Morgunblaðið - 26.05.1963, Síða 10
10
MORCUNBL4Ð1B
Sunnudagur 26. maí 1963
Landið
okkar
■— Ætlaði ekki einhver út í
DaLsmynni?
— Ég hrekk upp af móki við
þessa spurningu bílstjórans á
áætlunarbílnum til Norðurlands.
>að hefði verið þokkalegt til af-
spurnar eða hitt þó heldur, hefði
ég sofið yfir mig og hafnað norð-
ur á Akureyri.
Andartaki síðar stend ég ein-
mana á vegamótunum í hunda
kulda og norðanfjúki, treð mér
skjálfandi í úlpuna og skima um
leið eftir bíl að vestan — ein-
hver ætlaði að sækja mig í Dals-
mynni.
Sem betur fer er hans skammt
að bíða. Land-Rover bifreið kem
ur akandi niður brekkuna og þar
reynist kominn Magnús Rögn-
valdsson, verkstjóri Vegagerðar-
innar í Búðardal.
Við höldum af stað Vestur-
landsveg, og mætum fljótlega
tveim litlum bílum, sem verið er
að losa við keðjur. Og við kom-
umst brátt að því sjálf, að á fjall-
inu er allmikil hríð og skafrenn-
ingur — og fer vaxandi eftir því,
sem ofar dregur. Þegar hefur
fennt í för litlu bílanna. Hver
skyldi trúa því, að komið sé fram
í maí.
★ ★ ★
Ferðinni er heitið vestur í Dala
sýslu. Við höfum haft af því
spumir, að framundan séu eins
konar þáttaskil í sögu þessa frjó-
sama héraðs. Magnús segir mér
á leiðinni yfir fjallið, að Dalir
séu að mörgu leyti eftirbátar ann
arra byggða, að því er varðar
landbúnaðarframkvæmdir.
— Sýslan var áður með hinum
fremstu á landinu — allt fram
undir 1910—20, segir hann. Fyrir
og um aldamótin síðustu var hér
allmikil túnrækt, meiri en víðast
annars staðar á landinu og höfðu
þeir forystu í þeim efnum, Torfi
í Ólafsdal og Björn sýslumaður
Bjarnason á Sauðafelli. Síðan
dró mjög úr þessum framkvæmd
um og má segja að kyrrstaða
hafi verið þar til nú allra síðu-
ustu árin.
— Hvað telur þú að hafi vald-
ið þessu?
— Mér finnst líklegast, að hér
hafi skort hæfa forystumenn, er
gengju á undan í jarðræktarmál-
um, öðrum bændum til eftir-
breytni.
— En er þetta að breytast?
— Já, nú er mikill hugur í
Dalabændum. Margir hafa endur
nýjað búpeningshús sín á síðustu
árum og aðrir eru farnir að end-
Mjólkurstöðin. — Unnið að innr éttingu Mjólkurstöðvarinnar.
Nýtízku mjólkurstúð
rís í Búöardal
Mun valda miklum breytingum
1 búnaðarhdttum Dalabænda
urnýja íbúðarhúsin. 0g nú er ver-
ið að reisa mjólkurstöð í Búðar-
dal, sem'kemur til með að valda
verulegum breytingum á land-
búnaðinum í héraðinu. Bændur
hafa einkum stundað sauðfjár-
rækt til þessa en haft fáar kýr.
Fyrr á öldum var þó nautgripa-
rækt miklu meiri, enda er landið
sérstaklega vel til hennar fallið.
Ástæðan fyrir þessari þróun mun
m. a. hafa verið sú, að mjólkur-
flutningar hafa verið erfiðir hér
um slóðir. En með tilkomu mjólk-
urstöðvarinnar breytist það og
má búast við miklum framförum
í jarðrækt og nautgriparækt í
framttöinni.
★ ★ ★
Við erum nú að komast niður
í Sökkólfsdalinn, sem er grösug-
ur fjalldalur. Fyrsti bærinn, sem
komið er að, er Breiðabólstaður.
Þar sjáum við fyrsta dæmið af
mörgum um húsagerðarlist í Dala
sýslu um og rétt eftir síðustu
aldamót. Þá byggðu stórbændur
há íbúðarhús steinsteypt og mynd
arleg til að sjá. Hafa þau senni-
Fjögur af fimm bömum sýslumanns og konu hans, Kristínar
Sigurðardóttur. Talið frá vinstri: Þórður, Helgi Þorgils, Lýður
Árni og Steinunn Kristín fremst. Á myndina vantar Sig-
urð Rúnar.
lega þótt sem hallir á sínum tíma.
Hús þessi eru gjarna kjallari,
tvær hæðir og ris, grunnflötur
þeirra ekki ýkja stór, en hæðin
því meiri.
Frá Breiðabólsstað er nytjuð
jörðin Hlíðartún, sem sézt næst
á vinstri hönd. Það slys varð
í Hlíðartúni haustið 1884, að
skriða hljóp á bæinn þar, braut
niður baðstofuna og varð sex
manns að bana. Nokkru síðar var
bærinn byggður upp aftur á öðr-
um stað í túninu, en fyrir nokkr-
um árum fluttust ábúendur jarð-
arinnar burt.
Brátt er komið að Sauðafelli,
sem stendur í miðri Miðdala-
sveit, og er byggð allt umhverfis
fellið. Hinn mikli sögustaður,
Sauðafell — býli Sturlu Sighvats
sonar, Hrafns Oddssonar, lög-
manns og fleiri merkismanna,
stendur við fellsræturnar. Síðan
rekur hver sögustaðurinn annan.
