster. Kvik-
myndir frá 29 þjóðum tóku þátt
í keppninni.
Marina Vlady fékk verðlatunán
fyrir lei'k sinn í ítölaku kvik-
myndinni „The Queen Bee“. Þar
leikur bún unga, óttaslegna
Sumarsýning
opnuð í
Ásgrímssal
f DAG verður opnuð sumarsýn-
ing í Ásgrímssafni. í vinnustofu
Ásgríms Jónssonar eru sýndar
olíumyndir, en í heimili hans
vatnslitamydir.
Þessi sýning er með líku sniði
Og aðrar sýningar safnsins að
sumri til, en þá hefur verið
leitast við að gefa sem gleggst
yfirlit yfis listþróun Ásgríms í
rúmlega hálf öld, og sýnd sem
margþættust viðfangsefni. Eru
þá m.a. hafðir í huga erlendir
■gestir sem safnið skoða.
í Ásgrímssafni verða til sölu
kort af nokkrum listaverkum
safnsins, m.a. litkort af Heklu-
og Þingvallamynd. Einnig kort af
þjóðsagnateikningum. Gefið hef
ur verið út lítið upplýsingarit um
listamanninn og safn hans.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti
74, er opið sunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga frá kl.
1,30 — 4. Aðgangur ókeypis.
í júlí og ágúst verður safnið
opið alla daga, nema laugardaga
á sama tíma.
brúði, seim elskar eiginmann
sinn aMt til dauðans. Richard
Harris fékk verðlaunin fyrir leilk
sinn í „This sporting Life“.
Kvikmyndin „Hlébarðinn** er
byggð á metsölubók Guiseppe
Tomasi de Lampendusa, sem
kom út árið 1959. Bókin er fyrsta
og eina bók höfundar og kom út
skömmu eftir andllát hans.
Bókin kemur út í íslenzkri
þýðingu innan skaimms, verður
júlíbók Almenna bókafélagsina
og þýðandi hennar er Tómas
Guðnmundsson, skáld.
Önnur verðlaun kvikmyndalhá
tíðarinnar í Cannes eru þessi:
Bandaríska kviikimiyndin „To
Kill a Moekingbird" hdaut Gary
Gooper-verðlauinin.
Rússneska kvlkimyndin „The
Optimistic Tragedy" blaut sér-
stök verðlaun, sem aldrei áður
hafa verið veitot, fyrir „bezita
byltingaróðinn“.
Verðlaunuim, sem dómnefnddn
veitir, var skipt milli japönsku
kvikmyndarinnar „Harakiri" og
tékknesku myndarinnar „Ona
Day, One Cat“.
Ættlr Síðupresta
Orðsending til þelrra sem
eiga bókina.
NOKKKRAR leiðréttingar og við
bætur við ritið „Ættir Síðu-
presta“ hafa nú verið prentað
ar. Hafa þær verið sendar út
til áskrifenda bókarinnar. Aðrir
þeir, sem eignazt hafa bókina,
eru beðnir að vitja þeirra til af-
greiðslu Norðra í Sambandshús-
inu í Reykjavík, neðstu hæð,
Blaðið má líma aftan við bók-
ina, og eru menn góðfúslega beðn
ir að merkja við þá staði í bók-
inni, sem leiðréttir eru eða við
er bætt, jafnframt því sem beð-
izt er velvirðingar á því, sem
brenglazt hefur.
Björn Magnússon,
Glæsilegir vinningar - 5 bílar
Kaupið miða strax í dag — Happdrætti Sjálfstæðisflokksins
#