— Kambsnes dregur nafn af því,
að Auður djúpuðga týndi þar
kambi sínum. Þar bjó, að sögn
Laxdælu, Hrútur Herjólfsson,
hálfbróðir Höskulds Dala-Kolls
sonar, meðan hann var að heimta
móðurarf sinn af Höskuldi.
Kambsnes er nú í eyði, þar er
flugvöllur fyrir litlar vélar, en
jörðin ér að öðru leyti nytjuð frá
Hrútsstöðum, þar sem Hrútur
gerði bæ sinn eftir sætt þeirra
Höskulds. Þá sjáum við heim-
kynni Saura-Gísla, sem frægur
varð að endemum, ekki sízt fyrir
það, að senda varð danskt her-
skip frá Stykkishólmi, til þess að
ná honum í tugthús. Treystu hér-
aðsmenn sér ekki til að hand-
taka hann, því að hann hafði
jafnan fótfráan hest með hnakk
og beizli til taks á hlaðinu, ef
óvelkomna gesti bæri að garði.
Sumir segja þó að sýslubúar hafi
ekki viljað handtaka Gísla, því
þótt prettinn væri og tíðum óbil-
gjarn, hafi hann verið hæfileika-
maður um marga hluti.
Framundan blasa nú við býli
Ólafs pá, Hjarðarholt og Hrapps-
staðir og lengra inn eftir Laxár-
dal eru Höskuldsstaðir. Magnús
bendir á, hvernig örnefnin í
nánd við þessi fornu stórbýli
vísa til þess hve víðfemt land
þeirra feðga hafi verið — einkum
þó Ólafs. Þorsteinn Þorsteins-
son, fyrrum sýslumaður í Dala-
sýslu gerði einhverju sinni áætl
un um búfjáreign Ólafs pá og
komst að þeirri niðurstöðu eftir
frásögn Laxdælu og vegalengd
milli Goddastaða og Hjarðarholts,
að hann hafi átt hátt á annað þús
und fjár. Jörðin Fjós, en í landi
hennar er Búðardalur byggður,
er talin hið forna fjósastæði
Hjarðarholtsbóndans. Sömuleiðis
er hann talinn hafa haft sauði
sína, þar sem nú er jörðin Sauð
hús. Þá mun bærinn Harrastaðir
í Miðdölum bera nafn sitt af því,
að þar gekk uxinn Harri laus um
vetur ásamt sextán nautum Ólaf:
og kom þeim öllum á gras. Þannig
mætti lengi telja sögustaði á báð-
ar hendur hvar sem farið er um
Dali. Sýslan á nær óslitna skráða
sögu allt frá landnámstíð og blasa
hér við sögusvið Landnámu, Lax-
dælu, Sturlungu og fleiri íslend-
ingasagna.
Hvar sem litið er á þessu svæði
blasa einnig við ræktunarmögu
leikar. Sem dæmi má nefna, að
á um það bil 20 km vegalengd frá
— Sæll, segi ég, hvað heitir
þú?
— Lýður Árni, svarar hann —
og lækkar svo róminn: — heyrðu,
af hverju ertu með myndavél,
ætlarðu að taka mynd af okkur.
— Það getur vel verið. Hvað
ertu gamall?
— 8 ára. /
—Kanntu þá að lesa?
— Já, ég les stundum sumt,
sem stendur í Morgunblaðinu.
— Jæja, hvað er það helzt, sem
þú lest í blaðinu?
— Ýmislegt um bíla og slys og
svoleiðis, sem maður þarf að vita
— þegar þeir fara útaf eða börn
fara fyrir bíl. Skrifar þú í Morg-
unblaðið?
— Já, stundum. Langar þig til
þess að skrifa um bíla í Morgun-
blaðið þegar þú verður stór?
— Það getur vel verið,
kannske líka taka myndir.
í þessu koma fleiri knálegir
piltar í dyrnar og loks lítil blóma
rós. Einn drengjanna, Rúnar, hef
ur komizt að því, hvað verða
vildi og hlaupið út, en Þórður og
Helgi Þorgils fallast á að vera
með Lýð og Steinunni á mynd.
Síðan þjóta þau hvert í sína áfct-
ina.
★ ★ ★
Þar sem ég hef þegar heyrt
um mjólkurstöðina og þá þýð-
ingu, sem hún kann að hafa
Friðjón Þórðarson, sýslumaður.
Fellsenda í Miðdölum að þorpinu
Búðardal er nær því óslitið rækt -
anlegt land — hundruð hektara,
sem bíða eftir plógi og herfi.
★ ★ ★
Sýslumaður Dalasýslu, Friðjón
Þórðarson, hefur aðsetur í Búðar
dal og þangað leggjum við leið
okkar til þess að spyrja almennra
frétta úr sýslunni.
En sem ég sit inni í skrifstofu
sýslumanns og bíð, meðan hann
afgreiðir aðra gesti, kemur til
mín litill drenghnokki, brúnn
og hraustlegur yfirlitum og hýr
á svip.
fyrir Dali, er mér næst að spyrja,
hverjir aðilar standi að bygg-
ingu hennar.
— Það er Mjólkursamsalan f
Reykjavík, sem byggir stöðina,
svarar sýslumaður. Hún á að upp
fylla allar ströngustu kröfur
tímans um mjólkurvinnslu og
hefur mjög verið til hennar vand
að. Með tilkomu stöðvarinnar er
víst, að mjólkurframleiðsla mun
í framtíðinni aukast um allt hér-
aðið.
— Hvenær
starfa?
tekur stöðin til
Framh á bls- 22